Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Rúnar Emilsson hefur starfað sem tónlistarkennari og skólastjóri í Þýskalandi í fjórtán ár. Auk þess hefur hann haft frumkvæói aó því að fá íslenska listamenn til Þýskalands. Hann var hvattur til að bjóða sig fram í sveitar- stjórnarkosningum í landinu á síöastliönu ári en var ekki kjörgengur þar sem við erum ekki í Evrópusambandinu. Hildur Einarsdóttir ræddi viö Rúnar um þaö helsta sem hefur drifió á daga hans síöan hann flutti utan. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Rúnar Emilsson og eiginkona hans Auóur Lena Knútsdóttir ásamt börnunum, Hörpu Bryndísi, Emil Knút og Elínu Ingu. Þjóðverjar skilja ekki af hverju við viljum frekar búa í Þýskalandi r Aóalbygging tónlistarskólans í Backnang þar sem Rúnar er skólastjóri. HJÓNIN Auður Lena Knúts- dóttir og Rúnar Emilsson ásamt bömunum sínum þremur eru í stuttu fríi hér á landi til að heimsækja vini og ætt- ingja og ferðast um. Það eru fjórtán ár síðan Rúnar hélt til náms í Þýska- landi þar sem hann stundaði píanó- kennaranám við tónlistarkennara- deild Tónlistarháskólans í Trossingen í Suður-Þýskalandi. Að meistaranámi loknu ákvað hann að sækja um starf tónlistarkennara í landinu og hefur því ílengst í Þýska- landi. í nokkur ár starfaði Rúnar sem skólastjóri við Tónlistarskólann í Abstatt í Suður-Þýskalandi og ný- lega tók hann við skólastjóm Tónl- istarskólans í Backnang sem er sjöt- íu þúsund manna bæjarfélag í þrjátíu kílómetra fjarlægð frá Stuttgart en skólinn er með um eitt þúsund nemendur. Rúnar er fæddur og uppalinn í Reykjavík og Iauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1983. Faðir hans Emil Adolfsson rak tónlistarskóla sem kenndur var við hann um langt árabil hér á landi. Móðir hans heitir Margrét Árna- dóttir og stundaði hún gistiheimilis- rekstur í áratug í Reykjavík. Rúnar á fjóra bræður, sem allir hafa lagt tónlistina fyrir sig. Sjálfur er hann elstur en næstir koma Ádolf, Guðni Aðalsteinn, Kristinn Árni og yngstur er Friðfinnur Skúli. Guðni Aðalsteinn starfar sem hljómsveitarstjóri í Þýskalandi og Prag, Adolf og Kristinn námu fiðlu- leik og starfa sem tónlistarkennarar í Þýskalandi og sá yngsti er enn í skóla. Bræðurnlr fimm námu allir við sama háskólann Allir hafa þeir bræður lagt stund á nám í Trossingen. .Ástæðan fyrir því að við völdum tónlistarháskólann í Trossingen má rekja til þess að faðir okkar stundaði þar nám á sínum tíma við Konservat- oríumið og er hann fyrstur Islend- inga til að ljúka langskólanámi í harmonikkuleik," segir Rúnar. „Skólinn í Trossingen var sá eini á þessum árum sem bauð upp á fram- haldsnám í harmonikuleik. í bænum var á þeim tíma stærsta hljóðfæraverksmiðja í heimi, þar var og er því mikið og líflegt tónlistarlíf. Þegar ég var að velja mér skóla komu fleiri til greina en það vó þungt að nýlokið var við byggingu nýs tón- listarháskóla í Trossingen sem mér leist vel á. I héraðinu sem bærinn til- heyrir og heitir Baden- Wurttem- berg er miklu fjármagni varið til tónlistarmála. Þar eru starfandi sex tónlistarháskólar, hver öðrum betri. Mér fannst það líka kostur við skólann í Trossingen að píanókenn- aranemum var boðið upp á regluleg- ar æfingar með hljómsveit háskól- ans. Trossingen er auk þess lítið og friðsælt bæjarfélag sem hentaði okkur Auði Lenu vel á þessum tíma en við áttum von á okkar fyrsta barni. Rúnar segir að það hafi eiginlega ekkert annað komið til greina en að leggja fyrir sig tónlistina. „Við bræð- urnir erum svo að segja aldir upp í tónlistarskóla föður okkar og allt okkar líf var undjr miklum áhrifum frá tónlistinni. Ég lærði fyrst og fremst á píanó en sótti tíma í fiðlu- og harmonikuleik. Ég kynntist meira að segja eiginkonu minni í þessum skóla,“ segir Rúnar og bros- ir. „Auður Lena var að læra þar á píanó.“ En eftir að þau Rúnar flutt- ust utan lagði Auður Lena stund á nám í sjóntækjafræðum í Freiburg. Tónlistarkennarar í Þýskalandi með mun hærri laun Eftir stúdentspróf fór Rúnar að kenna á píanó við skóla föður síns og einnig stundaði hann nám við Tón- listarskóla Reykjavíkur í tvö ár. „Það var mikil útþrá í mér á þessum árum en mig langaði í framhaldsnám erlendis. Guðni bróðir minn ákvað að fara utan með mér í píanókennara- námið en fljótlega hóf hann nám í I hljómsveitarstjórn samhliða píanó- náminu og nú starfar hann sem hljómsveitarstjóri í Tubingen þar sem hann stjórnar hljómsveit æsk- unnar þar í borg. Fyrir ári tók hann við hljómsveitarstjórn Kammer- hljómsveitar Josephs Suks sem starfar í Prag. Suk er einn virtasti fiðluleikari Tékka. Hann stofnaði hljómsveitina fyrir þrjátíu árum og hefur sjálfur stjórnað henni frá upp- hafi eða þangað til Guðni tók við en Suk leikur enn með hljómsveitinni. Hljómsveitin gaf út tvo geisladiska á þessu ári og er á leiðinni í tónleika- ferð til Suður-Ameríku í haust svo það er heilmikið að gera hjá Guðna.“ Sjálfur lauk Rúnar mastersnámi sínu árið 1991. „Þá var stóra spurn- ingin hvort ég ætti að fara heim til íslands aftur. Faðir minn rak ennþá tónlistarskólann og það lá beint við að fara að kenna við skólann hans. Við Auður Lena höfum kunnað mjög vel við okkur í Þýskalandi og mig langaði til að prófa að starfa við píanókennslu í Þýskalandi. Það hafði líka áhrif á ákvörðun mína að laun tónlistarkennara í Þýskalandi eru mun hærri en á íslandi. Ég sótti um starf í nokkrum skólum í Suður- Þýskalandi og fékk starf í skóla við Bodensee og starfaði þar í fjögur og hálft ár. Fór í framhaldsnám í stjórnun menningarstofnana Ég bjó áfram í Trossingen og ók á milli staðanna. Það var ágætt að starfa þarna en það kom að því að mig langaði til að bæta við mig þekk- ingu, sérstaklega í skólastjóm. Ég hef ákveðnar skoðanir á því hvernig ég tel æskilegt að haga tónlistarupp- eldi barna og ungmenna og ákvað að fara í framhaldsnám í stjórnun menningarstofnana. I náminu var meðal annars lögð áhersla á að hag- ræða rekstrinum þannig að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.