Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Heitt vatn
komið á í
Breiðholti
HITAVEITA í Breiðholti og
Kópavogi var komin í samt lag í
gærmorgun, en heitavatnslaust
varð í um tvær klukkustundir í
fyrrakvöld. Hjá bilanavakt
Orkuveitunnar fengust þær
upplýsingar að líklega hefði
tekist að komast varanlega fyr-
ir bilunina.
Minnisvarðar
á Islendinga-
slóðum
STURLA Böðvarsson
samgöngumálaráðherra af-
hjúpar í dag minnisvarða á Is;
lendingaslóðum í Lockport. í
gær afhjúpaði hann minnis-
varða í Musquododoit.
Minnisvarðarnir eru reistir í
tilefni þess að 125 ár eru liðin
síðan Islendingar hófu ferðir
sínar til Vesturheims. Það eru
íslendingafélög á þessum slóð-
um sem hafa staðið fyrir því að
reisa minnisvarðana.
Hannes
Hlífar efstur
í Portúgal
HANNES Hlífar Stefánsson
stórmeistari er efstur á alþjóð-
legu skákmóti í Lissabon í
Portúgal, með fullt hús vinn-
inga eftir fjórar umferðir,
ásamt Nikola Mitkov. Þeir
mætast í fimmtu umferð. Átta
skákmenn eru með 314 vinning í
mótinu.
Ekið á hjól-
reiðamann
MAÐUR á reiðhjóli varð fyrir
bíl við Sauðárhlíð á Sauðár-
króki laust fyrir kl. 22 í fyrra-
kvöld. Að sögn lögreglunnar
voru meiðsl mannsins minni-
háttar, en hann var engu síður
iluttur á sjúkrahús til skoðun-
ar. Skemmdir urðu á báðum
farartækjum og voru þau óöku-
fær eftir óhappið.
Þorsteinn
vann Jón
Viktor
ÞORSTEINN Þorsteinsson
lagði Jón Viktor Gunnarsson í
fyrri skák annarrar umferðar
Skákþings Islands sem haldið
er í Félagsheimili Kópavogs.
Hinum þremur skákunum lauk
með jafntefli, en seinni skák
umferðarinnar hófst í gær,
laugardag, kl. 14.
Með Morgunblaðinu í dag er dreift
blaði frá Baðhúsinu, „Heilbrigði og
vellíðan".
Félagar í Afli ganga í Náttúruverndarsamtök Austurlands
„Ekki tilraun til yfirtöku“
FÉLÖGUM í Náttúruverndarsamtökum Austur-
lands, NAUST, hefur fjölgað um 60 undanfarna
daga og eru flestir nýju félaganna í samtökunum
„Afl fyrir Austurland11, sem berst fyrir virkjunar-
framkvæmdum á svæðinu. Aðalfundur NAUST er
í dag.
Einar Rafn Haraldsson, formaður stjórnar Afls
fyrir Austurland, segir að alls ekki sé um tilraun
til yfirtöku á Náttúruverndarsamtökunum að
ræða. „Þessi samtök hafa ágæt markmið og lög.
Meðal annars segir í lögunum að þau ætli að stuðla
að skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda. Einnig
segir að þau ætli að hafa vinsamleg samskipti við
alla þá aðila sem kunna að hafa hagsmuna að gæta
sem eru andstæðir náttúruverndarsjónarmiðum,“
segir Einar.
„Hin ágætustu
samtök“
Einar segir að framtakið sé einstaklinganna,
ekki samtakanna. „Ég veit ekki hversu margir
þessara nýju félaga eru í samtökunum okkar, en
hafa ber í huga að félagsmenn Afls eru yfír 2.500
talsins,“ segir hann.
Að sögn Einars Rafns byrjaði málið þannig að
hann fékk lög NAUST í hendurnar fyrir fáeinum
vikum. „Ég sá að þetta voru hin ágætustu samtök
og það væri um að gera að spjalla við meðlimi
þeirra. Ég sagði einhverjum frá þessu og ég held
að þessi skriða hafí fylgt í kjölfar þess,“ segir
hann. Hvorki stjómarkjör né lagabreytingar eru á
dagskrá fundarins í dag. „Menn vilja bai’a ræða
efnislega um málið,“ segir Einar Rafn.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sjö rúður voru brotnar í verslunum í miðbæ Akureyrar.
Skemmd-
arverk á
Akureyri
TVEIR menn á tvítugsaldri
gengu berserksgang á Akureyri
aðfaranótt laugardags. Annar
þeirra var grunaður um að hafa
rispað níu bifreiðir á Oddeyrar-
götu og Hamarsstíg með egg-
vopni eða lykli, brotið spegil af
einum bíl og útvarpsstöng af öðr-
um.
Hann var handtekinn um morg-
uninn og færður í fangageymslur
lögreglunnar.
Hinn maðurinn var handtekinn
í miðbænum, grunaður um að
hafa brotið sjö rúður í verslun-
um, flestar stórar og þykkar.
Báðir mennirnir voru töluvert
ölvaðir að sögn lögreglunnar á
Akureyri, sem telur að tjónið
nemi hundruðum þúsunda.
Enn fínnst kampýlóbakt-
ersýking á Patreksfírði
NY rannsókn á vatni á Bíldudal og
Patreksfirði sýnir að gæði vatnsins
eru ekki í lagi. Niðurstaða rann-
sóknar, sem fékkst á föstudag,
leiddi í ljós að það finnst kampýló-
bakter í vatninu á Patreksfirði, en
ekki á Bíldudal.
Saurkólígerlar eru hins vegar í
vatni á báðum stöðum. I upphaf-
legri mælingu fundust bæði saur-
kóligerlar og kampýlóbakter í
vatni á báðum stöðum. Anton
Helgason, heilbrigðisfulltrúi á
Vestfjörðum, segir að sýni séu tek-
in úr vatninu annan hvern dag og
von sé á niðurstöðu á nýjum sýn-
um á mánudag.
Hann segir ekki ljóst hvað valdi
menguninni, en grunur beinist að
fuglum. Vatnsbólin séu lokuð og
því sé ekki þörf á neinum úrbótum
við þau. Þau séu hins vegar grunn,
sem auki líkur á mengun.
Anton segir að heimamenn vinni
ötullega að því að koma málum í
lag. M.a. sé til skoðunar að lýsa
vatnið með útfjólubláum geislum,
en það drepur allar bakteríur.
Hann sagði að þrjár vikur tæki að
koma upp slíkum búnaði. Einnig
séu fiskvinnsluhúsin að skoða þann
möguleika að klórblanda vatnið.
Meðan ástandið er óbreytt er fólk
hvatt til að sjóða allt drykkjarvatn.
Ekki er vitað til þess að íbúar hafi
veikst vegna vatnsins.
Fiskistofa hefur stöðvað sölu á
afurðum frá fiskvinnslufyrirtækj-
um á Patreksfirði og Bíldudal og
er verið að rannsaka þær afurðir
sem eru í fiskigeymslum, en von er
á niðurstöðu rannsókna eftir helgi.
Fyrsta tölublað Morgunblaðsins hefur verið vel geymt norður á Blönduósi
Notað sem einangr-
un í kaupfélags-
stjórahúsinu
NÝVERIÐ rakst Eiríkur Ingi
Björnsson frá Blönduósi á gamalt
Morgunblað sem hann hefur geymt
í gömlu dóti. Þetta er raunar fyrsta
tölublað blaðsins sem kom út 2.
Davíð í
Eistlandi
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra og Ástríður Thoraren-
sen, eiginkona hans, verða í op-
inberri heimsókn í Éistlandi 29.
og 30. ágúst. Á morgun situr
Davíð sameiginlegan fund for-
sætisráðherra Norðurlanda og
forsætisráðherra Eystrasalts-
ríkjanna í Pamu í Eistlandi.
nóvember 1913. f blaðinu er margt
forvitnilegt en sumt kemur ann-
kannalega fyrir sjónir eins og tób-
aksauglýsingar sem á þessum tíma
þóttu sjálfsagðar í dagblöðum.
I blaðinu má m.a. lesa þessa frétt
úr sláturtíðinni: „Þyngsti sauður
sem skorinn hefir verið í Slátur-
húsinu í haust var frá séra Jóni
Thorstensen á Þingvöllum.
Skrokkurinn 68 pund. Þeir eru
iöngum drjúgir úr Þingvallasveit-
inni, sauðirnir.“
Eiríkur Ingi Björnsson fann fyr-
ir aldarfjórðungi fyrsta tölublað
Morgunblaðsins þegar hann var að
endurbæta einangrun í kaupfélags-
stjórahúsinu sem nú er horfið en
stóð á ióð þar sem mjólkurstöðin á
Blönduósi er. Blaðið hafði verið
notað ásamt öðru sem einangrun í
þakinu og tók Eiríkur það til hand-
argagns af einhverjum ástæðum.
Morgunblaðið/Jón Sig
Eiríkur Ingi Björnsson gluggar í eintak af fyrsta tölublaði Morgun-
blaðsins, sem kom út 2. nóvember árið 1913. Blaðið er sem nýtt, ósnjáð
og slétt, en hann fann eintakið fyrir aldarfjórðungi.
Það var sfðan fyrir nokkrum dög-
um að Eiríkur Ingi fór að grúska í
gömlu dóti heima hjá sér að hann
rakst á þetta Morgunblað og áttaði
sig á því að hann væri með fyrsta
Morgunblaðið í höndunum. Blaðið
er næstum eins og það hafi borist í
gegnum blaðalúguna í morgun,
gersamlega ólesið og ósnjáð og
hefur reynst samvinnuhreyfing-
unni í Austur-Húnavatnssýslu sem
hið besta skjól.