Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 23 Reuters Patricia Hewitt, aðstoðarráðherra í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Bretlands, stendur við líkan af næstu kynslóð farsíma, svokallaðir 3G, eftir uppboð farsúnarása þar í landi fyrr á þessu ári. telja mesta hættu fólgna í því að mat á fjarskiptafyrirtækjum færist nið- ur fyrir A-flokk. Það gæti leitt til mikils framboðs af bréfum fjar- skiptafyrirtækja. Hvorki mat á France Telecom né BT fór niður fyrir A-flokk. France Telecom fór úr AA- í A og BT úr AA+ í A en ekki niður í BBB eins og jafnvel var ótt- ast. Hlutabréf í BT hafa lækkað töluvert vegna mikillar óvissu um mat S&P og hefur fyrirtækið m.a. frestað 10 milljarða dala skulda- bréfaútgáfu í Bandaríkjunum, að því er fram kemur á ft.com. BT hlaut leyfi á Bretlandi og dótturfyrirtæki þess, Viag Interkom, í Þýskalandi. Ef lánshæfismat Deutsche Tele- kom verður lækkað gætu áhrifin af færslu niður úr A-flokki orðið þau að fjárfestar sem eiga skuldabréf úr hinu stóra skuldabréfaútboði fyrir- tækisins í júní vildu innleysa þau, að því er fram kemur á ft.com. Skulda- bréfaútboð Deutsche Telekom í júní var vænlegur fjárfestingarkostur þar sem afsláttur var gefinn af bréf- unum. Stjórn fyrirtækisins vissi að búa þyrfti í haginn fyrir erfiða fram- tíð og bæta kaupendum skuldabréf- anna einhvern veginn upp það sem nú er komið á daginn. Merrill Lynch spáir því að skulda- bréfaútgáfa í fjarskiptageiranum muni nema 41 milljarði bandaríkja- dala á tímabilinu september til des- ember. Telefonica á Spáni hyggur á 5 milljarða dollara útgáfu fljótlega. Telia í Svíþjóð hefur lokið sölu á skuldabréfum að virði 300 milljónir evra en lánshæfismat Telia er óbreytt. Og fjarskiptafyrirtækin verða að sætta sig við meiri kostnað við fjár- mögnun af þessu tagi en hingað til þar sem fjárhæðimar eru háar og sérstakar aðstæður fyrir hendi. Þar kemst á önnur samkeppni á milli fjarskiptafyrirtækjanna, samkeppni um athygli fjárfesta á þungum markaði. Miðað við þessar aðstæður er líklegt að fjárfestar selji eldri skuldabréf til að kaupa ný með betri kjörum. í ljósi þessa telja sérfræðingar að endurverðlagning á verðbréfum í fjarskiptageiranum sé í aðsigi og muni hafa veruleg áhrif á eftirmark- aði, að því er fram kemur á ft.com. France Telecom hefur nú þegar tek- ið lán upp á 30 milljarða evra og er talið að forsvarsmenn fyrirtækisins vinni nú að fjármögnun upp á 5-10 milljarða evra. Forsvarsmenn Deutsche Telekom standa nú í samningaviðræðum um 12 milljarða evra lán og dótturfyrirtækið 0ne20ne hyggst taka 3,4 milljarða punda lán upp á eigin spýtur. Deilur um uppboðs- fyrirkomulagið í Economist er greint frá þeim sjónarmiðum að þessi mikli kostnað- ur sem fjarskiptafyrirtækin þurfa að gera sér að góðu hægi á út- breiðslu UMTS-kerfisins í Evrópu. Einnig að uppboðin geri það að verkum að fjarskiptafyrirtækin velti kostnaðinum yfir á neytendur og Ieiði þar með til hægari þróunar þráðlausra viðskipta. Þá séu aðferð- irnar sem notaðar voru á Spáni og Finnlandi mun betri, þar sem leyfin voru veitt í skiptum fyrir lágar upp- hæðir að undangenginni svokallaðri fegurðarsamkeppni. En Economist tekur ekki undir þessi sjónarmið heldur bendir á að uppboðsfyrirkomulagið veiti þeim leyfin sem meti þau mest, ekki þeim sem dómnefndinni líkar best. Og ef leyfishafarnir vita að samkeppni mun ríkja á markaðnum, munu þeir reynast neytendum vel. Það sé því farsælast að reyna að selja eins mörgum umsækjendum aðgang og mögulegt er, svo samkeppnin verði raunverulega fyrir hendi. Að mati Economist er mikilvægt að uppboðin séu vel skipulögð og grundvallarregla að fleiri leyfi skulu vera í boði en sem nemur fjölda starfandi fjarskiptafyrirtækja á við- komandi markaði. Sú var raunin í Bretlandi en í Hollandi voru fimm leyfi í boði, sem hirt voru af fimm Þad er því Ijóst að Japan ríður á vaðið og býður þjónustuna strax á næsta ári, en búist er við að í Evrópu verði þriðja kynslóðin komin á fætur árið 2002. starfandi fjarskiptafyrirtækjum. í Þýskalandi fóru sex leyfi til sex fyr- irtækja, en þar af voru fjögur sem starfandi voru á þýska markaðnum. Óvenjulegt fyrirkomulag í Þýskalandi Fyrir uppboðið í Þýskalandi kom fram í vikuritinu Time að samvinna símafyrirtækja við að gera tilboð í leyfin myndi koma neytendum til góða. Því færri sem tilboðsgjafar væru, því meiri líkur væru á að verð fyrir leyfi færu ekki upp úr öllu valdi. Áð sama skapi gætu ríkis- stjórnir Evrópulanda ekki gert ráð fyrir að hagnast jafn vel og Bretar á uppboðunum. Time gerði ráð fyrir að þýsk stjórnvöld fengju ekki meira en um9,6 milljarða dollara fyrir leyfin. Raunin varð 45 milljarð- ar dollara. Þó fækkuðu þýsk stjórn- völd ekki rásunum sem boðnar voru. Fyrirkomulagið var þó óvenjulegt þar sem fyrir fram lá ekki fyrir hvort fjögur eða sex leyfi yrðu gefin út. í boði voru 12 rásir, en tvær eru lágmark til að geta boðið þjónustu. Fyrir fram höfðu nokkrir umsækj- endur lýst yfir miklum áhuga á að ná þremur rásum, sem er nauðsyn- legt til að ná til alls landsins. Fram á síðasta dag var óljóst hvort einhver umsækjandanna myndi ná þremur rásum og það er jafnvel ástæðan fyrir góðri útkomu fyrir þýska ríkis- kassann, en niðurstaðan varð sex fyrirtæki með tvær rásir hvert. Upphaflega var gert ráð fyrir að 13 símafyrirtæki myndu taka þátt í uppboðinu í Þýskalandi en þeim fækkaði niður í 8. WorldCom dró sig til baka áður en uppboðið hófst, Debitel eftir að það hófst og svo Hutchison Whampoa frá Hong Kong fimm klukkustundum eftir að niðurstaða lá fyrir, af þeirri ástæðu að verðið hafi verið of hátt. Fyrir- tækið hefur yfir að ráða UMTS-leyfi á Bretlandi. Samstarfsfyrirtæki Hutchison, KPN frá Hollandi, hefur átt erfitt uppdráttar síðan við að rökstyðja það að fyrirtækið ætli sér að byggja upp kerfi og þjónustu í Þýskalandi þrátt fyrir brotthvarf Hutchison. Hlutabréf KPN í Amst- erdam hafa lækkað verulega frá því niðurstaðan í Þýskalandi lá fyrir. Japanska fyrirtækið DoCoMo er hluthafi í Hutchison og KPN en DoCoMo verður fyrsta fyrirtæki í heiminum til að hleypa af stokkun- um kerfi fyrir þriðju kynslóð far- síma, í Tokyo í maí nk., að því er fram kemur í nýrri úttekt Business Week á fyrirtækinu. Þar segir enn fremur að DoCoMo sé í fararbroddi fyrirtækja í heiminum sem starfi fyrst og fremst á sviði þráðlausra fjarskipta, en DoCoMo hefur hann- að og framleitt þráðlaus tæki sem eru sítengd og auðveld í notkun og ganga á kerfi sem kallað er i-mode. Næsta skref hjá KPN er sagt vera að kynna i-mode í Evrópu. Bandaríkin dragast aftur úr I Bandaríkjunum var áformað að bjóða upp UMTS-leyfi í september en rásir liggja þó ekki á lausu og hefur uppboði verið frestað fram í mars á næsta ári. Stærsti hluti rás- anna er notaður af aragrúa sjón- varpsstöðva um öll Bandaríkin. Þar er því mjög takmarkað pláss í boði og deginum ljósara að Bandaríkin munu dragast aftur úr Evrópu hvað uppbyggingu þriðju kynslóðar far- síma varðar, að því er fram kemur í Economist. Búist er við að fyrirtæki eins og AT&T, WorldCom, VoiceStream, Microsoft, AOL-TimeWarner og Cisco taki þátt í bandaríska uppboð- inu og í júlí var búist við að fjárhæð- irnar í spilinu færu upp í 50 millj- arða bandaríkjadala, sem er litlu hærri upphæð en varð niðurstaðan í Þýskalandi. Sá böggull fylgir skammrifi að þessi fyrirtæki þurfa sjálf að kljást við sjónvarpsstöðv- arnar um að láta rásirnar af hendi og því getur fylgt aukinn kostnaður. Sjónvarpsstöðvarnar eiga sam- kvæmt samningi að sleppa rásunum árið 2006, þegar stafrænar sjón- varpssendingar skulu vera orðnar að veruleika. Undantekningin er ef færri en 85% viðtakenda ná staf- rænum útsendingum og samkvæmt Economist er nær öruggt að hlut- fallið hafi ekki náð 85% árið 2006. Það gæti því liðið áratugur eða meira þar til þriðja eða fjórða kyn- slóð farsíma nær fótfestu í Banda- ríkjunum. Það er því ljóst að Japan ríður á vaðið og býður þjónustuna strax á næsta ári, en búist er við að í Evrópu verði þriðja kynslóðin kom- in á fætur árið 2002. Einsöngsdeild. Hefðbundið söngnám samkvæmt námskrá. Inntökupróf 5. september. Söngdeild fyrir áhugafólk. Einkatímar, hóptímar. Deildin er opin öllum. Söngnám sér til gagns og gamans. Unglingadeild 14-16 ára. Undistöðuatriði kennd í hóptímum og einkatímum. Bamadeild 4-6 ára. Að þroska og efla sköpun, taktskyn og söng er markmið okkar. Innritun í síma: 552 0600, 695 2914 og 691 9262. http://songskoli.vortex.is Ýmir tónlistarhús, Skógarhlíð 20. ^ ____________________________________=/ Listasmiðja barna , og unglinga ^Jonlist - Leiklist - Spuni - Dans Börn: Tónlist - frá 3-12 ára. Leiklist - frá 7-15 ára. Dans og tjáning - frá 7-9 ára. Jass - frá 10-12 ára. Unglingar: Hip-Hop - Jass - Breake Helga Leiklist Þórey Elva Auður Orville Natasia Hrefna Leiklist Tónlist Barnadans Hip-Hop Break Jass Innritun h afin! Olafur Leiklist Kristín Tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.