Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 31
sölu og dreiíingu, sem hefst ekki
fyrr en klukkan sex á kvöldin. Þá
byrja sölumennirnir, sem eru fjórir
eða fimm, að hringja. Dreiiingin fer
fram tvisvar í viku en þá erum við
með tvo til þrjá bíla á ferðinni á
kvöldin. Alls tengjast fyrirtækinu
því um 14 manns sem eru flestir í
hlutastarfi við sölumennsku og
dreifingu.
Við erum með góða bílstjóra sem
dreifa fiskinum í einöngruðum um-
búðum svo að gæðin haldist til neyt-
enda. Þetta eru bílstjórar af sendi-
bílastöðvunum sem hafa unnið lengi
hjá okkur og þekkja kúnnana vel.
Þegar við bjóðum fiskinn til sölu
gegnum síma stundum við ekki
harða sölumennsku heldur erum við
einungis að minna á okkur. Okkar
sölufólk er aldrei uppáþrengjandi
en óski fólk eftir þjónustu okkar er
hún til reiðu.“
Eftir hvaða fiski er mest spurn af
vörulista ykkar?
„Ýsan er alltaf vinsælust en við
seljum líka mikið af útvötnuðum,
beinhreinsuðum saltfiski, stórri út-
hafsrækju og stórum hörpudiski.
Mest aukning á síðari misserum
hefur verið í afurðum sem velt er
upp úr raspi eins og ýsu í raspi og
fiskinöggum sem eru forsteiktir."
Fiskbitar í kornflexraspi
og með pizzasósu fyrir börnin
Eg sé það á vörulistanum ykkar
að þið bjóðið ekki upp á tilbúna
fiskrétti, t.d. ýsu í sósu.
„Nei, við höfum ekki gert það.
Reynslan erlendis frá segir okkur
að tilbúnir, frystir fiskréttir sem
tekur um klukkutíma að elda þykja
taka of langan tíma í matreiðslu.
Það væri samkvæmt því ekki mikil
sala í slíkum réttum, en við erum að
auka vöruúrvalið í tilbúnum fiskbit-
um sem eru tilbúnir til eldunar og
fljótlegir í matreiðslu. Sem dæmi
má nefna að með haustinu munum
við meðal annars kynna vörur eins
og fiskbita í kornflexraspi og fisk-
bita með pizzasósu, en þetta eru
vörur sem ekki síst eiga að höfða til
yngri neytenda og skólaeldhúsa."
Olafur segir að viðskiptavinir
Hagfisks séu ekki aðeins á höfuð-
borgarsvæðinu heldur úti um allt
land. „Við sendum þessum við-
skiptavinum fiskinn með flutninga-
fyrirtækjum. Svo einkennilega sem
það nú hljómar á fólk víða í sjávar-
þorpum úti á landi erfitt með að
nálgast góðar fiskafurðir. Þar eru
oft ekki starfandi fiskbúðir eða aðr-
ar verslanir sem bjóða upp á úrval
af góðum fiski.“
Selur tíu tonn
af fiski á mánuði
Hverjir eru helstu keppinautar
ykkar í þessum viðskiptum?
„Okkar aðalsamkeppni hefur
reynst koma frá áhöfnum fiskiskipa
sem koma með fisk í land. Þetta er
góður fiskur sem er gefinn eða seld-
ur mjög ódýrt.“
Það kemur fram í máli Ólafs að
mesta salan á frystum fiski er yfir
vetrarmánuðina. „Fólk borðar meiri
fisk þegar kalt er í veðri en grillar
meira kjöt á sumrin,“ segir hann.
„Þó finnum við nú fyrir töluverðri
eftirspurn á fiski sem fólk segist
ætla að setja á grillið. Þetta eru
einkum marineruð silungsflök,
humar, skötuselur, stórlúða og
saltfiskur.
Hagfiskur var upphaflega til húsa
í Kópavogi en hefur nú flutt starf-
semina að Eirhöfða 14 í 160 fer-
metra húsnæði þar sem söluskrif-
stofurnar og lagerinn eru.
Fyrirtækið selur um tíu tonn af
fiski á mánuði en þar sem það er
innan við ár síðan Ólafur tók við
rekstrinum segir hann ekki tíma-
bært að tala um veltutölur á ár-
sgrundvelli. „Eg hef verið að breyta
um áherslur í fyrirtækinu síðan ég
tók við því og hef einkum verið að
aðlaga vörurnar þörfum neytend-
anna og bæta þjónustuna."
íslendingar kröfuharðir
fiskneytendur
„Islendingar eru mjög kröfuharð-
ir fiskneytendur og bragðlaukar
þeirra afar næmir. Reynsla okkar
er sú að ef fiskurinn sem við höfum
sent okkar kúnnum þykir ekki nógu
góður erum við fljót að fá athuga-
semdir. Við höfum þann sið að ef
varan líkar ekki skiptum við henni
út umsvifalaust og viðskiptavinur-
inn fær aðra vöru í staðinn. Sem
betur fer heyra slíkar kvartanir þó
til algerra undantekninga."
Þegar Ólafur er spurður út í
framtíðaráform fyrirtækisins segir
hann ýmislegt framundan sem
spennandi verði að fást við. „Sem
dæmi má nefna að við erum að
tengjast íslensku veffyrirtæki, ís-
lenskt.is, sem selur íslenskar vörur
og er hluti af alþjóðlegu veffyrir-
tæki sem nefnist buynational.com.
Á þessum vef hyggjumst við selja
Islendingum eriendis og öðrum vör-
ur. Þetta verður ný viðbót við það
sem fyrir er. Við höfum ekki viljað
auglýsa fyrirtækið fyrr en við erum
komin með góð tök á rekstrinum og
getum ráðið við aukin umsvif. I
nánustu framtíð er vel hugsanlegt
að við bætum við nýjum vöruflokk-
um, en lykillinn að framtíðinni er að
aðlaga vöru og þjónustu fyrirtækis-
ins óskum viðskiptavinanna hverju
sinni.“
Erum fíutt
í Auðbrekku I
OIísi
HAMRABORG
AUÐBREKKA
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
AUÐBREKKA 1 • 200 KÓPAVOGUR • ICELAND
SÍMI / TEL. : +354 544 5330 • FAX: +354 544 5335
NETFANG / E-MAIL: jon@straumur.is
www.straumur.is
Svíþjóð
Norburlandamót landslíba á Laugardalsvelli 16. ágúst kl.
Fullt verb: 2.000 kr. Safnkortsverö: 1.500 kr. Fríttfyrir 16 ára og yngri.
Forsala á ESSO-stöðvunum á höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði,
Skútunni Akranesi, Leiruvegi Akureyri og Aðalstöðinni Keflavík.
Fyrstir koma, fyrstir fá - sæti!
18.45
'tsso'
Olíufélagið hf
www.esso.is