Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 31 í fyrstu sagði fólk við okkur að það léti ekki bjóða sér að drekka kaffi úr frauð- glösum en nú er slíkt kaffi orðið einn þriðji af kaffibollasölunni hjá okkur. glösum. í fyrstu sagði fólk við okkur að það léti ekki bjóða sér að drekka kaffi úr frauðglösum en nú er slíkt kaffi orðið einn þriðji af kaffibollasöl- unni hjá okkur.“ Reka tvær kaffíbúðir „í desember 1997 fékk Kaffitár stærra og rúmbetra húsnæði í norð- urenda Kringlunnar, við rúllustigann, og fluttum við okkur um set. Þar er sæti fyrir 80 manns. Þótt áherslan sé lögð á kaffi og ýmsa sígilda og nýstár- lega kaffidrykíd fæst þar „bakkelsi", brauðréttir og aðrir smáréttir. Þar fást til dæmis ítalskar þríbökur, „biscotti", sem eru heimabakaðar eft- ir ítalskri uppskrift. Kaffitár rekur einnig samnefnda kaffibúð í Bankastræti 8 sem var opn- uð 1997. Kaffibúðin er í 70 fm hús- næði og hefur þá sérstöðu að vera opnuð klukkan átta að morgni en þá er boðið upp á morgunverð. Þar, eins og í kaffibúðinni í Kringlunni, má ekki reykja og ekki er hægt að kaupa áf- engi. Okkur var sagt þegar við fórum af stað með kaffibúðina í Kringlunni að það þýddi ekki að reka kaffihús á þessum forsendum. Okkar kúnnai’ kunna vel að meta þeto og kúnna- hópurinn er fjölbreyttur. Á morgnana koma til okkar í Bankastrætið rosknir karlmenn og fá sér morgunverð og sumir taka með sér kaffið í vinnuna. Eftir klukkan 10 á morgnana koma mæður með börnin sín. Á daginn kemur inn til okkar fólk á öllum aldri en við lokum klukkan 6 síðdegis. I kaffibúðinni í Bankastrætinu fást ýmsar gjafavörur eins og gjafakörfur með ýmsum völdum kaffitegundum, kaffibollar, ýmis bragðefni íyrii- kaf- fidrykki, kaffikvamir og pressukönn- ur, svo eitthvað sé nefnt.“ Bauna- og bollaklúbbur Aðalheiður er spurð að því hvemig hönnun kaffihúsanna hafi verið hátt- að? „Hönnunin hefur verið í höndum ariritekta eins og Guðrúnar Valdísar Guðmundsdóttur myndlistarmanns, Sign'ðar Guðjónsdóttur og mín. Arkitektinn skipuleggur rýmið, listamaðurinn hefrn- séð um efni, lita- val og skreytingar og ég hef ákveðið hvar og hvemig á að staðsetja hlut- ina. Ég hef margra ára reynslu af rekstri kaffihúsa og tel mig vita hvað ég er að gera. Á nýja staðnum í Kringlunni var það breskur arkitekt sem skipulagði rýmið í samvinnu við okkrn- en ég leigi aðstöðuna af Hofi ehf. Aðalheiður segir að á vegum Kaffi- társ sé rekinn kaffibauna- og kaffi- bollaklúbbur. „Kaffibollaklúbburinn er fyrir þá sem drekka úr kaffibolla og baunaklúbburinn fyrir þá sem kaupa kaffipakka á staðnum. Með þátttöku í klúbbnum fæst afsláttur með götun í sérstakt afláttarkort við hver viðskipti. Fullgatað afsláttar- kort er ávísun á vöraúttekt. Meðlimir fá einnig sent fréttablað með fróðleiksmolum um kaffi, uppskriftir og sértilboð." Veltanáannað hundrað milljónir Aðalheiður segir fyrirtækið ganga mjög vel. „Veltan á þessu ári verður á annað hundrað milljónir. Ástæðan fyrir því hve fyrirtælrið er farsælt er að við höfum getað stjómað vexti þess en Kaffitárið hefur vaxið um 30- 40% milli ára frá upphafí. Við höfum tekið lítið af lánum og í stað þess fjár- magnað reksturinn með eigin fé. Ég hef tekið mér lítil laun í gegnum tíðina og ávallt sett ágóðann strax aftur í reksturinn. Við hefðum getað farið út á þá braut í upphafi að taka meiri lán. Þá ættum við nú ef til vill stærri kaffi- brennslu og fleiri kaffihús. Fyrirtæk- ið gæti líka verið komið í þrot. Við tókum þá stefnu í upphafi að taka hæfilega mikla áhættu í rekstrinum og höfum við aldrei gert stórar skyss- ur. Ég held að Kaffitárið sé rekið á þann hátt sem konur reka almennt fyrirtæki," segir hún hugsi. „Ég hef líka á að skipa afar góðu starfsfóllri. Þegar Kaffitár ehf. hóf starfsemi sína hafði það aðeins einn mann í vinnu en nú era þeir þrjátíu. Ég hef ráðið til fyrirtækisins stjóm- endur sem ég treysti vel. Ég er því ekld lengur í daglegum rekstri fyrir- tækisins heldur sé um einstaka þætti innan þess og hef heildaryfirsýnina." Hver er hlutdeild ykkar á kaffi- markaðnum? „íslenskar kaffibrennslur era með 25% markaðshlutdeild af heOdarsölu af kaffi hér á landi. Ætli við séum ekki með 5% af markaðinum. Fyrir 20 ár- um vora íslenskar kaffibrennslur með allan markaðinn í skjóli innflutnings- hafta en hafa misst sína hlutdeild nið- ur í nánast ekki neitt, sem er miður, því kaffi er ferskvara, sem nýtur sín best ný brennt og malað.“ Standa fyrir kaffinámskeiðum Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun á kaffi- og veitingahúsum í Reykjavík og út um allt land en ekki hafa allir staðimir lifað af þá mikiu samkeppni sem er í þessum geira. Hvaða sölustefnu hafið þið komið ykkur upp? „Við seljum kaffi- og veitingstöðun- um aðeins gegn staðgreiðslu því við höfum rekið okkur á að sumir þessara staða ganga mjög vel en aðrir hætta kannski eftir nokkra mánuði." Það hefur farið tiltölulega lítið fyrir auglýsingum á kaffinu ykkar í fjöl- miðlum. Hver er skýringin? „Markaðssetning okkar byggist einkum á orðspori og fræðslu. I því skyni höfum við verið með kaffinám- skeið. Sá vísdómur, þekking og reynsla sem liggur að baki kaffifram- leiðslu er oft l£kt við ræktun vínbeija og framleiðslu eðalvína. Ræktun á kaffiekram, nákvæm vinna hjá rækt- anda, flokkun, val á baunum og öll eft- irvinnsla, krefst kunnáttu og fæmi. Á námskeiðunum læra menn að þekkja ákveðnar kaffitegundir með því að smakka þær, kennd er gerð kaffi- drykkja auk kaffísögulegs ívafs fyrir þá sem vilja kynnast leyndardómn- um.“ Nýtt iðnaðarhúsnæði fyrir starfsemina á teikniborðinu Aðalheiður segir að núverandi hús- næði kaffibrennslunnar í Njarðvíkum sé þegar orðið allt of lítið. „Við eram nú í 400 fm leiguhúsnæði en eram að fara að byggja nýtt 1000 fm iðnaðarhúsnæði, einnig í Njarð- víkum, nánar tiltekið við Reykjanes- brautina.Við munum fjárfesta í nýj- um tækjum, meðal annars pökkunarvél, en hingað til höfum við handpakkað. Með nýrri kaffibrennslu og nýjum tækjum eykst framleiðslu- getan. Nú sem endranær er það markmið okkar að halda áfram að vera það fyrirtæki sem hefur fram- kvæði í kaffibrennslu í landinu,“ segir hún. „Fyrirtækið er að netvæðast og verður heimasíða þess opnuð í sept- ember.“ í tómstundum sínum hefur Aðal- heiður tekið virkan þátt í Félagi kvenna í atvinnurekstri, FKA. Hún er einnig í félagsskap sem heitir Netið og er það félag kvenna í atvinnulífinu. „Þessi félagsskapur er mjög skemmtilegur og við getum lært mik- ið hver af annarri,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að miðla öðram af minni reynslu ef það getur komið ein- hverjum til góða og njóta slíks hins sama. I þessum samtökum er einnig að finna viðskiptasambönd sem koma sér auðvitað alltaf vel.“ Hópferð Arctic Trncks á TRUXPO i Bandariki unum ' 9|i 54 Jgf!f w Jflfc 4 4-*-'4' V mS Wm ■ Hin óviðjafnanlega TRUXPO-keppni og „Burn Out-keppni", hljómtækjakeppni o.fl. I Monster-Truck keppa til dæmis Big Foot. Samson, Bearfoot. Virginia Giant og ICE-MAN. sr—.t-ssxsr.ssss-.s.r-”- Verð 64.900 kr. miðað við tvo í herbergi. lnnifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting, rutlJf®r til og frá flugvelli, miði á keppnina á laugardeginum og fararstjórn. Nánari upplýsingar hjá Samvinnuferðum- Landsýn í síma 569 1010, Sætúni 1. Misstu ekki af einstakri ferð! Samvinnuferðir Landsýn Takmarkaður saetafjöldi ARCTIC TRUCKS. Nýbýlavegi 2, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.