Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 38
 38 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ÓLÖF SIGURJÓNSDÓTTIR, er látin. Kristín Hauksdóttir, María Hauksdóttir, Ólöf Kristín Sívertsen, Guðrún Inga Sívertsen, Haukur Skúlason, Skúli Skúlason, Hlynur Hólm Hauksson, Þórdís Sigurjónsdóttir, Þórarinn Einarsson, Gunnar Már Gíslason, Einar Þór Daníelsson, Hilma Hólm, Sigurður Skúlason, Bjarni Benedikt Einarsson. t Minningarathöfn um son okkar, sambýlismann, bróður og mág, ALAN STURLU SVERRISSON, Bakkastíg 4, Reykjavík, verður haldin í Seljakirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 13.30. Bálför hans var gerð í Weeley, Essex, Englandi, miðvikudaginn 16. ágúst sl. Susan Bury, Sverrir Tómasson, Irene Odeny, Snjólfur Richard Sverrisson, Froydis Tevik, Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir, Þorvaldur Skúli Björnsson. Sigríður Dagný Þorvaldsdóttir, t Elskuleg móðursystir okkar og vinkona, ' HULDA JÓNATANSDÓTTIR DUNBAR, Garden Grove, Kaliforníu, lést föstudaginn 18. ágúst. Útförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Anna Hall, Sigurjón Stefánsson, Guðrún Hall, Agnar Einarsson. t Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og langamma, SOFFÍA INGVARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 29. ágúst kl. 13.30. Guðrún Sveinbjarnardóttir, Arnþór Garðarsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Tryggvi M. Baldvinsson, Soffía Arnþórsdóttir, Þrándur Arnþórsson og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FELIX ÞORSTEINSSONAR húsasmíðameistara, Ytri-Grund, Lindarbraut 11, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar L-1 á Landakotsspítala fyrir góða umönnun. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Steinunn Hanna Felixdóttir, Benedikt Sigurðsson, Jóhanna Felixdóttir, Anna Felixdóttir, Sígmundur Felixson, Einar Felixson, Felix Felixson, Örn Felixson, Kjartan Felixson, Ragnar Leifsson, Jón Geir Guðnason, Guðbjörg Helgadóttir, Rebekka Hannibalsdóttir, Helga Ingibjörg Þálmadóttir, Þóra Björg Álfþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRÐUR ÞORSTEINSSON + Þórður Þor- steinsson fæddist á Grund í Svínadal 27. júní 1913. Hann lést á Blönduósi 8. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 18. ágúst sl. Elsku afi, það eru liðin nokkur ár frá því að við gengum saman niður að „húsum“ til að gefa kindunum, og þau eru ekki ófá sporin sem við gengum saman, og ekki ófá handtökin sem þú kenndir mér í gegnum tíðina, sem síðar hafa svo sannarlega komið til góða. Þegar ég var bara lítill strákur tókstu mig oft með til að dytta að einu og öðru, og ég skyldi það ekki fyrr en seinna á ævinni hversu mikið þú í raun og veru kenndir mér á þessum tíma. Þú kenndir mér að halda á hamri, keyra traktor, taka „hneppi“ og ótalmargt annað sem mér hefur nýst vel í gegnum tíðina, og síðast en ekki síst kenndir þú mér að lífið er staðreynd sem verður að horfast í augu við, hverjar sem að- stæðumar eru. En núna ertu farinn, síðasta skóflustungan hefur verið tekin, síðasta ferðin niður að „hús- um“ hefur verið gengin, síðasta hneppið hefur verið gefið og síðasta orðið sagt. Elsku afi, eitt sinn er við gengum saman, stakk ég hendinni minni í lóf- ann þinn, ég var ekki gamall þá, en ég man enn hversu stór og sterkleg höndin þín var, og bar þess glöggt vitni hversu þungan róður þú hefur mátt róa til að koma þér og þínum gegnum þá storma sem geystu á leið þinni gegnum lífið. þegar ég varð eldri lá leið mín oft heim að Grund og mér þótti alltaf jafn gaman að hitta þig, þú hafðir gjarna mjög sterkar og ákveðnar skoðanir og það var alltaf gaman að ræða hin ýmsu málefni við þig, og ég kom aldrei að tómum kofanum þegar vegagerð og sveitarstjórnarmál bar á góma, þar varstu vel heima og varst ómyrkur í máli varðandi fram- kvæmd ýmissa verka sem gerð höfðu verið í sýslunni síðastliðin misseri og ár. Ég vildi óska að ég hefði haft betra tækifæri til að sýna þér hversu vænt mér þótti um þig og hversu stoltur ég var að eiga afa eins og þig, en þó var það nú stundum svo, að ég reidd- ist við þig en það var aldrei neitt sem entist daginn, og að morgni nýs dags var venjulega öll reiði bak og burt og gat ég þá tekist á við það af fullum krafti að finna upp á einhverju sem fólki líkaði þó misjafnlega vel. Minnist ég þá sérstaklega þegar ég málaði stígvélin þín rauð, negldi hóffjaðrir upp í gegnun sætið á hverfissteininum svo að þær stung- ust í hvern þann er settist, og mikla tilraun til að kenna hænunum að synda, sem bar þó engan árangur. En þrátt fyrir þetta varðstu ekki neitt voðalega reiður, þú að sjálf- sögðu settir ofan í við mig, en þó ekki meira en svo, að eftir situr ljúf minn- ing sem gjarnan kitlar hláturtaug- arnar þegar hugurinn hvarflar heim að Grund. Eitt af því sem ég sakna mikið, og kem til með að sakna í komandi framtíð, er að geta ekki komið að Grund, þar sem ég var svo mikið sem krakki, og lærði svo ótal, ótal mikið um allt milli himins og jarðar, hluti sem ég tel í dag ómetanlegan lær- dóm og reynslu sem ég á eftir að búa að allt mitt líf og njóta góðs af. Og núna þegar ég sit hér og hugsa til baka, um allt það sem skeði og allt það sem var gert og sagt, þá vildi ég óska að við hefðum haft meiri tíma saman, ég vildi óska að þú gætir komið til mín og skoðað heimilið mitt því það hefur þú aldrei séð, ég vildi óska að þú gætir komið og séð barna- börnin þín sem búa hér, því að þau sástu alltof sjaldan, og ég vona að ég geti kennt þeim jafn mikið um lífið og þú kenndir mér. En núna ertu farinn þangað sem ég hef aldrei verið, en minn- ingin um þig lifir enn, minning um hraustan mann sem tókst á við staðreyndir eins og þær voru, og reri þung- an róður gegnum lífið og náði þó landi í þein-i friðarhöfn sem allir þrá, að loknu löngu og erfiðu verki. Og ekki síður á hún amma mín, sem liggur á héraðshælinu á Blönduósi, hlut að máh þegar gleði og góðar minningar ber á góma, en þú varst órjúfanlegur hluti alls sem gerðist á Grand og ég er mjög þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman, bæði í gleði og sorg. Elsku amma, ég vil votta þér mína dýpstu samúð vegna fráfalls afa og bið góðan guð að varðveita þig og styrkja. Megi minningin um afa minn, Þórð Þorsteinson, bónda á Grund, lifa um ókomna tíð. Jóhann Ingvar Jóhannsson. Ég var einhvemveginn viss um að allt yrði eins og það hefði alltaf verið, jafnvel þó að ég yrði eldri sá ég alltaf fyrir mér allt eins og það var - eða eins og ég vildi að það alltaf yrði. Ég dvaldi mörg sumur að Grand og var þar meira og minna frá tveggja ára aldri þar sem ég naut handleiðslu nafna míns og afa við ýmiss konar störf sem upp komu á erilsömum degi við bústörfin og mér er margt minnisstætt. Stoltur sagði ég, ef ég var spurður til nafns, að ég héti afi og amma á Grand en ég ber nafn þeirra beggja, og lagði mikið á mig við að læra að gera eins og hann og átti til að æfa mig við það þegar enginn sá. Minningarnar sækja á ... Hann var glaðvær og ákveðinn maður, atorkusamur, einn af þeim sem aldrei gat alveg stoppað og hafði ævinlega eitthvað á prjónunum. Það var ekki ósjaldan sem við vinnu- mennirnir á Grand óskuðum okkur að fá að vera inni og sleppa við hefð- bundna vinnu á blautum rigningar- degi en þá vora dreginn fram verk- færi til að gera við girðingar, sem einhvem veginn höfðu þá náttúra að leggjast flatar eða slitna sama hvemig hamast var við viðgerðir. En vissulega fengum við oft frí og þá var oftast farið upp í Skálar að veiða sil- ung og mér eru mjög minnisstæðar margar af þeim ferðum. Þó að girð- ingarvinna hefði oftast nær notið lít- illa vinsælda þá hafa þeir dagar sem eytt var í það orðið að gullkornum þegar hugsað er til baka því að afi var hafsjór af sögum um allt mögu- legt og þá einkum frá gangnaferðum og öðra slíku svo ekki sé nú minnst á ferskeytlurnar sem flugu við öll tækifæri bæði stór og smá og var honum jafneðlilegt og okkur hinum að tala, og hann komst ævinlega á flug þegar hann var úti í náttúranni, hvort sem það nú húðrigndi eða skein sól. Hann var unnandi söng- listar og mér er vel í minni sú dauða- þögn sem varð að ríkja í eldhúsinu meðan hlustað var á síðasta lag fyiir fréttir sem jafnan var kór- eða ein- söngur, og aldrei gat hann skilið hvemig við hinir yngri gátum hlust- að á þetta garg eins og hann kallaði þá tónlist sem ég hlustaði á og var ævinlega til í orrastu um þau mál ef ég svo mikið sem lyfti litla fingri til að verja mig. Hann tók mikinn þátt í félags- störfum, hann var um tíma í mið- stjórn Framsóknarflokksins, for- maður Karlakórs Bólstaðar- hlíðarhrepps um árabil, og sat í sýslu- og hreppsnefnd um tíma. Hann var framfaramaður og réðst ásamt Guðmundi bróður sínum, bónda á Syðri-Grund í að virkja bæj- arlækinn og byggja rafstöð ofan við bæinn og við það urðu Grundar- bæirnir fyrstir til að rafvæðast i Svínadal og enn er rafstöðin í notkun og hefur nú gengið í næstum hálfa öld og þær vora ekki ófáar ferðirnar sem var farið upp í stíflu að raka af sigtinu. Hann hafði mikið yndi af hestum og þeir hestar sem honum féll best vora gjarnan þeir sem vora eins skapi farnir og hann - vilja- sterkir og nánast ósveigjanlegir. Hann sagði mér oft af Faxa og Rauð sem honum vora mjög minnisstæðir en mest man ég eftir Straum sem var reiðhesturinn hans í mörg ár og það var ekki ósjaldan að þeir félagar tækjust á í hörðum átökum þar sem hvorugur vildi undan láta en endaði þó alltaf með að hann hafði vinning- inn og síðan var riðið af stað með gusti því ekki var Straumur brotinn þótt hann hefði verið beygður. Allir reiðhestamir hans áttu það sameig- inlegt að vera afburða góðir gang- hestar sem var nokkuð sem hann mat mikils í fari hests. Það var minn draumur að geta setið hest eins og hann því þeir vora nánast eins og eitt, hann og Straumur, og gáfu hvor öðram allt sem oft kom sér vel í göngunum þar sem mikið reyndi á bæði menn og hesta. Hann var lag- hentur smiður bæði á járn og tré, hann smíðaði allar sínar skeifur sjálfur og allt annað af jámi og timbri sem til þurfti, og reisti húsin sem eftir standa og ekki þarf annað en að líta heim að Grand til að sjá allt það handarverk sem þar liggur eftir. Á Grand var rekið hefbundið bú sem samanstóð af kúm, sauðfé og hest- um. Hann lagði mikla natni í búskap- inn og dvaldi gjarnan löngum stund- um í útihúsunum og mér er minnisstætt að hann þekkti flestar sínar kindur með nafni sem mér þótti alltaf jafnmerkilegt því að hann hafði að jafnaði um 300 fjár í mörg ár. En þó að hann þekkti hverja og eina kind þá var ekki þar með sagt að þær veltu því mikið fyrir sér og vel var þekkt hversu viljasterkar þær vora og mér er vel í minni fjárrekstr- ar sem fengu alla til að sleppa sér með einum eða öðram hætti því að þær renndu ævinlega eitthvað annað en þær áttu að fara fullar af kergju eins og sauðfé einu er lagið og þá kom sér oft vel að afi var vel ríðandi en oft varð hann þó að bregða fyrir sig betri fætinum ef svo bar undir og á þeim stundum er ég ekki frá því hin ýmsu heimsmet í spretthlaupum hafi verið sleginn og það nokkuð kröftuglega. Eldhúsið á Grand var, eins og títt er um eldhús í sveitum, jafnan þéttsetið og þar var oft hlegið dátt að atburðum dagsins þó svo engum hefði verið hlátur í hug með- an þeir áttu sér stað og á ég þá eink- um við rekstur sauðfjár. Heima í eld- húsinu réð amma ríkjum - Guðrún Jakobsdóttir eða Gunna á Grund eins og flestir þekkja hana, en hún dvelur nú á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi. Grand lá þannig í sveit að bændumir framan úr dalnum komu þangað með mjólk og annað sem senda átti með mjólkurbílnum og því var jafnan gestkvæmt þar og ég man varla eftir að ekki hafi verið fólk í heimsókn meira eða minna allt sumarið og þá reyndi mikið á ömmu og á hún stóran þátt í því hversu notalegt það var að koma og dvelja á Grund. Mjög er mér minnisstætt að það var næstum sama hversu marga bar að garði að alltaf var nóg að sækja úr búrinu og minnist ég þá sérstaklega jólakökunnar sem hvergi smakkaðist eins og hjá ömmu og kúmenkleinurnar sem voru í sér- flokki. Minningarnar sækja á... Það er með trega og sorg í huga en jafnframt miklu þakklæti fyrir allan þann tíma sem við áttum saman og allt sem hann kenndi mér, að ég kveð afa minn og nafna, en minningin lifir og mun áfram lifa í huga mínum um allt sem var - um allt eins og það einu sinni var. Elsku amma, ég votta þér mína dýpstu samúð vegna frafalls afa og bið Guð að styrkja þig og blessa nú og alltaf. Ég var einhvern veginn viss um að allt yrði eins og það hefði alltaf verið, jafnvel þó að ég yrði eldri þá sá ég alltaf fyrir mér allt eins og það var - eða eins og ég vildi að það alltaf yrði. Ég var einhvernvegin viss um Far þú í friði, afi, friður Guðs sé með þér og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þúrður Gunnar Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.