Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TILNEYDDUR
AF ÓSÝNILEG-
UM ÖFLUM
Það er æði margt sem við ekki vitum um höfund
tónverksins Baldurs, Jón Leifs. Lengst af hefur um-
ræðan um hann verið byggð á aðdróttunum og getgát-
um hvers konar og vissulega fengu þær byr í fram-
göngu hans og mótsagnakenndri persónu. Súsanna
Svavarsdóttir leitaði til Hjálmars H. Ragnarssonar
tónskálds sem hefur kynnt sér ævi og störf Jóns Leifs
mjög náið til að fá svör við spurningum um bakgrunn
Baldurs og ritunartíma.
Morgunblaðið/RAX
Hjálmar H. Ragnarsson
\ fc ' .JÉÉk L V Y
ffTl | 1
gm .# { I \ *
ÞAÐ er óhætt að segja að þegar
við íslendingar tökum til við að
halda menningararfleifð okkar á
lofti, gerum við það með hvelli
en ekki pískri.
Uppfærslan á Baldri eftir Jón Leifs er
einhver viðamesta uppfærsla sem við íslend-
ingar höfum litið í okkar heimahögum. Þar
mætast allar listgreinar í stærstu mynd sem
hægt er að birta af þeim. Stór hljómsveit,
stór hljómsveitarstjóri, stór danshöfundur
og svo framvegis - enda við hæfi þar sem
verkið fjallar um stærsu þætti mannlegs eðl-
is, gott og illt og hin eilífu átök sem eiga sér
stað á milli þeirra.
En hver var Jón Leifs? Úr hvaða farvegi
sprettur þetta mikilfenglega verk? Hvað var
að gerast í lífinu, bókmenntunum, heimin-
um, þegar það var skrifað? Það hefur löng-
um verið vondur kækur hjá mannfólkinu að
vilja smækka allt og einfalda, einkum það
sem er svo stórt að illmögulegt er að skilja
það nema hugsa. Því eru stundum eigin-
leikar og hugmyndir heimfærðar upp á fólk
og það þar með afgreitt - og á aldrei mögu-
leika á að flytja sitt mál til að sanna eða af-
sanna bullið.
Jón Leifs fór ekki varhluta af þessum
vonda kæk. Dylgjur um hollustu hans við
nasista, þrátt fyrir að vera kvæntur konu
sem var gyðingur, hafa lifað góðu lífi fram á
þennan dag. Stórbrotið tónskáld hefur feng-
ið að hvíla í þögninni allt fram á síðasta ára-
tug 20. aldarinnar vegna miskunnarlausra
dóma samferðarmanna sinna, jafnvel kyn-
slóða sem á eftir komu.
Nasistadraugurinn sem hefur fylgt um-
ræðunni um hann hefur lifað góðu lífi og var
eitt það fyrsta sem farið var að ræða þegar
upp komst að flytja ætti eitt af hans stærstu
tónverkum, Baldur. Verkið var ýmist talið
svar við nasismanum eða stuðningur við
hann. En er það ekki of einföld skýring á
listaverki? Er ekki líklegra að listamaðurinn
nýti sér þann efnivið sem felst í norrænu
goðafræðinni til að tjá tilfínningar sínar -
ekki bara til síns samtíma, heldur líka af
reynslu sinni af því að vera manneskja
stórra örlaga?
Aldrei neitt meðalhóf
Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og rekt-
or Listaháskólans er sá einstaklingur sem
hefur rannsakað ævi og verk Jóns Leifs
hvað mest og Morgunblaðið ákvað að leita
til hans til að fá svör við spurningunum um
bakgrunn og ritunartíma Baldurs.
„Rauði þráðurinn í Baldri eru átökin milli
hins góða og hins illa,“ segir Hjálmar.
„Þessi átök eiga sér samsvörun í sjálfri
persónugerð Jóns Leifs, þeirri innri togst-
reitu sem fylgdi honum alla tíð. Til vitnis um
það eru til dæmis dagbækur hans frá ungl-
ingsárunum þar sem hann veltir fyrir sér
ýmsum frumþáttum mannlegrar tilveru-
.Togstreitan á sér eflaust rætur í því að með
Jóni bjuggu ólík öfl sem höfðu yfirhöndina
sitt á hvað og hann átti erfitt með að sam-
hæfa. Hann vill vera félagsvera en þráir líf
einfarans. Hann vill öryggi en sækir í hætt-
urnar, og í framkomu gat hann verið hlýr og
tillitssamur en einnig harður og óvæginn.
Útrásina fékk Jón í tónsmíðunum og má
kannski segja að þessi innri átök hafi verið
Jón Leifs
hreyfiaflið sem knúði hann áfram í sköpun-
arstarfinu. I þessu sambandi finnst mér allt-
af lýsandi sem hann segir við Matthías
Johannessen í viðtali í Morgunblaðinu í til-
efni af sextugsafmæli hans. Þegar Matthías
spyr hvernig honum hafi liðið eftir að hann
settist að á íslandi, svarar Jón því til að
hann hafi aldrei fundið frið með sjálfum sér,
nema kannski í eitt skipti þegar hann var
með föður sínum á Þingvöllum á unga aldri!
Um leið og hægt er að segja að í Jóni Leifs
hafi búið margir menn, er það ekki rétt.
Hann var einn maður, þrátt fyrir alla þver-
brestina, og með mjög skýr einkenni - bæði
sem persóna og tónhöfundur. Áður fyrr
höfðu menn það á móti tónlist Jóns að hún
færi öfganna á milli og væri einstrengings-
leg. Núorðið setja menn ekki slíkt eins fyrir
sig og má segja að hún frekar njóti þess í
dag að þar er aldrei að finna neitt meðalkóf.
Jón var enginn hversdagsmaður og kannski
einmitt þess vegna sótti hann í stef og þemu
úr norrænu goðafræðinni, úr heimi goða,
vætta og þursa þar sem allt er í yfir-
stærðum og naut sín svo vel þar.“
Listamaðurinn sem goðsögn
„En fleira kemur til. Þegar Jón kemur til
Þýskalands hefur hann þegar drukkið í sig
strauma sem bárust með rómantísku skáld-
unum til íslands. Á heimili hans voru miklar
þjóðmálaumræður og umræður um heims-
mál.
Sjálfstæðiskenndin var honum algerlega í
blóð borin. Þessi frelsiskennd er grundvall-
arþáttur í persónu hans, þessi knýjandi þörf
fyrir að vera engum háður og vera á engan
hátt með minnimáttarkennd gagnvart hvers
konar yfirvaldi.
I Þýskalandi kynnist Jón auðvitað tónlist
síðrómantíkeranna, til dæmis tónlist Franz
Liszt, Wagners og Richard Strauss, en sér-
staklega heillaðist hann þó af Beethoven.
Beethoven var hans fyrirmynd að tónlistar-
manni og af listamanni almennt. Það var
Beethoven sem braut af sér hlekkina og í
honum sá Jón hetjuna sem lét eigin köllun
ráða för.
Metnaður Jóns var mikill strax á ungl-
ingsárum. Hann stefndi alltaf að því að geta
veifað frá hásölum menningarinnar. Það var
ekkert minna. Yfirleitt fóru Islendingar til
náms til að færa þjóðinni heim þekkingu.
Það var ekki hans stíll, þótt hann ætlaði sér
það hlutverk líka.“ Jón byggði metnað sinn
að sjálfsögðu hvorki á innihaldslausum dæg-
urmálum né afþreyingarflugum og þegar
hann kom til Þýskalands, stútfullur ungling-
ur af fornri norrænni þekkingu, hélt sjálfs-
uppeldi hans áfram. Hann tileinkaði sér
bókmenntir rómantíkeranna, las Forn-
Grikkina, og tók til við að kynna sér það
sem var að gerast í heimsbókmenntum og
heimspeki síns tíma. „Eins og allir mennta-
menn á þessum tíma las hann Nietzsche,"
segir Hjálmar. „Fyrsti opusinn hans er
hljómsveitarverk og heitir Þríþætt hljóm-
kviða - magnað byrjandaverk - og er það
beinlínis innblásið af skrifum Nietzsches, og
í Baldri, sérstaklega í upphafskaflanum,
dansi mannhrakanna, sem Baldur reisir upp
og gerir að mönnum, byggir hann einnig á
hugmyndum sem hann fær frá Nietzsche.
Jón varð einnig fyrir miklum áhrifum af
skrifum Oswalds Spengler um hrun og úr-
kynjun vestrænnar siðmenningarinnar, bók
sem kom út rétt eftir lok fyrri heimsstyrj-
aldarinnar.
Þótt bölsýniskenningar Spenglers hafi
náð sterkum tökum á Jóni trúði hann því að
úr rústum gamla heimsins risi nýr heimur
og ný menning . Þessa trú sjáum við endur-
speglast í Baldri, þar sem undir lok verksins
Forseti, sonur Baldurs, kemur fram á sviðið
og með honum fyrirheit um endurreisn að
loknum Ragnarökum.
Á vígvelli tónsmíðanna
„Á tímabilinu frá því að Jón kemur aftur
til Þýskalands 1938-1939 og hann snýr aftur
heim til íslands 1945 að lokinni síðari heims-
styrjöldinni, semur Jón sín stærstu og
mestu verk. Flest stríðsárin var hann inni-
lokaður í Þýskalandi ásamt fjölskyldu sinni,
og þótt skrítið sé virðist stríðsástandið hafa
skapað honum kjöraðstæður fyrir tónsmíð-
arnar.
Fjölskyldan lifði einangruðu lífi í stöðugri
ógn af helförinni gegn gyðingum, og í van-
mætti sínum gagnvart brjálæðinu útifyrir
lokaði Jón sig af í heimi skáldskapar og
fornra hetjusagna. Á vígvelli tónsmíðanna
snýr hann mætti eyðileggingarinnar í mátt
sköpunar og hann smíðar þau verk sem við í
dag helst minnumst hans fyrir. Undir þess-
um kringumstæðum semur hann fyrstu
Eddu-óratoríuna, Sögusinfóníuna og fyrstu
kaflana af Baldri, auk ýmissa annarra
smærri verka. Hann byrjar á Baldri í aprfl
1943 en var þá lengi búinn að velkjast með
söguefnið án þess að finna á því réttu tök-
in.“ Jón skrifaði ágrip af dagbók á meðan
hann var að semja Baldur og því er auðvelt
að kynna sér ritunarsögu verksins mjög vel.
Dagbókin nær frá 1937 til 1945 og þar segir
hann meðal annars: „Á páskum 21.-25. apríi
1943, byrja á tónsmíðinni „Baldr,“ - hikandi
þó og eins og tilneyddur af ósýnilegum öfl-
um.“ Á þessum tíma eru að hefjast gríðar-
legar loftárásir bandamanna á Þýskaland og
Jón er að skrifa verkið við þær kringumst-
æður. í því að hann er að skrifa þættina þar
sem Baldur, hinn hvíti guð, er að vekja upp
hið góða í manninum, þá er utan hússins
verið að varpa þúsundum tonna af spreng-
iefni til þess að eyða öllu kviku, hvort sem
það er menn eða annað.
Það þarf ekki snilling til þess að átta sig á
því að það hefði verið óðs manns æði af Jóni
að ætla að fara að viðra sjálfstæðar pólitísk-
ar meiningar í Þýskalandi á þessum tíma.
Eiginkona hans, Annie, var af gyðingaætt-
um og dætur þeirra þarmeð að sjálfsögðu
báðar gyðingar og Jón sjálfur skilgreindur
sem hálfjúði, Hann gekk í rauninni út á ystu
nöf þegar hann færðist undan því að veita
forstöðu áróðursútvarpi Þjóðverja til ís-
lands þegar stofnun þess var í undirbúningi,
- hættulega langt miðað við þær ógnir sem
að honum og fjölskyldu hans stóðu. í gegn-
um kunningsskap og með íslenska vegabréf-
ið á lofti tókst Jóni að fá fararleyfí fyrir sig
og fjölskyldu sína til Svíðþjóðar. Þangað
komu þau í byrjun árs 1944. Þegar þau Jón
og Annie koma til Svíþjóðar, skiljast leiðir
þeirra. Annie situr eftir allslaus og dæturn-
ar verða eftir hjá henni.“
Barátta við ósýnilegt afl
Frá því í febrúar 1944 til vors 1945 eru
þau öll í Svíþjóð. Þá tekur Jón aftur upp
þráðinn með Baldur og semur í törnum en
nær ekki að ljúka verkinu áður en hann fer
til Islands.
Dramað í lífi Jóns er ekki heldur lokið á
þessum tíma. Þegar loksins kemur að hinni
langþráðu heimferð vorið 1945, verður hann
fyrir þeirri niðurlægingu að vera handtekinn
um borð í Esjunni af breskum sjóliðsfor-
ingja fyrir þá sök eina, að því er virðist, að
hafa komist af í Þýskalandi á stríðsárunum.
Eftir þessa handtöku þurfti Jón að sæta
getsökum og dylgjum um að hafa verið
handgenginn valdhöfum Þriðja ríkisins,
þrátt fyrir að engar áþreifanlegar sakir
væru til. Jón var til æviloka að berjast við
þetta ósýnilega afl.“ Eftir að Jón kemur
heim til íslands hellir hann sér út í félags-
málin og baráttumál höfunda. Hann leggur
meðal annars drög að stofnun STEFs og
Tónskáldafélagsins. „Það er eins og hann
hafi þurft að sanna sig eftir þennan áburð
um hollustu við nasistana," segir Hjálmar,
„og tónsmíðarnar viku á þessu tímabili. Það
dregst því að hann ljúki Baldri allt til ársins
1947. Þá er hann aftur kominn á kaf í verk-
ið. Mikið gos verður í Heklu þá um veturinn
og verður það Jóni tilefni til þess að kalla
fram landskjálfta og eldgos í lokakaflanum
með tilheyrandi brestum og gný, og vann
hann af kappi við útfærsluna fram eftir vori
og fram á sumar.
Lokatónninn
„Þá varð sá harmleikur sem var Jóni sár-
ari en allt annað í lífi hans.
Dóttir hans, Líf, sem var sautján ára,
drukknaði á sundi í skerjagarðinum við
vesturströnd Svíþjóðar. Jón var þá hér á
íslandi og það stóð heima að sama dag og
hann setur tvístrikið aftan við verkið, þann
20.
júlí, fær hann staðfestingu í skeyti frá
Annie um að líkið af Líf hafi fundist.
Fyi-ir Jóni var það örugglega táknrænt að
þessu erfiða verki skyldi lokið samtímis því
að dóttir hans deyr.
Jón heyrði aldrei tón af verkinu."