Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tríó Romance. Tríó Romance í Sigurjónssafni Með fulltingi vatns Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Eiríkur Smith - Ferðalag, 2000. Daði Guðbjörnsson - í Blátúni, 2000. TÓNLISTARHÓPURINN Tríó Romance leikur á næstu þriðju- dagstónleikum Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar 15. ágúst kl. 20.30. Tríóið er skipað flautuleikurunum Guðrúnu Birgisdóttur og Martial Nardeau og Peter Maté píanóleik- ara. Á efnisskrá eru verk eftir John Clinton, George Bizet, Gabr- iel Fauré, G.A. Rossini og Grigor- as Dinicu. Guðrún hefur kennt við Tónlist- arskólann í Kópavogi frá 1982 og í HÚSAKYNNUM Listasafns Há- skóla Islands í Odda, 2. hæð, verður opnuð sýning annað kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20.30, á málverkum vísindamannsins Williams K. Hart- manns. Hann er kunnur fyrir framlag sitt til rannsókna á sólkerfinu. í verk- unum eru hugmyndir höfúndar um landslag á Mars og framtíðarkönnun hnattarins, auk nokkurra mynda sem Hartmann hefur málað á íslandi. Sýningin er í tengslum við alþjóð- lega ráðstefnu sem haldin verður í Háskólabíói dagana 21.-25. ágúst nk. um heimskautasvæðin á Mars (Seeond Intemational Conference on Mars Polar Science and Explor- ation), skipulögð hér á landi að beiðni vísindamanna hjá NASA. Efni ráðstefnunnar verður kynnt almenningi með fyrirlestrum og myndasýningum. Hartmann er félagi í alþjóðasam- síðastliðin fjögur ár einnig við Skólahljómsveit Laugarnesskóla. Hún hefur komið fram á fjölmörg- um tónleikum hér heima og er- lendis og gefið út geisladisk. Martial Nardeau er fastráðinn við Sinfóniuhljómsveit íslands. Peter Maté kennir við Tónlistar- skólann í Reykjavík, leikur í Tríó Reykjavíkur og hefur komið víða fram sem einleikari og í kammer- tónlist. Til eru upptökur og geisla- diskar með Ieik hans. tökum geimlistamanna (astronomical artists) og er kunnur fyrir framlag sitt á þeim vettvangi. Hann hefur haldið fjölda sýninga og hafa myndir hans verið til sýnis í nokkrum helstu vísindasöfnum Bandarílqanna, m.a. við Smithsonian Air and Space Mus- eum í Washington og Adler Planet- arium í Chicago. Hartmann er höf- undur nokkurra bóka um stjömufræðileg efni og einnig hafa myndir hans birst í bókum annarra höfunda. Árið 1997 voru honum, fyrstum manna, veitt Carl Sagan verðlaunin svonefndu á vegum bandarisku Stjömufræðisamtak- anna, fyrir starf sitt að kynningu stjömufræði meðal almennings. Hartmann er starfandi vísindamað- ur við Planetary Science Institute í Tucson, Arizona. Itarlegar upplýsing- ar um feril hans er að finna á heima- síðunni: www.psi.edu/hartmann. MYJVDLIST Hai'narborg Aðalsalir/Kaffistofa ALDAÁRMANNA SVEINSDÓTTIR/ ÁSTA ÁRNADÓTTIR/ DAÐI GUÐBJÖRNSSON/ EIRÍK- UR SMITH/ GUÐRÚN SVAVA SVAVARSDÓTT- IR/ GUNNLAUGURSTEF- ÁN GÍSLASON/ HAF- STEINN AUSTMANN/ HLÍF ÁSGRÍMSDÓTTIR/ KATRÍN H. ÁGÚSTS- DÓTTIR/ KRISTÍN ÞOR- KELSDÓTTIR/PÉTUR FRIÐRIK SIGURÐSSON/ TORFI JÓNSSON Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga. Til 27. ágúst. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. FÉLAGIÐ Akvarell ísland er ekki nema fjögurra ára og enn sem komið er mjög fámennt, meðlimirn- ir fylla nákvæmlega tylftina, en samt opnaði það sína þriðju sýn- ingu á föstudagskvöld. Kímið að stofnuninni barst að utan úr lönd- um, eins og svo margt ferskt í ís- lenzkri samtímalist, að þessu sinni jarðtengdara en oft áður og kemur frá norrænum frændum vomm, þó engan veginn verra fyrir vikið. Forsagan er, að úti í Skandinavíu voru stofnuð norræn samtök þeirra sem dreifa svonefndum akvarel-lit- um um sérhannaðan akvarellu- pappír með fulltingi vatns og þótti þeim rétt og skylt að taka ísland með í hópinn. Þetta allt eru nú kunnar og tuggnar staðreyndir, en hitt vita færri að framkvæmdasem- in og dugurinn í samtökunum er slíkur að nýverið var opnað nor- rænt akvarellusafn í Skrhamn, lítt þekktri og frekar hrárri smáborg í nágrenni Marstrand, sem er nafn- kennt ferðamannabæli. Skrhamn er staðsett á eyjunni Tjörn í skerja- garðinum rúma 70 kílómetra norð- ur af Gautaborg, byggð á nesi þar sem vinaleg hvít og rauð timburhús hjúfra sig við götur og stræti milli kletta til hlés af Skagerak. Nord- iska Akvarellmuset, eins og það nefnist, er teiknað af dönsku arki- tektunum Niels Bruun og Henrik Corfitsen, en hugmynd þeirra var valin úr 386 innsendum tillögum í opinni norrænni samkeppni, svo nokkuð heíúr gengið á. Aksturs- leiðin að safninu er sögð hrein op- inberun, hafið undursamlega blátt og ljósbrigðin skörp og kristalstær, hún ein meira en þess virði að menn leggi leið sína þangað. Því hefur þannig verið valinn staður við hæfi og byggingin sjálf í anda Adolfs Loos, einföld, opin og klár, víða hátt til lofts einkum í veitinga- búðinni sem er björt og stórglæsi- leg eftir myndum að dæma. Rúsín- an í pylsuendanum er svo nokkrar vinnustofur til afnota fyrir lista- menn í samtökunum. Opnunarsýn- ingin sem stendur til 1. september býður meðal annars upp á verk eft- ir Ásgrím Jónsson, Svavar Guðna- son, Siri Derkert, Niels von Dard- el, Edvard Weie, Asger Jorn, Palle Nielsen og Per Kirkeby. Þessi formáli er nú helst settur á blað til að æsa upp forvitni hjá les- endum og ekki ónýtt fyrir þá sem leið eiga á þessar slóðir að fá þess- ar upplýsingar upp í hendurnar. Um leið undirstrikar hann vægi framningsins í Hafnarborg, og að hér sé á ferð atburðarás sem vert er að taka eftir. Segir væntanlega meira af safninu þegar tækifæri gefst til að sækja það heim. Rýnirinn hefur séð allar sýning- ar félagsins, Akvarell Island, hin síðasta var haldin í Listaskálanum í Hveragerði, sællar minningar. Mætti ætla að jafnfámennt félag sem aðallega samanstendur af grónum listamönnum eigi í erfið- leikum með að mæta að jafnaði ferskt til leiks, en svo er ekki, mið- illinn svo ferskur og að auki eru það einmitt aldursforsetarnir sem bera hana uppi að þessu sinni. Víst sjá menn keimlíka takta og endur- tekningar hjá öllum þátttakendun- um enda ekki hægt að ætlast til að menn taki stór stökk á tveggja ára fresti. Er upp í aðalsal kemur blasa myndir Hafsteins Austmanns (f. 1934) við gestinum til vinstri hand- ar, og líti hann yfir salarkynnin sér hann strax að vandað hefur verið til upphengingar, rými hólfað og milliveggir á miðju gólfi, sem er rétta verklagið á sýningu þar sem myndir kalla á viðlíka nálgun og akvarellan. Það hefur verið áhuga- vert að fylgjast með Hafsteini á undanförnum árum, því eftir nokkra einhæfni í gegnum tíðina hefur honum með aðstoð akvarell- unnar tekist að víkka út myndsvið- ið svo um munar, lítum einungis á verkin; Jarðarmen, Glæður og Fleygur. Jafnframt er ferskleika myndanna viðbrugðið, form og litir glóa í léttum leik sem haldið er í skefjum af þeirri öflugu sveiflu- formuðu burðargrind sem hefur verið kennimark listamannsins um langt árabil. Á millivegg beint á móti sér í myndir Torfa Jónssonar (f 1935), en um hann má helst segja að þar sé á ferð listamaður sem gerst hefur grafískur hönnuður, síður sem þó er til muna algeng- ara; grafískur hönnuður sem er að reyna að vera listamaður. Torfi gengur á allt annan hátt til leiks en Hafsteinn, verkin óræðari, gædd einhverri fjarrænni launhelgri du- lúð handan alls sem er, sér helst stað í myndunum Utangarðs, Jarð- teikn og Dansinn í Hruna. Fátt gæti Torfi gert viturlegra en að snúa baki við starfinu að leturgerð- inni undanskildri sem er líka mikil skapandi list, og snúa sér alfarið að akvarellunni. Sá þriðji sem togar og grípur í skoðandann er aldurs- forsetinn Eiríkur Smith, (f. 1925), sem er fjölbrögðóttur í tækni akva- rellunnar eins og myndirnar Ferðalag, Blá hugleiðsla og og Glóð eru til vitnis um. Af miðkynslóð vekja verk Daða Guðbjörnssonar (f. 1954) mesta athygli, enda um- talsvert afrek að halda sprelllifandi þeim léttu taktvissu táknum sem hann hefur tileinkað sér. Það sem meira er um vert í sífellu styrkja burðargrind myndbyggingarinnar án þess að hið lauflétta skreyti hafi skaða af, öllu frekar þvert á móti, lítum einungis á myndirnar; í Blá- túni, Hús málarans og Fiskar í blóma hafsins. Það verður svo að segja eins og er, að sé Pétur Friðrik undanskil- inn, sem staðfestir fyrri takta, þá eru verk annarra yfirleitt lausari í sér en á fyrri sýningum félagsins, þannig kemst Katrín H. Ágústs- dóttir einungis næst því sem hún hefur best gert áður í myndinni Fjallaóður og Kristín Þorkelsdóttir er jarðtengdust í mynd sinni Tjörn- in í fjörunni. Það er loks mikið spunnið í mynd yngsta (?) þátt- takandans Hlífar Ásgrímsdóttur, Innsýn (34), en til þess að upp- götva það þarf skoðandinn helst að rýna vel í myndflötinn en þá sér í mjög sterka burðargrind í gulri litaeðjunni sem minnir ekki svo lít- ið á stofumyndir Vilhelms Hamm- ershöi, nema að litblind er Hlíf með sanni ekki líkt og sá mikli meistari er sagður hafa verið. Galli að tré- rammarnir vinna hvorki með né hlutleysa hina skæru gulu liti sem gerir hlut hennar óþarflega einhæf- an. I heildina er þetta falleg og sterk sýning þó svo maður hefði viljað sjá metnaðarfyllri vinnubrögð hjá sumum, en það er iðulega þannig á samsýningum, að menn mæta ekki alltaf jafnöflugir til leiks og við því er lítið að segja. Hrein og ómenguð akvarellutæknin er heillandi, en myndirnar þola síður sterkt ljós og sól má alls ekki skína á þær, hins vegar gerir örlítill dropi af túski eða kínversku bleki í vatnið krafta- verk varðandi aukið bindi- og ljós- þol og rýrir gæðin óverulega, er þó umdeilanleg viðbót. Mega þær nyt- sömu upplýsingar koma fram hér vegna viðtals í Lesbók í gær. Bragi Ásgeirsson XJmgjörð um gott líý... Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Persónulega eldhúsið Málverk frá Mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.