Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 64
heim að dyrum www.postur.is | PÓSTURINN PltrgnwMaliili www.varda.is Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLADID, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLIS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Gott að vita að nú sé þeim veitt viðeig- andi greftrun ÆTTINGJAR bresku flugliðanna sem fðrust cr vél þeirra brotlenti á jökli á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar komu til landsins aðfarandtt laugardags til að vera við minningarathöfn um þá sem fer fram í Fossvogskirkjugarði í dag kl. 10.30. Fjórir komu úr íjölskyldu flugstjórans Arthurs Round, sem var frá Nýja-Sjálandi en tveir af ættingjum flugliðanna Henrys Tal- bot, Reginalds Hopkins og Keiths Garrett en þeir voru allir Bretar. Móðir Keiths Slaney og Patriciu Joinson var systir Keiths Garrett. Keith og Patricia þekktu frænda sinn ekki en hlustuðu oft á móður sína og ömmu tala um hann. Pat- ricia sagði að greftrun líkamslcifa flugliðanna væri sorgarstund en það væri gott að vita að þeir hefðu verið Iagðir til hinstu hvflu á við- eigandi hátt á Islandi. Flugstjóri vélarinnar, Arthur Round, átti kærustu á Nýja- Sjálandi þegar hann fórst. Breski flugherinn hafði uppi á henni og sendir hún tólf rauðar rósir til að leggja á gröfina í Fossvoginum. A sömu stundu og rósavöndurinn verður lagður á leiðið mun hún planta rósarunna á Nýja-Sjálandi, með orðunum „lest we forgct" eða „svo að vér gleymum eigi“, sem er hefðbundið orðalag á minningar- degi um breska hermenn, er Iétust í stríðinu. Ættingjar Arthurs, sem hingað eru komnir, eru Arthur Fickling, sem er nánasti ættingi Arthurs Round á lifi, Clive Round og sonur hans Philip, og Paul Goodwin. Art- hur er sonur Normu, elstu systur Arthurs Round en Clive er sonur Greftrun bresku flugliðanna fer fram í dag að viðstöddum ættingjum Morgunblaðið/Jim Smart Þessa mynd sendi Arthur Round til Nýja-Sjálands og sagðist ætla að kvænast Siggu. Rons, bróður flugstjórans. Paul Goodwin er bamabam Dulcie, sem var yngsta systir Arthurs. Þeir sögðu að örlög frænda súis hefðu hvflt þungt á foreldrum sínum, sem þrí miður hefðu ekki lifað það að upplifaþennan dag. Átti íslenska unnustu Þeir frændur höfðu mcðferðis myndaalbúm, sem inniheldur Morgunblaðið/Jim Smart Frændur Arthurs Round, Paul Goodwin, Philip Round, Clive Round og Arthur Fickling, komu til landsins til að vera við greftrun hans og félaga hans í Fossvogskirkjugarði. myndir af Arthur á íslandi. Þar á meðal em myndir af honum ásamt íslenskri vinkonu sinni sem nefnd var Sigga. Hafði hann í bréfrnn til fjölskyldu sinnar lýst þeim vilja sínum að kvænast þessari íslensku stúlku. Skapanornirnar spunnu honum önnur örlög en stúlkan bast síðar besta vini Arthurs í flugsveit- inni tryggðaböndum og settist að með honum í Suður-Afriku. Þessi vinur Arthurs hét Tom Robson og átti að vera flugmaður í ferðinni sem hlaut svo hörmuleg cndalok en komst ekki vegna lasleika. Að sögn Clives Round heimsótti Sigga fjöl- skylduna til Nýja-Sjálands í byrjun sjötta áratugarins, 1952 að hann heldur. Eftir það skrifaðist hún á við systur Arthurs, frá Suður- Afríku, en þeir frændur vita ekki um afdrif liennar. Morgunblaðið/Ómar Básafell tekið af skrá á V erðbréfaþingi JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs-verslananna, segir í viðtali, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, að brjóta þurfi upp verndarkerfi landbúnaðarins ef unnt eigi að vera að lækka matvælaverð hér á landi. „Landbúnaðarkerfið er stærsta vandamálið sem við er að ^glíma, en það kostar okkur 6,2 milljarða króna á ári. Það er sú upphæð sem Islendingar greiða í hærra vöruverð vegna hafta á inn- flutningi ódýrra landbúnaðarvara. Hvaða vit er t.d. í því að inn- kaupsverð á íslensku lambalæri í Bónus og Hagkaup hér á landi sé 400 kr. en í Bónus í Færeyjum kaupi ég íslenskt lambalæri inn á 150 krónur kg?“ segir Jón Ásgeir. Fraktin dýrari frá Hamborg til Islands en til Asíu í viðtalinu segir hann einnig að flutningskostnaður til landsins sé tiltölulega dýr, hvort sem miðað sé við vegalengdir eða samanburð við __^aðra markaði. Til dæmis sé lægra verð á vöruflutningi milli Ham- borgar í Þýskalandi og markaða í Asíu en milli Hamborgar og ís- lands. ■ íslendingar greiða/26 Kajakræð- arar keppa HIÐ árlega Hvammsvíkur- maraþon Kajakklúbbsins fór fram í gær. Myndin var tekin við upphaf þess en róið var frá Geldinganesi fyrir Kjalarnes og komið í mark eftir 40,4 km róður í Hvammsvik í Hvalfírði. Reiknað var með að róð- urinn tæki fjóra til fimm tíma. HLUTABRÉF Básafells hf. voru tekin af skrá Verðbréfaþings Islands í lok dags á föstudag. í frétt frá Verðbréfaþingi kemur fram að þetta sé gert að ósk stjómar félagsins enda uppfylli það ekki lengur reglur VÞI um skilyrði fyrir skráningu. Rekstur Básafells hefur verið erf- iður lengi. Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri og stærsti hlut- hafi félagsins, sem tók við stjórnar- taumum þar sl. sumar, hefur unnið að sölu eigna og endurskipulagningu rekstrar. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að meirihluti eigenda hefði ákveðið á hluthafafundi að taka félagið af skrá. „Þetta er hið besta mál, svona h'tið fyrirtæki á ekki að vera á Verðbréfaþingi og meirihluti eigenda sá ekki tilgang í því,“ sagði Guðmundur. „Það gefur mikið á sjávarútvegsfyrirtækin núna,“ sagði hann spurður um stöðu fyrirtækisins og sagði áfram unnið að því að bæta stöðu þess og láta reksturinn ganga. Línuskip hýsir mestallan kvóta Básafells I Morgunblaðinu í gær var birtur listi yfir kvótahæstu skip á næsta fiskveiðiári og vakti athygli að næst- mestan kvóta allra skipa hér við land, 6.048 þorskígildistonn, hefur línuskipið Tjaldur SH 270, sem er 420 brúttórúmlestir og gerður út frá Rifi. Guðmundur staðfesti í samtali við Morgunblaðið að meðal kvótans á Tjaldi væri „stór hluti af Básafells- kvótanum", sem væri hýstur á skip- inu enda hefði Básafell verið að trappa niður skuldir með gríðariega mikilli sölu eigna, þar á meðal skipa. Guðmundur sagði alsiða að hýsa kvóta á þennan hátt á einu skipi, t.d. hýsti fimmta kvótahæsta skip lands- ins, Hringur SH 535, með 4.636 tonna kvóta, stærstan hluta af kvóta Húsvíkinga. Guðmundur sagðist ekkert vilja segja um hvort Tjaldur ætti eftir að veiða allan þann kvóta sem skráður er á skipið eða ekki en taldi það frá- leitt ómögulegt enda hefði aflahæsta trilla landsins, 5,9 tonn að stærð, afl- að um 900 tonna á síðasta fiskveiði- ári. Þrí ætti 6.000 tonna kvóti tæp- lega að verða 400 tonna línuskipi ofviða. í febrúar sl. var heildarkvóti Básafells talinn um 5.000 tonn, að því er fram kom í Morgunblaðinu, en var um 7.000 tonn um það leyti sem eignasala til að rétta af reksturinn var að hefjast. Samferða i 70 ár BÚNAÐARBANK3NN Forstjóri Baugs gagn- rýnir landbúnaðinn Lambalærið kostar 150 kr. í Færeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.