Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 11
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Umræðan um hreyfingar leikara snýst að mestu um fáeina unga karlleikara. Leikkonur Þjóðleikhússins eru fimasterkur hópur frábærra
listamanna. Hér eru Herdís Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Brynhildur Guðjónsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Ragn-
heiður Steindórsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vigdís Gunnarsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Elva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún Þ.
Stephensen, Tinna Gunnlaugsdóttir, Halldóra Bjömsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir.
Fjarverandi voru Helga Bachmann, Guðrún Gísladóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir.
hússins án þess að almennur ótti gripi um sig að
allsherjar liðhlaup væri brostið á.
Sækjast eftir þekktum leikurum
Þá er einnig sjálfsagt að hafa í huga að leikar-
ar Þjóðleikhússins hafa borið uppi starfsemi
sjálfstæðu leikhúsanna að miklu leyti undanfar-
in ár. Er skemmst að minnast Tinnu Gunn-
laugsdóttur og Sigurðar Sigurjónssonar í upp-
færslu Loftkastalans á Á sama tíma að árí eftir
Bernard Slade. Nú hefur Leikfélag Islands til-
kynnt að Tinna og Sigurður ætli að leika í öðru
leikriti eftir sama höfund, A sama tíma síðar og
verður það væntanlega á dagskrá hins fram-
sækna Leikfélags Islands í vetur. Leikarar
Þjóðleikhússins komu einnig við sögu í Fjórum
hjörtum Loftkastalans en þeir voru reyndar all-
ir komnir á eftirlaun þegar sú sýning komst á
fjalimar nema Gunnar Eyjólfsson sem þá var
enn fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu. Gunnar fór á
eftirlaun fyrir fimm árum en hefur síðan leikið
hvert hlutverkið á fætur á öðru í Þjóðleikhúsinu
og með hverju þeirra bætt nýrri rós í hnappagat
glæsilegs ferils síns og ekki að undra þó leikhús
landsins sækist eftir kröftum hans. Hann mun í
vetur leggja Leikfélagi Akureyrar lið en mun að
sögn leika í einum fimm verkefnum á vegum
Þjóðleikhússins í vetur. Hið sama er að segja
um aðra stórleikara sömu kynslóðar, Bessa
Bjamason, Ama Tryggvason, Rúrik Haralds-
son og Róbert Arnfinnsson. Allir hafa þeir lokið
glæstum starfsferli sínum hjá Þjóðleikhúsinu
en haldið áfram að leika og þá að sjálfsögðu þar
sem hugurinn býður þeim.
Loftkastalinn og Leikfélag fslands hafa á
undanfomum ámm sóst mjög eftir kröftum
þekktra leikara og því leitað mjög til stóm leik-
húsanna. Þetta hefur skapað þeim veralegan
vanda við skipulag sýningarhalds og árekstrar
orðið tíðir við sýningar í hinum leikhúsunum þar
sem leikararnir hafa verið bundnir við sýningar
þau kvöld sem vænlegust era. Sýningarkvöld í
nútímaleikhúsumhverfi era fjögur í viku hverri
frá fimmtudegi til sunnudags og era föstudags-
kvöld og laugardagskvöld sýnu best. Er
skemmst að minnast deilu þeirrar sem upp kom
milli Borgarleikhúss og Leikfélags íslands á
síðasta leikári er sömu leikkonunum var ætlað
að leika í báðum leikhúsunum sama kvöldið. Sú
deila leystist að sjálfsögðu en hægt er að benda
á önnur dæmi þess að sýningar hafi ekki náð til-
ætluðum gangi vegna þess að aldrei náðist sam-
fella í sýningarhald á þeim kvöldum sem skipta
máli. Dæmi um slíkt er uppfærsla Loftkastalans
fyrir tveimur áram á Músum og mönnum Stein-
becks sem skartaði tveimur þekktum Þjóðleik-
húsleikuram, Jóhanni Sigurðarsyni og Hilmi
Snæ Guðnasyni í aðalhlutverkum. Báðir.vora
þeii' bundnir við burðarhlutverk í sýningum
Þjóðleikhússins á sama tíma þannig að segja má
að Mýs og menn hafi verið dauðadæmt frá upp-
hafi. Önnur hláleg hlið á því máli var svo sú að
Þjóðleikhúsið hafði um nokkurt skeið haft sýn-
ingarrétt á þessu leikriti en gaf hann eftir svo
Loftkastalinn mætti koma því á svið en þá með
fulltingi Þjóðleikhúsleikara sem höfðu í raun
ekki tíma til að leika sýninguna. Eftir stendur
engu að síður sú staðreynd að vegna sveigjan-
leika yfirmanna Borgarleikhúss og Þjóðleik-
húss í gegnum tíðina hafa leikarar yfirleitt feng-
ið að sinna þeim verkefnum sem hugur þeirra
hefur staðið til. Þegar beinir árekstrar hafa
blasað við hefur reglan um samningsbundinn
forgang orðið að gilda.
Það er því eðlilegt að Leikfélag íslands sem
verður að reiða sig á bestu sýningarkvöld vik-
unnar til að halda rekstri sínum gangandi skuli
stíga það skref að fastráða til sín leikara. Með
þessu tryggir LÍ sér a.m.k. forgang að leikuran-
um sem er í sjálfu sér nákvæmlega sama for-
senda og Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið hafa
gefið sér í samskiptum við sina fastráðnu leik-
ara.
Eitt leikhús sem getið hefur sér gott orð á
undanfomum árum er Hafnarfjarðarleikhúsið
og vakið athygli fyrir góðar sýningar og einarða
stefnu sína að sýna eingöngu ný íslensk leik-
verk. Þar hefur sú stefna einnig ríkt frá upphafi
að ráða ekki leikara án þess að þeir skuldbindi
sig til að veita leikhúsinu forgang þ.e. að binda
sig ekki í öðram leikhúsum á sama tíma. Ekki
hefur heldur farið neinum sögum af árekstram
Hafnarfjarðarleikhússins við önnur leikhús en
"það hefur einnig tileinkað sér aðra og lág-
stemmdari stefnu gagnvart fjölmiðlum en t.d.
Leikfélag Islands og Loftkastalinn. Þar er nú
verið að æfa nýtt leikrit,Vitleysingana, eftir Ólaf
Hauk Símonarson sem framsýnt verður í októ-
ber. Hilmar Jónsson mun svo vera á föram til
Svíþjóðar þar sem hann er eftirsóttur leikstjóri
eftir vel heppnaða leikferð með Sölku Ástar-
sögu á Sænska leiklistardaga í Stokkhólmi og
rómaða uppsetningu á Grandavegi 7 í Luleá í
fyrravor.
Á Qölunum í vetur
Ymislegt hefur á undanfömum dögum kvis-
ast um væntanlegt verkefnaval leikhúsanna í
vetur og er þar margt forvitnilegt framundan.
Leikfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og Leikfé-
lag íslands hafa þegar kynnt formlega verk-
efnaskrá sína og vekur athygli hversu einsleit
verkefnasamsetningin er á milli þessara leik-
húsa. Öll róa þau á sömu mið, reyna að hrista
saman kokkteil sem höfðar til sem flestra og öll
virðast þau sækjast eftir sömu listamönnum.
Allir gætu leikhússtjóramir gert orð leikhús-
stjórans í Iðnó að sínum þegar hann segir:
„Verkin (í vetur) era fjölbreytt og efniviðurinn
margvíslegur eins og vera ber. Það sem þau
eiga samt öll sameiginlegt er að vera ný af nál-
inni og metnaðarfullt hvert um sig.“
Leikfélagi Akureyrar hefur tekist að búa til
nokkuð stærri efnisskrá en oftast áður en það
stafar af því að samstarfsverkefni við önnur
leikhús bera uppi megnið af dagskránni, fyrst
og fremst við Leikfélag íslands sem er í raun
framhald samstarfs sem boðað var í fyrravetur
en minna varð úr en gefið var í skyn. Nú á að
snúa dæminu við og frumsýna verk fyrir norðan
og koma svo með þau suður en einnig verður
sýningin Stjömur á morgunhimni tekin til sýn-
inga hjá LÁ á þessu hausti. Ný leikgerð á sögu
Ólafs Jóhanns Ólafssonar Sniglaveislan er for-
vitnileg en vekur samt ekki íyrirfram stórai-
væntingar um nýstárleg efnistök eða framsæk-
ið leikhús. Vonandi hefur höfundinum farið
fram síðan hann sendi frá sér Fjögur hjörtu.
Úr Borgarleikhúsinu hefur frést að Guðjón
Pedersen ætli sér að leikstýra Lé konungi með
Pétur Einarsson í titilhlutverkinu. Margir hafa
beðið þess með eftirvæntingu að Lér konungur
komi aftur á fjalimar eftir að Hovhannes Piik-
ian setti verkið upp í umdeildri sýningu í Þjóð-
leikhúsinu 1978. Vitað var að fleiri leikstjórar og
leikarar vora farnir að horfa löngunaraugum á
þetta stórfenglega leikrit og ekki laust við að
boðuð uppsetning Guðjóns beri nokkum vott
um skjótræði. Ýmsir hefðu fremur kosið að sjá
Arnar Jónsson í titilhlutverkinu enda vitað að
hann hafi haft hug á þessu hlutverki en viljað
bíða átekta og sjá hvort hlutverkið kæmi ekki
fremur til hans en hann til þess. Smæð hins ís-
lenska leikhúsheims kemur vel í Ijós í tilfelli sem
þessu, því á þriðja tug ára líður á milli þess sem
sígild öndvegisverk eru sviðsett hér á landi;
tækifærið til að leika Hamlet, Lé, Rómeó, Mak-
beð, Óþelló, Pétur Gaut, o.fl. býðst ekki nema
einum af hverri kynslóð íslenskra leikara. Það
er synd.
Nýtt leikrit Hallgríms Helgasonar, Skálda-
nótt verður einnig á dagskrá LR í leikstjóm
Benedikts Erlingssonar og gulldrengurinn
Hilmir Snær mun leikstýra Veislu Abigails (Ab-
igail’s Party) eftir Mike Leigh. Hilmir Snær
mun einnig vera orðaður við annað aðalhlut-
verkið í Beðið eftir Godot og leikur þar á móti
sér ekki minni gulldrengjum leikhússins, þeim
Ingvari E. Sigurðssyni og Benedikt Erlings-
syni. Ásdís Þórhallsdóttir er sögð munu leik-
stýra og fær hún þar sitt fyrsta stóra tækifæri
eftir Stóra Kláus og Litla Kláus í Þjóðleikhús-
inu fyrir 4 áram.
Þá mun Bergur Þór Ingólfsson leikstýra
bamasýningunni Skógarlífi eftir Illuga Jökuls-
son. Nýi leikhússtjórinn tekur svo í arf tvær
sýningar úr tíð Þórhildar Þorleifsdóttur.
Kysstu mig, Kata sem er tryggður smellur fram
eftir vetri og nýtt leikrit Sigurðar Pálssonar,
Einhver í dyrunum, sem forsýnt var á Listahá-
tíð og verður fyrsta frumsýning leikársins þann
14. september. Leikstjóravalið ber því vitni að
nýr leikhússtjóri er tekinn við stjóminni. Ungir
og efnilegir piltar era settir í leikstjórastólinn í
stað efnilegra kvenna og jafnframt er verkefn-
unum deilt á fleiri leikstjóra en í tíð forvera Guð-
jóns.
Úr Þjóðleikhúsinu heyrist að að söngleikur-
inn Singin in the Rain verði stórsýning ársins.
Einnig sætir tíðindum að Antigóna Sófóklesar
verður færð upp í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu
en 30 ár era liðin síðan Sveinn Einarsson setti
verkið upp í Iðnó á vegum LR.
Önnur sýning er Maðurinn sem vildi vera fugl
(Birdy) með Hilmi Snæ við stjórnvölinn. Hilmir
æfir nú hlutverk Jimmy Porters í Horfðu reiður
um öxl eftir John Osbome og Litháinn Rimas
Tuminas leikstýrir Kirsuberjagarðinum eftir
Tsékov sem framsýnt verður á Stóra sviðinu í
október/nóvember. Tök þessa sérstaka leik-
stjóra á verkum Tsékovs era persónuleg og
hann hefur náð einstöku sambandi við leikara
Þjóðleikhússins. Ástkonur Picassos er írskt
leikrit sem býður upp á þann sjaldgæfa kost að í
því era sjö kvenhlutverk. Tvö ný íslensk leikrit
era á dagskrá Þjóðleikhússins, bamaleiki-itið
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason og
Já, hamingjan eftir Kristján Þórð Hrafnsson.
Aðsókn tryggir ekki gæði
Islensk leikrit era óneitanlega í nokkrum
minnihluta í vetur hjá öllum leikhúsunum og er
hægt að velta fyrir ýmsum ástæðum þess. Ein
tilgáta er sú að meiri kröfur era nú gerðar til ís-
lenskra leikrita en áður var. Þau verða að stand-
ast mál og samanburð við þau erlendu leikrit
sem í boði era þótt íslenskum höfundum sé eng-
an veginn boðið upp á sömu skilyrði til full-
vinnslu verka sinna og erlendum starfsbræðr-
um þeirra. Sú var tíð að leikrit vora tekin til
sýninga af engri annnarri sýnilegri ástæðu en
þeirri að þau vora íslensk. Hefðu sum betur ver-
ið ósýnd. Gleðiefni er engu að síður að nú virðast
ungir og upprennandi höfundar vera í meiri-
hluta og má binda vonir við ný efnistök þeirra.
En af verkefnaskrá leikhúsanna í vetur er
greinilegt að leikhússtjóramir hafa ekki keppst
um að ná til sín sem flestum íslenskum verkum.
Þeir kjósa fremur að biðla til leikhúsáhugafólks
með sígildum erlendum verkum, söngleikjum,
bamaleikritum og nýjum erlendum verðlauna-
verkum. Niðurstaðan er því sú að þrátt fyrir
margumtalaða grósku í leiklistarlífinu, mikinn
fjölda sýninga og stóran hóp listafólks þá er
verkefnavalið í vetur næsta hefðbundið og
merkilega einsleitt hjá öllum leikhúsunum,
þrátt fyrir yfirlýsingar í þá vera að öll séu þau
framsækin og hvert með sínum hætti. Um það
má vissulega deila.
Ekki skal lagt mat útfrá þessum vangaveltum
hvemig leikhús„neytendur“ munu haga
„neyslu“ sinni í vetur en ljóst er að baráttan um
seld sæti verður hörð og lítið útlit fyrir að það
viðhorf breytist sem leggur að jöfnu aðsókn og
gæði; markaðshugsunin hefur í raun orðið ofaná
í umræðunni um íslenskt leikhús. Það sem selst
er gott og það sem selst ekki er lélegt. Markaðs-
verðmæti leiksýningar virðist stundum orðið
mikilvægara listrænu gildi og þrátt fyrir fagur-
gala um að bestu sýningamar séu þær sem sam-
eina þetta tvennt þá vill stundum gleymast að
leikhúsið er þó fyrst og síðast staður fyrir list-
sköpim og listræna upplifun.