Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR13. ÁGÚST 2000 41
Fallinn er frá tengdafaðir minn
Guðjón Guðmundsson eftir stutta
en snarpa veikindabaráttu. Hann
var að vísu orðinn vel við aldur en
hafði jafnan borið aldurinn vel, farið
sinna ferða og annast um sig allt til
hins síðasta.
Guðjón var ekki, frekar en marg-
ur af hans kynslóð, fæddur með silf-
urskeið í munni. Hann missti móður
sína aðeins þriggja ára gamall og
var þá í fyrstu komið fyrir hjá vina-
fólki foreldranna en ólst síðan að
mestu upp hjá föður sínum og
stjúpu í Austurhlíð í Laugardal, þar
sem nú er íþróttaleikvangur Reyk-
víkinga. Þótt mig gruni að bernsku-
árin, þegar hann dvaldi hjá vanda-
lausum, haíl verið honum að sumu
leyti erfíð þar sem hann þurfti
a.m.k. í þrígang að flytjast á milli
bæja, m.a. til Krýsuvíkur um tíma,
þá fannst mér hann ævinlega vera
þakklátur því fólki sem annaðist
uppeldi hans þessi mótunarár. Innst
inni fannst mér hann alla tíð harma
ótímabæran móðurmissi.
Guðjón lærði rafvirkjun og varð
meistari í þeirri grein. Starfsævi
hans varð síðan öll tengd rafmagns-
málum með einum eða öðrum hætti
en lengst af starfaði hann hjá Raf-
magnsveitum ríkisins og gegndi þar
ýmsum ábyrgðarstörfum, m.a sem
rekstrarstjóri og skrifstofustjóri.
Ég veit að öllum sínum störfum
gegndi hann af trúmennsku og natni
enda fór aldrei á milli mála hversu
orðspor og heiður Rafmagnsveitn-
anna voru honum ofarlega í huga.
Öllum þessum störfum sínum sinnti
hann jafnt utan sem innan hefð-
bundins vinnutíma. Guðjón tók virk-
an þátt í rafvæðingu landsins og
kunni þá sögu til hlítar. Hygg ég að
fáir menn hafi á seinustu árum verið
fróðari um þennan þátt í atvinnu- og
framfarasögu þjóðarinnar en hann
enda átti hann þátt í að semja sögu
rafstöðva á íslandi sem væntanlega
verður gefin út á næstunni.
í einkalífi, þar sem ég kynntist
honum fyrst og fremst, var Guðjón
hamingjumaður. Hann eignaðist
góða eiginkonu, Helgu Jórunni Sig-
urðardóttur, og eignuðust þau fimm
börn. Lifðu þau í farsælu hjóna-
bandi og hjálpuðust að við að gera
heimilið að griðastað sem hafði yfir
sér reglufestu, kyrrð og rósemi og
sköpuðu þannig grundvöll fyrir
innihaldsríkt og ánægjulegt heimil-
islíf. Þannig kom mér það ævinlega
fyrir sjónir eftir að ég kynntist Auði
dóttur þeirra og fékk hönd hennar.
Við byrjuðum okkar búskap á heim-
ili tengdaforeldranna á loftinu í
Barmahlíð 6 og undum hag okkar
vel. Þetta var á námsárum mínum
þegar þröngt var í búi hjá okkur
ungu hjónunum og var þetta fyrir-
komulag því kærkomið búsílag.
Ekki var síðra að eiga tengdamóður
mína að við að gæta Guðjóns sonar
okkar í frumbernsku. Fyrir þetta og
alla hjálpsemi um dagana eiga þau
hjónin miklar og verðskuldaðar
þakkir skildar.
Guðjón var gæddur einstakri
hugarró svo að návist hans var ætíð
hlý og laus við sgennu og óróleika.
Hann var mikill íslendingur og lét
sér annt um náttúru landsins, móð-
urmálið og allt er varðaði hag lands
og lýðs. Hann ferðaðist mikið um
landið bæði vegna starfa sinna fyrir
Rafmagnsveiturnar og á eigin veg-
um á sumrin, þá gjarnan í tjaldúti-
legu með konu og börn. Á ferðum
sínum um sveitir landsins í tengsl-
um við rafvæðinguna kynntist Guð-
jón fjölda bænda, sveitarstjórnar-
manna og reyndar fjölda fólks
nánast hringinn í kringum landið.
Hann hlýddi gjarnan á útvarpsþætti
sem snertu móðurmálið og viðaði að
sér úrvalsbókum helstu rithöfunda
okkar og skálda og las þær af
ástríðu og með opnum huga. Hann
fylgdist afar vel með öllu íslensku
efni sem fiutt var á öldum ljósvak-
ans og sjaldan kom maður að honum
öðruvísi en gamla gufan væri í full-
um gangi og lagt væri við hlustirn-
ar. Þá var veiðiskapur ríkur þáttur í
frístundagamni hans og átti hann
hér fyrr á árum margar ferðimar
með vinum sínum í hinar ýmsu lax-
veiðiár. Var hann afar þrautseigur,
laginn og farsæll veiðimaður. Ég
átti þess kost að vera með honum
við veiðiskap nokkrum sinnum og
fór ævinlega ríkari af reynslu og
ýmsum fróðleik um veiðiskap og
háttalag laxfiska frá þeim stundum.
Búseta okkar hjóna og barna á
landsbyggðinni lengst af okkar bú-
skap varð þess valdandi að tengda-
foreldrarnir komu af og til á ári
hverju í heimsókn og stóðu þá
gjarnan við yfir helgi eða lengri
tíma. Þetta varð til þess að kynnin
af börnunum urðu mjög náin svo að
þau hændust að ömmu og afa og
tengdust þeim órjúfanlegum
tryggðaböndum. Meðan þau dvöldu
hjá okkur var ýmislegt brallað til
gamans og afþreyingar og eru okk-
ur nú slíkar sameiginlegar stundir
mikill fjársjóður í safni minning-
anna sem gaman verður að ylja sér
við. Mér fannst reyndar Guðjón
gjarnan una sér best þegar hann var
kominn út úr skarkala höfuðborgar-
innar og eitthvað út á land. Það virt-
ist sem náin snerting við náttúruna
væri honum svo mikils virði og dvöl
fjölskyldunnar í sumarbústað
þeirra í Hveragerði áratugum sam-
an bar þess ljósan vott hversu vel
hann undi sér við slíkar aðstæður.
Góður og vænn maður er geng-
inn. Ég vil að leiðarlokum þakka
honum samfylgdina áratugina sem
við höfum átt samleið og bið honum
guðs blessunar.
Rúnar Guðjónsson.
Við lát Guðjóns tengdaföður míns
hugsa ég með þakklæti til þess að
hafa kynnst mannkostamanni sem
einkenndist af umburðarlyndi og lít-
illæti. Hann hafði ekki endilega hátt
um skoðanir sínar eða otaði fram
vitneskju sem hann bjó yfir. Hann
hafði held ég meira gaman af að
greina frá sínum fróðleik og afstöðu
þegar eftir því var leitað eða sér-
stakt tilefni var til og áhugi nær-
staddra vakinn. Þannig var hann
næmur á að koma sínu til skila á
réttum stað og tíma enda var fyrir
vikið þeim mun meira mark tekið á
því sem hann hafði fram að færa
bæði í starfi og leik. Sjálfur hafði
hann virtist mér gaman af að hlusta
í rólegheitum á skoðanir og útlistan-
ir annarra og leyfa þeim að njóta sín
enda þótt á stundum væri eins víst
að hann sjálfur vissi fullt eins mikið
ef ekki betur.
Guðjón hafði fjölmörg áhugamál
og fór víða um til að sinna þeim. Allt
þar til mánuði fyrir andlátið fór
hann allra sinna ferða á bílnum um
borg og bý að sinna sínum hugðar-
efnum, fjölskyldunni og vinum.
Hann sótti mikið sýningar og leik-
hús, grúskaði og garfaði í mörgu
auk þess sem hann fylgdist af áhuga
með öllu því helsta sem á döfinni var
hverju sinni. Aldrei kom maður til
hans öðruvísi en að útvarpið væri í
gangi, jafnvel sjónvarpið líka og
kannski dagblöðin opin á stofuborð-
inu. Hann lét því fátt fram hjá sér
fara. Áhugi hans á því sem fyrir
augu bar, t.d. á söfnum eða sýning-
um, var enginn yfirborðsáhugi held-
ur kynnti hann sér hlutina í þaula og
spáði gjarna og spekúleraði. Hvar
sem hann fór í slíkum erindagjörð-
um hafði hann því dálæti af að eiga
orðastað við þá sem tóku á móti hon-
um, fræðast af þeim og skiptast á
skoðunum við þá. Þannig eignaðist
hann hauka í horni á hinum ýmsu
stöðum sem sumir gerðust banda-
menn hans í ýmsu grúski. Segja má
að hann hafi umgengist fjölskyld-
una og vini sína með svipuðum
hætti, byggt á þvi sem hann átti
sameiginlegt með hverjum fyrir sig.
Fyrir vikið kom Guðjón oft á óvart
þegar fréttist hvað hann var að gera
með hverjum og hversu fjölbreytt
það var.
Guðjón var góður afi sem hafði
yndi af að spjalla við barnabörnin og
fylgjast með því sem þau höfðu fyrir
stafni. Ung sátu börnin gjarnan í
fangi hans þegar hann kom í heim-
sókn og fékk hann þau þá til við sig
að skrafa um hitt og þetta á meðan
hann hlustaði kankvís. Þegar börnin
urðu stálpaðri snerust hlutverkin
við því þá fengu þau oft að heyra
áhugaverða frásögn, ósjaldan um
hvernig hlutirnir voru í gamla daga
eða þá að hann fræddi þau um dýra-
líf og gróður, fiskveiðar eða garð-
rækt.
Eflaust hafði Guðjón lúmskt gam-
an af að sá tengdasonurinn sem ól-
íklegastur var til að leggja fyrir sig
starf að orkumálum skyldi óvænt
gerast upplýsingafulltrúi hjá
Landsvirkjun og feta þar með í viss-
um skilningi í fótspor hans. Ekki er
hægt að segja að ég hafi verið jafn-
vel undirbúinn undir þá vegferð og
hann var á sinni tíð. Fyrir vikið fór
ekki hjá því að það tæki mig nokk-
urn tíma að ná áttum á nýjum starf-
svettvangi. Eins og Guðjóns var von
og vísa lét hann mig þó aldrei finna
að fyrra bragði að hugsanlega væri
SJÁNÆSTUSÍÐU
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS J
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
V
Svrrrir
Eimrsson
úlfararsljóri,
sími 896 8242
895*9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
+
Sambýlismaður minn, faðir okkar og fóstur-
faðir,
ÁRNI EÐVALDSSON,
Þverholti 12,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 14. ágúst kl. 13.30.
Þórunn Friðriksdóttir,
Jóhanna Árnadóttir,
Anna Rán Árnadóttir,
Hrafnkell Tumi Kolbeinsson.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkaers
eiginmanns míns, föður okkar, stjúþföður,
tengdaföður og afa,
THEODÓRS H. KRISTJÁNSSONAR
kennara,
Kambahrauni 11,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar Landsþítalans við
Hringbraut.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Kristján Theodórsson, Pála María Árnadóttir,
Soffía Theodórsdóttir, Þröstur Stefánsson,
Hálfdán Theodórsson,
Þóroddur Þórarinsson,
Guðmundur Helgi Þórarinsson, Laufey J. Sveinbjörnsdóttir,
Þór Indriðason, Anna Marý Ingvadóttir
og barnabörn.
+
Hugheilar þakkir til ykkar allra, sem sýrtdu
okkur hlýhug og samúð við andlát og minn-
ingarathöfn ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, dóttur, systur,
mágkonu og ömmu,
AÐALHEIÐAR GUNNARSDÓTTUR,
sem lést á sjúkrahúsi í Halmstad, Svíþjóð,
þann 28. júlí
Magnús Gunnarsson,
Arnar Sigmundsson, Úlfhildur Óttarsdóttir,
Ásdís Magnúsdóttir,
Bjarki Magnússon,
Gunnar Óskarsson, Ellý Guðnadóttir,
Tryggvi Gunnarsson, Olga Gunnarsdóttir,
Gunnar Gunnarsson, Hulda Rafnsdóttir
og barnabarn.
+
Við þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður og
vinkonu,
SESSELJU JÓNSDÓTTUR,
Vogatungu 23,
Kópavogi.
Elínborg Kristjánsdóttir, Ágúst Ögmundsson,
Guðrún Kristjánsdóttir, Hilmar Sigurðsson,
Jónína Kristjánsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Jón Lárus Hjartarson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
EINARS J. EINARSSONAR
vélstjóra,
Kaplaskjólsvegi 51,
Reykjavík.
Helga Markúsdóttir,
Einar Ingi Einarsson, Svanhvít Guðjónsdóttir,
Guðlaug Eyþórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.