Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
BAKSVIÐ
Ralph Nader hefur ver-
ið þekktasti baráttu-
maður neytenda í
Bandaríkjunum frá því
á sjöunda áratugnum og
býður sig nú fram til
forseta. Ragnhildur
Sverrisdóttir fjallar um
feril Naders og hvaða
áhrif framboð hans
kann að hafa.
yggismálin voru tekin fyrir af nefnd
öldungardeildar bandaríska þingsins
og greiddi Nader háa fjárhæð í
skaðabætur.
Lét víða að sér kveða
Peningana frá bílaframleið-
andanum notaði Nader til að setja á
laggimar samtök neytenda, sem
brátt urðu mjög áhrifarík. Hann og
samverkamenn hans, sem gengu
undir heitinu „Nader’s Raiders", eða
árásarflokkur Naders, létu fátt af-
skiptalaust. Þeir rannsökuðu skatta-
mál, banka, heilbrigðismál og trygg-
ingar, innihald bamamatar og áhrif
skordýraeiturs, þrýstu á um meng-
unarvamir, kröfðust lagasetningar
um öryggisbelti í bílum og fram-
leiðslu matvæla, lögðu til endurskoð-
un á ellilífeyrismálum og að settar
yrðu reglur um öryggi heimilistækja
og ýttu á úrbætur í aðbúnaði á vinnu-
stöðum. I stuttu máli töldu þeir ekk-
ert sér óviðkomandi og sú afstaða er
óbreytt. Það sést bæði á harðri af-
stöðu Naders gegn hugbúnaðarris-
anum Microsoft, sem hann hefúr
löngum talið vinna gegn hagsmunum
neytenda, og í liðinni viku þeirri
ákvörðun Miðstöðvar um öryggi bfla,
DOROTHY EINON
Hváðúngur
nemur,
•••
Fróðleik urfyrir
foreldra til að orva .
œ þroska námshafni.
torna frá fxðingu al
skólaaldors
BÓKiíl
- leikir og athafnir
sem henta hverju
aldursskeiði.
- leiðir til að styrkja
tengslin við bömin.
- raunhæfar lausnir
við algengum
vandamálum.
IVIál og menningi
malogmennlng.isl
Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
sem Nader stofnaði árið 1970, að
stefna bflaframleiðandanum Ford og
hjólbarðaframleiðandanum Bridge-
stone/Firestone til að þrýsta á um að
þeir endurkalli fleiri tegundir hjól-
barða en þegar hefur verið ákveðið.
Með því að höfða málið fær Miðstöð
um öryggi bfla aðgang að ýmsum
skjölum fyrirtækjanna, sem hafa
ekki verið birt opinberlega vegna
þess að framleiðendumir hafa fallist
á að greiða bætur til fómarlamba
slysa sem rakin eru til gallaðra hjól-
barða og málin hafa því ekki öll komið
til kasta dómstóla.
Neytenda- og umhverfísmál
efst á baugi
Eftir áratuga starf að neytenda-
málum þykir Ralph Nader greinilega
kominn timi til að láta enn frekar að
sér kveða og nú stefnir hann á Hvíta
húsið. Hann bauð sig fyrst fram árið
1996, en hélt þá ekki uppi neinni
kosningabaráttu að ráði. Reyndar
hafa margir orðið til að benda á að
hann hafi þegar náð gífurlegum
áhrifum og framboð hans fyrir hönd
smáflokks muni ekki bæta neinu við.
Líklegra sé að það muni fremur
draga úr fylgi almennings við neyt-
endafrömuðinn en hitt.
Neytenda- og umhverfismál eru
mest áberandi á stefnuskrá Naders
og Græningja. Nader er sem fyrr
mjög á móti miklum ítökum fyrir-
tækja í þjóðlífinu og segir demókrata
og repúblikana jafn seka um að líta
fram hjá hættulegri auðhringamynd-
un. Það sé ekki nóg að taka Microsoft
út úr og láta öll önnur risafyrirtæki
hafa frítt spil. Þá sé ekki líðandi að
fyrirtæki geti sótt óhindrað að börn-
um og unglingum í markaðssókn
sinni og rekið þannig fleyg á milli for-
eldra og afkvæma þeirra.
Nader er harður andstæðingur al-
þjóðlegra viðskiptastofnana og fh'-
verslunarsamninga. Hann segir slík
fyrirbrigði grafa undan fullveldi
Bandaríkjanna og „fríverslun" sé
augljóst rangnefni. Sannkallaður frí-
verslunarsamningur þyrfti ekki að
vera nema ein síða, ekki þúsundir
blaðsíðna og mörg hundi'uð reglu-
gerðir. Raunin sé sú, að „fríverslun“
sé niðumjörvaðir viðskiptahættir
undir stjórn risafyrirtækja.
Nader hefur einnig gagnrýnt mjög
það sem hann segir skaðleg umhverf-
isáhrif fríverslunarsamninga. Stór-
fyrirtæki beiti ákvæðum slíkra samn-
inga fyrir sig til að komast fram hjá
ýmsum þeim takmörkunum sem
settar hafi verið á innflutning ríkja og
viðskipti í þágu umhverfisvemdar.
Nader hefur gagnrýnt stjómvöld
fyrir að taka erfðabreytt matvæli
ekki fastari tökum og segir ljóst að
merkja þurfi slík matvæli sérstak-
lega, enda sé það vilji 90% neytenda.
Hann segir yfirvöld einnig hafa látið
undir höfuð leggjast að endurbæta
reglur um eldsneytisstaðla og ýta á
um þróun og notkun á hreinni orku.
Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna sé til
háborinnar skammar, enda það eina í
vestrænum heimi þar sem þegnar
eigi ekki sjálfkrafa rétt á heilbrigðis-
þjónustu. Nader vill að öll lyf, sem
hafa verið þróuð á kostnað skattborg-
ara, verði háð ströngu verðeftirliti til
að koma í veg fyrir að lyfjafyrirtæki
geti hagnast stórkostlega á þeim. Og
hann krefst þess að lágmarkslaun
verði hækkuð, því 47 milljónir manna
nái vart að draga fram lífið á launum
sínum.
Og til að auka enn á sérstöðuna þá
er varaforsetaefni Naders, Winona
LaDuke, ung kona af indíánaættum.
Haldið frá kappræðum
Það er ekki létt verk fyrir fram-
bjóðanda smáflokks að komast á
kjörskrá í Bandaríkjunum. Skrá þarf
frambjóðandann í hverju ríki fyrir sig
og safna tilskildum undirskriftum.
Nader hefur þegar tekist að komast á
kjörskrá í 34 ríkjum og hann vonast
tÚ að vera á skrá í 45 af ríkjunum 50 í
nóvember.
Nader er hins vegar afar ósáttur
við fyrirkomulag á sjónvarps-
kappræðum frambjóðenda til for-
setaembættis, enda virðist útséð um
að hann komist þar að. Þannig er
málum nefnilega háttað í Bandaríkj-
unum, að svokölluð Nefnd um kapp-
ræður frambjóðenda velur þá fram-
bjóðendur sem hún telur ástæðu til
að leiða saman. Þar sem þessi nefnd
er samstarfsnefnd demókrata og
repúblikana þarf ekki að koma á
óvart að hún telur eingöngu ástæðu
til að leiða þá A1 Gore og George W.
Bush saman fyrir augum og eyrum
kjósenda.
Nefndin hefur áður fengið skömm í
hattinn fyrir að gefa ekki frambjóð-
endum smærri flokka_ kost á að taka
þátt í kappræðum. Arið 1996 taldi
nefndin ástæðulaust að leyfa Ross
Perot, frambjóðanda Umbótaflokks-
ins, að spreyta sig í kappræðunum,
þrátt fyrir að hann hefði náð 19%
fylgi í kosningunum fjórum árum
fyrr, þrátt fyrir að hann væri á kjör-
skrá í öllum ríkjunum fimmtíu og
þrátt fyrir að hann hefði nóg fylgi til
að fá fjárstuðning frá hinu opinbera,
en mörkin þar liggja við 5% fylgi í
skoðanakönnunum. Nefndin taldi
hann ekki raunhæfan frambjóðanda
og ætlar að fara sömu leið núna. Hún
krefst þess að frambjóðandi sé með
a.m.k. 15% fylgi í skoðanakönnunum
til að fá að taka þátt í kappræðum,
eða þrisvar sinnum meira fylgi en hið
opinbera setur sem lágmark fyrir
fjárstuðningi. Nader og fylgismenn
hans, sem og Buchanan og hans
menn, benda á að frambjóðendur eigi
mjög erfitt með að ná slíku fylgi, fái
þeir ekki að kynna stefnumál sín í
sjónvarpskappræðum. Og nefndin
gengur gegn vilja kjósenda, en mikill
meirihluti þeirra segist vilja fá alla
frambjóðendur í kappræðurnar, jafn-
vel þótt þeir ætli sér að kjósa annan
hvom frambjóðenda stóm flokkanna.
Á það hefur einnig verið bent, að
ábyrgð fjölmiðla er hér mikil, því þeir
láta sér lynda að nefnd flokkanna
stjómi hverjir leiða saman hesta sína
í sjónvarpssal.
Gæti gert Gore skráveifu
Nader er ekki af baki dottinn, enda
hlýtur hann að vera orðinn nokkuð
vanur því að kljást við ýmsa þursa
sem baráttumaður í málefnum neyt-
enda í áratugi. Hann hefur bætt við
sig fylgi undanfarið, sem er meðal
annars rakið til þess að frjálslyndir
innan Demókrataflokksins era ekki
allir sælir með varaforsetaefni A1
Gore, Joseph Lieberman, og telja
flokkinn hafa færst óþarflega mikið
að miðju.
Nader gæti gert Gore verulega
skráveifu, til dæmis í Kaliforníu. Ef
hann nær 8% fylgi þar, eins og skoð-
anakannanir nú benda til, gæti það
orðið til þess að Gore næði ekki sigri í
rfldnu, sem er svo mikilvægt í kosn-
ingabaráttunni.
Helsta verkefni Naders verður lík-
lega að sannfæra kjósendur úm að
þeir eigi að fylgja sannfæringu sinni,
sem sé alls ekki það sama og að kasta
atkvæði sínu á glæ. Aðeins með öfl-
ugum stuðningi við Græningjá geti
þeir sent stóm flokkunum skýr skila-
boð, þótt það skili ekki þeirra manni
alla leið í Hvíta húsið.
Ralph Nader, sem þekktastur er sem baráttumaður neytenda, er talinn geta haft áhrif á úrslit bandarísku forsetakosninganna. Hann er for-
setaframbjóðandi Græningja og nýtur ekki síst fylgist í Kaliforníu. Hér sést hann mæta til kosningafundar í háskóia í Los Angeies.
Talsmaður neytenda
vill verða forseti
ÞEIR A1 Gore og George
W. Bush virðast vera
einu frambjóðendumir í
komandi forsetakosn-
ingum í Bandarflqunum,
ef miðað er við frásagnir fjölmiðla.
Fleiri ætla þó að taka þátt í þeim slag,
þótt þeir eigi tæpast raunhæfa mögu-
leika á iq'öri. Hægrimaðurinn Pat
Buchanan, forsetaefni Umbóta-
flokksins, mælist með um 3% fylgi í
nýjustu könnunum og neytendafröm-
uðurinn Raiph Nader, frambjóðandi
Græningja, með um 4% fylgi. Nader
hefur þó mælst með allt að 8% fylgi í
frjálslyndustu ríkjunum, Kalifomíu,
Oregon og Washington, og gæti þar
sett strik í reikning demókrata.
Ralph Nader er 66 ára gamall og
fyrir löngu þjóðkunnur maður í
Bandaríkjunum. Hann hefur verið
holdgervingur neytendavemdar í 35
ár og er vafalaust áhrifamesti tals-
maður neytenda þar í landi fyrr og
síðar.
Hann lauk prófi frá Princeton-há-
skóla með láði árið 1955 og lögfræði-
prófi frá Harvard árið 1958. Sjö ámm
síðar varð hann landsþekktur þegar
hann gaf út bókina „Unsafe at any
speed“ eða „hættulegur á hvaða
hraða sem er“, þar sem hann sýndi
fram á að öryggi margra bandarískra
bfla væri mjög ábótavant. í bókinni
tók hann Chevrolet Corvair sem
dæmi, en sá bíll hafði verið valinn bíll
ársins árið 1960 og seldist enn vel
þegar bókin kom út. Umræðan í
kjölfarið varð þungt áfall fyrir Gener-
al Motors, framleiðanda Chevrolet,
enda fór svo að Corvair var tekinn af
markaði nokkram ámm síðar. Upp-
ijóstranir í bókinni leiddu einnig til
þess að sett vom lög um umferðar-
mál og bflaframleiðslu ári eftir útgáfu
hennar, þar sem yfirvöldum var í
fyrsta sinn veitt heimild til þess að
setja öryggisstaðla fyrir bfla.
General Motors brást svo harka-
lega við skrifum Naders að hann
höfðaði mál á hendur fyrirtækinu
vegna æmmeiðinga. Það mál fór
aldrei fyrir dómstóla, því bflafram-
leiðandinn sá sitt óvænna eftir að ör-