Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 29
Hjólreiðareynsla mín er þó ekki
alveg þessi. Bretar eru almennt
kurteisir, reyndar ótrúlega kurt-
eisir og þá líka í umferðinni. Þeir
eru jafnvel kurteisir við hjólreiða-
menn fínnst mér, þó þeir séu þeim
óvanir. Það eru ekki margir á hjól-
um hér, en þeim fer fjölgandi.
Það eru víða komnar merktar
hjólreiðabrautir og hjólaslóðir um
London. Það er vissulega rétt að
hjólreiðamaðurinn á ekki götuna á
sama hátt og í Danmörku, þar sem
hjólreiðamenn eru þeir allra frek-
ustu í umferðinni, en með aðgát er
þetta ekki slæmt hér. Kosturinn er
líka að þar sem hjólreiðamenn eru
fremur fáir þá eru heldur ekki
mótaðar reglur og hefðir um
hvernig þeir eigi að hegða sér.
I Danmörku er það illa séð að
hjólreiðamenn fylgi ekki settum
reglum. Hér erum við fá á hjóli og
um leið er afstaðan jákvæð, sem
hentar vel þeim er kjósa að beita
skapandi leiðum til að hjóla. Nýta
þann sveigjanleika sem hjóiið býð-
ur upp á, til dæmis að bregða sér
upp á gangstétt, hjóla á móti ein-
stefnuumferð og almennt beita öll-
um þessum smábrögðum til að
komast sem hraðast framhjá um-
ferðarhnútum og stöðugum stór-
borgarstíflum. Mér er reyndar
sagt að of skapandi hjólreiðar geti
leitt af sér sekt, en er á meðan er.
Þetta frumkvöðlaumhverfi hjól-
reiðamannsins gerir það meira
spennandi að hjóla í London en
keyra bíl í Napólí og þá er mikið
sagt.
Undirstaðan undir tryggum að-
stæðum á hjóli er að horfast í augu
við bflstjórana til að vera viss um
að maður sé séður.
Ekki auðvelt fyrir
okkur hægri vill-
ingana, því ég
byrja alltaf á að
horfa í farþega-
sætið. Þegar það
er tómt kviknar
eitt andartak rosa-
leg undrun yfir að
hér keyri bílarnir
bílstjóralausir. En
á andartaki eða
tveimur vaknar
meðvitundin um
hvar leita eigi bfl-
stjórans.
Á hjólaskautum
gildir líka að ná
augnsambandi við
ökumenn, svo þar
vakna sömu
vandamál. En ann-
ars er best að vera
á hjólaskautum ut-
an umferðarinnar, svo þar gildir
fremur að gæta þess að rúlla ekki
yfir gangandi vegfarendur. Það
lærist líka, en það er undarlega
óþægilegt að þurfa að víkja til
vinstri á stígunum, hvort sem er á
hjóli eða hjólaskautum. Útheimtir
mikla einbeitingu og er kannski
það erfiðasta af öllu. Þeir eru ekki
ófáir vegfarendur, sem ég hef
þvingað til að víkja til hægri og
sem hafa litið á mig eins og ég
væri vera frá öðrum hnetti ... sem
ég auðvitað er í umferðarskilningi.
Haustvörurnar komnar
Verðdæmi:
Jakkar frá kr. 4.900
Pils frá kr. 2.900
Buxur frá kr. 1.690
Bolir frá kr. 1.500
Stuttbuxur og
bermudabuxur frá kr. 1.900
Pils - Kjólar
ftAlltaf sama góða verðið!
Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433.
Véfhönnunarskóli Streymis kynnir:
nám í margmiðlunarvefhönnun
Veraldarvefurinn hefur tekið stórstígum breytingum. Væntingar til vefhönnuða hafa einnig
breyst og eftirspurn eftir einstaklingum með kunnáttu í margmiðlunartækni svo sem hljóð-,
videó-og hreyfimyndavinnslu fer vaxandi.
Síðustu mánuði hefur Streymi sinnt umfangsmiklu þróunarstarfi á sviði háhraðavefhönnunar.
Það er reynsla okkar að þekking og menntun á sviði margmiðlunarvefhönnunar sé ábótavant.
Ein af stærstu áherslunum í starfi okkar verður að bjóða upp á vandað nám í margmiðlunar-
vefhönnun. Með náminu munu nemendur ná tökum á hefðbundinni vefhönnun auk
margmiðlunartækni sem gefur þeim forskot á vinnumarkaðnum. Kennarar verða eingöngu
einstaklingar úr fremstu röð í atvinnulífinu. Námið tekur tvær annir og hefst 15. september.
Takmarkaður aðgangur. Nánari upplýsingar á: www.streymi.is eða í síma 511 5510.
Streymi er framsækið margmiðlunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í margmiðlunarhönnun í
háhraðavefumhverfi fpar sem fara saman hefðbundin vefhönnun og eftirvinnsla kvikmynda.
Streymi ehf. Hverfisgotu 105, 101 Rvk, S: 511 5510, www.streymi.is, streymi@streymi.is