Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 1
195. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Angist foreldra síamstvíbura
Þurfa að velja
milli systra
London. The Daily Telegraph.
DÓMARI í Bretlandi hefur úrskurð-
að að læknar geti skilið að nýfædda
síamstvíbura jafnvel þótt það merki
að annar tvíburanna láti þá lífið.
Læknar segja að hvorugt barn-
anna, sem eru stúlkm- og fæddust 8.
ágúst, muni lifa lengur en þrjá til sex
mánuði verði ekki gripið til aðgerðar.
Hnetubrj óturinn
Boða verk-
fallsbrot
Atlanta. AP.
ATLANTA-ballettinn hyggst ráða
tdnlistarmenn frá Tékklandi til að
flytja tónlistina við uppfærslur á
Rómeó og Júlíu og Hnetubrjótnum í
vetur. Ástæðan er verkfall hljóm-
sveitar ballettsins sem hefur staðið
í hartnær ár.
Aðeins önnur systranna er með
lungu og hjarta og slær það fyrir þær
báðar. Þær eru nú á sjúkrahúsinu St.
Mary’s í Manchester en læknarnir
segjast munu bíða með aðgerðina
þar til enginn vafi leiki á um lagalegu
hliðina á málinu. Foreldrarnir íhuga
að áfrýja úrskurði dómarans.
Hann sagði að stúlkan með hjart-
að og lungun, Jodie, væri hraust.
„En enginn þarf að furða sig á því að
foreldrarnir séu angistarfullir yfir
aðstæðunum. í stað gleðinnar og
langþráðrar hamingju yfir bömun-
um standa þau frammi fyrir ákvörð-
un sem allir foreldrar myndu vilja
víkja sér undan,“ sagði dómarinn.
Hin stúlkan var skírð Mary. For-
eldrar tvíburanna, sem eru kaþólskir
og frá suðausturhluta Evrópu, hafa
andmælt því að aðgerðin verði gerð
þar sem það stangist á við trú þeirra
að velja annað barnið. Guð muni
ákveða hvor systranna lifi.
Morgunblaðið/Sverrir
BUSLAÐ í V ATN SRENNIBR AUT
Herforingnastjórnin þjarmar að lýðræðissinnum í Burma
Suu Kyi bannað að
ferðast um landið
Rangoon. AP.^
„Þetta er eins og að ráða farand-
verkamenn til að koma og tína
bómull í einn dag,“ segir hneyksl-
aður gjaldkeri stéttarfélags tónlist-
armanna í borginni. Sljórn balletts-
ins segir að um tímabundinn
samning sé að ræða og hún hafi
ekki átt annars úrkosta; ekki hafi
enn náðst samningar og stutt sé í
sýningar.
í fyrra varð New York-ballettinn
að notast við segulbandsupptökur á
tónlistinni við sýningar á Hnetu-
brjót Tsjajkovskijs vegna verkfalls
tónlistarmanna.
Tiíboð
í Iridium?
New York. AP.
FYRIRTÆKI í Kalifomíu, CMC
Intemational, hefur gert nýtt, 30
milljón dollara tilboð í fjarskiptafyr-
irtækið Iridium sem er gjaldþrota en
á m.a. 88 gervihnetti úti í geimnum.
Helsti hluthafi í Iridium er far-
símaíyrirtækið Motorola sem er
bandarískt og rekur gervihnatta-
kerfið enn þá. Talsmaður Motorola
sagði á föstudag að ekki hefði verið
rætt við neinn um tilboð í Iridium og
væri enn sem fyrr ætlunin að eyða
hnöttunum 88 með því að beina þeim
inn í gufuhvolfið þar sem þeir munu
brenna upp.
FULLTRUAR stjórnvalda í
Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu
og mannréttindasamtökin Amnesty
gagnrýndu í gær harðlega herfor-
ingjastjórnina í Burma fyrir að
hefta enn á ný ferðafrelsi Aung
San Suu Kyi, helsta leiðtoga lýð-
ræðissinna í landinu. Evrópusam-
bandið krafðist þess að sögn BBC
að hömlunum yrði strax aflétt og
hvatti herforingjana til að hefja
viðræður við stjórnarandstöðu lýð-
ræðissinna. Stjórnarandstæðingar
unnu yfirburðasigur í þingkosning-
um 1990 en einræðisstjórnin huns-
aði úrslitin og fangelsaði marga af
liðsmönnum Suu Kyi.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, sagðist í gær vera mjög
órór yfir þeim fregnum sem borist
hefðu um meðferðina á Suu Kyi.
Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels
1991 fyrir að hafa beitt sér fyrir
friðsamlegu andófi gegn einræðinu
í Burma.
Suu Kyi hefur verið í eins konar
stofufangelsi síðustu sex árin en
herforingjarnir hafa einnig reynt
að fá hana til að flytja úr landi.
Hún var stöðvuð af lögreglu á
fimmtudag er hún reyndi í fyrsta
sinn í tvö ár að fara út fyrir höfuð-
borgina, Rangoon, að því er stjórn-
málaflokkur hennar greindi frá.
Suu Kyi fór ásamt flokksbræðrum
sínum í Þjóðarlýðræðisbandalaginu
yfir Yangon-fljót á ferju og „var
stöðvuð með ólöglegum hætti af yf-
irvöldum á vegi í Dala (útborg
Rangoon)," að því er segir í yfir-
lýsingu frá flokki Suu Kyi.
Þar kom einnig fram að and-
ófskonuna og samferðafólk hennar
skorti mat og vatn og voru vegfar-
endur og flokksfélagar beðnir um
að koma til hjálpar.
Stjórnvöld sögðu í gær að örygg-
isverðir hefðu stöðvað bíla hennar
og „beðið þau að fara ekki lengra
og halda sig í Dala eða snúa aftur
til Rangoon af öryggisástæðum".
Suu Kyi hefur lengi barist gegn
herforingjastjórninni í Burma, sem
stjómvöld nefna Myanmar. Herfor-
ingjamir hafa stjórnað með harðri
hendi síðan þeir bmtu á bak aftur
lýðræðisuppreisn sem Suu Kyi fór
fyrir 1988. Ari síðar var hún
hneppt í stofufangelsi og sat þar til
1995. Síðan hefur herinn heft ferðir
hennar og neitað að ræða við hana.
Ferðin á fimmtudag var sú
fyrsta sem Suu Kyi leggur upp í út
fyrir borgina síðan hún gerði
nokkrar misheppnaðar tilraunir
1998. Það ár stöðvaði lögregla hana
fjómm sinnum er hún reyndi að
fara til funda við flokksfélaga sína
úti á landsbyggðinni.
List eða vara, upp-
lifun eða neysla
Kapphlaupið um
þriðju kynslóðina
NÝBRENNT
OGMALAÐ
Tryggingafélag
Bætur
óháðar
hör-
undslit
Stokkhtflmi. AP.
SÆNSKA tryggingafyrirtæk-
ið Lansförsakringer hefur
numið úr gildi fyrri ákvörðun
um að neita að greiða konu
bætur er varð fyrir líkamsárás
í Stokkhólmi. Konan, Mie
Jagne, er svört á hömnd.
Jagne var á gangi með vin-
um sínum er maður nokkur
kallaði að henni ókvæðisorðum
vegna hömndslitarins. Reiðir
vinir hennar kröfðust þess að
maðurinn bæðist afsökunar.
Er Jagne reyndi að stöðva
rifrildið barði maðurinn hana
svo að hún féll í götuna og
meiddist illa. Maðurinn hlaut
dóm fyrir líkamsárás.
í fyrstu sagði félagið að kon-
an hefði af ráðnum hug rifist
við manninn, jafnvel þótt hún
vissi að honum væri illa við
svart fólk. Hún ætti því engar
bætur að fá. Málið komst á
forsíðu Dagens Nyheter og nú
hefur talsmaður félagsins beð-
ist afsökunar og segir máls-
meðferðina hafa verið alranga.
„Við viljum ekki fá á okkur
orð fyrir að vera félag sem
mismunar fólki eftir hömnds-
lit,“ sagði talsmaðurinn,
Christer Baldhagen.
MORGUNBLAÐIÐ 27. ÁGÚST 2000