Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Vikuferð 30. ágúst, 13. sept. og 20. sept. - 2-4 f íbúð kr. Aukavika 2-4 í íbúð kr. Aðeins fáein sæti laus í ofangreindar ferðir 39.990 per. mann Gisting í íbúðum á Portofino II Innifalið: Flug, gisting, ferðlr til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallaskattar og alferðargjald; fullorðnir 2540 kr og börn (2-11 ára) 1910 kr. Kostirnir v/d allar okkar ferðir og verð eru: Þú velur gistinguna STRAX VIÐ BÓKUN. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur býður aðeins rúmgóðar íbúðir á ofangreindu verði (ekki stúdíó) LISTIR ’ 1 Mf~. .* 1 ■Piv. • | Kristinn Morthens á vinnustofu sinni. Málverk í Fjallakofanum KRISTINN Morthens opnar mál- verkasýningu í Fjallakofanum við Meðalfellsvatn á laugardag kl. 14. Kristinn sýnir um 50 litlar vatns- litamyndir sem allar eru málaðar á þessu ári. í myndunum hefur hann dregið upp lýsingu á landslagi tjalla, hrauna og vatna. Kristinn hefur unnið jöfnum höndum í olíu og vatnsliti og hefur haldið fjölda sýninga á liðlega hálfrar aldar listamannsferli sín- um. Sýningin verður opin helgarnar 26.-27. ágúst og 2. og 3. september frákl. 12-18. Gististaðir okkar á Benidorm: Les Dunes Suites, Gemelos II, Portofino II og Edimar eru allir frábærlega staðsettir í hjarta Benidorm, ýmist við ströndina eða í göngufæri til strandar og í gamla bæinn. MUNDU að nota EURO/ATLAS óvísun og þú LÆKKAR ferða- kostnaðinn um 5000 krónur OATLAS/* EUROCARD. Pctntacfu í síma www. f erd. is ý>n/v ferðaskrifstofA REYKJA VIKUR Aóalstræti 9 - sími 552-3200 Líkið í geymslunni ERLEJVDAR BÆKUR S p e n n ii s a g a EKKI GLEYMA AÐ DEYJA „Don’t Forget to Die“ er eftir Margaret Chittenden. Kensington Mystery 2000.292 síður. MARGARET Chittenden heitir ein af fjölmörgum bandariskum konum í rithöfundastétt sem skrifar krimma án þess að taka formið eða sjálfa sig of alvarlega. Hún skrifar á gaman- sömum nótum um áhugaspæjara að nafni Charlie Plato, sem er kona á besta aldri. Bækurnar um hana eru eitthvað um fimm talsins en sú sem hér um ræðir, Ekki gleyma að deyja eða „Dorit Forget to Die“, kom út í vasabroti í sumar hjá Kensington-út- gáfunni. í henni rannsakar Charlie Plato gamalt morðmál og annað nýtt í þeirri von að geta hreinsað mannorð vinar síns, Angels. Charlie Plato Charlie Plato á margt sameiginlegt með öðrum kvenspæjurum banda- rískra krimmabókmennta sem flest- ar búa einar, eiga gæludýr, eru í laus- legu sambandi við karlmenn og hafa mikinn áhuga á að leysa morðgátur. Nýjar bækur • ÍSLENSK bókaskrá fyrir árið 1999 er komin út og er þar skráð öll bókaútgáfa þess árs. Skráin er 269 bls. að stærð. Henni fylgir tölulegt yfirlit um bókaútgáfu ársins 1999. Samkvæmt því komu 1.866 rit út á árinu 1999. Það er 70 rita aukning miðað við næsta ár á undan. Einnig er í íslenskri bókaskrá skrá um ný blöð og tímarit sem hófu útkomu 1999, svo og skrá um landa- kort og myndbönd. íslenskri bókaskrá fylgir enn- fremur íslensk bljóörítnskrá, 95 blaðsíður að stærð, þar sem skráð er allt efni sem gefið er út á hljómplöt- um, geisladiskum og snældum. Fjöldi slíkra gagna er svipaður og næsta ár á undan, eða rúmlega 200. Efni beggja rita, íslenskrar bóka- skrár og Islenskrar hljóðritaskrár, er i tölvukerfinu Gegni. Ritstjóri skránna er Hildur G. Eyþórsdóttir. Útgefandi er Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn. Skrárnar eru seldar bæði íáskrift oglausasölu og eru meðal annars fáanlegar í af- greiðslu safnsins í Þjóðarbókhlöðu. Plato smellpassar í þessa formúlu. Hún er einstæðingur eftir að hafa farið frá kallinum, sem hélt framhjá henni, og hefur ákveðið að lifa skírlífi í framhaldi af því. Hún rekur sveita- söngvakrá ásamt nokkrum vinum sínum. Gæludýrið hennar er hollensk dvergkanína. Nýi karlinn í lífi hennar er Zack Hunter, sjónvarpsleikari af guðs náð, sem virkar þannig á hana að hún á stundum í erfiðleikum með að halda skírlífisheitið, og það vill svo til að hún er sífellt að reka nefið i morðgátur og leysa þær af sínu ró- lyndislega kæruleysi. Það er einmitt þetta rólyndi sem svæft getur vökulasta lesara. Marg- aret Chittenden tekur tímann sinn í að segja söguna og varðar lítið um spennu og átök í því sambandi. Sagan byggist nær eingöngu á samtölum persónanna, sem eru ekki öll jafn áhugaverð, og allt sem gerist í fortíð og nútíð er lýst í samtalsformi. Það getur verið ágætt í sjálfu sér en virk- ar ekki fullkomlega í þessu tilviki því með fljóta upplýsingar um alls kyns óskyld efni, sem verður til þess að draga litla sögu enn á langinn. Þannig er ekki mikilli spennu fyrir að fara en Chittenden bætir það stundum upp með geðþekkum húmor. Sjónvarpsleikarinn Zack Sagan gæti haldið einum þætti af Matlock á floti en ekki mikið meira. Þannig er að dag einn finnst lík af rosknum manni í geymslu í nágrenni sveitakrárinnar. Hann hefur verið dauður í nokkra mánuði en lögreglan kemst að því að hann hét Victor Smith og var grunaður um morðið á eiginkonu sinni fyrir áratugum síðan. Ekkert hefur spurst til hans allan þann tíma sem liðinn er og nú finnst hann sjálfur myrtur. í ljós kemur að þeir sem helst eru grunaðir um morðið eru synir hans tveir, Angel og Michael Cervantes. Lögreglan heldur því fram að þeir hafi haft upp á honum eftir öll þessi ár og loks komið fram hefndum. Ang- el á hlut í sveitakránni og er góðvinur Charlie Plato svo hún tekur að sér að rannsaka málið. Húmorinn í sögunni tengist mest samskiptum Plato og sjónvarps- leikarans fjallmyndarlega, Zack Hunters. Hann leikur einskonar spæjara og vestrahetju bæði á skján- um og ekki síður utan hans, nýtur hæfilegrar frægðar í nágrenninu, er dáður af kvenþjóðinni og notar sér það mjög til framdráttar. Hann fer í taugamar á Plato þegar hann setur upp sjónvarpssvipinn en mest er hún skotin í honum. Hann hleypir svolitlu fjöri í söguna ogveitirekkiaf. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.