Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 50
/50 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
HUGVEKJA
MORGUNBLAÐIÐ
ÍDAG
á.
Dómkirkjan að Hólum 1 Hjaltadal.
Heim að
Hólum
Það leggja margir leið sína heim
til Hóla í dag - á Hólahátíð. Stefán
Friðbjarnarson staldrar við þennan
höfuðstað og biskupssetur Norður-
lands um aldir.
StóðegviðÖxará
hvarymurfossígjá;
góðhesti ungum á
Arasonreið þarhjá,
hjálmfagurt herðum frá
höfuð eg uppreist sá;
hér gerði hann stuttan stanz,
stefndi til Norðurlands.
(Halldór Kiljan Laxness.)
Kynslóð eftir kynslóð,
öld eftir öld hefur
það verið málvenja á
Norðurlandi að segja
heim til Hóla þegar fólk leggur
leið sína til þessa fornmerka
fræða-, mennta- og trúarseturs í
Hjaltadal í Skagafirði. Þar er
Hólahátíð í dag. Fjölmenni er
heima á Hólum. Það er vel.
Norskur maður, Kolbeinn
Sigmundsson, nam Kolbeinsdal,
sem gengur inn í Tröllaskaga
Skagafjarðarmegin. Hann kom
hingað til lands um miðja land-
námsöld. Litlu síðar nam Hjalti
Þórðarson nágrannadalinn,
Hjaltadal, að ráði Kolbeins. Dal-
urinn sá er girtur háum, tignar-
legum fjöllum. Frægast þeirra
er Hólabyrða. Undir henni
standa Hólar í Hjaltadal. Dóm-
kirkjan á Hólum, fjallkirkjan
sögufræga, var byggð úr bergi
fjallsins.
Árið 984, sextán árum fyrir
kristnitöku Islendinga á Lög-
bergi við Oxará, vígði Fnðrekur
trúboðsbiskup kirkju á Ási í
Hjaltadal. Það var fyrsta kirkj-
an í Skagafirði og á Norður-
landi. Trúlega eru tvær kirkjur
eldri í Islands sögu: kirkja Ór-
lygs gamla Hrappssonar á Esju-
bergi á Kjalarnesi og kirkja
Ketils fíflska á Kirkjubæ á Síðu.
Oxi Hjaltason reisti fyrstu
kirkjuna á Hólum í Hjaltadal ár-
ið 1050, en hann var afkomandi
Hjalta landnámsmanns Þórðar-
sonar. Kirkjan var vel byggð og
veglega búin. Hennar naut þó
ekki lengi því hún brann og með
henni dýrgripir. Önnur kirkja
var risin að Hólum er Jón Ög-
mundsson var vígður til biskups
árið 1106. Hann var vígður í
Lundi í Svíþjóð, eftir Rómarferð
á fund Paskals II páfa. Áður
hafði setið á Hólum skamma
hríð trúboðsbiskupinn Bjarn-
harður saxneski. Jón biskup lét
reisa á Hólum fyrstu meirihátt-
ar dómkirkjuna á íslandi (Kaþ-
ólskur annáll íslands - Ólafur
H. Torfason, 1993).
Alls hafa staðið fimm dóm-
kirkjur á Hólum í Hjaltadal,
þrjár byggðar í kaþólskum sið
en tvær í lútherskum. Þar sátu
36 biskupar, 23 þaþólskir, 13
lútherskir. Þar situr nú Bolli
Gústavsson vígslubiskup. Nú-
verandi dómkirkja var reist í tíð
Gísla Magnússonar, sem biskup
varð á Hólum 1755. Hún var
reist úr rauðum sandsteini
Hólabyrðu, ómetanlegur dýr-
gripur, bæði að gerð og búnaði,
ein fárra aldinna bygginga, er
við höfum af að státa.
Margir merkir biskupar sátu
Hólastað. Hér verða aðeins
tveir nefndir til sögunnar. Úr
kaþólskum sið skáldið og trúar-
hetjan Jón biskup Arason, einn
glæsilegasti fulltrúi íslenzkrar
fullveldisbaráttu. Úr lúthersk-
um sið Guðbrandur Þorláksson,
sá er þýddi heilaga ritningu og
gaf út á móðurmálinu, en sá
gjörningur stuðlaði öðrum
fremum að varðveizlu íslenzk-
unnar, hornsteins menningar-
og stjórnarfarslegs fullveldis
okkar.
Á Hólum er merkur bænda-
skóli, sem í samvinnu við Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
og Búnaðarfélag Islands hefur
stundað yfirgripsmiklar sauð-
fjár- og hrossakynbætur. Skól-
inn hefur og í samvinnu við
Hólalax hf. og Veiðimálastofnun
staðið að merkum fiskeldis-
rannsóknum. Þar er og stunduð
yfirgripsmikil skógrækt. En
fyrst og síðast eru Hólar vígslu-
biskupssetur og fomfrægur höf-
uðstaður Norðurlands, sem
dregur til sín mikinn fjölda er-
lendra og innlendra ferða-
manna. Það eitt að sitja í Hóla-
dómkirkju færir mann nær
höfundi tilverunnar.
Öld af öld geymdist nyrðra
frásögnin af þvi að líkaböng
(klukkan sem hringt var við
jarðarfarir á Hólum) hafi
sprungið, er líkamsleifar Jóns
biskups Arasonar og sona hans
tveggja vóru bornar heim til
Hóla um miðja 16. öld. Enn
hringja klukkur Hóladóm-
kirkju, bæði á gleði- og sorgar-
stundum. Það fer vel á því að
enda þennan texta á hendingum
úr ljóði Laxness, sem vitnað var
til hér í upphafi þessa Hólapist-
ils: „Mín klukka, klukkan þín,
kallar oss heim til sín.“ Hlýðum
því kalli.
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Verslunar-
mannahelgin og
fullorðnafólkið
ÉG hefi oft velt því fyrir
mér af hverju við foreldrar,
fullorðið fólk, sköpum þær
aðstæður að fáir sem eru á
aldrinum 14-20 ára geti
hugsað sér að gera eitthvað
annað en að flykkjast út úr
sínum heimabæjum til að
„djamma og detta í það“
um verslunarmannahelgar.
Foreldrar verða fyrir mikl-
um þrýstingi frá öðrum for-
eldrum, börnunum sínum
og vinum þeirra og vegna
auglýsinga, þar sem allir
eru hvattir til að æða út og
suður með börnin sín til að
skemmta bæði sér og þeim.
Settar eru upp svokallað-
ar skipulagðar útisamkom-
ur sem fullorðnir bera
ábyrgð á; aðgangseyrir er
yfirleitt umtalsverður og
veitingar eru seldar til að
hafa upp í kostnað. Auðvit-
að þarf að borga skemmti-
kröftum fyrir þeirra vinnu,
auðvitað kostar að útbúa
hreinlætisaðstöðu og auð-
vitað þarf að hafa mann-
skap til að passa upp á að
allt fari ekki úr böndunum,
sem því miður gerist samt
alltof oft. Það er hins vegar
nokkuð ljóst að þegar upp
er staðið verður „kostnað-
ur“ af einni verslunar-
mannahelgi meiri en inn-
koman, þar sem reynslan
sýnir okkur þvi miður að
ein verslunarmannahelgi
kostar of oft mörg mannslíf
og eru þau óbætanleg. Ekki
þarf að fara mörgum orðum
um sorgina sem fylgir í
kjölfar slysa sem annars
hefðu e.t.v. ekki orðið.
Hvernig væri nú að bæj-
arfélög um landið tækju sig
saman og hvettu sitt fólk til
að vera „heima“ um versl-
unarmannahelgina árið
2001? Hvernig væri að
breyta þessu verslunar-
mannahelgarfári; banna
skipulagðar útisamkomur,
fara að lögum og banna
fólki undir lögaldri að detta
í það, sjálfu sér og öðrum til
leiðinda, banna fólki yfir
lögaldri að vera ofurölvi á
almannafæri, sjálfu sér til
skammar, og hafa í heiðri
fridag verslunarmanna
með lokun allra verslana?
Gæti ekki verið ágæt
hugmynd að Reykjavíkur-
borg, ein af menningar-
borgum Evrópu árið 2000,
sýndi frumkvæði í því að fá
fólkið sitt til að vera
„heima“ 4.-6. ágúst árið
2001?
Landið okkar er fallegt
og þess virði að ferðast um
og njóta, en tilgangur
skipulagðra samkoma um
verslunarmannahelgar
snýst um allt, allt annað en
það.
Boð og bönn þykja
stundum ekki góður kostur
en ef við sem erum fullorðin
treystum okkur ekki leng-
ur til að setja mörk verður
að grípa til boða og banna
og láta á þau reyna.
Að endingu vil ég þakka
Hávari Sigurjónssyni fyrir
Viðhorf hans í Morgunblað-
inu 9. ágúst sl. og hvet alla
til að lesa það.
Birna J., móðir.
Kveðja frá Siglufirði
Kæru landsmenn!
Aðstandendur Fjöl-
skylduhátíðarinnar á Siglu-
firði þakka gestum Síldar-
ævintýrisins fyrir
prúðmannlega framkomu
og fyrirmyndarumgengni
um verslunarmannahelg-
ina. Hátíðin tókst með ein-
dæmum vel og eru móts-
haldarar verulega glaðir
með þær undirtektir og
ánægju sem ríkir með há-
tíðina. Er það von okkar að
allir hafi skemmt sér vel og
notið þess að upplifa sjarm-
ann á Siglufirði.
Sjáumst öll að ári.
Tapað/fundið
Jakki týndist í
Dalasýslu
DÖKKLITAÐUR jakki
týndist á leiðinni um Fells-
strönd og Skarðsströnd eða
að Laugum í Dalasýslu um
verslunarmannahelgina.
Finnandi vinsamlega hafið
samband í síma 566-6229.
Dýrahald
Fress í óskilum
SVARTUR og hvítur fress
með lítinn svartan blett á
hvitu trýni er í óskilum á
Langholtsvegi 21. Hann er
með rauðbleika ól. Upplýs-
ingar í síma 588-8813.
Morgunblaðið/Sverrir
,Áttu byssu?“ spurðu börnin.
Víkverji skrifar...
Senn ganga í garð árlegar listahá-
tíðir víða um lönd Evrópu, sem
Víkverji fylgist jafnan grannt með.
Hér er átt við meistaramót hinna
ýmsu landa í knattspyrnu. Þessar
hátíðir fjöldans standa á gömlum
merg, þar sem knattspyrnuáhuginn
er hreinlega með ólíkindum; víða
órjúfanlegur hluti daglegs lífs.
Mörgum virðist það jafn nauðsyn-
legt að fara á völlinn og að matast og
draga andann.
Víkverji er mikill áhugamaður um
þessa skemmtilegu íþrótt, hefur far-
ið á völlinn víða um lönd og hvar-
vetna skemmt sér konunglega. En
Víkverji nýtur knattspymunnar ekki
einvörðungu þegar hann bregður sér
út fyrir landsteinana, því um hverja
helgi - og einnig flesta virka daga,
hin síðari ár - hefur gefist tækifæri
til þess að sitja við sjónvarpsskjáinn
hér uppi á Fróni og horfa á snilling-
ana, hvem um annan þveran, sparka
bolta úti í hinum stóra heimi.
XXX
Fátt er skemmtilegra í tómstund-
um en fylgjast með góðum
knattspymumönnum í vinnunni. Út-
sendingar frá ensku knattspymunni
vom lengi flaggskip íþróttadeildar
RÚV, en Islenska útvarpsfélagið
hefur haft rétt til sýninga leikja það-
an í nokkur ár og hafa áskrifendur
Stöðvar 2 og Sýnar notið þess. En
ekki nóg með það; ÍÚ hefur einnig
boðið upp á leiki frá Italíu og Spáni -
þó ekki hafi verið mikið um útsend-
ingar frá síðarnefnda landinu. Einn-
ig hefur ÍÚ sýnt beint frá landsleikj-
um í Suður-Ameríku og RÚV
auðvitað frá úrslitakeppni heims-
meistaramóta og Evrópukeppni. Og
þegar RÚV missti ensku knatt-
spyrnuna fór stöðin að sýna beint frá
þýsku deildinni. Auðvitað er ekkert
nema gott um það að segja, en Vík-
verji treystir sér að vísu ekki til þess
að halda því fram að deildarkeppnin í
Þýskalandi heilli hann.
xxx
En Víkverji leiddi hugann að því í
vikunni hvort ekki væri tíma-
bært að leggja meiri áherslu á
spænsku knattspymuna í íslenskum
fjölmiðlum. Hann fylgdist með leikj-
um þaðan síðastliðinn vetur, þegar
færi gafst, fór meira að segja á völl-
inn þegar hann skrapp til Spánar og
sannfærðist enn betur en nokkru
sinni um að knattspyrnan á Spáni er
líklega sú skemmtilegasta í Evrópu.
Deildarkeppnin í Englandi hefur
lengi verið í uppáhaldi hjá Víkveija,
og svo er enn, og sú ítalska er vissu-
lega góð. Víkveiji er þó á þeirri skoð-
un að lið þar séu allt of varkár; að
vamarleikur sé í allt of miklum
heiðri hafður; rýri skemmtanagildið
mjög. En þannig er fótboltakúltúr
Itala og í sjálfu sér ekkert við því að
segja.
En Spánn heillar Víkverja sem
sagt sífellt meira, þegar knattspym-
an er annars vegar. Deildarkeppnin
þar er frábær skemmtun, sóknar-
leikur ætíð í hávegum hafður - og
rétt að undirstrika að alls ekki er
rétt að einblína aðeins á tvö fræg-
ustu liðin, eins og algengt hefur ver-
ið. Real Madrid varð vissulega
Evrópumeistari síðastliðið vor og
Barcelona er stórkostlegt lið, en því
má ekki gleyma að Deportivo La
Coruna varð spænskur meistari í vor
og Valencia lék til úrslita í Meistara-
deild Evrópukeppninnar. Þangað
komust reyndar þrjú spænsk félög,
sem er einstakt og auðvitað ótmlegt!
xxx
Ekki ætti það að draga úr áhuga
íslenskra knattspymuunnenda
að Þórður Guðjónsson, einn besti
leikmaður íslands, er genginn til liðs
við Las Palmas, nýliðana í spænsku
deildinni.
Víkverji hlakkar mikið til knatt-
spyrnuvertíðar vetrarins og vonar -
og hvetur hér með til - að mun meira
verði sýnt frá spænsku knattspyrn-
unni á stöðvum Islenska útvarpsfé-
lagsins en hingað til.