Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR13. ÁGÚST 2000 57
FÓLK í FRÉTTUM
Tískuhönnunarveisla Futurice í Bláa lóninu
Plastbrynja og leður-
pils Tristan Webber.
Klæðskerasaumað-
ur draumur Æ.
Path of Love Rögnu
Fróðadóttur.
Fortíðarhyggja
með framtíðarsýn
MIKIL tilhlökkun rfkti meðal sýn-
ingargesta á Futurice, stærsta al-
þjóðlega tískuviðburði sem haldinn
hefur verið hér á landi.
Uti fyrir gnauðaði úrillur vind-
urinn í kolsvartri þokunni og ljáði
enn frekari ævintýrablæ yfir sýn-
ingxma.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti og verndari Futurice,
ávarpaði gesti og minnti erlendu
gestina á þjóðsögur Islendinga og
sagði þeim að mosavaxið, þokuvaf-
ið hraunið væri iðandi álfabyggð
og þokan sjálf prinsessa sem biði
lausnar.
Tískusýningin sjálf hófst svo
með sýningu á Aftur, línu systr-
anna Hrafnhildar og Báru Hólm-
geirsdætra. Hugmyndin að baki
hönnuninni er endurnýtingtextfls
og því mátti sjá gamla hljómsveit-
arboli ibland við mótorhjólajakka
og loðfeldi öðlast nýtt líf með kank-
víslegu glotti til fortíðarinnar.
Æ, hönnun Sæunnar Þórðar-
dóttur, var næst á svið og breyttist
andrúmsloftið í einni svipan í létt-
leikandi sápuóperu þar sem fjrir-
sæturnar liðu um eins ogþær
hcfðu lent í tímaflakki með hálfun-
drandi augu og grámálaðar varir.
Vetrarlína breska hönnuðarins
Tristan Webber fyrir 2001 var því
næst sýnd þar sem glæsilegir loð-
feldir og leðurflíkur voru í fyrir-
rúmi og fortíðarhyggjan vék fyrir
framúrstefnunni.
Ragna Fróðadóttir fetaði ástar-
veginn með lúiunni Path ofLove
með fíngerðri og kvenlegri hönnun
úr efnum sem hún hannar og fram-
leiðir sjálf. Þegar sýningu Rögnu
lauk tók hún við lófaklappi með
nýfætt barn sitt í örmunum og
ánægjubros á vör.
SynVal^fP^'ett.
Kansasbúinn Jeremy Scott hefur
ávallt vakið niikla athygli og umtal
þegar hann sýnir og reyndist Fut-
urice engin undantekning. Hver
einasta flík var drifhvít og svo fís-
Flögrandi englarnir hans Jeremy Scott.
létt að fyrirsætumar virtust á
stundum vera að takast á loft eins
og snjóhvitir englar með rauðan
varalit.
Fulltrúar allra helstu tískutúna-
rita heims fylgdust grannt með
sýningum hönnuðanna og má ef-
laust sjá afrakstur þcirra á siðum
blaðanna á næstu vikum og mánuð-
Morgunblaðið/Ánii Sæberg
Aftur fer lokahringinn.
Forsýnum í dag í
Bíóhöllinni kl. 2 og
laugarásbíó kl. 4
SAMBÉ
Tumi Tígur, Bangsímon
og félagar í fyrsta skipti
saman í bíó.
LAUGA
N.