Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skeiðarárbrú gæti staðið
á þurru eftir nokkur ár
ENGINN jökull á landinu, sem í
eðli sínu er ekki framhlaupsjökull,
hljóp fram síðasta haust, sam-
kvæmt mælingum jöklamælinga-
manna og er það í fyrsta skipti síð-
an 1947 að það gerist. Þetta kom
fram í samtali Morgunblaðsins við
Odd Sigurðsson, jarðfræðing Orku-
stofnunar, en hann sagði að mikil
hlýindi og lítil úrkoma undanfarin
ár hefðu vaidið rýrnun jöklanna.
Sagðist hann búast við því að á
næstu árum myndu jöklarnir halda
áfram að hopa og að það gæti jafn-
vel leitt til þess að Skeiðarárbrú
myndi standa á þurru.
„Þetta hefur ýmsar afleiðingar í
för með sér, til dæmis verður miklu
meira vatn í jökulám, en það skiptir
verulegu máli fyrir orkubúskap-
inn,“ sagði Oddur. „Þetta hefur
einnig í för með sér að jökulhlaup
fara minnkandi, því stíflur fyrir
framan jökullón minnka, t.d. hefur
ekki hlaupið úr Grænalóni við
Núpsvötn síðan 1995.“
Askan úr Heklu hefur
áhrif á rýrnun jöklanna
Oddur sagði að ár breyttu sér
gjarnan þegar jöklar hopuðu og
sagði hann nokkur dæmi um það að
brýr stæðu á þurru vegna þessa og
nefndi hann t.d. brýrnar við
Stemmu og Heinabergsvötn. Hann
sagði að svo gæti vel farið að Skeið-
arárbrú hlyti sömu örlög, en Skeið-
arárjökull hefur ekki staðið aftar
frá því mælingar hófust árið 1932.
„Ef Skeiðarárjökull hopar nógu
mikið, um nokkur hundruð metra,
þá myndast dæld fyrir framan hann
sem leiðir vatnið vestan að miðju
jökulsins og í Gígjukvísl og þá yrði
tómlegt um að litast undir Skeiðar-
árbrú. Þetta gæti gerst á áratug, en
það sem gæti komið í veg fyrir þetta
væri ef hlaup fylltu í dældina."
Oddur sagði að Heklugosið í febr-
úar síðastliðnum hefði einnig haft
veruleg áhrif á rýrnun jöklanna, því
að svört askan hefði víða lagst yfir
jökla og að hún drægi í sig hita.
„Þó askan sé örþunn þá hefur
hún veruleg áhrif. Jöklar undir
slíkri slikju bráðna margfalt örar
en þeir jöklar sem ekki hafa hana.“
Jöklarnir horfnir eftir 200 ár
Oddur sagði að á fyrstu 20 til 30
árum aldarinnar hefðu jöklar hopað
mjög hægt. Hann sagði að á árun-
um 1930 til 1970 hefðu þeir hinsveg-
ar hopað alveg gífurlega vegna mik-
illa hlýinda, sem líklega hefðu ekki
verið meiri síðan á landnámsöld.
Frá 1970 til 1995 var kuldatímabil
og sagði Oddur að á því tímabili
hefðu flestir jöklar gengið fram.
„Núna hefur þetta snúist alveg
við og nú hopa jöklarnir í óða önn.
Því er spáð að ef veður hlýni vegna
gróðurhúsaáhrifa þá gætu jöklar á
landinu nánast horfið á næstu 200
árum - svo hastarlegt getur þetta
orðið.“
GUÐRUN
PÁLS-
DÓTTIR
LÁTIN
GUÐRÚN Pálsdóttir, söngkennari
frá Hrísey, andaðist að heimili sínu,
Lönguhlíð 3 í Reykjavík, 11. ágúst
síðastliðinn. Guðrún fæddist á Ól-
afsfirði 15. nóvember 1909 og voru
foreldrar hennar Páll Bergsson, út-
gerðarmaður þar, síðar í Hrísey, og
kona hans, Svanhildur Jörundsdótt-
ir.
Guðiún tók kennarapróf 1930.
Hún stundaði söngnám hjá Sigurði
Birkis í fjögur ár og kynnti sér
söngkennslu í Kaupmannahöfn 1933
og í New York 1950. Sótti söng-
kennaranámskeið í Finnlandi og
Svíþjóð 1951. Var kennari við Mið-
bæjarskólann í Reykjavík 1930-36,
Melaskólann 1950-66 og stunda-
kennari við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur 1954-57. Kenndi einnig
lítilsháttar við Fóstruskólann og
Iðnskólann. Sat í stjórn Olíuversl-
unar íslands 1948-80. Var stofnandi
og fyrsti foimaður Söngkennarafé-
lagsins og stofnaði einnig einsöngv-
arafélagið Elísu.
Guðrún giftist 15. september
1934 Héðni Valdimarssyni alþingis-
manni, framkvæmdastjóra Olíu-
verslunar íslands og formanni
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar.
Hann lést 12. september 1948.
Dóttir þeirra var Bríet leikkona.
Valhöll ekki
Sæbýli og Stofnfiskur í viðræðum við kanadískt fyrirtæki um eldi sæeyrna
breytt í
sumarhús
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir það stríða gegn reglum Þing-
vallanefndar að breyta notkun Hót-
els Valhallar á Þingvöllum í sumar-
hús. Hann sagði í fréttum RÚV að
ekki gæti orðið af því nema með því
að flytja húsið á brott.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, segist ekki gera
athugasemdir við það að annar aðili,
innlendur eða erlendur, taki við
rekstri Valhallar. Hann er hinsvegar
andvígur því að Valhöll verði gerð að
sumarbústað fyrir einhvern ein-
stakling, hverslenskur sem hann er.
„Ég tel að núverandi eigandi geti
ekki selt húseignina án samráðs við
ríkissjóð þar sem húseignin er sam-
eign ríkisins og hans.“ Óssur segist
einnig vera á þeirri skoðun að Jón
Ragnarsson, sem nú rekur Valhöll,
geti ekki með neinu móti framselt
lóðarréttindi þau sem hann telur sig
hafa. Um sé að ræða leiguréttindi
byggð á gömlum samningum. „Eftir
því sem ég best veit liggur fyrir sú
afstaða Þingvallanefndar frá því fyrr
á öldinni að ekki sé hægt að fram-
selja réttindin án þess að landstjórn-
in staðfesti það með einhverjum
hætti,“ segir Össur.
Um sölu Valhallar sagði Sverrir
Hermannsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, í samtali við Morg-
unblaðið: „Mér geðjast ekki að því að
erlendur auðjöfur geti keypt hjartað
í sjálfum þjóðgarðinum á Þingvöll-
um, á okkar helga stað“.
Hvorki náðist í Halldór Ásgríms-
son né Steingrím J. Sigfússon.
Stefnt að 50 tonna fram-
leiðslu í N o va Scotia
FYRIRTÆKIN Sæbýli hf. og Stofn-
fiskur hf. eiga nú í viðræðum við
kanadíska fyrirtækið Atlantic Aba-
lone Ltd. í Nova Scotia um stofnun
samstarfsfyrirtækis um eldi sæeyrna
í fylkinu Nova Scotia í Kanada.
Markmið viðræðnanna er að sett
verði upp eldisstöð í Nova Scotia sem
framleiðir og selur um 50 tonn af
sæeyrum á ári og er áætlað að veltan
gæti orðið um 150 milljónir kr. á árs-
grundvelli.
Jón Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Sæbýlis, staðfesti þetta í sam-
tali við Morgunblaðið en tók fram að
viðræður stæðu enn yfir.
„Það hafa átt sér stað viðræður í
nokkra mánuði við aðila í Kanada um
möguleikana á að setja upp fyrirtæki
í Kanada sem færi út í eldi á sæeyra
til manneldis með sama hætti og við
erum að gera hér. Við erum þar stór-
ir eigendur ásamt Kanadamönnum,“ sagði Jón.
Eldisframleiðsla heíjist ekki
síðar en í mars á næsta ári
Bedford haffræðistofnunin í Dartmouth í
Nova Scotia hafði milligöngu um að koma sam-
starfinu milli íslendinga og Kanadamanna á
fót. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá
stofnuninni sl. miðvikudag er markmið sam-
starfsins að koma á fót eldisframleiðslustöð í
Nova Scotia í október næstkomandi og að starf-
semin hefjist í seinasta lagi i mars árið 2001.
Skv. upplýsingum Bedford stofnunarinnar
skiptist eignarhlutur hins nýja fyrirtækis til
helminga á milli íslensku fyrirtækjanna annars
vegar og Atlantic Abalone hins vegar. Er þetta
í fyrsta skipti sem ráðist er í ræktun sæeyrna í
Kanada en sæeyru eru sniglar sem lifa á hlýj-
um og tempruðum strandsvæðum víða um
heim.
Mikil eftirspurn
Sæbýli hefur um skeið lagt stund á ræktun
sæeyrna sem eru að loknu eldi flutt lifandi á
markað í Japan. Mikil eftirspurn er
eftir sæeyra í heiminum, einkum þó í
Asíu, en vegna ofveiði hefur ekki
tekist að anna eftirspurninni nema
með eldi. Stefnir Sæbýli að því að
framleiðsla þess verði komin í um
200 tonn innan fjögurra ára.
Sæbýli og Stofnfiskur munu
leggja fram tækniþekkingu á eldi
sæeyrna í samstarfinu við kanadíska
fyrirtækið. Einnig mun Sæbýli fram-
leiða ungviði til áframeldis fyrir
samstarfsfyrirtækið í Kanada og á
aðra markaði, en mikil eftirspurn er
eftir ungum sæeyrum til áframeldis
víða um heiminn, samkvæmt upp-
lýsingum Jóns.
Ekkert eldi af þessu tagi
verið stundað í Kanada
„Við höfum skoðað aðstæður
þarna og átt í viðræðum við þá aðila
sem vilja fara í þetta með okkur. Ég hef trú á
því að þetta verði að veruleika á síðari hluta
ársins.
Það er ekkert eldi af þessu tagi í Kanada og
ástæðan fyrir því að við erum að ræða saman
er sú að við erum með sjúkdómalausan stofn.
Það er ekkert vandamál að fá uppeldisleyfi í
Kanada fyrir þennan stofn sem við erum með, á
sama tíma og aðrir í heiminum hafa verið í
vandræðum vegna sjúkdóma. Staða okkar er
því að verða mjög sterk á þessum markaði,“
sagði Jón.