Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 37 suðurfrá upp við vegg og gert okk- ur að þjófum í augum þeirra sem nota leigubíla hér á milli. Þessir stöðvarstjórar eru án efa með sín laun á hreinu og hafa ekki áhyggjur af afkomu bifreiðastjóra sinna. Eft- ir því sem ég best veit eru stöðv- arnar í Reykjavík með svokallaðan afsláttarpott uppá allt að 19 til 20 þús. krónur á hvem bifreiðastjóra viðkomandi stöðvar og skiptir þá að sjálfsögðu engu hvort bifreiðastjór- inn hefir fengið nokkuð af þessari afsláttarvinnu, sem er mest eða öll á vegum hins opinbera, spítala og ráðuneyta. Tilboðsverð eru ekki til Keflavík- ur, Akraness eða Selfoss, einungis að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stöðvarstjórarnir í Reykjavík og að minnsta kosti einn fyrrverandi framkvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra leigubifreiðastjóra hafa full- yrt í mín eyru að utanbæjargjaldið sé alltof hátt, tilboðsverðið umtal- aða sé alveg yfirdrifið. Ekki held ég að margir leigubifreiðastjórar á Suðurnesjum séu samþykkir því, eftm að þurfa að bíða alla sína vinnudaga í þrjá til tíu klukkutíma eftir túr við flugstöðina og er túrinn þá annaðhvort til Reykjavíkur eða Keflavíkur en sá túr gefur kr.1000 í aðra hönd. Vinna utan flugstöðvar er sáralítil rúmhelga daga. Ef utan- bæjargjaldið er of hátt er einfaldast að fella það niður, og hafa eingöngu einn taxta, þá er ekki fyrir hendi að væna neinn um ranga notkun mæl- is, og ekki viðgengist heldur sú mis- notkun farþega að láta leigubifreið- ina fara á marga staði til að taka upp farþega, allt að 8 til 10 staði um allt Reykjavíkursvæðið, bíða eftir sér í allt að hálfa klukkustund, og þar fram eftir götunum. Þetta hefi ég eftir þeim er í hafa lent, þó svo að tilboðsverðssinnar vilji gera lítið úr þessari misnotkun. Ef að- eins einn taxti er fyrir hendi og undantekningarlaust mælir notaður eins og lög um leigubifreiðar gera ráð fyrir, sitja allir við sama borð og innanbæjargjald á öllum akstri og enginn prettaður. Utanbæjar- gjaldið hefir alla tíð gert ráð fyrir að leigubifreiðastjórinn fái greitt fyrir báðar leiðir á milli mínútu- svæða. Eg mætti á tvo eða þijá fundi með þessum frammámönnum stétt- arinnar, því mér skildist að það væri vilji um að blása þetta 7 eða 8 ára afmælistilboð Hreyfils af í áföngum, á seinni fundunum sá ég strax að það er enginn vilji fyrir hendi í þá átt, og lét það álit mitt í ljós. Ekki virðist ég eiga neina sam- leið með þessum mönnum enda eru þeir á góðum launum fyrir sína miklu viðleitni við að halda uppi kaupi umbjóðenda sinna, ég verð aftur á móti að hafa mitt viðurværi af innkomu bifreiðar minnar. Stöðv- arstjórastaða mín er greidd með hálfu stöðvargjaldi, að öðru leyti launalaus. Það er umhugsunarefni hvort það ætti ekki að vera svo hjá hinum líka. Þá skildu þeir ef til vill að það þarf heldur betur að hafa fyrir því að ná endum saman með leigubifreiðaakstri. Tilgangurinn hjá stöðvarstjórun- um í Reykjavík með þessu tilboðs- verði til og frá flugstöðinni er aug- ljós, hann er að ná sem mestri vinnu af okkur Suðurnesjamönnum og með því gera þeir okkur tor- tryggilega, enda var hrækt á einn bifreiðastjóra hjá okkur er kona ein innti eftir verði. Stöðvarstjóri og eigandi bifreið- astöðvarinnar Bæjarleiðir í Reykja- vík opinberaði vel græðgi sína og yfirgang er hann taldi í sjónvar- psviðtali að leigubifreiðastjórar á Suðumesjum við flugsöðina hljóti því miður að skapa lélega ímynd vegna þjónustugetuleysis gagnvart þeim mörg hundrað þúsund farþeg- um er um stöðina fara á ári hverju. Stundum fara 15 til 20 bifreiðar af 8 flugvélum, en iðulega koma t.d. 8 hundruð manns og það fara aðeins 4 bifreiðar úr röðinni hjá okkur. Það er að sjálfsögðu skýring á þessu sem öðru, þetta eru stórir hópar sem fara í rútur, fólk er sótt af vinum og vandamönnum og svo koma ávallt fleiri og fleiri leigubif- reiðar úr Reykjavík að sækja fólk sem þeir hafa mælt sér mót við er þeir óku því á tilboðsverði til flug- stöðvarinnar. Hjá einni stöðinni í Reykjavík er Flugstöð Leifs Eiríks- sonar inni í hverfaskiptingunni, ein- faldara gat það nú ekki verið. Er þetta verkfall hófst tókum við leigubifreiðastjórar á Suðurnesjum upp það fyrirkomulag að setja upp sætagjald í bifreiðar okkar til að fólk gæti sameinast um bifreið og að bifreiðarnar nýttust betur, og var gjaldið kr. 2000 á sæti og öllum ekið til síns heima, og varð ég ekki var við annað en að farþegar væru mjög sáttir og þakklátir fyrir þá að- stoð er við veittum þeim þarna á stéttinni fyrir utan flugstöðina því enginn þeirra virtist hafa vitað af þessu verkfalli, þremur til fjórum vikum eftir að það hófst en margir voru þó með nokkurra daga gamla miða í Kynnisferðarútuna er þeir höfðu greitt fyrir. Margir innan Samtaka ferðaþjónustunnar sáu ástæðu til að hreyta skít í okkur, hóteleigandi í Reykjavík hringdi á stöðina hjá mér og vændi okkur um græðgi og að farþegar væru agn- dofa yfir 2000 króna verði er upp var sett, og kvaðst hann ætla að kæra okkur til Ferðamálaráðs eins og hann orðaði það, ugglaust hafa ferðalangar þessir átt eftir að fá reikninginn frá hóteli þessu, ég hringdi á nokkra gististaði og hótel í Reykjavík og spurði um verð fyrir eins manns herbergi í einn dag og var verðið á gistiheimilum kr. 4.800 og á hótelum frá 12.900 til 16.040, öll með morgunmat, ef fyrrnefndur hóteleigandi er með síðast talda verðið er mjög líklegt að gestir hans hafi þurft áfallahjálp eftir þessa íslandsdvöl sína en ugglaust hefir hann getað linað þjáningar þess með ríflegum afslætti á verði þjónustu sinnar. Kristján fram- kvæmdastjóri Kynnisferða (fyrir- tækið er verkfallið snerist að mestu um) segir í Morgunbl. 7. júlí að við- skiptavinir hans telji sig með réttu vera mjög sárt leikna og að þeir séu nánast leiksoppar dagprísa, og seg- ir ennfremur að leigubílar er aka þessa leið hafi hækkað gjald fyrir akstur er verkfallið hófst, Kristján veit mjög vel að hann er að bulla um það sem hann segir um leigu- bifreiðaraar, en viðskiptavinir hans er höfðu greitt 1400 krónur fyrir þjónustu hans en fengu ekki hafa ugglaust talið sig með réttu sárt leikna. Kristján segir ennfremur að hann hafi heyrt að fólk hafi þurft að borga 8000 kr. fyrir ferðina og að leigubílar er tækju marga farþega hafi selt sætið á 2000 kr.. Eins og fyrr segir í grein þessari er 2000 kr. gjald rétt verð miðað við fjög- urra farþega bifreið og tvisvar sinn- um fjórir eru átta, og hafa verið það ansi lengi svo Kristjáni ætti ekki að koma það neitt á óvart að fjögurra farþega leigubifreið kosti 8000 kr. Ég hef aldrei heyrt að hvorki Kristján né fólk almennt hafi haft miklar áhyggur af því að Kynnisferðir fái sjötíu þúsund kr. fyrir eina ferð til og frá flugstöð- inni, það er einfaldlega rétt gjald fyrir fullsetna 50 manna bifreið, en ef átta manna leigubifreið tekur sætagjald ætlar allt að verða vit- laust í þjóðfélaginu. Kristján segir að ferðaþjónustan hafi orðið fyrir þungu höggi, en ætti hann ekki að líta sér nær, hann er framkvæmda- stjóri fyrirtækisins sem allt strand- ar á , og sem hefír ekki gengið að mjög svo sanngjömum kröfum bif- reiðastjóra sinna (117 þús). Jónas Kristjánsson, annar rit- stjóri DV, er með yfirlýsingar í blaði sínu 15. júlí sem hann kallar „Varað við leigubílum“. Þar heggur hann ótt og títt á báða bóga og sést, að hér er á ferðinni maður með*-- skoðanir sínar á hreinu og þarf engan að spyrja. Ekki nenni ég að elta ólar við Jónas svo yfirgengileg- ar eru yfirlýsingar hans um skálka og okrara að engu lagi tekur frá manni er gengur laus innan veggja DV. Ef allar eða margar greinar Jónasar eru á álíka sannleiksnótum og þessi vaðall sem grein hans var, er eins gott að láta þær fara inn um annað eyrað og út um hitt og henda þeim svo í ruslafötuna, áður en þær skemma út frá sér. Það fer ekki á milli mála að öll sú lygaþvæla sem upp hefir verið rót- að um leigubifreiðar á eftir að skaða okkur að ósekju í náinni framtíð, því þegar búið er að koma lyginni á framfæri er mjög erfitt að rétta hlut sinn, og það er með ólík- indum hvað fólk er fljótt að trúa öllu illu uppá náungann ef það er sett á prent. Ég hefi haft það á til- finningunni í gegnum tíðina að leigubifreiðastjórar væru oft sér- staklega vinsælt bitbein. Farar- stjórar og ferðaskriftofur er ég hefi ferðast með hafa mjög oft tönglast á og varað farþega sína við leigu- bifreiðum, en segja svo: en ef þú lendir í vandræðum reyndu þá að verða þér út um leigubíl til að kom- ast heill heim. Þetta skýtur nokkuð' skökku við og sýnir að Samtök ferðaþjónustunar með sínum aðilum vill enga samvinnu við stétt okkar hvorki hér né annars staðar og finnst sér augljóslega ógnað af okk- ar hálfu í ferðamannaiðnaðinum. Ekki sé ég neina breytingu í aðsigi með núverandi forystu. Höfundur er stöðvarstjóri bif- reiðastöðvarinnar Okuleiðir i Keflavík. \A Sportage jeppann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.