Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Vantar þig vatnslás eða vfrlykkjur? í Axelsbúð færðu það og meira til.
Axel sjálfur kastar mæðinni innan um járnbora og koparfittings.
Tveggja tommu
nippill og ískalt kók
Neðst í gamla bænum á Akranesi stendur
gult hús. I gluggunum ægir saman veiði-
stöngum, hlífðarfatnaði og verkfærum af
hvers kyns toga. Sigríður Víðis Jónsdótt-
ir gekk um Axelsbúð, eins og verslunin er
alltaf kölluð, og var boðið upp á kók úr
tæplega sextíu ára gamalli kókkistu.
AGLERRÚÐU í gamalli
hurðinni stendur máðum
stöfum; Axel Svein-
björnsson hf. - Veiðar-
færaverzlun. Þegar gengið er inn um
þykkar viðardyrnar blasa við hillur
og rekkar fullir af vörum. Hver sem
lítur úrvalið augum sér að kenning
bæjarbúa um verslunina á við rök að
styðjast; þama fæst allt. Á trébekk
við einn vegginn sitja eldri menn
sem taka í nefið og ungir strákar í
vinnugöllum. Afgreiðslufólkið er
sloppklætt og andrúmsloftið vina-
legt.
,Aíi minn, Axel Sveinbjörnsson,
stofnaði búðina árið 1942. Hann
hafði þá meðal annars selt bílinn sinn
fyrir 1.000 krónur til að draumurinn
gæti orðið að veruleika. Upphaflega
nafnið var Axel Sveinbjömsson,
skipaverslun og aðallega var verslað
með hluti sem tengdust sjónum.
Fyrst voru bara amma og afi hérna
en smám saman fjölgaði starfsfólk-
inu.
Árið 1950 var núverandi verslun-
arhúsnæði keypt og vömúrvalið
jókst jafnt og þétt,“ segir eigandi
búðarinnar, Axel Gústafsson. Hann
hefur verið viðriðinn verslunina
mest allt sitt líf. „Ég var bara smá-
polli þegar ég byrjaði að aðstoða
hérna. I Reykjavík átti ég foreldra
og systkini en ég kaus frekar að vera
í Axelsbúð hjá afa. Ég hafði svo gam-
an af þessu að ég var alltaf hér þegar
ég gat. Árið 1975, um leið og ég lauk
gagnfræðaprófi, byrjaði ég í fullu
starfi og hef verið í búðinni síðan.“
Selur
ásamt
fleiru
EFTIRFARANDI vísa var á
auglýsingu sem birtist fyrir
búðina:
Selurásamtfleiru:
Stormúlpurogstígvél bezt,
stýrishjólogkeðjur.
Pakkningar, sem passa á flest,
prýðis hnífa ogsveðjur,
pilka, sökkur, línur, l ogg
lugtir, tangir,skæri,
öngla, s kóflur, gaffla, gogg,
geyma, gelgi, færi.
Skiptilykla, skrúfjám stór,
skrúfur, rærogsplitti.
Pibmer, kex og kaldan bjór,
kopar,rörogsnitti.
Höfundur: Guðmundur
Kristinn Ólafsson.
Súkkulaði í óvenjulegum
félagsskap
Axel Sveinbjörnsson lést árið 1995
og þá tók Axel yngri yfir reksturinn
ásamt Guðjóm Finnbogasyni sem
hafði unnið í búðinni síðan skömmu
eftir að hún var opnuð. Hann lét af
störfum síðastliðið haust á sama degi
og hann byrjaði - 56 árum áður!
Mörgum fannst tómlegt að koma í
búðina fyrst á eftir og sjá ekki Guð-
jón á þönum í bláa sloppnum sínum
Frammi í búð. Hægra megin sést í hina sögufrægu kókkistu sem hefur verið í búðinni síðan stuttu eftir að hún
var opnuð. Þótt hún hristist til og frá kælir hún einstaklega vel. Sumir scgja kókið í Axelsbúð það besta í heimi!
Getum við aðstoðað? Myndin er tekin áður en Guðjón Finnbogason lét af
störfum. Frá vinstri: Áxel Gústafsson, Guðjón Finnbogason, Siguijón
Sigurðsson og Gísli Aðalsteinsson.
Keðjur og stálvírar inni í pakkhúsi.
Á veggjunum í Axelsbúð hangir
ýmislegt athyglisvert, bæði
gamalt og nýtt. Áfram IA!
Nútíðin og fortíðin mætast. Á
hurðinni, sem er eldri en búðin
sjálf, má sjá merki sem gefa til
kynna að hægt er að nota
greiðslukort í versluninni.
enda var hann óumdeilanlegur hluti
af Axelsbúð.
Að ganga um búðina er athyglis-
vert. Starfsfólkið hleypur til og frá,
nær í járnrör, klippir plast og mælir
jarðvegsdúk á meðan viðskiptavin-
urinn bíður frammi við afgreiðslu-
borð. Búðin sjálf er pínulítil en lager-
inn feikna stór. Þar skiptast á stórir
salir og þröngir gangar og alltaf opn-
ast nýjar dyr inn í annað herbergi.
Alls staðar eru vörur og erfitt er að
gera sér grein fyrir skipulaginu. I
hillunni hjá sælgætinu eru flotholt
og sökkur, sexkantslyklar og skurð-
arskífur, bílkerti og kveikjarar.
Kaffiaðstaða starfsmanna er kaffi-
kanna sem stendur á litlu borði um-
kringd járnborum, stálskrúfum og
koparfittings. Inni á skrifstofu
stendur stór og mikil tölva ásamt
faxtæki og síma sem er í stöðugri
notkun. Á veggjunum og í bókaskáp-
unum eru ýmsir skemmtilegir mun-
ir. í efstu hillunni grillir í gulnað
hefti; „Leiðarvísir um notkun sjálf-
virku símanna," gefið út árið 1963 af
Póst- og símamálastjórninni.
Heimsmálin leyst
yfir kaldri kók
Fastakúnnarnir þekkja skipulagið
og afgreiða sig sjálfir. Sumir vaða að
púltinu með reikningsbókunum og
bæta vörunni á reikninginn. Þeir