Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
'
beint í símann þinn
SMS fréttir frá mbl.is
Allir vilja vera fyrstir með fréttirnar. Nú geta
viðskiptavinir Símans-GSM fengið nýjustu
fréttirnar á sínu áhugasviði sendar með SMS um
leið og þær berast. Hver sending kostar aðeins
6 kr. Hægt er að velja fréttir úr fjölda efnisflokka
eftir áhugasviðum.
Pantaðu SMS fréttir strax
á mbl.is eða vit.is!
Stórfréttir
Innlent
Erlent
Viðskipti
Tölvur og tækni
Enski boltinn
Landssímadeild karla
Landssímadeild kvenna
Stoke-fréttir
Formúla 1
FRETTIR FRA
mbl.is
Villur vega
á vinstri
vængnum
Lundúnabréf
Bílar sem keyra án sýnilegs bílstjóra, far-
þegi sem fer inn bílstjóramegin og fálm-
kennd leit eftir gírstöng í hurðinni fylgja því
að skipta yfír á vinstri vegarhelminginn,
segir Sigrún Davíðsdóttir eftir fyrstu
reynsluna af vinstri umferðinni bresku.
LÆRÐUM við ekki öll strax í
barnaskóla að Bretar keyra á
vinstra vegarhelmingi? Auðvitað
vissi ég því vel að hverju ég gengi,
en hef komist að því að eftir ára-
tuga líf í hægri umferð kostar það
andlegt átak að skipta allt í einu
yfir á vinstri hlið. Og það er svo
skrýtið að hver samgönguháttur
lýtur sínum vinstri lögmálum. Það
skiptir öllu hvort maður er gang-
andi vegfarandi, bílstjóri, á hjóli
eða á rúlluskautum.
Eg hef aldrei verið góð í vinstri
og hægri og þarf alltaf að hugsa
mig um eitt andartak eða tvö áður
en ég get sagt hvort hlutirnir séu
til hægri eða vinstri eða tekið leið-
beiningum þar um. Hvort það er
þá erfiðara að aðlagast „vitlaus-
um“ vegarhelmingi skal ósagt lát-
ið, en það er undarlega gróið í
manni að taka það sem náttúrulög-
mál að umferð geti ekki verið
nema hægri umferð.
Falleinkunn
á fyrsta prófinu
I fyrsta skiptið sem ég fór í bíl
eftir að vera komin hingað gekk ég
ákveðnum skrefum að hægri fram-
hurðinni, þeirri hægri, þegar mað-
ur er sestur inn. Bílstjórinn stóð á
bak við mig og honum var
skemmt. Hann hafði sumsé með
vilja látið mig ganga fyrst að bíln-
um til að sjá hvort ég væri nú búin
að ná áttum í nýja landinu. En nei,
það var ég öldungis ekki, svo ég
snarféll á fyrsta umferðarprófinu
rétt nýstigin á breska grund. Auð-
vitað er bílstjórasætið í breskum
bíl hægra megin. Nema hvað ...
Það er hægt að keyra á tvenna
vegu, annaðhvort í breskum bíl
eða eins og ég hef það enn sem
komið er, í bíl, sem er gerður fyrir
hægri umferð. Þetta hefur sína
kosti og galla.
í raun er ekki svo erfitt að
keyra hægri umferðar bíl í vinstri
umferð, alla vega ekki í borgar-
umferð. Umferðin þvingar mann
ósjálfrátt til að fylgja sömu lög-
málum og allir hinir. Það er ein-
faldlega ekkert svigrúm til að
hvika yfir á hægri vegarhelming,
svo umferðin heldur öllum hægri
villuráfandi á réttum stað.
Mflur í stað kflómetra:
Fræðilega auðvelt ...
Ekki svo að skilja að þetta gangi
átakalaust fyrir sig. I fyrstu var
sérstaklega sterk tilhneiging til að
leita yfir á hægri helminginn þeg-
ar beygt er til hægri, en hún hefur
dofnað með vikunum. Þegar kunn-
ingjakona mín fékk þursabit ný-
lega og gat ekki keyrt bílinn sinn
frá Dover til London eins og til
stóð, fékk ég kærkomið tækifæri
til að keyra í vinstri umferðarbíl.
Um leið og ég settist undir stýri
með hana í farþegasætinu sagði ég
við hana að hún skyldi ekki hika
við að segja mér til og gera allar
þær athugasemdir við aksturinn
sem hana lysti.
Við vorum ekki komnar langt
þegar hún benti mér fínlega á að
hámarkshraðinn væri 50 mílur,
hvort ég væri nokkuð yfir því. Hún
var nýbúin að fá sekt fyrir of hrað-
an akstur. Fræðilega séð er ekki
erfitt að breyta kílómetrum í míl-
ur, bara km x 1,5 eða svo, en í
reynd hef ég enga tilfinningu fyrir
mílum.
Ég leit snarlega á mælaborðið
og sagði að þetta væri allt í lagi,
ég væri undir 30 mílum. Hennar
mílutilfinning var skarpari en mín,
svo hún rétt kíkti á mælaborðið.
Hraðamælirinn sýndi 70 mílur, en
snúningsmælirinn 30. Ég var snör
að festa augun á hraðamælinum og
nota bremsuna til að koma hraðan-
um niður í lögleg mörk.
Þegar maður skiptir um gír
slæmir maður hendinni hugsana-
laust í stöngina, hreyfir fæturna
og gírinn skiptist. í vinstri um-
ferðar bíl slæmir hægri villu öku-
maður stöðugt hendinni í bílhurð-
ina. Það liðu nokkrir kílómetrar að
viðbættum nokkrum marblettum
áður en vinstri hendin hafði verið
tekin í notkun og hurðin látin í
friði. En aksturinn kostar meiri
einbeitingu úti á sveitavegum,
þegar enginn er til að halda þeim
villuráfandi réttum megin.
Best að horfa til
hægri - og vinstri
Svo eru einnig ýmis séreinkenni
í umferðinni. Bresk umferðaryfir-
völd hafa einstakt dálæti á hring-
torgum. Þau eru úti um allt, í
borgum og sveit. Bæði stór og líka
lítil, sem eru þá bara örvar málað-
ar á götuna. Fyrst fannst mér
þetta hin undarlegasta árátta en
hef nú fengið stakt dálæti á hring-
torgunum. Þau eru til dæmis
þægileg þegar maður veit ekki
hvert beygja skal. Þá er einfald-
lega hægt að sveima um í þeim þar
til stefnan hefur verið ákvörðuð.
Og þau eni frábær til að snúa við,
þegar röng stefna hefur verið tek-
in.
Framan af blasir við stöðug lífs-
hætta, þegar farið er út á götu, því
hægri umferðar maður lítur stöð-
ugt til vinstri um leið og hann
gengur út á götu. Þessu hafa Bret-
ar séð við og í London er víðast
skrifað stórum stöfum á götuna í
hvora áttina maður eigi að líta. En
þeir sem ekki eru vanir skriflegum
hegðunarfyrirmælum á götunni
eru ekki með augun á henni, ég
tala nú ekki um þeir sem þurfa
lestrargleraugu, svo hugulsemin
kemur iðulega fyrir lítið.
Eftir mánuð er ég hætt að líta
til vinstri og ganga svo strax út á
götuna. Nú lít ég til hægri, en get
enn ekki látið vera að gjóa augun-
um líka til vinstri. Það er einfald-
lega enn sem komið er einhver
andleg fyrirstaða að trúa á vinstri
umferðina.
Á hjóli í London
Þegar ég tjáði breskum kunn-
ingjum að ég hygðist halda upp-
teknum háttum frá Höfn og hjóla
hér, benti reyndur hjólreiðamaður
mér á að ég skyldi hafa í huga að
sem hjólreiðamaður í Lundúnaum-
ferðinni væri ég einfaldlega ósýni-
leg. Enginn tæki eftir mér, enginn
tæki tillit til mín. Þetta hljómaði
ekki uppörvandi, en var engu síður
góð viðvörun.