Morgunblaðið - 13.08.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Ætlar að vera í
heilt ár á Landsmóti
Björgvin Þorsteinsson úr GA hefur manna
oftast tekið þátt í Landsmóti í golfi, eða
í 37 mótum af þeim 60 sem haldin hafa
verið. Björgvin er þó alls ekki á því að
hætta. Hann sagði Skúla Unnari Sveinssyni
að markmiðið væri að keppa á 52 Lands-
________mótum í röð þannig að það_________
síðasta verður árið 2015.
Morgunblaðið/Golli
Björgvin Þorsteinsson, GA, er hvergi nærri af baki dottinn þrátt fyrir að hafa tekið þátt í 37 lands-
mótum, fleiri en nokkur annar kylfingur. Þau skulu verða a.m.k. fimmtán til viðbótar á ferlinum.
Hér veltir Björgvin stöðu mála fyrir sér á fyrsta keppnisdegi Landsmótsins á Akureyri. Kylfu-
sveinn hans, Valdimar Þengilsson, viðist hafa meiri áhyggjur af skótaui sínu.
Markmiðið er að spila í 52
Landsmótum í röð og ástæð-
an fyrir því er að þá verð ég búinn
að eyða heilu ári í Landsmót því
hvert mót tekur viku hjá manni.
Það hefur mikið breyst frá því ég
var fyrst með á Landsmóti; í Vest-
mannaeyjum árið 1964. Eg man
reyndar ekki hvað það voru margir
keppendur á því móti en ætli það
hafi ekki verið um sjötíu til áttatíu
manns sem kepptu en þá var keppt
í meistara-, fyrsta og öðrum fiokki
auk unglingaflokksins, en ég tók
þátt í honum,“ segir Björgvin.
Nú eru keppendur á Landsmóti
ríflega 300. Eru þetta betri kylfing-
ar en þegar þú varst að byrja?
„Þá var í raun bara einn veru-
■ ÁSGEIR Sveinsson hefur verið
ráðinn aðstoðarmaður Bjarka Sig-
urðssonar, þjálfara handknatt-
leiksliðs Áftureldingar. Þá hefur
Hjörtur Arnarson gengið til liðs við
Mosfellinga en hann var í herbúð-
um Víkings í fyrra.
■ BJARNÓLFUR Lárusson er um
þessar mundir í herbúðum þriðju
deildar liðsins Chesterfield. Hann
lék með liðinu gegn WBA á á dög-
unum og sagði knattspyrnustjóri
liðsins, Nicky Laws, að sér litist vel
á kappann. Bjarnólfur mun leika
með varaliði liðsins á miðvikudag
og munu samningaviðræður hefjast
að honum loknum.
■ SIGFRÍÐUR Sophusdóttir, fyrr-
verandi markvörður Breiðabliks,
dró fram skóna á nýjan leik í
fimmtudagskvöldið og hún sat á
varamannabekk Kópavogsliðsins
gegn Val. Hún lagði skóna á hilluna
árið 1997 en þetta er þó í annað sinn
frá þeim tíma sem hún vermir vara;
mannabekkinn hjá Blikunum. I
fyrra skiptið var það í bikarúrslit-
um 1998, þar sem hún kom ekki við
sögu en að þessu sinni eru líkur á að
hún muni standa á milli stanganna í
þremur síðustu leikjum Breiða-
bliks á íslandsmótinu þar sem
Þóra B. Helgadóttir, markvörður,
er á leið til Bandaríkjanna í nám.
■ SYSTURNAR Guðný og Björg
Þórðardætur mættust á Kópavogs-
velli á fimmtudagskvöldið. Guðný
var í byrjunarliði Vals gegn
Breiðabliki en hún var farin af leik-
velli þegar litla systir hennar,
Björg, kom inn á í lið Breiðabliks.
■ ÞRÍR leikmenn Breiðabliks léku
kveðjuleik sinn með liðinu gegn
Val, að a.m.k. að sinni. Þær Eyrún
Oddsdóttir, Hjördís Þorsteinsdótt-
ir og Þóra B. Helgadóttir eru allar
á leið til náms í Bandarílyunum og
leika ekki meira með liðinu í sumar.
lega góður kylfingur, Magnús Guð-
mundsson, sem var héðan frá Ak-
ureyri. Það er svo sem ekki hægt
að bera menn nákvæmlega saman
þá sem voru fremstir í þá daga og
hina sem eru bestir núna. Það var
leikið við svo allt aðrar aðstæður,
flatir voru allt öðruvísi slegnar og
brautirnar líka þannig að það er
ekkert sambærilegt. Kylfurnar sem
við notum í dag eru líka miklu betri
en voru þá og sama má segja um
boltana, þetta eru alls ekki sömu
verkfærin og notuð voru þegar ég
var að byrja,“ segir Björgvin.
Líst vel á breytingarnar
Hann tekst allur á loft þegar
hann er spurður um þær breyting-
ar sem gerðar verða á Landsmót-
inu á næsta ári, að leika í einum
opnum flokki karla og einum
kvenna og takmarka fjölda karl-
anna við 120 og konurnar við 30.
„Mér líst ljómandi vel á þessar
breytingar enda er ég búinn að
berjast fyrir þessu í meira en
fimmtán ár og nú er loksins farið
að hlusta á mig - að þessu leyti en
ekki öðru. Þetta fyrirkomulag sem
er í dag er auðvitað ekkert annað
en tómt rugl. Það er auðvitað ekki
heil brú í því að ræsa meistara-
flokk karla klukkan sex að morgni.
Mótsstjórnin gat svo sem hliðrað
því til og ég skil ekki hvers vegna
það var ekki gert.“
Má alltaf finna tíma
Björgvin er hæstaréttarlögmað-
ur og hefur nóg að gera í því starfi.
„Það má samt alltaf finna tíma til
að fara í golf. Eg æfi raunar ekki
eins og ég gerði í gamla daga en ég
keppi tölvert þannig að flestar
helgar eru fráteknar fyrir golf, en
það er ekki um neinar kerfisbundn-
ar æfingar að ræða. Ég veit ekki
hve mikill tími fer í golf hjá mér,
en ég spila eins og ég segi um helg-
ar og þar fyrir utan þegar gott er
veður. Ég nenni ekki í golf þegar
það er leiðinlegt veður, nema auð-
vitað að það séu mót sem maður
hefur skráð sig í. Hér áður fyrr fór
maður í golf á hverjum einasta degi
og var að í margar klukkustundir á
dag. Ég hef enn mjög gaman af að
spila golf, sérstaklega þegar það
gengur þokkalega," segir Björgvin
og getur þess sérstaklega að í þeim
hring sem hann hafði nýlokið við
hafi hann púttað vel. „Eg hef nú
verið þekktur fyrir flest annað en
að pútta vel þannig að þessi hring-
ur var hálf furðulegur hjá mér, ég
sló illa en púttaði mjög vel og ef ég
hefði gert það í gegnum tíðina
hefði skorið oft verið betra,“ sagði
Björgvin en hann hefur sex sinnum
orðið íslandsmeistari og Úlfar
Jónsson úr Keili lék það eftir hon-
um og hafa þeir tveir oftast orðið
Islandsmeistarar.
Björgvin hefur ákveðnar skoðan-
ir á öllu sem viðkemur golfi, þar á
meðal golfvöllum. „Það er ekki
spurning að það vantar fleiri velli.
Það er hins vegar búið að eyða
stórfé í að byggja upp velli undan-
farin ár og mér finnst vinnubrögðin
við þá velli ekki nógu góð. Við þurf-
um að fá góða arkitekta til að
hanna vellina, það kostar að vísu
sitt en það mun skila sér til baka.
Við erum engir sérfræðingar í golf-
vallagerð og þurfum að sækja þá
þekkingu annað. Þó veðráttan sé
slæm hér á veturna og ekki mikil
sól á sumrin þá er nóg að líta til
Kanada, nyrstu svæðanna í Japan
og víðar til að sjá að það er vel
hægt að gera góða velli hér á landi.
Öll vitum við hvernig vellirnir eru í
Skotlandi." Átt þú þér einhvern
uppáhalds golfvöll hér á landi?
„Ætli völlurinn í Grafarholtinu
sé ekki í mestu uppáhaldi hjá mér,
fyrir utan þær breytingar sem
gerðar hafa verið á honum að und-
anfömu, þær eru alveg hræðilegar
sumar hverjar, sérstaklega á sjöttu
braut, tíundu og sextándu. Aðrar
breytingar eru þolanlegar.
Hluti af vellinum hér á Akureyri
er skemmtilegur, það er að segja
fyrri níu holurnar, en ég er ekki
hrifinn af síðari níu holunum. Völl-
urinn á Suðurnesjum er ágætur og
Keilisvöllurinn hefur það fram yfir
aðra velli að hann er mjög vel hirt-
ur og það er vel um hann hugsað.
Ég er hins vegar ekkert sérlega
hrifinn af legu hans og tel mjög
mikla galla á því.“
Hvernig líst þér á þær hugmynd-
ir að gera golfvöll í Viðey?
„Það þyrfti þá að laga samgöng-
ur þangað verulega. Þessi hug-
mynd kom fyrst upp held ég upp
úr 1960 áður en Grafarholtsvöllur-
inn var byggður. Það er nóg svæði
í Viðey til að gera fallegan völl, en
samgöngurnar verður að laga, gera
brú eða göng og svo mætti byggja
hótel og annað fínerí þarna,“ sagði
Björgvin.
Flestir kom úr GR
GOLFKLÚBBUR Reykjavíkur á
flesta keppendur á Landsmótinu
í golfi enda er það Iangstærsti
golfklúbbur landsins. Keppend-
ur úr GR eru 54 talsins en næst-
flestir keppendur koma úr Keili
en þaðan eru 44 keppendur.
Heiinamenn frá Ákureyri eru
þriðju fjölmennastir keppenda
en úr GA eru 34 skráðir til leiks,
28 frá Kili í Mosfellsbæ, 23 úr
Golfklúbbi Suðurnesja, 14 úr
Golfklúbbi Húsavíkur og þar af
11 í 2. flokki karla en sá flokkur
leikur á Húsavík. Tólf keppend-
ur koma af Nesinu, 11 úr Set-
bergi og 10 frá Sauðárkróki.
Það eru aðeins þrír klúbbar
sem hafa keppendur í öllum sjö
flokkum mótsins, Golfklúbbur
Akureyrar, Golfklúbburinn
Keilir og Golfklúbbur Reykja-
víkur.
Keppendur koma frá 34
klúbbum víðs vegar um landið
og úr níu klúbbum kemur aðeins
einn keppandi. Þeir klúbbar eru
Golfklúbbur Bfldudals en þaðan
er einn keppandi í 1. flokki
karla, úr Golfklúbbi Djúpavogs
og Golfklúbbi Fljótsdalshérðas
er keppandi í 3. flokki karla eins
og úr Golfklúbbnum Gljúfra.
Golfklúbbur Húsafells sendir
einn keppanda og er hann í
meistaraflokki karla, úr Jökli á
Ólafsvík er keppandi í 1. flokki
karla og sömu sögu er að segja
af eina keppandanum frá Nes-
kaupstað og þeim sem koma frá
Sandgerði og Siglufirði.
Flestir keppendur eru í 1.
flokki karla, 88 talsins, 79 eru í
meistarafiokki karla, 68 í 2.
flokki karla á Húsavflí, 33 í 3.
fiokki karla sem keppir á Sauð-
ária’óki, 15 í meistaraflokki
1 r.ná, 11 konur (1. fiokki og
fámennasti fiokkurinn er 2.
fiokkur kvenna en þar eru kepp-
endur 11.