Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 53
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Vinnufélagarnir Egill Helgason, Vala Matt, Finnur
Þór og Helgi Eysteins gæddu sér á kræsingum.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Poppararnir Helgi Björns og Björn Jörundur hafa
fundið sig vel í sjónvarpsbransanum.
Adstandendur SkjásEins bjartsýnir um vetur komanda
Hausti fagnað
í Hafnarhúsi
HIN UNGA og efnilega sjónvarpsstöð Skjár einn hélt
sinn fyrsta haustfagnað á fimmtudaginn í Hafnarhús-
inu og notuðu aðstandendur og kynningarsérfræðing-
ar stöðvarinnar tækifærið til þess að afhjúpa vetrar-
dagskrána. Varpað var á skjá, sem settur hafði verið
upp í húsakynnum Hafnarhúss, brotum úr dagskránni
þar sem kennir ýmissa grasa. Meðal helstu breytinga
og nýjunga á stöðinni í vetur er að Finnur Þór sem fór
mikinn í fréttunum síðasta vetur er genginn til liðs við
Önnu Rakel í dægurmálaþættinu Sflíkon. Björn Jörun-
dur er búinn að borða yfir sig og genginn til liðs við fé-
lagana frægu sem Axel og Gunni Helga hafa báðir ver-
ið í slagtogi við. Rósa, sem kennd er við Spotlight,
verður með tæpitungulausan síðkvöldsspjallþátt og
fyrsti háskólaþátturinn Pensúm hefur göngu sína.
Margir gamlir kunningjar heilsa síðan á ný eftir sum-
arfrí. Mikil endurnýjun er í erlenda efninu en hæst ber
að Skjár einn verður með Survivor, eða Strandaglópa,
þáttinn sem gert hefur allt vitlaust vestanhafs í allt
heila suinar.
Gestir í Hafnarhúsinu kynntu sér af gaumgæfni dag-
skrána yfir veglegum veigum og spjölluðu við sjón-
varpsstjörnur vetrarins sem virtust brattar og til í
tuskið.
Stórlaxar á SkjáEinum: Isleifur, markaðs- og dagskrár-
stjóri, Guðbergur framleiðslustjóri, Kristján íjármála-
sljóri, Árni Þór sjónvarpsstjóri, Guimar sölufulltrúi.
Gestir í Hafnarhúsinu fundu smjörþefinn af því
sem koma skal í vetur.
Nœturqalinn
simi 587 6080
í kvöld leika hin eldhressu Hjördís Geirs
og Ragnar Páll gömlu og nýju dansana
( Húsið opnað kl. 21.30 (] _
Nemi og sveinn
Við óskum eftir að ráða nema,
sem lokið hefur 2. áfanga Iðnskólans,
í heilsdagsstarf og svein í hálfsdagsstarf.
Ef þú ert sú/eða sá hárrétti
hafðu þá samband í síma: 581 3055.
V
Dúdd
HARSNYRTISTOFA
LISTHÚSINU ENGJATEIGI 17
sími :5 8 1 3055
Kvikmyndaskóli íslands
HAUSTÖNN
Nám í kvikmyndagerð undir leiðsögn
starfandi fagfólks
• Bóklegt og verklegt nám í handritagerö, leikmyndagerð, kvikmyndatöku, klippingu, hljóðvinnslu,
leikstjórn og framleiðslu.
• Fyrirlestrar um auglýsingagerð, heimildamyndir, kvikmyndatónlist og margt fleira.
• Gerðar eru tvær 15 mínútna leiknar kvikmyndir með atvinnuleikurum, ætlaðar til sýningar
í sjónvarpi.
• Nemendur hljóta viðurkenningu í námslok sem nýtist þeim hvort heldur vegna starfsumsókna
eða umsókna í framhaldsnám.
• Otskrifaðir nemendur Kvikmyndaskóla íslands starfa víðsvegar í kvikmyndaiðnaðinum,
hjá sjónvarpsstöðvum, auglýsingafyrirtækjum og kvikmyndaframleiðendum.
Kvikmyndaskólinn er kominn í samstarf við Rafiðnaðarskólann. í sameiningu er stefnt að
uppbyggingu á öflugum skóla sem býður upp á margvíslegt nám í kvikmyndagerð fyrir fagfólk
og byrjendur.
TAKMARKAÐUR FJÖLDI NEMENDA.
Skráning er hafin hjá KVIKMYNDASKÓLA ÍSLANDS, Laugavegi 178 í síma 588 2720
KVIKMYNDRSKÓLX RAFIÐNAÐARSKÓLINN
ÍSLRNDS