Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN HALL UR JÓNSSON + Kristinn Hallur Jónsson _ var fæddur í Litlu-Ávík í Ameshreppi á Ströndum hinn 8. september 1912. Hann lést 9. ágúst siðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 18. ágúst. Með Kristni afa er '?fallin hetja. Hetja sem tókst á við hvunnda- ginn, hélt reisn og virð- ingu fyrir sjálfum sér og öðrum allt til loka. Hetja sem kvaddi í sátt við lífið og tilveruna. I nær níu áratugi bjó hann lengstum á þeirri slóð sem hann unni mest, á Ströndum norður. Hann kom börn- um sínum til manns og naut þess allt til leiðarloka að kynnast sífellt fleiri afkomendum, frændum og vinum. „Hugsið ykkur,“ sagði hann einu sinni, „við Anna höfum ekki misst bam eða bamabarn. Gæfan hefur verið með okkur alla tíð.“ Þegar Kristinn Hallur Jónsson og Anna Jakobína Guðjónsdóttir tóku %aman var Anna ung ekkja með fimm ung böm. Fyrri maður hennar, Samúel afi, dó í blóma lífsins eftir erfið veikindi. Dæturnar fimm eign- uðust nýjan föður og böm þeirra Onnu ömmu urðu alls fjórtán, við bættust dóttir og átta synir. Búskap- ur á Seljanesi og Dröngum var erfið- ur, náttúran óblíð þótt væri stundum gjöful. Kristinn afi tókst á við baslið í sátt við jörðina og sjálfan sig. Mestu bók- menntir íslendinga gáfu honum inn- blástur til góðra verka og einlæg trú að mannskepnan ætti að lifa í jöfn- uði og sátt. Hann var sósíalisti og náttúmunnandi eins og þeir bestir gerast. Hann var maður náttúra- vemdar og nýtingar, sjálfsbjargar og lítillætis. Nýtingin skyldi byggj- ast á umhyggju og græðgin skyldi aldrei taka völdin, þar með væri öllu spillt. Saga hans og Önnu er gagn- merk en verður ekki rakin hér, til þess eru aðrir færari og fróðari. Kristinn á Dröngum hafði virð- ingu þeirra sem kynnt- ust honum.Hann hafði tíma fyrir fólk. Þeir sem ræddu við hann máiin fóra ríkari. Við barnabörnin báram fyrir honum takmarka- lausa virðingu. Virð- ingu sem byggðist á því sem foreldrar okkar sögðu okkur af þessum merka manni sem kunni Islendingasög- umar betur en flestir, byggði hús og báta, veiddi fisk og sel. Manninum sem var sjálfur vorboði. Eftir að þau afi og amma hættu að hafa vetursetu á Ströndum fór hann fyrstur norður á vorin. Stundum kom vorið hjá hon- um í febrúar. Viðkynningin efldi virðinguna. Kristinn afi sannaði fyrir okkur að aldur er afstæður, maður er ekki eldri en hann leyfir sér að vera. Hann var sannkallaður langi afi eins og mörg bamanna okkar hafa kallað hann. Sítt skeggið hafði sitt að segja en hann var líka lengri en aðrir menn og afar í óeiginlegri merkingu þess orðs. Minningin situr eftir: Við munum hann í eldhúsinu á Dröngum þar sem sagðar vora fleiri skemmtisögur og urðu meiri skoðanaskipti um ólík- ustu málefni en almennt gerist í eld- húsum. Við munum hann með öxi og vélsög fram á síðasta vinnudag að höggva og saga í eldinn. Við munum hann með kúbeinið og hundinn Sorba á leið til að granda minknum sem ógnaði æðarvarpi og kríu. Fyrir okkur var hann ódauðlegur. Nú þeg- ar hann er allur söknum við sárt, systkinin, makar og ekki síst bömin. En hann lifir á sinn hátt með okkur áfram og verður alltaf með okkur á Dröngum. Hvíl í friði kæri vin og bestu þakkir fyrir allt og allt. Samúel Öm Erlingsson. Það er undarlegt að vakna upp í dag og finna hve tilveran hefur breyst. Snögglega hefur sumri hall- að. Afi okkar, Kristinn frá Dröngum, er fallinn í valinn eftir stutta baráttu við illvígt krabbamein. Hann tók því stríði með gífurlegu æðraleysi og mikilli reisn. Á dánarbeði sínu jós hann úr skálum visku sinnar og batt endahnútinn að þá miklu arfleið er hann skilur eftir sig í orðum og verk- um. Jafnrétti og bræðralag vora dyggðir í öndvegi hans, hugsjónir með eilíft líf. Afi lifði alla tíð sem fé- lagshyggjumaður og friðarsinni, hann bar hag hins vanmáttuga fyrir brjósti sínu. Óréttlæti heimsins og misskipting öll vora honum mikill harmur, honum hugnaðist eigi efnis- hyggjan. Megna óbeit hafði hann á y „-----a OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARH RINGINN ADAI.STRÆTI ili • 101 RI VKJAVIK l)avi<) Inger Ólnfitr I 'tfdrarstj. I 'tfirarstj. Útf/tmrstj. LÍKKISTIJVINN USTOFA EWINDAR ÁRNASONAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. k Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. sítni 89 J8242 sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringirtn. www.utfararstofa.ehf.is kvótakerfinu sem ríkir eins og grýlu- kjaftur yfir sjómönnum landsins. Hann er hinn sanni hugsjónamaður, fyrirmynd hins réttláta manns. Það er tómlegt að hugsa sér Seljanes, Dranga og Bolungarvík án nærvera hans, svo samofinn sem hann var þessum stöðum bæði af líkama og sál. Hann bjó á Seljanesi og Dröng- um ásamt ömmu við mikil harðindi á nyrstu ströndum við mörk hins byggilega heims. Með dugnaði og ósérhlífni komu þau upp stórum barnahópi og miklu búi, þau nýttu það sem náttúran gaf af sér. Afi var manna fróðastur um Islendingasög- urnar og vitnaði gjarnan í þær í máli sínu. Hann var mikill smiður og skildi eftir sig fjölmörg listaverkin. Á síðustu áratugum ævinnar smíðaði hann nokkra fallega báta sem siglt hafa á úfnum öldum ægis og þjónað bæði mönnum og dýram. Af náttúra var hann veiðimaður sem dró björg í bú og seðjaði svanga maga en gekk þó ekki nærri henni. Afi reyndi margt á ævi sinni og með ömmu sér við hlið stóðu þau sem klettar hafinu. Minningamar úr sveitinni með þeim era margar og era sem fjársjóðir í fylgsnum manns. í nærvera hans komst maður í kynni við hið sanna ríkidæmi. Hún var löng leiðin sem senn er á enda og er ferðalangurinn hvíldar þurfi. Abrimsorfinnihlein siturbliki, ífjarskafetturselur, Hundamirgelta. Marglitturogþari svífaumíkyrrum sjónum, verðahvissinuaðbráð stöku múkki kemur ogheilsar. Askerierskarfur með útbreidda vængi. Kaltyrðihansfaðmlag. Innan um hniðjur og drumba stiklar tófa íleitaðæti. Einhversstaðar íurð á hún yrðlinga. Þokan dregur tjöldin sínfrá sýning fjallanna er hafin Vélamiðurinn þagnar. kjölfarið hverfur, krían fagnar. Hann erkominnheim. (Guðmundur Hrafn Amgrímsson.) Við kveðjum þig afi, veri guðirnir með þér. Arndís, Guðmundur, Ragnar, Anna Jakobína og Jón Hallur. Hann afi var rrrjög góður maður og skemmtilegur. Eg hef þekkt hann síðan ég man eftir mér. Ég var með honum á Dröngum hvert sumar. Þar sat hann inni í eldhúsi og drakk teið sitt og gaf ömmu í ginið. Honum þótti afar vænt um varpið sitt og litlu kríuungana og verndaði þá mjög vel. Stundum las hann fyrir okkur krakkana Islendingasögur eða ljóð. Mér fannst það skemmtilegt. Hann afi kvartaði aldrei yfir matnum eða neinu og vann sitt verk og fór svo að sofa. Einu sinni fór ég í heimsókn til Ingunnar systur minn- ar þegar hún átti heima í Bolungar- vík. Afi og amma áttu líka heima þar. Þá fór ég oft í heimsókn til þeirra og lék mér uppi á háalofti. Ég man að það var fiskur og grjónagrautur í hvert mál. Þegar ég fór aftur heim á Akranes gaf hann mér lítinn hvolp. Hann heitir Snaggur og við eigum hann ennþá. Ég man eftir hvað mér fannst skrítið þegar hann tók tóbak í gervitennurnar. Við eigum eftir að sakna hans mik- ið. Blessuð sé minning hans. Vésteinn Sveinsson. Hann afi minn var skemmtilegur karl. Ég hef alltaf verið með honum og ömmu á sumrin á Dröngum. Hann var góður við okkur en ávítaði okkur stundum þegar að við voram að leika í kríuvarpinu. Honum þótti svo vænt um fuglana sína. Ég horfði oft á þegar hann var að flá sel. Mér fannst skrýtið þegar að afi var að setja tóbak í fölsku tennurnar og stinga þeim upp í sig. Afa þótti mjög vænt um hundinn sinn hann Skotta. Mér þótti vænt um afa minn og við sátum oft í eldhúsinu á Dröngum og drakkum te og borðuðum mola. Ég á eftir að sakna hans mikið. Mér fannst gott að vera með honum á sumrin. Blessuð sé minning hans. Bergþóra Sveinsdóttir. Sumarið 1974 fór ég í fyrsta sinn norður í Árneshrepp. Tilefni ferðar- innar var að heimsækja tengdafor- eldra mína ásamt eiginkonu á æsku- heimili hennar að Dröngum. Þessi ferð er mér mjög minnisstæð. í Ing- ólfsfirði beið okkai’ Kiistinn bóndi á gömlu trillunni sinni, Hallinum. Haldið var út Ingólfsfjörð framhjá Seljanesi og var siglt framhjá ýms- um skerjum og boðum. Ekki var laust við að borið hafi á örlitlum kvíða hjá mér, borgarbaminu, í þess- ari fyrstu sjóferð minni. Hann hvarf þó fljótlega er ég fór að fylgjast með öraggum og fumlausum handtökum Kristins við stýrið. Eftir siglingu framhjá stórbrotnum Drangaskörð- um var komið að Dröngum. Þar tók á móti okkur Anna húsfreyja ásamt fleira fólki. Hún galdraði fram ýmsar góðgerðir milli þess sem hún gerði að gamni sínu og virtist lítið hafa fyr- ir því að sinna eldhússtörfum, þrátt fyrir mikinn eril í stórri fjölskyldu. Mér var strax vel tekið af þeim hjón- um og eins og einum úr fjölskyld- unni. Síðan hafa Drangaferðirnar orðið fleiri og eftir að við Sólveig reistum okkur sumarhús þar 1988 höfum við haft tök á að dvelja þar á hverju sumri. Það vora notalegar stundir að heimsækja Kristin og Önnu og hlýða á ýmsar frásagnir í eldhúsinu í Drangabænum. Kristinn var greindur maður og sjálfum sér samkvæmur og hafði gott skopskyn. Hann var vel lesinn og sérstaklega vel að sér í íslendingasögunum. Hann hafði ávallt skeleggar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Nátt- úravemd var eitt aðaláhugamál Kristins. Hann lagði ríka áherslu á góða umgengni við náttúrana, enda er fuglalíf með eindæmum mikið á Dröngum, stórt kríuvarp og fjöldi varpfugla í túninu við bæinn. Þá var og ánægjulegt að fylgjast með áhuga hans á æðarvarpinu, en það hefur vaxið jafnt og þétt vegna góðrar um- hirðu Kristins og sona hans, sem dvalið hafa þar með honum á sumrin. Á hverju vori var Kristinn fullur til- hlökkunar að komast sem fyrst norð- ur að Dröngum og var greinilegt að þar leið honum vel. Eftir að Kristinn veiktist í sumar af illkynja sjúkdómi og vissi að hverju stefndi, var aðdáunarvert að fylgjast með af hvílíku æðraleysi hann mætti örlögum sínum. Hann hélt fullri reisn og skýrleika í hugsun að andlátsstund. Minningin um góðan tengdaföður lifir. Þórir Þórhallsson. Margt kemur upp í hugann þegar ég minnist vinar míns og frænda. Við ólumst báðir upp á Eyri og á langri ævi hefur aldrei nokkur skuggi fallið á vináttu okkar. Kristinn var ekki gamall þegar hann fór að fara á vertíð sem kallað var og var hann á ýmsum bátum bæði frá ísafirði og Reykjavík og þótti hans sæti vel skipað þar sem hann var um borð. Kristinn hóf búskap á Seljanesi með Önnu Guðjónsdóttur þá ekkju og bjó þar til 1953 er hann keypti Dranga og flutti þangað. Drangar era utan alfaraleiðar og urðu sam- skiptin strjálli. Ekki var síma til að dreifa og var talstöðvarsamband eina sambandið sem var fyrir hendi. Faðir minn hafði talstöðvarsamband við Dranga á sama tíma dagsins all- an ársins hring. Einnig var mögu- leiki að ná sambandi við Siglufjarð- arradíó. Yfir vetrartímann fór landpóstur fótgangandi tvisvar í mánuði með póst að Dröngum. Árið 1955 hófum við bræður rekstur flóa- bátsins Guðrúnar og var þá siglt hálfsmánaðarlega að Dröngum frá maí fram í september. Þessar áætl- unarferðir lögðust af 1968 þegar Ár- neshreppur komst í samband við þjóðvegakerfi landsins. Alltaf var gaman að koma að Dröngum. Heimilið var mannmargt og þau hjón afar gestrisin. Aldrei skorti umræðuefni og oftar en ekki sótti Kristinn rök og samlíkingar í Islendingasögurnar til að skýra það sem efst var á baugi í nútímanum hverju sinni. Kristinn hefur verið með fróðustu mönnum í fomsögum Islendinga og vitnaði oft í foma kappa. Kristinn var gæddur þeim hæfileika að segja skemmtilega frá og var einnig stálminnugur. Þegar Kristinn var kominn yfir miðjan aldur fór hann að leggja fyrir sig bátasmíði og fórst honum það vel úr hendi. Sumir þessara báta era enn í notkun. Sérstaklega var það at- hyglivert að hann smíðaði dekkbát, „Örkina“, en ég hygg að það sé sjald- gæft að slíkir bátar séu smíðaðir ut- an skipasmíðastöðva. Önnu, börnunum og öðram vanda- mönnum sendi ég og fjölskylda mín samúðarkveðjur og þakklæti fyrir langavináttu. Gunnar Guðjónsson frá Eyri. Vinur minn til áratuga, Kristinn á Dröngum, er fallinn. Við fráfall kempunnar er Vestfjarðakjálkinn svo miklu fátækari en áður af ein- stökum afburðamönnum; einlægum og heiðarlegum járnkörlum sem Ufðu á vestfirskri náttúru, kunnu á hana og voru orðnir svo sjaldgæfir. Að Kristni gengum man ég ekki eftir neinum eftirlifandi af þessari mann- gerð, manngerð sem mótaðist af óblíðri náttúra ystu útnesja Vest- fjarðakjálkans og kunnu að nýta sér gæði hennar út í ystu æsar. Ög þeir nutu þess í botn eins og nútímaungl- ingar segja gjarnan. Á undanförnum þremur áram hafa fallið þrjár slíkar hetjur sem ég þekkti svo vel til, Jens í Kaldalóni, Hjörtur stapi faðir minn og Ásgeir Erlendsson á Hvallátram. Af öllum þessum fjóram mönnum er mikil eftirsjá, þrátt fyrir háan aldur þeirra allra, því þeir vora hver um sig svo einstakir 1 sinni röð að engir geta fyllt skörð þeirra eða komið í þeirra stað enda tímar breyttir til hins verra með nútímauppeldisað- ferðum og reyndar banna stjórnvöld veiðiskap af öllu tagi í síauknum mæli. Það er nefnilega orðinn stór- glæpur að skjóta fugl og sel upp í kjaftinn á sér og leggja fyrir silung og lax, a.m.k. að áliti öfgamanna í ýmsum náttúraverndarsamtökum. Jafnvel að skjóta tófu og villimink. Allir vora þessir fjórir menn nátt- úruböm sem nutu náttúrannar og þess sem hún gat gefið af sér. Drangaskörð á Ströndum eru ein hin hrikalegasta náttúrasmíð á Is- landi og jafnframt tignarlega falleg, hvaðan sem á þau er horft, að sunnan eða norðan eða utan úr Húnaflóan- um. Drangajökull er nefndur eftir þessum dröngum og liggur hann á hálendinu milli Djúps og Stranda. Yfir hann átti Kristinn á Dröngum margar ferðir þegar hann var að fylgja börnum sínum yfir að Djúpi þegar þau fóra í Reykjanesskóla eft- ir jóla- og páskafrí. Vora þær oft æði slarksamar um hávetur í skammdeg- inu. Eitt sinn var hann nærri orðinn úti við að fylgja syni sínum yfir jökul. Fyrir norðan Drangaskörð, fyrir innan Drangafjallið, inn við svo- nefndan Bæjardal stendur stórbýlið Drangar. Úti fyrir eru Drangasker, Drangahólmar og önnur sker og flúrur. Þarna er allt krökkt af sel, landsel á vorin og um sumur, útsel á haustum og fram eftir vetri. í Drangaey er æðarvarp nokkuð. Rekafjörar Drangalandsins era einnig langar og gjöfular. Silungsár renna til sjávar af hálendinu og úr jöklinum. Krían verpir á grandunum við sjóinn niður undan bænum. I norðri frá Dröngum blasir við Geir- ólfsnúpur með sínar tvær kryppur, eitt formfegursta fjall á gjörvöllum Vestfjarðakjálkanum, ævinlega nefndur Geirhólmur af sjómönnum. Ef farið er út Drangahlíð, út að Skörðum, kemur Hombjarg fram- undan Geirhólmi. Nær era Þúfur, sunnan Skjaldabjarnarvíkur. Þar er heygður landnámsmaðurinn Skjaldabjörn, skip hans og fjármun- ir, sitt í hverri þúfu. í Landnámu segir að Þorvaldur Ásvaldsson hafi búið sína ævi alla á Dröngum. Sá var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.