Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR13. ÁGÚST 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
William Weld um lokasennu kosningabaráttunnar í Bandarfkjunum
Morgunblaðið/Sverrir
William Weld, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, um forsetaefnið George W. Bush: „Ég spilaði einu sinni póker við þennan mann heila nótt og eitt
bregst honum aldrei, það er kx'mnigáfan!“
Búast má við mikl-
um leðjuslag
Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts,
repúblikaninn William F. Weld, veiddi
-----------------------------------------
ágætan lax á Islandi fyrir réttum 26
árum, daginn þegar Richard Nixon sagði af
sér forsetaembætti. Weld kom á ný
hingað til laxveiða í liðinni viku og
Kristján Jónsson ræddi við hann um
kosningabaráttuna vestra.
WILLIAM We!d var við
veiðar í Laxá í Leirár-
sveit er rætt var við
hann og sagðist vera
búinn að fá tvo væna þann daginn.
Hann segir fjölskyldu sína oft hafa
stundað laxveiðar hér en sjálfur hafi
hann aðeins komið hingað til lands
tvisvar.
„Foreldrar mínir komu hingað í
Laxá til veiða í mörg ár á sjöunda
áratugnum. Ég man vel eftir fyrra
skiptinu mínu hér vegna þess að ég
kom hingað til landsins 1974 daginn
sem Nixon sagði af sér forsetaemb-
ætti. Það var 9. ágúst. Ég var með
bróður mínum og ég veiddi fyrsta
laxinn minn hér strax þann daginn,
hann var 15 pund og ég fékk hann í
hyl númer 21, brúarhylnum í Mið-
fe!lsfljóti,“ segir Weld og hlær við.
Hann var vinsæll ríkisstjóri í sex
ár en bauð sig fram til öldungadeild-
arinnar haustið 1996 og tapaði fyrir
demókratanum John Kerry. Báðir
eru þeir vel menntaðir menn af göml-
um og velefnuðum valdaættum í sam-
bandsríkinu og til þess var tekið hve
kosningabarátta þeirra var prúð-
mannleg.
Weld er 55 ára gamall. Rætt var
um hann á sínum tíma sem væntan-
legt forsetaefni en hann hefur haft
hægt um sig í stjómmálunum undan-
farin ár. Hann íhugar þó að bjóða sig
fram til embættis ríkisstjóra í New
York er flokksbróðir hans, George
Pataki, lætur af því og er meðal fjár-
öflunarráðgjafa forsetaframbjóð-
andans George W. Bush sem hann
hefur mikið álit á.
Pókerspil við Bush
„Bush er hleypidómalaus maður
sem lætur skynsemina ráða og ég
styð hann mjög eindregið," segir
Weld. „Ég held að hann muni sigra í
forsetakosningunum. Hann er afar
vinsamlegur gagnvart öllum hófsöm-
um mönnum og frjálslyndum flokks-
mönnum eins og mér. Én stefnuskrá-
in sem samþykkt var er býsna langt
til hægri.
Bush kemur þannig fyrir að fólk
telur hann vera miðjumann og ég er
einn af þeim sem telja hann vera það.
Ég spilaði einu sinni póker við þenn-
an mann heila nótt og eitt bregst hon-
um aldrei, það er kímnigáfan! Það
finnst mér vera merki um að viðkom-
andi maður sé hæfur til að gegna
ábyrgðarstöðu í stjómmálum. Ég
treysti honum. Og ég held að margir
hófsemdarmenn treysti honum líka
vegna þess að skapgerð hans og
framkoma er með þeim hætti sem
hún er.“
En margir draga í efa að Bush sé
nægilega greindur og vel að sér til að
vera forseti. Hvað segir Weld um
þessar ásakanir?
„Ég held að hann sé alveg nógu
klár til að vera forseti. Hann hikar
ekki við að hafa í kringum sig fólk
sem stendur honum framar hvað
snertir gáfur og andleg afrek. Þetta
er gott teikn. Condoleezza Rice hjá
Stanford-háskóla er helsti ráðgjafi
hans í utanríkismálum og hún er
menntamaður sem hefur meiri hæfi-
leika á því sviði en hann gæti nokk-
um tíma gert sér vonir um að öðlast
sjálfur. En hann lætur slík mál ekki
vera sér fjötur um fót.
Cheney varaforsetaefni er einnig
með miklu meiri reynslu í utanríkis-
málum en Bush. Samt valdi Bush
hann umsvifalaust til að berjast með
sér. Málið er að almenningur vill að
stjómmálaleiðtogi sé með sama eig-
inleika og góður lögíræðingur: góða
dómgreind."
Flokksbróðirinn Jesse Helms
Weld er spurður um skoðana-
ágreining meðal repúblikana í mikil-
vægum málum. Hann hefur í blaða-
grein líkt öldungadeildar-
þingmanninum Jesse Helms við
hægri-öfgamanninn Dr. Strangelove
í samnefndri kvikmynd Kubricks.
Ekki em þeir miklir vinir, hann og
Helms eða hvað?
„Hann er ekki vinur minn,“ segir
Weld og hlær við. „Helms hefur illan
bifur á öllu útlendu og nýtur þess að
ráðast á Mexíkana og aðra frá Róm-
önsku Ameríku, kenna þeim um
vandamálin í Bandaríkjunum. Sjálfur
hef ég alltaf verið mjög frjálslyndur í
sambandi við málefni innflytjenda og
hlynntur alþjóðlegu samstarfi. Ég
ferðaðist talsvert í útlöndum þegar
ég var ungur, dvaldist þá í Evrópu
flest sumur, Frakklandi, Þýskalandi
pg Grikklandi. Og einu sinni var ég á
Islandi!
Við Helms eram ekki sammála um
nokkurn skapaðan hlut ef ég undan-
skil efnahagsmál; í þeim efnum eram
við báðir íhaldsmenn. Hann hafði
þess vegna fullan rétt til þess á sínum
tíma að berjast gegn því að ég yrði
sendiherra í Mexíkó. Ég vildi í því
starfi leggja áherslu á að stuðla að
viðskiptum og hagvexti, hann vildi
sýna Mexíkönum í tvo heimana í mál-
um eins og fíkniefnasölu og innflutn-
ingi fólks.“
En er ekki eðlilegt að fólk sem
kynnir sér stefnuskrá flokksins og
sér að menn eins og Helms styðja
Bush vantreysti repúblikönum?
„Einmitt þess vegna er Bush svo
mikilvægur. Ég tel að innst inni sé
Helms ekkert sæll með Bush. Hon-
um finnst sennilega að Bush sé of
sáttfús, of alþjóðlega sinnaður en
hvað á Helms að gera? Styðja demó-
krata? Hann hatar allt sem A1 Gore
stendur fyiir.
Svo að ég víki aftur að Bush skortir
hann algerlega þann undirtón illsku
sem mér finnst að greina megi undir
niðri í Helms. Þess vegna vænti ég
mikils af Bush. Hann er tvímælalaust
mjög virðingarvei'ður maður.“
Miðjumenn í hæstarétt
Weld er einn af miðjumönnunum í
flokki repúblikana og ákafír hægri-
menn á boi-ð við hinn áhrifamikla
Helms hafa lengi litið hann hornauga
þótt Weld hafi gætt hagsmuna einka-
fyrirtækja vel í ríkisstjóratíð sinni.
Hæstiréttur Bandaríkjanna markar
oft stefnuna til langs tíma í mikilvæg-
um deilumálum með dómum sínum,
þekkt dæmi era úrskurður um að rík-
isvaldinu beri að stuðla að jafnrétti
kynþáttanna og rýmkun á rétti
kvenna til að láta eyða fóstri. Hvers
konar fólk telur Weld að Bush muni
skipa í hæstarétt ef hann nær kjöri?
„Hann hefur sagt að hann muni
ekki nota sjálfvirka pólitíska síu við
valið á nýjum dómuram. Þetta er það
sem mestu skiptir, ég held að hann
muni skipa fólk úr miðju stjómmála-
litrófsins. Þar er hann í stóram drátt-
um sjálfur. Mér finnst hann of íhalds-
samur í sambandi við fóstureyðingar
en að öðra leyti tel ég hann vera
miðjumann og ég er sammála honum
um réttmæti dauðarefsingar. Hann
hefur náð góðu sambandi við svai-ta
kjósendur i Texas og fólk með upp-
rana í Rómönsku Ameríku. Það er
mikilvægt í mínum augum.“
Weld er spurður að því hve af-
skiptasöm stjómvöld eigi almennt að
vera.
„Mér finnst rétt að stjómvöld grípi
inn þegar markaðsöflin skila ekki við-
unandi niðurstöðu, þegar þau bregð-
ast. Það gera þau oft í markaðskerfi
vegna þess að uppsöfnun valds og
peninga skekkir lögmál markaðarins.
Valdið hnikar reglunum til í þágu eig-
in hagsmuna. Þess vegna hefur ríkis-
valdið ákveðnu hlutverki að gegna
við stefnumótun í atvinnulífinu en
ráðamönnum hættir mjög við að
ganga of langt í þeim efnum. Og opin-
ber stjómvöld era, þegar upp er
staðið, ekki jafn skilvirk og markaðs-
öflin. Ég mæli þess vegna með var-
fæmi en þegar fólk þjáist vegna þess
að markaðsöflin virka ekki verða
stjómvöld að vera reiðubúin að grípa
inn.“
Kalifornía o g New
York nægja ekki
Hvernig standa flokkarnir tveir að
vígi á þessu stigi kosningabaráttunn-
ar?
„Tölumar benda ekki til þess að
demókratar eigi auðvelt uppdráttar.
Þeir eiga þungan róður fyrir höndum
í Suðurríkjunum og ríkjunum inni í
landi. Þeir munu vinna Kaliforníu og
New York og mörg ríki í Nýja-Eng-
landi en annars staðar verður á bratt-
ann að sækja fyrir þá.“
En segja ekki sérfræðingar að
frambjóðandi sem vinnur hvoragt
strandríkjanna Kalifomíu eða New
York hljóti að tapa kosningunum á
landsvísu?
„Það verður ekki þannig núna, þeir
tapa langflestum hinna ríkjanna.
Repúblikanar virðast ætla að vinna
Pennsylvaníu og það verður mjög
erfitt fyrir demókrata að vinna ef
repúblikanar sigra í bæði Pennsylv-
aníu og Ohio, næstum því ógerlegt.11
Nýsköpun í leðjuslagnum?
Hann er spurður um horfurnar á
því að beitt verði ógeðfelldum aðferð-
um síðustu mánuði baráttunnar.
„Þetta verður mikill leðjuslagur.
Mikið er í húfi, kappið og óvissan
mikil. Ég held að demókratar muni
grípa til persónulegra árása á Bush
og bregða honum um greindarskort.
Þeir munu reyna að telja fólki trú um
að hann sé enginn þungaviktarmaður
í stjómmálum vegna þess að þetta
getur reynst eina von þeirra um að
ná árangri.
En víkjum að leðjuslagnum. Þegar
Bush bauð sig fyrst fram í embætti
ríkisstjóra 1994 vai- andstæðingurinn
Ann Richards. Honum var ráðlagt að
notfæra sér að Richards hefði eitt
sinn misnotað áfengi eða fíkniefni eða
hvað það nú var en hann neitaði. Þess
vegna held ég að Bush muni ekki um-
svifalaust hella sér út í að stunda
persónulegar árásh- á keppinaut
sinn. En þegar haft er í huga hve
mikil áhrif atvinnu-stjómmálavitar
og alls konar reddarar hafa geri ég
ráð fyrir að í herbúðum frambjóðend-
anna muni verða fundin upp ýmis
frumleg brögð til að sverta andstæð-
inginn! Ef til vill verða það ekki fram-
bjóðendurnir sjálfir sem nota þau
heldur verður þeim komið á framfæri
af strengjabrúðum," segir William
Weld.