Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLABIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 45 Gjöf til Skóg- ræktarfélags Islands KARL Eiríksson og H. Skúli Karlsson hjá Bræðrunum Orms- son afhentu nýverið Skógræktar- félagi íslands skjávarpa og staf- ræna myndavél. Hvort tveggja mun nýtast í upplýsinga- og fræðslustarfi Skógræktarinnar. „Við erum að fara að gera út- tekt á skógræktarstarfi síðustu tíu ára og mun myndavélin nýtast vel í því starfi,“ sagði Magnús Jó- hannesson formaður Skógræktar- félagsins. Bræðurnir Ormsson hafa lengi stutt við bakið á Skógræktarfé- Iaginu. Gengið hefur verið frá því að fyrirtækið muni halda áfram að styrkja Skógræktarfélagið og veitir 500 þúsund kr. til þess í auglýsingum næstu þrjú árin. Magnús sagði það ómetanlegt fyrir útgáfustarfsemi Skógrækt- arfélagsins sem gefur út fræðslu- bæklinginn Frækornið. Norræn ráðstefna um land- upplýsinga- kerfí NÚ STENDUR yfir skráning þátt- takenda á einn stærsta viðburð á sviði LUK hér á landi til þessa, þ.e. samnorrænu ráðstefnuna um land- upplýsingakerfi, sem haldin verður í Reykjavík dagana 25. til 29. októ- ber. Ráðstefnan er haldin á vegum GI Norden, norrænna samtaka á sviði landupplýsinga og LISU, samtaka um landupplýsingar á Is- landi. Þörf fyrir stafrænar landupplýs- ingar af ýmsum toga fer sífellt vax- andi hjá stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. Um leið eru gerðar auknar kröfur til landfræði- legra gagna og öryggis við miðlun þeirra. Með landupplýsingakerfi er hægt að tengja saman gögn frá ólíkum svæðum og ólíkum aðilum, t.d. töflur og texta við kortagrunna og meðhöndla gögn með ýmsum hætti. Dagskrá ráðstefnunnar hefst miðvikudagskvöldið 25. október með móttöku í ráðhúsi Reykjavík- ur. Dagana 26. og 27. október verða síðan flutt 44 erindi, þar af sextán íslensk, um notkun land- upplýsinga eða landupplýsinga- kerfa á ýmsum sviðum. Þar má m.a. nefna erindi um umhverfi, náttúruvá og neyðarþjónustu, lagnir, samgöngur, staðla, aðferðir við skráningu heimilisfanga. Auk þess verða erindi um verðmæti og gæði landupplýsinga og miðlun þeirra á netinu. Erindunum er rað- að niður á tólf fundi og verða tveir og tveir fundir samhliða. Sérstök sýning verður einnig á ráðstefn- unni frá fjölmörgum fyrirtækjum þar sem kynnt verða tækni, fram- leiðsla og búnaður á sviði landupp- lýsingakerfa. Auk fyrirlestra og sýningarhalds er boðið uppá ævin- týrakvöld og veislukvöldverð. Laugardaginn 28. október verða síðan haldnir minni fundir um ýmis sérmál fyrir hádegi, en eftir hádegi geta ráðstefnugestir: valið á milli þriggja skoðunarferða út á land. Skráning á ráðstefnuna er hjá Samvinnuferðum-Landsýn og veita Unnur Björk Guðmundsdóttir unnurb@samvinn.is og Þórunn Ingólfsdóttir thorunnn@samvinn.- is allar nánari upplýsingar. Athygli er vakin á því að ráðstefnugjaldið hækkar eftir 1. september. Dag- skrá, verð, skráningareyðublöð og ýmsar upplýsingar er einnig hægt að nálgast hjá: www.ginorden.org og www.rvk.is/lisa Morgunblaðið/Golli Brynjólfur Jónsson, Magnús Jóhannesson, Karl Eiríksson og H. Skúli Karlsson við afhendinguna. Sýnmffu í Sjóminja- safmnu að ljúka * SYNINGUNNI „Svipmyndir frá sjávarsíðunni" í Sjóminjasafni ís- lands, Hafnarfirði, lýkur fimmtu- daginn 31. ágúst. Um er að ræða sýningu á verk- um Jóns Gunnarssonar listmálara þar sem viðfangsefnið er sjó- mennska og lífið við sjávarsíðuna. Hann er einn örfárra íslenskra sjávarmyndamálara sem hafa helgað sig sérstaklega þessu myndríka viðfangsefni í listsköpun sinni. Sýningin er opin á sama tíma og safnið alla daga frá kl. 13- 17. Sýning um bernsku Margrétar Valdimarsdóttur Danadrottningar og um börn á miðöldum verður opnuð í Sjóminjasafni Islands um miðjan september og kemur hún frá danska þjóðminjasafninu. Á sýningunni, sem sérstaklega er ætluð börnum, verður jafnfamt fjallað um bernskuna hér á landi á miðöldum en það er íslensk viðbót við upprunalegu sýninguna. Koma sýningarinnar hingað er styrkt af menningarmálanefnd--. Hafnarfjarðar og Eimskipafélagi íslands. L L L L L L L L L L L L L L L Valkostur B: HP OmniBook XE3 ferðatölva með: • Intel Pentium 111 700 MHz örgjörva • 64 MB SDRAM minni •10GB hörðum diski • 14,1" TFT skjá- 1024x768 upplausn • 4MB AGP skjákorti með sjónvarpsútgangi • 8xDVD geisladrifi og 3,5" disklingadrifi • Innbyggðu 56KB mótaldi og 10/100 netkorti • Lithium Ion rafhlöðu með allt að 4. klst. endingu • Windows 98 stýrikerfi og vírusvörn. Tilboðsverð kr. 247.000,-* :JÍÍ«jÉÍ Valkostur A: H P OmniBook XE3 ferðatölva með: • Intel Celeron 600 MHz örgjörva • 64 MB SDRAM minni •5 GB hörðum diski • 12,1" TFT skjá - 800x600 upplausn •4MB AGP skjákorti með sjónvarpsútgangi • 24x geisladrifi og 3,5“ disklingadrifi • Innbyggðu 56Kbps mótaldi • Lithium Ion rafhlöðu með allt að 4. klst. endingu •Windows 98 stýrikerfi og vírusvörn. Tilboðsverð aðeins kr. 143.000,- * * Miðastvið gengi USD þann 25.08.00 Penninn Skrifstofutæki Suðurlandsbraut 4 Slmi 540 2025 Fax 540 2021 Penninn Bðkval Hafnarstræti 91-93 Akureyri Sfmi 461 5050 Fax 4615051 wnVswr///
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.