Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ
*34 SUNNUDAGUR 13. ÁGIJST 2000
V ínræktendur í Kaliforníu ugg-
| andi vegna plöntusjúkdóms
Morgunblaðið/SS
Vínekrur í Sonoma þar sem sjúkdómur Pierce hefur enn ekki greinst.
Margir óttast þó að það kunni að breytast.
Skæður plöntusjúk-
dómur herjar nú á vín-
ekrur í suðurhluta
Kaliforníu. Steingrím-
ur Sigurgeirsson
kynnti sér málið og
hvaða afleiðingar sjúk-
dómurinn getur haft.
RÉTT um það leyti er vínrækt í
Kaliforníu er að ná sér eftir rótar-
lúsapláguna er olli því að endur-
planta varð tugþúsundum hektara
af vínekrum á stórum svæðum á
síðasta áratug ríður næsta áfall yf-
ir. Sökudólgurinn er skordýr
(glassy-winged sharpshooter) sem
ber með sér skæða bakteríu er
veldur sjúkdómi Pierce í vínvið.
Sjúkdómur þessi lýsir sér þannig
að bakterían leggst á vínviðinn
sjálfan og lokar fyrir vatnsstreymi
úr rótarkerfinu upp í greinarnar.
Drepur sjúkdómurinn yfirleitt
plöntu er sýkist á þremur til fimm
árum.
Engin lækning hefur fundist við
sjúkdómi Pierce og ekki heldur
nein leið til að stöðva framrás
skordýranna.
Sjúkdómur þessi er svo sem
ekki nýr af nálinni, hann var fyrst
greindur í Anaheim suður af Los
Angeles árið 1892. Þá lagði hann
tæplega fimmtán þúsund hektara
af vínekrum í eyði á því svæði.
Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkj-
anna var fengið til að kanna hvað
olli þessum plöntudauða og lýsir
vísindamaðurinn Newton B. Pierce
sjúkdómnum í riti sínu „California
Vine Disease" (Sjúkdómar í vínviði
Kaliforníu) er kom út árið 1891.
Var sýkingin nefnd eftir Pierce
og er því síður en svo einhver ný
ógn. Það er hins vegar hýsillinn
sem ber bakteríuna með sér og
sýkir vínviðinn, sem er nýr af nál-
inni og veldur því að menn eru
jafnuggandi og raun ber vitni.
Lengi vel var hýsillinn önnur skor-
dýrategund er hélt sig fyrst og
fremst við ár og vatnasvæði. Kvik-
indið flaug ekki langt frá ánum og
því voru það einungis einar eða
tvær raðir af vínvið í grennd við ár
og læki er urðu bakteríunni að
bráð. Skordýrið sem nú ber bakt-
eríuna með sér er hins vegar mun
viðförlara og ekki dugar lengur að
gróðursetja vínvið í ákveðinni fjar-
lægð frá vatni.
Flugan sem nú er komin til sög-
unnar fannst fyrst í Kaliforníu fyr-
ir nokkrum árum en talið er að hún
hafi borist þangað frá heimaslóð-
um sínum í suðausturhluta Banda-
ríkjanna í byrjun tíunda áratugar-
ins. Hún er t.d. landlæg í Flórída
og ein helsta ástæða þess að ekki
hefur tekist með góðum árangri að
rækta evrópskar þrúgutegundir á
borð við Chardonnay og Cabemet
Sauvignon í suðausturhlutanum.
Hefur sjúkdómurinn t.d. ógnað
vínrækt í Texas undanfarin ár.
Fyrst varð vart við sjúkdóm
Pierce á vínekrum syðst í Kaliforn-
íu árið 1997. Meðal vínfyrirtækja
sem orðið hafa illa fyrir barðinu
eru m.a. Callaway í Temecula og
Bonny Doon Vineyard í Santa
Cruz Mountain. Síðara fyrirtækið
er þékkt fyrir að vera það fyrir-
tæki er náð hefur hvað mestum
árangri með ræktun á vínþrúgum
ættuðum frá Rónardalnum.
Á leið norður
Á síðustu árum hafa skordýrin
og þar með bakteríurnar verið að
færa sig norður Kaliforníu og
greinst m.a. í San Diego, Riversi-
de, Orange og Santa Barbara. Enn
hefur sjúkdómurinn hins vegar
ekki náð til þekktustu vínræktar-
svæða Kaliforníu í norðurhluta rík-
isins, Napa, Sonoma og Mendoci-
no. Sá vínviður sem er hvað
viðkvæmastur fyrir bakteríunni
eru Búrgundartegundirnar tvær,
Chardonnay og Pinot Noir.
Chardonnay hefur um nokkurt
skeið verið vinsælasta hvíta þrúgu-
tegund Kaliforníu og vinsældir
Pinot Noir hafa stöðug verið að
aukast.
Það eru hins vegar ekki einungis
vinræktendur sem óttast þennan
sjúkdóm heldur einnig
rúsínuframleiðendur og aðrir
ávaxtaræktendur. Nú þegar hefur
sjúkdómurinn greinst í Central
Valley, sem er helsta landbúnaðar-
svæði Kaliforníu. Vínframleiðsla
og vínþrúgurækt er mjög mikil-
væg fyrir efnahag Kaliforníu og
velti þessi atvinnugrein 33 millj-
örðum dollara á síðasta ári. Ein-
ungis í kringum Fresno eru vín-
þrúgur ræktaðar á 100 þúsund
hektörum. Það er því ekki nema
von að yfirvöld hafi vaknað upp við
illan draum þegar sjúkdómurinn
fór að dreifast út fyrir örlítil rækt-
unarsvæði í Suður-Kaliforníu og
tugum milljóna dollara sé nú varið
í að finna lausn á vandanum.
Ræktendur í norðurhluta lands-
ins hafa nú allan varann á varðandi
græðlinga er ræktaðir hafa verið í
gróðurstöðvum í suðurhluta lands-
ins og farið er að beita skordýra-
eitri í auknum mæli. Vonast menn
að þannig nái menn að kaupa sér
tíma á meðan vísindamenn leita að
lausn. Fáir þora að hugsa þá hugs-
un til enda hvað gerist ef sú lausn
finnst ekki áður en sjúkdómurinn
nær til Napa og Sonoma. Það gæti
reynst kalifornískri vínrækt álíka
rothögg og bannlögin á fyrri hluta
síðustu aldar.
Nýtt nám
lögritara
hefst í
haust
HAUSTIÐ 2000 verður í fyrsta sinn
boðið upp á stutta og hagnýta náms-
leið, svonefnt diplómanám, innan
lagadeildar íyrir lögritara, aðstoðar-
fólk lögfræðinga.
Lögritaranám vegur 45 einingar,
tekur eitt og hálft ár og því lýkur með
diplóma. Námið er lánshæft og stú-
dentspróf er inntökuskilyrði. Kennsla
hefst þriðjudaginn 5. september sam-
kvæmt stundaskrá. Innritun væntan-
legra nemenda lýkur þann 18. ágúst.
Námið er á ábyrgð lagadeildar og
byggist upp á námskeiðum sem
kennd eru við lagadeild, viðskipta- og
hagfræðideiid, félagsvísindadeild og
heimspekideild.
„Lögritaranámið er fólgið í því að
gera þeim sem það stunda grein fyrir
grundvallarhugtökum lögfræðinnar,
réttarheimildum og beitingu þeirra
og fræða þá um meginreglur um
meðferð dómsmála og stjómsýslum-
ála. Enn fremur að veita þeim leið-
beiningar um lögfræðilega skjala-
gerð, rekstur, bókhald og
skjalastjómun, kenna þeim öflun
upplýsinga og úrvinnslu úr lögfræði-
legum heimildum þ.á m. á Netinu.
Mikil áhersla er lögð á notkun ís-
lensks máls svo og kennslu í erlend-
um tungumálum, einkum I lagamáli.
Markmið lögritarans við lagadeild
er að gera þá sem því hafa lokið fær-
ari til þess að veita lögfræðingum að-
stoð við að rita lögfræðilegan texta,
semja lögfræðileg skjöl, afla heimilda
og upplýsinga og vinna úr þeim, færa
bókhald, annast skjalastjómun og
hafa umsjón með rekstri, t.d. á lög-
mannsstofum.
Þeir, sem lokið hafa námi sem lög-
ritarar, ættu að hafa mun betri mögu-
leika en aðrir til þess að fá störf sem
sérhæfðir ritarar, aðstoðarmenn og/
eða skjalaverðir hjá ýmsum fyrir-
tækjum og stofnunum, s.s. á lög-
mannsstofum, hjá dómstólum, ráðu-
neytum og öðmm stofnunum ríkis og
sveitarfélaga, hjá bönkum og öðmm
fjármálastofnunum, tryggingafélög-
um, fasteignasölum og hvers kyns
samtökum.
Stúdentar, sem hafa náð 5,0 eða
hærri einkunn í almennri lögfræði við
lagadeild á árinu 1995 eða síðar, þurfa
ekki að taka grunnnámskeiðið al-
menn lögræði fyrir lögritara, heldur
fá eldra próf sitt metið. Öðmm stúd-
entum er skylt að skrá sig til náms í
almennri lögfræði fyrir lögritara á
fyrsta misseri námsins en þeir ráða
að öðm leyti tilhögun námsins, þó
með þeim fyrirvara að þeir verði að
Ijúka prófi í reikningshaldi I áður en
þeir hefja nám í reikningshaldi II,“
segir í fréttatilkynningu frá lagadeild
Háskóla íslands.
Allar nánari upplýsingar um lög-
ritaranámið er að finna á heimasíðu
lagadeildar http:/Avww.hi.is/nam/
laga/ og á heimasíðu Háskólans
httpý/www.hi.is.
Tjaldaútsala í Tjaldalandi
við umferöarmiöstööina
20-60%
*Afsláttur miðast við staðgreiðslu.
Póstsendum samdægurs.
Eitt landsins mesta úrval af tjöldum!
Einstakt tækifæri til að eignast draumatjaldið
á ótrúlega lágu verði.
Útsalan stendur frá
14.-26. ágúst
ÚTILÍF
Glæsibæ og Vatnsmýrarvegi • Sími 545 1500 • www.utilif.is
Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 10 -18.00. Laugard. ki. 10.00 -16.00.