Morgunblaðið - 27.08.2000, Page 64

Morgunblaðið - 27.08.2000, Page 64
heim að dyrum www.postur.is | PÓSTURINN PltrgnwMaliili www.varda.is Alvöru þjónusta fyrir alvöru fólk Landsbankinn MORGUNBLADID, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLIS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Gott að vita að nú sé þeim veitt viðeig- andi greftrun ÆTTINGJAR bresku flugliðanna sem fðrust cr vél þeirra brotlenti á jökli á hálendinu milli Öxnadals og Eyjafjarðar komu til landsins aðfarandtt laugardags til að vera við minningarathöfn um þá sem fer fram í Fossvogskirkjugarði í dag kl. 10.30. Fjórir komu úr íjölskyldu flugstjórans Arthurs Round, sem var frá Nýja-Sjálandi en tveir af ættingjum flugliðanna Henrys Tal- bot, Reginalds Hopkins og Keiths Garrett en þeir voru allir Bretar. Móðir Keiths Slaney og Patriciu Joinson var systir Keiths Garrett. Keith og Patricia þekktu frænda sinn ekki en hlustuðu oft á móður sína og ömmu tala um hann. Pat- ricia sagði að greftrun líkamslcifa flugliðanna væri sorgarstund en það væri gott að vita að þeir hefðu verið Iagðir til hinstu hvflu á við- eigandi hátt á Islandi. Flugstjóri vélarinnar, Arthur Round, átti kærustu á Nýja- Sjálandi þegar hann fórst. Breski flugherinn hafði uppi á henni og sendir hún tólf rauðar rósir til að leggja á gröfina í Fossvoginum. A sömu stundu og rósavöndurinn verður lagður á leiðið mun hún planta rósarunna á Nýja-Sjálandi, með orðunum „lest we forgct" eða „svo að vér gleymum eigi“, sem er hefðbundið orðalag á minningar- degi um breska hermenn, er Iétust í stríðinu. Ættingjar Arthurs, sem hingað eru komnir, eru Arthur Fickling, sem er nánasti ættingi Arthurs Round á lifi, Clive Round og sonur hans Philip, og Paul Goodwin. Art- hur er sonur Normu, elstu systur Arthurs Round en Clive er sonur Greftrun bresku flugliðanna fer fram í dag að viðstöddum ættingjum Morgunblaðið/Jim Smart Þessa mynd sendi Arthur Round til Nýja-Sjálands og sagðist ætla að kvænast Siggu. Rons, bróður flugstjórans. Paul Goodwin er bamabam Dulcie, sem var yngsta systir Arthurs. Þeir sögðu að örlög frænda súis hefðu hvflt þungt á foreldrum sínum, sem þrí miður hefðu ekki lifað það að upplifaþennan dag. Átti íslenska unnustu Þeir frændur höfðu mcðferðis myndaalbúm, sem inniheldur Morgunblaðið/Jim Smart Frændur Arthurs Round, Paul Goodwin, Philip Round, Clive Round og Arthur Fickling, komu til landsins til að vera við greftrun hans og félaga hans í Fossvogskirkjugarði. myndir af Arthur á íslandi. Þar á meðal em myndir af honum ásamt íslenskri vinkonu sinni sem nefnd var Sigga. Hafði hann í bréfrnn til fjölskyldu sinnar lýst þeim vilja sínum að kvænast þessari íslensku stúlku. Skapanornirnar spunnu honum önnur örlög en stúlkan bast síðar besta vini Arthurs í flugsveit- inni tryggðaböndum og settist að með honum í Suður-Afriku. Þessi vinur Arthurs hét Tom Robson og átti að vera flugmaður í ferðinni sem hlaut svo hörmuleg cndalok en komst ekki vegna lasleika. Að sögn Clives Round heimsótti Sigga fjöl- skylduna til Nýja-Sjálands í byrjun sjötta áratugarins, 1952 að hann heldur. Eftir það skrifaðist hún á við systur Arthurs, frá Suður- Afríku, en þeir frændur vita ekki um afdrif liennar. Morgunblaðið/Ómar Básafell tekið af skrá á V erðbréfaþingi JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs-verslananna, segir í viðtali, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, að brjóta þurfi upp verndarkerfi landbúnaðarins ef unnt eigi að vera að lækka matvælaverð hér á landi. „Landbúnaðarkerfið er stærsta vandamálið sem við er að ^glíma, en það kostar okkur 6,2 milljarða króna á ári. Það er sú upphæð sem Islendingar greiða í hærra vöruverð vegna hafta á inn- flutningi ódýrra landbúnaðarvara. Hvaða vit er t.d. í því að inn- kaupsverð á íslensku lambalæri í Bónus og Hagkaup hér á landi sé 400 kr. en í Bónus í Færeyjum kaupi ég íslenskt lambalæri inn á 150 krónur kg?“ segir Jón Ásgeir. Fraktin dýrari frá Hamborg til Islands en til Asíu í viðtalinu segir hann einnig að flutningskostnaður til landsins sé tiltölulega dýr, hvort sem miðað sé við vegalengdir eða samanburð við __^aðra markaði. Til dæmis sé lægra verð á vöruflutningi milli Ham- borgar í Þýskalandi og markaða í Asíu en milli Hamborgar og ís- lands. ■ íslendingar greiða/26 Kajakræð- arar keppa HIÐ árlega Hvammsvíkur- maraþon Kajakklúbbsins fór fram í gær. Myndin var tekin við upphaf þess en róið var frá Geldinganesi fyrir Kjalarnes og komið í mark eftir 40,4 km róður í Hvammsvik í Hvalfírði. Reiknað var með að róð- urinn tæki fjóra til fimm tíma. HLUTABRÉF Básafells hf. voru tekin af skrá Verðbréfaþings Islands í lok dags á föstudag. í frétt frá Verðbréfaþingi kemur fram að þetta sé gert að ósk stjómar félagsins enda uppfylli það ekki lengur reglur VÞI um skilyrði fyrir skráningu. Rekstur Básafells hefur verið erf- iður lengi. Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri og stærsti hlut- hafi félagsins, sem tók við stjórnar- taumum þar sl. sumar, hefur unnið að sölu eigna og endurskipulagningu rekstrar. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að meirihluti eigenda hefði ákveðið á hluthafafundi að taka félagið af skrá. „Þetta er hið besta mál, svona h'tið fyrirtæki á ekki að vera á Verðbréfaþingi og meirihluti eigenda sá ekki tilgang í því,“ sagði Guðmundur. „Það gefur mikið á sjávarútvegsfyrirtækin núna,“ sagði hann spurður um stöðu fyrirtækisins og sagði áfram unnið að því að bæta stöðu þess og láta reksturinn ganga. Línuskip hýsir mestallan kvóta Básafells I Morgunblaðinu í gær var birtur listi yfir kvótahæstu skip á næsta fiskveiðiári og vakti athygli að næst- mestan kvóta allra skipa hér við land, 6.048 þorskígildistonn, hefur línuskipið Tjaldur SH 270, sem er 420 brúttórúmlestir og gerður út frá Rifi. Guðmundur staðfesti í samtali við Morgunblaðið að meðal kvótans á Tjaldi væri „stór hluti af Básafells- kvótanum", sem væri hýstur á skip- inu enda hefði Básafell verið að trappa niður skuldir með gríðariega mikilli sölu eigna, þar á meðal skipa. Guðmundur sagði alsiða að hýsa kvóta á þennan hátt á einu skipi, t.d. hýsti fimmta kvótahæsta skip lands- ins, Hringur SH 535, með 4.636 tonna kvóta, stærstan hluta af kvóta Húsvíkinga. Guðmundur sagðist ekkert vilja segja um hvort Tjaldur ætti eftir að veiða allan þann kvóta sem skráður er á skipið eða ekki en taldi það frá- leitt ómögulegt enda hefði aflahæsta trilla landsins, 5,9 tonn að stærð, afl- að um 900 tonna á síðasta fiskveiði- ári. Þrí ætti 6.000 tonna kvóti tæp- lega að verða 400 tonna línuskipi ofviða. í febrúar sl. var heildarkvóti Básafells talinn um 5.000 tonn, að því er fram kom í Morgunblaðinu, en var um 7.000 tonn um það leyti sem eignasala til að rétta af reksturinn var að hefjast. Samferða i 70 ár BÚNAÐARBANK3NN Forstjóri Baugs gagn- rýnir landbúnaðinn Lambalærið kostar 150 kr. í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.