Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ dæmi að Laxá í Skefilstaðahreppi hefur verið lokuð í sumar og tvö síðustu sumur hefur veiðitíminn í henni verið styttur. Þegar menn fóru að átta sig á vandanum þar fyrir nokkrum árum hefði lítið þýtt að tala um að loka ánni heilt sum- ar. En núna hefur það hins vegar gerst og er það gott dæmi um að menn sjá alvöruna. Seiðabúskap- urinn í ánni er nú á uppleið. Húsa- eyjarkvísl er annað dæmi, þar hef- ur veiðitíminn verið styttur um hálfan mánuð og taka bæði land- eigendur og leigutakar þátt í að- gerðunum. Það er einnig ótalmargt annað sem þarf að hafa í huga en veiði- sóknin. Hvers konar umhverfis- rask og blöndun við framandi stofna er nokkuð sem menn ættu einnig að varast. Auknar seiða- sleppingar eru engin lækning og þær ár þar sem mestu hefur verið sleppt standa síst betur en hinar. Það er tímabært að taka upp nýjar leiðir í nýtingu laxveiðiánna og samkvæmt þeim línum hef ég unnið frá því að ég tók við starfi. Það er ferskur andi á Veiðimála- stofnun og fólk sammála um að það sem við þurfum séu vandaðar rannsóknir og aðgerðir í framhaldi af þeim. Stundum getur staða mála verið sú að menn sjá að við- komandi vatnasvæði þolir það ekki að bíða eftir niðurstöðum rann- sókna. Þá þarf að grípa til aðgerða strax. Sá sveigjanleiki verður að vera fyrir hendi, enda sé tryggt að viðkomandi lífríki verði ekki fyrir skaða.“ En hvað með skoðanir manna að of mikið álag sé á íslenskum ám og í þeim sé stunduð hrein ofveiði? „Gögn sem við höfum styðja þetta ekki, en við fylgjumst grannt með og það kunna að leynast und- antekningar. Um það er hins veg- ar ótímabært að ræða á þessu stigi, rannsóknir standa enn yfir og niðurstöður liggja ekki fyrir.“ Hvaða undantekningar ertu að tala um? „Sem ég segi, það er ekki til um- ræðu á meðan niðurstöður liggja ekki fyrir.“ Vistfræðimat Bjarni bætti við að stór þáttur í undirbúningi að bættri og betri veiðistjórnun væri að nú væri gerð úttekt á hverri ánni af annarri þar sem kortlagning búsvæða væri tekin fyrir. „Þetta ásamt rann- sóknarverkefni þar sem kannað er samspil hrygningarstofns og nýlið- unar í ánum miðar að því að sjá hvað árnar geta framleitt mikið af laxi með góðu móti. Þó nokkrar ár hafa verið teknar út á þennan hátt og nýjasta viðbótin er Laxá á Ás- um. Viðbrögð aðstandenda veiði- svæða er annað gott dæmi um breytt hugarfar, “ segir Bjarni. Og lokaorð hans eru: „Ég vil ekki vera að ýta undir neina móðursýki, en sannast sagna er of margt í tengslum við laxinn sem gögn geta ekki staðfest fyrir okkur. Því er ávallt fyllsta ástæða til að sýna varkárni. Stór hluti af starfi fiskifræðings er ráðgjöf til veiðiréttareigenda og áherslan í minni ráðgjöf hefur alltaf verið á að sýna náttúrunni virðingu og gera ekki hluti sem menn gætu síðar séð eftir. Varkárni er lykil- orðið, að menn hafi alltaf vaðið fyrir neðan sig.“ ÞÓRÐUR Pétursson er einn fremsti laxveiðimaður íslands og skólaður á bökkum Laxár í Aðaldal um ára- tugaskeið þar sem hann þekkir Laxá og laxa hennar eins og lófana á sér. Sagt er, að ef Þórður fær ekki fisk, þá sé ástæðulaust að standa yf- ir veiðiskapnum. Laxá í Aðaldal er ein þeirra áa þar sem göngur hafa verið afar litlar og veiði slök. Laxá hefur verið á niðurleið í veiði um nokkurra ára skeið og Þórður er ómyrkur í máli þegar hann talar um að hér sé á ferðinni hrein og klár ofveiði. „Þetta er í sama farvegi og í fyrra, sem sagt hálfgerð neyð. Það eru margir sem eiga ekki til orð yf- ir því sem hér hefur verið gert í gegn um árin. Ástæðan fyrir þess- ari hnignun er fyrst og fremst of- veiði. Hér hafa verið stundaðar stórhættulegar septemberveiðar og gert í því að beinlínis drepa hrygn- urnar, t.d. í Reykjadalsánni, sem rennur í Vestmannsvatn og siðan sem Eyvindarlækur út í Laxá. Þetta hefur verið gert til að þynna laxa- stofna og átti samkvæmt kenning- unni að stuðla að betri nýliðun seiða og stærri árgöngum eins skringi- lega og það hljómar. Sömu sögu er að segja um Mýrarkvísl, þessar ár eru báðar laxlausar. Það er ekki langt sfðan að einn lax hafði veiðst í hvorri á, en á árum áður gáfu þær prýðisveiði og voru eftirsóttar lax- veiðiár með góðum stofni. Þær renna báðar í Laxá og fískleysi í þeim er því einn þátturinn í fisk- leysi í Laxá,“ segir Þórður. Því hefur verið haldið fram af mörgum hin seinni ár að hnignun laxastofns Laxár stafi af sandburði ofan af öræfum með Kráká, að sandurinn spilli hrygningarstöðv- um. Þórður segir, eins og aðrir, að sandur sé vissulega ekki æskilegur á hrygningarslóðum, en ofveiðin sé þó mcginatriðið og hann hafi haldið því fram í mörg ár. „Ég hef rætt um þetta fram og aftur við félaga mína hér nyrðra, m.a. Pétur í Nesi sem hefur búið á bökkum Laxár alla sína tíð, menn eru sammála um þetta. Það sem gert hefur verið héma er ekki til annars en að drepa niður laxastofna," bætir Þórður við. Menn hafa bent á að sandurinn hafi borist með Kráká um langt árabil, einnig þau sumur sem Laxá gaf yfir 2000 laxa í veiði. Það er ekkert af fiski Morgunblaðið hefur rætt við leið- sögumenn laxveiðimanna á bökkum þekktustu húnvetnsku laxveiðiánna að undanförnu og þeir hafa verið upp til hópa niðurdregnir. Theodór Már Sigurðsson við Víðidalsá sagði á dögunum að ástandið væri „hrika- lega erfitt“ og að síðustu þrjár vaktirnar hefði enginn lax veiðst í ánni. Það væri lit.ið af laxi í ánni og ekkert að koma af nýjum fiski. Guðmundur Þór Ásmundsson leiðsögumaður við Miðfjarðará sagði ástandið svo slæmt að veiði- menn væru fáir til viðtals um að sleppa aftur laxi, þeir veiddu svo fáa og auk þess sæju þeir ekki til- ganginn með því þar sem maðk- veiðiholl kæmi í miðjum ágúst og vísast yrði það litla sem eftir væri af fiski drepið þá. „Maðkahollin ætti að uppræta, þau eru tímaskekkja." Ágúst Sigurðsson leiðsögumaður við Vatnsdalsá sagði að menn reyndu að vera bjartsýnir, en að- spurður hvort einhver teikn gæfu tilefni til þess svaraði hann: „Nei.“ Að hampa sem hetjum Einar Sigfússon er einn eigenda Haffjarðarár á Snæfellsnesi sem er ein örfárra áa á Islandi sem hafa gefið virkilega góðan afla í sumar. Haffjarðará er ein af örfáum hrein- um fluguveiðiám landsins, en veiða- sleppa fyrirkomulagið er þar alfar- ið i' höndum veiðimanna sjálfra. Þeir eru hvattir til að sleppa laxi, sérstaklega stórum laxi, en ekki er amast við því þótt þeir hirði afla sinn. Ilaffjarðará er líklega eina meiri háttar Iaxveiðiá landsins sem ekki hefur verið reynt að trekkja upp með seiðasleppingum. Náttúr- an hefur verið látin um hlutina þar vestra og ekki annað að sjá en að hún hafi spjarað sig prýðilega án frammígrípandi hjálparkrumlu mannsins. „Staðan er alvarleg og spurning hvort menn séu ekki núna að upp- skera fyrir alla rányrkjuna í gegn um tíðina. Hvað mig varðar þá er ekki spurning að það er ofveiði í mörgum íslenskum Iaxveiðiám. Allt of mikið álag. Meira að segja hér hjá okkur í Haffjarðará hefur okk- ur þótt álagið of mikið. Við höfum stytt veiðitímann um 20 daga og íhugum að gera að auki eitthvað svipað og gert er í Hofsá í sumar, að stytta einnig veiðidaginn. Þrátt fyr- ir þetta heldur áin veiðitölum og nóg er af fiski. Það er sorglegt til að vita hvern- ig farið hefur verið með margar ár í gegn um árin og slæmt. hvernig magnveiðimönnum hefur verið hampað eins og hetjum í fjölmiðlum þegar nær hefði verið að slíkir menn fengju sér pláss á loðnu- eða síldarbát. Að veiða upp í 100 laxa á dag í Laxá á Ásum, jafnvel þó þeir væru ekki nema 20 eða 30, er hreint brjálæði og allur hefur þessi lax verið drepinn. Keppnisskap er ekki eitthvað sem menn eiga að fara með í veiðitúrinn. Ég er ekki að halda því fram að magnveiðimenn einir og sér hafí skemmt árnar, það geta verið margir samspilandi þættir, en magnveiði er að minnsta kosti einn þáttur sem hægt er að taka á. Auð- vitað eru skiptar skoðanir á því hvort sleppa eigi laxi eða drepa hann og ég er ekkert á móti því að menn drepi þann lax sem þeir telja sig geta nýtt,“ segir Einar. Flottrollin stórtæk? Einar heldur áfram: „Menn verða að reyna að átta sig á því hvað verð- ur um laxinn f hafinu og hafa víðsýni í þeim efnum. Hvað til dæm- is með loðnuflotann og breyttar veiðiaðferðir sem þar eru viðhafð- ar? Þar eru menn að nota flottroll. Ég veit til að það hringdi loðnuskip- stjóri í Orra Vigfússon, formann NASF, og sagði honum frá því að hann hefði séð 5-10 laxa liggja ofan á loðnukösinni niðri á dekki. Ef það voru 5-10 ofan á kösinni, hvað voru þá margir á kafi í henni? Og hvað með alla hina bátana og alla vertíð- ina? Þegar þetta er sett í samhengi við að það vantar kannski 10-15.000 laxa í göngurnar norðanlands og 4- 5.000 laxa í veiði í ánum þar á þessu sumri þá verður spurningin áleit- in.“ Kannski stærsta hættan af öllum „Það er síðan eitt enn sem snertir þetta mál. Nokkuð sem hefur kannski ekki skaðað íslenska laxa- stofna enn, en ógnar þeim svo sann- arlega í framtíðinni og það er kvía- eldið sem hafið er í Vogum. Það er mál sem farið hefur furðuhljótt og með ólíkindum að landbúnaðar- ráðherra skuli hafa gefið leyfi fyrir 1.000 tonna eldi aðeins fáum dögum áður en ný lög um umhverfisvemd tóku gildi 15. júní, þar sem kveðið er á um að allt slíkt eldi sem nemur meira en 20 tonnum beri að fara í lögformlegt umhverfismat. Nú þegar eru komnar þarna 7 kvíar með 140.000 löxum upp á ein- hver 140 t.onn og verða það einhver 400-600 tonn þegar að slátrun kem- ur. Þetta er margfalt það magn sem veiðist í íslenskum laxveiðiám á sumri hveiju. Þetta var bara keyrt í gegn í hvelli. Þarna er verið að nota norskan Iaxastofn i gömlum írskum kvíum, á nákvæmlega sama stað og kvíarnar fóru allar í klessu um árið og allt slapp í hafið. Það virðast engar reglur vera til um þessa hluti og maður spyr sjálfan sig hvað svona vinnubrögð eigi að þýða. Hver hefur eftirlit með þessu og hvar er að finna kröfur um út- búnað? Hver hjá ráðuneytinu fylg- ist með því að búnaður sé viðunandi og hvort fiskur sleppi eða ekki? Það er ekki lítil ábyrgð sem þessu fylg- ir. Þessu er gefið nafnið til- raunaeldi, en eldi af þessari stærð- argráðu á ekkert skylt við tilraunir. Menn munu auðvitað vona það besta, en það er næstum jafn ör- uggt og að tveir sinnum tveir eru fjórir, að það mun koma að því að fiskur sleppur úr þcssum kvíum. Þetta er stofn sem getur ógnað öllu lífríkinu í laxveiðiám við Faxaflóa," segir Einar Sigfússon. VENTURE ICELAND ALÞJÓÐLEGT FJÁRMAGN FYRIR VAXANDIFYRIRTÆKI Venture lceland leitar að fyrirtækjum í upptýsinga- tækni með mikla vaxtarmöguleika á alþjóðamarkaði. • Venture Iceland er verkefni sem styður við vöxt íslenskra upplýsingafyrirtækja á alþjóðamarkaði með því að kynna ísland og íslensk fyrirtæki í upplýsingaiðnaði fyrir innlendum og erlendum áhættufjárfestum. • Árlega eru valin 8-10 áhugaverð fyrirtæki úr hugbúnaðar-og fjarskiptageiranum sem er boðið að taka þátt í Venture lceiand. Þátttaka í Venture lceland felur í sér: • ítarlegt námskeið þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar sem leiðbeina um hvernig best er staðið að alþjóðlegri fjármögnun hátæknifyrirtækja. • Aðstoð við undirbúning viðskiptaáætlunar og kynningar fyrir fjárfesta. • Fjárfestingarþing þar sem fyrirtækin eru kynnt fyrir innlendum fjárfestum. • Kynningu fyrir erlendum fjárfestum. • Möguleika á þátttöku í alþjóðlegu fjár- festingarþingi. • Eftirfylgni eftir að formlegu námskeiði lýkur. Nánari upplýsingar fást hjá Útflutningsráði Islands í síma 511 4000 eða www.icetrade.is. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst 2000. & m JSJLÁV/ ataf fyrlr ataf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.