Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ljóska Ferdinand Smáfólk .UCY, VOU'RE THE UU0K5T rTFIELPER IN TME HI5T0RV0F kSEBALLlI DON'TKNOU) WHY EKEEPYOU ONTHETEAM! Þú er verstí útvallarmaöur í sögu hafnabolta! Ég skil ekki hvers vegna við höfum þig í liðinu! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Yngstu öku- mennirnir Frá Kristjáni Friðgeirssyni: YNGSTU ökumennimir eru sá hóp- ur ökumanna sem okkur öðrum vegfarendum stafar einna minnst hætta af, en þeim stafar hinsvegar veruleg hætta af okkur. Það kem- ur til af mörgu, meðal annars því að ökutæki yngstu ökumann- anna eru þannig hönnuð að þau veita enga vörn ef þeir lenda í umferðaróhappi. Leikni þeirra í notkun ökutækjanna er oft á tíðum lítil, enda er æfingaakstri oft ekki til að dreifa áður en þeir leggja út í um- ferðina. Kunnáttu ökumannanna er yfirleitt mjög áfátt á þeim reglum sem gilda í umferðinni, þeir hafa ekki minnstu hugmynd um hvað umferðarmerkin þýða og hafa aldrei heyrt minnst á hægri regluna um forgang á gatnamótum. Svo sem þið hafið eflaust upp- götvað þá eru ökumennirnir sem ég hefi í huga ekki orðnir sautján ára og ökutækin eru ekki bílar. Ökutæk- in sem ég hef í huga eru reiðhjól og ökumennirnir eru lítil börn, fimm, sex eða sjö ára. Það kemur kannski einhverjum spánskt fyrir sjónir að tala um reiðhjól sem ökutæki, en reiðhjól verða að teljast til ökutækja þar sem þau eru notuð til sam- gangna af ungum og öldnum. Það hefur reyndar vantað mjög upp á að þessum samgöngu/ökutækjum hafið verið sýnd tilhlýðileg virðing af þeim sem taka ákvarðanir um sam- göngumannvirki okkar, til dæmis eru hjólreiðabrautir ennþá nánast óþekktar utan þess að gangbrautir nýtast nokkuð víða sem slíkar. Hvað yngstu ökumennina varðar þá gilda ekki aðrar reglur um þá sérstaklega en það sem fram kemur í 40. grein umferðarlaga um að barn yngra en 7 ára megi ekki hjóla á ak- braut nema undir leiðsögn og eftir- liti manns sem hefur náð 15 ára aldri. Þetta hlýtur þá að þýða að barn sem orðið er sjö ára megi taka þátt í umferðinni á jafnréttisgrund- velli sem fullgildur ökumaður (reyndar bara á reiðhjóli). Engin önnur skilyrði eru sett ss. um kunn- áttu í umferðarreglum eða leikni í notkun ökutækisins. Það verður því að treysta á ábyrgðartilfinningu foreldra, að þeir uppfræði börn sín vel og þjálfi þau vel áður en þau takast á hendur þetta nýja hlutverk, hlutverk öku- mannsins í umferðinni. Foreldrar, munið að barn sem ekki er orðið sjö ára má ekki vera á reiðhjóli á akbraut nema undir eftir- liti fullorðinna. (Gerið ekki ráð fyrir að barnið muni alltaf eftir því.) Barn sem er að fara að taka þátt í umferð- inni þarf æfingaakstur ekki síður en unglingur sem er að fara að taka bflpróf. Farið með barninu um um- hverfið og sýnið því hvernig það á að bera sig að. KRISTJÁN FRIÐGEIRSSON, erindreki slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FASTEIGNASALA FAXAFENI 5 SÍMI 533 1080 FAX 533 1085 Háaleitisbraut 111 Glæsileg eign. Opið hús í dag frá kl. 15 til 17.00. í dag sýna Egill og Elín þessa fallegu 4ja herbergja íbúð í góðri blokk við Háaleitisbraut. l’búðin er rúmlega 100 fm að stærð og henni fylgir 20 fm bílskúr auk geymslu. Rúmgóð herbergi og stór stofa. Sjón er sögu ríkari. Gerum Eignaskiptayfirlýsingar fyrir íbúða- og atvinnuhúsnæði Ath.: Fresturinn rennur út um áramótin! A Rekstrarverkfræðistofan GkAnngrhi ^Reikningsskil & Rekstrartækniráðgjöf I Suðurlandsbraut 46 • Bidu iiúmnum Sfmi : Fax : 568 10 20 568 20 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.