Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR13. ÁGÚST 2000 51 ÍDAG BRIDS Vmsjún (luðmiindur l'áll Arnarson í LIÐI Svía á EM ung- menna var eitt þeirra efni- legasta par, Nyström og Strömberg, en þeir félagar voru liðsmenn opna flokks- ins, sem vann Norðurlanda- mótið í Hveragerði í vor. Og stóðu sig þá best allra para, samkvæmt fjölsveitarút- reikningi mótsins. En Svíum gekk ekki sem skyldi á EM; enduðu þar í sjöunda sæti, sem var nokkuð frá vænt- ingum. Island tapaði naum- lega fyrir Svíum (13-17) í skemmtilegum leik sem sýndur var á töflu. Hér er mesta sveifluspil leiksins: Vestur gefur; allir á hættu. Norður + 98 y K84 ♦ 974 + AD873 Vestur Austur +G74 +653 »Á5 VDG107632 ♦ ÁG10653 »8 +102 +K9 Suður +ÁKD102 v9 ♦ KD2 +G654 Nyström og Strömberg voru í AV, en Guðmundur Halldórsson og Sigurbjöm HaraldssoníNS: Vestur Norður Austur Suður Nyström Sigurbjöm Strömberg Guðm. 2tíglar Pass Pass 2spaðar Pass 3 lauf Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Nyström kom út með hjartaás og hélt áfram með hjarta þegar makker hans lét drottninguna í slaginn. Guðmundur trompaði heima, tók trompin ofanfrá og gaf svo einn á iauf og ann- an á tígulás. Tíu slagir og 620. Vissulega má hnekkja spilinu með tígulstungu, en ekki er það vörn sem blasir við. Á hinu borðinu voru Páll Þórsson og Frímann Stef- ánsson í vörninni gegn þremur gröndum. Þeir sóttu hjartað og þegar austur komst inn á laufkóng skömmu síðar var vörnin komin með átta slagi! 400 til viðbótar við 620 gaf íslandi 14 IMPa. Það stendur „þar til dauðinn aðskilur“, fröken, ekki „þar til annar betri birtist". Q pf ÁRA afmæli - Brúðkaupsafmæli. í dag, 13. ágúst, er ÖO Trausti Guðjónsson, Klettahlíð 14, Hveragerði, 85 ára. Hann og kona hans, Ragnheiður Jónsdóttir, eiga jafn- framt 62 ára hjúskaparafmæli. Þau eru stödd á þessum tíma- mótum á Löngumýri í Skagafirði ásamt börnum, bamaböm- um og fjölskyldum þeirra. Á /\ ÁRA afmæli. Mánu- 'xU daginn 14. ágúst verður fertugur Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumað- ur markaðssviðs Ríkisút- varpsins. Þorsteinn er gift- ur frisi Gunnarsdóttur tæknifræðingi. Þau dveljast í París á afmælisdaginn. SKAK liiiisjún llelgi Áss (irétarsson STAÐAN kom upp í A- flokki skákhátíðarinnar í Pardubice, Tékklandi. Ung- verski stórmeistarinn Attila Groszpeter (2.478) stýrði hvítu mönnunum gegn Þjóð- verjanum Dennis Breder (2.336). 26. Bf6!! Óvenjulegt línurof sem gerir svörtum ókleift að verja h7-punktinn. 26. ... gxf6 27. Dh3! h5 Hvítur hótaði 28. Hg5+. 28. Hxh5 Bf4+ 29. Kbl f5 30. gxf5 Dc5 31. Dg4+ og svart- ur gafst upp enda mát í næsta leik. Atkvöld Hellis haldið 14. ágúst kl. 20:00 í félagsheim- ili Hellis, Þönglabakka 1 í Mjódd. Ljúffeng verðlaun eru í boði. Hvítur á leik. HEIÐREKS GÁTUR 13. öld UMÖLDURNAR Hverjar eru snótir, er ganga syrgjandi at forvitni fóður, mörgum mönnum hafa at meini orðit, við þat munu aldr ala. Hverjar eru meyjar, er ganga margar saman at forvitni foður, hadda bleika hafa enar hvítföldnu ok eigut þær varðir vera. UOÐABROT Árnað heilla ORÐABÓKIN Stungin tólg FYRIR nokkru var grein- arkorn hér í Mbl. eftir þekktan mann, sem þykir kunna að bregða fyrir sig íslenzku máli í marg- breytilegum myndum og trúlega einna mest vest- firzku tungutaki. Einn lesandi þessa greinar- korns, ættaður af Norðm-- landi, hnaut um orðalag, sem þar kom fram, og spurði mig svo um það. Býsnaðist téður grein- arhöfundur yfir geigvæn- legum tölum um brottkast flsks og sagði orðrétt: „og heflr ýmsum þótt stungin tólg.“ Ég hlýt að játa, að ég staldraði hér einnig við, enda mér, Sunnlend- ingnum, þetta ekki munntamt, þótt ég muni hafa heyrt svo til orða tekið áður eða séð á prenti. í OM (1983) segir svo: nú þykir mér stungin tólg (in) 1) nú gengur fram af mér; 2) nú er ekki sparað. Ljóst er, að fyrri merking OM er sú, sem Vestfirð- ingurinn á við með orðum sínum í téðri grein. Þetta leiðir huga minn að öðru. Verður ekki að fara gæti- lega í notkun orða eða orðasambanda, sem ætla má, að séu staðbundin, svo að sem flestir lesend- ur skilji, við hvað sé átt? Ekki skal amast við notk- un svonefndra mállýzkuorða eða fornra orða, sem menn hafa á tungu sinni, en ljóst má vera, að aðalatriðið hlýtur að vera það, að allt komist þannig til skila, að lesend- ur átti sig á, við hvað er átt. - J.A.J. STJÖRNUSPA eftir Franecs llrake M LJON Afmælisbarn dagsins: Þú þreytist fljótt á hlutun- um, oft offljótt og þarft því að temja þér meiri sjálfsaga. Hrútur (21. mars -19. april) Það er um að gera að skoða alla möguleika, en ekki bara skella á þá hurðum af ótta við breytingar. Þroski þinn á að vera þitt keppikefli. Naut (20. apríl - 20. maí) Ef þú hefur ekki hemil á skapi þínu ertu lentur i deil- um við vinnufélaga þína áður en þú veizt af. Og þú hefur ekld alltaf rétt fyrir þér! Tvíburar . ^ (21. maí - 20. júní) OA Það er ekki sá sem hæst gal- ar sem fær fólk til liðs við sig. Hófstilltur og traustur málflutningur er enn það sem fólk helzt vill. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Gerðu nú eitthvað þér og þínum til upplyftingar. Það þarf ekki svo mikið til, litlu hlutirnir gleðja líka og oft meira en innihaldslaus bægslagangur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Umþurðarlyndi er undir- staða sambands fólks í mill- um. Og að leggja allar kröf- ur til hliðar, nema þær sem maður gerir til sjálfs sín. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) Þú hefur um skeið unnið að ákveðnu máli bak við tjöldin. Nú er komið að því að þú hrindir hlutunum í fram- kvæmd og fylgir þeim í höfn. Vog m (23. sept. - 22. okt.) Leyfðu sköpunarþránni að njóta sín. Það hefnir sín bara að byrgja allt inni með sér. Finndu hvað sálin gleðst þegar hún fær að blómstra. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú þarft að vera vandlátari í vali á samstarfsmönnum. Þeir eru ekki traustastir sem tala mest, en af minnstri þekkingu. Varastu slíka. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) flk) Þú verður að finna þér tíma til þess að njóta náttúrunn- ar. Það er ömurlegt að standa uppi í sumarlok án þess að hafa nokkurn tíman fundið sumarið. Steingeit „ (22. des. -19. janúar) 4MP Starfið er mikilvægt, en um- fram allt verður þú að vera hamingjusamur í vinnunni. Skoðaðu hug þinn vandlega og gerðu svo það sem hann segir þér. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Cásft Þótt reglan sé sú að blanda ekki saman starfi og skemmtun eru undantekn- ingar frá henni eins og öllum reglum. En farðu varlega í þessum efnum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er til lítils að harma liðnar stundir. Þær koma ekki aftur. Drífðu þig af stað, finndu þér vettvang til að starfa á og gefa þér til- gang. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Útsala - Útsala Glugghus Strandgötu 11, 220 Hafnarfirði, sími 5554322. á Islandi Power Peel Heildræn húðmeðferð án skurðaðgerðar Vinnur á ðidrunarbiettum, fínum hrukkum, æðasliti, fiagnandi húð, einnig áhrifaríkt á ör eftir bólur. Húð/égTUfiflrstofanehf Kristalshúðslípun og æðasiítsmeðferð Oddsdóttlr Kristjánsdóttir Lágmúli 5 • 108 Reykjavik • Simí: 533 1320
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.