Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUD AGUR 13. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ ER TIL RÁÐA? Nítján hafa látist í bíl- slysum hérlendis það sem af er árinu og mun fleiri slasast. Guðmund- ur Guðjónsson og Guð- rún Guðlaugsdóttir ræddu við ýmsa, sem koma nálægt umferðar- málum, vegna þeirra hörmulegu atburða sem hafa átt sér stað upp á síðkastið. Þjóðin er bersýnilega slegin vegna þessara hræði- legu slysa og spurt er: hvað er til ráða? Morgunblaðið/Kristinn Þumalputtaregla - þús- und krónur á kílómetrann SKAGAF J ARÐ ARSÝ SL A hefur um árabil verið vettvangur alvar- legra umferðarslysa og hafa menn þar haft af þessari þróun þungar áhyggjur. Björn Mikaelsson er yf- irlöregluþjónn á Sauðárkróki, en á lögreglunni þar hefur mikið hvílt vegna þessara mála. „Ég er búinn að vera hér á átjánda ár og var áður í lög- reglunni á Akureyri. Mín reynsla héðan úr sýslunni er sú að umferð- arslysin eru geigvænlega mörg. Málið er það að ökutækjum hefur fjölgað mikið undanfarin ár, svo og ökumönnum. Þetta þýðir meiri akstur á vegunum og hann er hraðari. Með bættu vegakerfi og auknum hraða fjölgar slysunum, þetta liggur í hlutarins eðli. Það fer t.d. hrollur um mann að sjá unga stráka fylla bfla af jafnöldr- um sínum og aka svo á öðru hundraðinu og allir í bflnum kannski án öryggisbelta. Við hér í Skagafirði eigum nokkra staði sem eru hættulegri en aðrir, reynslan er að á þessum Samræma ósamræmi ÓSKAR Stefánsson er formaður Slcipnis, stéttarfélags ökumanna fólksflutninga- og sérleyfis- bfla.Hann sagði að það sem helst hefði verið uppi á borðinu hjá rútu- mönnum væri nauðsynin að „sam- ræma ósamræmi í hámarkshraða bifreiða á sömu akrein. Að einn flokkur megi aka á 80 og annar á 90 við slíkar aðstæður er afar óæskilegt. Innan okkar raða er mikil óánægja með þetta og við teljum að færa eigi alla upp í 90,“ segir Óskar. Nú hafa rútur og vöruflutninga- bilar verið áberandi íslysum ísum- ar? „Já, við hjá Slcipni ætlum að senda innan tíðar frá okkur álykt- un um þessi slys, en mín skoðun er sú að orsaka sé að einhverju leyti að leita í lágum launum og mikilli vinnu. Það eru dæmi um að menn í okkar röðum hafi unnið samfleytt í tæplega 30 daga, kannski komið úr 10-12 daga ferð að kvöldi og haldið í aðra slíka að morgni. Það er slít- andi, allt venjulegt fólk fær helgar- frí. Við höfum varað menn Iengi við því að misnota hvfldartíma sína, en því miður eru brögð að því að menn hafi gert það. Það segir til sín.“ stöðum verða slys ár eftir ár. Eins og þjóðvegakerflð er í Norðurárdal í Skagafirði er núna, þetta er hluti af þjóðvegi 1, þá er vegurinn mjög varasamur. Þar eru þröngar brýr, beygjur og hæðir. Þetta er sá part- ur af þjóðvegi 1 á okkar svæði sem er hvað hættulegastur. Sérstaklega eru tvær brýr hættulegar, það eru brýrnar yfir Kotá og Norðurá. Sl. fimmtudag var t.d. útafkeyrsla við Norðurárbrú og velta. Þarna eru krappar beygjur og brekkur beggja vegna brúar.“ Forgangskrafa að gera þjóð- veg 1 sæmilega greiðfæran „Svona aðstæður eru víða um land og þetta kallar á slys. Það ætti að vera forgangskrafa að gera þjóðveg nr. 1 sæmilega greiðfæran og útrýma svona stöðum eins og ég nefndi fyrr. Árið 2003 verða þessar brýr aflagðar en eftir verða álíka staðir víða annars staðar á landinu. Hvað snertir hraðakstur þá þarf að efla löggæslu á vegum úti og fylgjast betur með að hámarks- ÞAÐ hefur lengi loðað við lögregluna á Blönduósi að hún ráði ríkjum í sínu umdæmi og menn losi ósjálfrátt fót- inn af bensíngjöfinni er þeir nálgast Blönduós. Kristófer Sæmundsson hefur verið fastamaður hjá lög- reglunni á Blönduósi frá árinu 1988 og því marga fjöruna sopið. „Þetta mikla vegaeftirlit okkar hófst á árunum 1988-89. Þá fór það að vera markvisst. Það var ekki af neinu sérstöku tilefni heldur er málið þannig vaxið að umdæmið okkar er mjög stórt með þremur þéttbýlis- kjörnum. Við höfum því alltaf þurft að vera mikið á ferðinni og á þessum árum voru radarmælingar að ryðja sér til rúms. Við sáum því að víða var pottur brotinn og því var ákveðið að einbeita okkur að þessu, enda er þetta eitt af þeim störfum sem okkur er ætlað að vinna. Fyrst var það helg- arumferðin, en síðan var hætt að gera upp á milli daga,“ segir Kristófer. Er einhver sjáanlegur árangur? „Það er mikið um það að menn hraði sé virtur. Það er ekki nóg gert af því nú, hinn raunverulegi ökuhraði er samkvæmt okkar reynslu um 110 til 120 kflómetrar á klukkustund, þetta sjáum við á þeim radarmælingum sem við ger- um. Einnig þarf að auka viðurlög við hraðakstri. Það er góð þumalputt- aregla að hafa þúsund krónur á kílómetrann. Þá fara menn að hugsa. Hámarkshraði er 90 kíló- metrar á bundnu slitlagi utan þétt- býlis. Ef menn eru teknir á 110 kílómetra hraða er sektin 20 þús- und krónur samkvæmt þessari hugmynd. Ef svo væri færu menn að hugsa. Hinn mannlegi þáttur er líka ríkur þegar slys eru skoðuð, menn meta aðstæður ekki rétt, virða ekki umferðarrétt, aka of hratt, aka fram úr við hæpnar aðstæður og þannig mætti telja. I kjölfar banaslyss sem varð ný- lega við Varmahlíð er verið að vinna að leiðum til úrbóta á vegin- um. Sennilega verða til bráða- hægi ferðina á okkar svæði og við teljum því að þessar aðgerðir okkar hafi skilað árangri. Það hafa ekki endilega orðið færri óhöpp hjá okkur, en það hefur verið minna um slys í þeim og í mörgum tilvikum má full- yrða að það geti stafað af minni hraða.“ Hvuð mætti fleira gera til að draga úrhraða og slysum ? „Ja, hvað skal segja. Það er að minnsta kosti á hreinu að um leið og menn segja a þá verða menn að vera tilbúnir að halda áfram og segja b. Það er ekki nóg að leggja veg, heldur þarf síðan að merkja þann veg á þann hátt að það dragi úr hættum. Víða vantar leiðbeiningarskilti. Yfirborðs- merkingar eru látnar duga, en þær mást út, lenda í vegavinnu og hverfa að sjálfsögðu alveg undir snjó á vetr- um. Þá er ekkert eftir sem leiðbeinir ökumönnum. Við sjáum margar bfl- veltur þar sem útlendingarnir eru að velta bflunum sínum á malarvegun- um. Menn segja að þeir kunni ekki að birgða málaðar þverlínur og talan 50, sem er hámarkshráði þegar ek- ið er í gegnum þéttbýli. Langtíma- planið er hringtorg á þessum stað.“ Tilraun í gangi „Við höfum lagt ýmislegt til og átt ágætt samstarf við Vegagerð- ina, sem hefur vel brugðist við ábendingum okkar. Það er búið að laga nokkra staði þegar og það hefur vonandi komið í veg fyrir nokkur slys. Nú er tilraun í gangi við tvær einbreiðar brýr í Norður- árdal. Þar er búið að setja upp gul blikkljós til þess að vekja athygli á hættunni. Hitt er svo annað að þessum gulu ljósum hefur í tvígang verið stolið. Ekki veit ég hvernig þeim aðilum gengi að axla ábyrgð ef slys yrði við þessar brýr. Ef fækka á slysum þurfa öku- menn að taka mið af aðstæðum hverju sinni og stilla hraðanum í hóf. Yfirvöld ættu að auka lög- gæslu á vegum úti og gera æ betri vegi.“ keyra á mölinni, en það eru vissir hlutir sem eru mjög oft eins. Oftast er þetta fólk ekki slasað sem bendir ekki til mikils hraðaksturs. Bflarnir eru hins vegar mikið skemmdir. En ótrúlega oft eru aðstæður þannig að bflveltan varð á blindhæð eða blind- beygju þar sem fólkið hafði ekki hug- mynd um hvert vegurinn stefndi eftir blinduna. Eitt skilti hefði getað af- stýrt slysi. Þetta er nú bara eitt dæmi af mörgum sem mætti nefna.“ En hvað með hlut stórra bifreiða í slysum? „Ég held ekki að hlutfall þeirra sé meira en eðlilegt getur talist í óhöpp- um. Slíkh- bílar hafa að risu verið áberandi í slysum síðustu vikur, en ef litið er á lengri tíma þá er það ekki svo. Hvað varðar fólksflutninga- og vöruflutningabfla þá tel ég að nauð- synlegt sé að samræma hámarks- hraða, en sem stendur mega rútum- ar aka jafn hratt og fólksbflamir, eða á 90, en vöruflutningabflarnir með tengivagnana á 80.“ Einbeiti sér alveg að akstrinum „ÞEGAR svona slysaalda ríður yfir verða menn að setjast niður og finna út nokkur grundvallaratriði. Hvar eru þessi slys, hveijar eru orsakim- ar og hveijir lenda í þeim? Það hlýt- ur að vekja talsverða athygli að mörg af þessum alvarlegu umferð- arslysum em úti á landi þar sem hámarkshraði er mestur,“ segir Karl Steinar Valsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Reykjavík. Þú nefnir hámarkshraða, er hér komin ástæða til að lækka hann ? „Mi'n skoðun er sú að hraðakstur sé áberandi vandamál, og ein hugs- anleg aðgerð til að spoma við því er óneitanlega aukin löggæsla. Múi til- finning er sú, að umferðin sé talsvert umfram hámarkshraðann og það er áhyggjuefni því mannvirkin em miðuð við að menn aki ekki umfram hámarkshraða. Það verður einnig að hafa í huga að aðstæður úti á landi em afar sveiflukenndar. Stundum er bfll við bfl í langan f íma, en þess á milli em menn einir í heiminum. Menn em kannski óvanir að fást við slíkar að- stæður. En ef við athugum hveijir það em sem lenda í þessum óhöpp- um kemur í ljós að það era ekki að- eins ungir óreyndir ökumenn heldur einnig atvinnubflstjórar sem einmitt eiga að sýna hinum óreyndu gott fordæmi. Það er því ekki hægt að kenna einum hópi um allt, það má segja að ég sé að gagnrýna alla hópa ökumanna. Það er full ástæða til þess að allir ökumenn taki sér taki og virði betur reglur. Og að allir ein- beiti sér að akstri - að öll athyglin sé á því sem þeir em að gera.“ Telur þú að tilefni sé til að hækka sektir og herða refsingar við um- ferðarlagabrotum ? „Nei, það tel ég ekki. Hins vegar þarf nauðsynlega að koma betur á framfæri hveijar sektir era. Það er ljóst að menn hafa ekki hugmynd um þau mál og því þarf að breyta." En er ástæða til að hækka bílprófsaldurinn ? „Það þarf auðvitað að taka heild- stæða afstöðu til þess en sjálfur er ég ekkert sannfærður um að það muni leysa nokkuð. Einstaklingarnir eru svo misjafnir. Mín reynsla er sú að það sé mikill munur frá cinum 17 ára unglingi til hins næsta hvort við- komandi séu tilbúnir í bflpróf. Það jákvæða við að hækka aldurinn er það að lakari bflstjóramir fá ár til að þroska sig og góðu bflstjóramir verða bara enn betri. Svo má ekki gleyma þvi að kannski mátti búast við aukinni slysatíðni. Síðustu tvö ár- in hefur bifreiðafjöldi margfaldast og umferðin þyngst gífurlega. Það hefur að sjálfsögðu í for með sér aukna hættu og fleiri óhöpp.“ Aðgerðir okkar skilað árangri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.