Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 33 pliiírgíiíiiMnlnllí STOFNAÐ 19IB Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMFERÐ OG ÁRANGUR AÐ er ljóst að í hvert sinn, sem yfirvöld umferðarmála efna til sérstaks átaks í umferðinni, skilar það árangri. Þannig fer ekki á milli mála, að góður árangur varð af því, þegar stefnt var að slysalausum degi í Reykjavík sl. fimmtudag. Ekki fer heldur á milli mála, að miklar um- ræður í fjölmiðlum í kjölfar alvarlegra umferðarslysa skila ákveðnum ár- angri. Ökumenn hugsa meira um um- ferðina, gæta þess betur að fylgja settum reglum, draga úr hraða, nota bílbelti og framkoma þeirra er að öðru leyti til fyrirmyndar. Við höfum líka reynslu af því, að þegar lögregluyfirvöld efna til alls- herjarátaks til þess að hafa hendur í hári þeirra, sem aka of hratt eða brjóta umferðarlög með öðrum hætti, verður sýnilegur árangur af slíku átaki. Vandinn er hins vegar sá, að þessi árangur er tímabundinn. Smátt og smátt fer umferðin aftur í sama gamla farið. Hin alvarlegu umferðarslys gleymast. Slysalausi dagurinn í Reykjavík gleymist. Herferð lög- reglunnar um land allt gegn hrað- akstri gleymist. Og fyrr en varir er umferðin á höfuðborgarsvæðinu og úti á þjóðvegum farin að lúta sömu lögmálum frumskógarins og hún hef- ur alltof lengi gert. Það hlýtur að vera næsta verkefni umferðaryfirvalda að taka á þessum vanda. Hvernig er hægt að tryggja, að sá tímabundni árangur, sem næst við sérstakar aðstæður verði varanlegur? Það er alveg ljóst, að fræðslustarf- semi, sem fram fer með ýmsum hætti á vegum umferðaryfirvalda, bæði í fjölmiðlum og annars staðar, hefur mikla þýðingu en hún dugar skammt. Slysin sjálf hafa mikil varnaðar- áhrif en þau fjara út, þegar frá líður. Margt bendir til, að eina leiðin til þess að tryggja, að aukinn agi í umferðinni verði varanlegur sé umtalsverð þyng- ing sekta og annarra refsinga. Á síðustu árum hefur verið gert stórátak í því að herða innheimtu vegna stöðumælasekta og flest bendir til að það hafí haft þau áhrif að öku- menn gæti betur að sér í þeim efnum. Þegar stöðumælasektir eru orðnar jafn háar og raun ber vitni leggja öku- menn meiri áherzlu á að bílar þeirra standi ekki við stöðumæla eftir að tím- inn er runninn út og leita þá frekar í bílastæðahúsin, svo að dæmi sé tekið. Ef hraðakstur kostar umtalsverðar fjárhæðir, meiri fjárhæðir en nú, má búast við að ökumenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir leggja það á sig að greiða slíkar sektir oftar en einu sinni. I umferðinni er það svo, að það dug- ar ekki fyrir ökumenn að fylgja sjálfir umferðarreglum út í yztu æsar. Þeir geta verið dauðans matur vegna fram- ferðis annarra í umferðinni. Þess vegna er það áleitin spurning, hvort hinn almenni borgari verður að taka að sér löggæzlu í umferðinni að ein- hverju leyti með því að láta lögregluna vita af ökumönnum, sem stofna eigin lífi og annarra í stórhættu með fram- ferði sínu. Vafalaust mun mörgum þykja það ógeðfelld hugsun að kæra samborgara sína með þeim hætti. Á hinn bóginn er ótrúlegt að fylgjast með þeim hrað- akstri, sem viðgengst á götum höfuð- borgarsvæðisins án þess að nokkur lögreglubíll sjáist, enda getur lög- reglan ekki verið alls staðar, hvorki á höfuðborgarsvæðinu né annars stað- ar. Þess vegna verður aðhaldið að koma innan frá. Hrað- og framúr- akstur er lífshættulegur bæði fyrir þá, sem stunda hann, og aðra. Er fráleitt að þeir, sem verða vitni að slíkum akstri, kæri hann? Það verður að koma á varanlegum aga í umferðinni á íslandi, sem að einhverju leyti endur- speglar það agaleysi, sem hefur lengi einkennt þjóðfélag okkar. Þó hefur orðið mikil breyting á því á seinni ár- um á mörgum sviðum. Við þurfum að ná þessu marki í um- ferðinni, ekki í nokkrar vikur á hverju ári, þegar sérstaklega stendur á, held- ur allt árið um kring og öll ár. Það verður bezt gert með því að vinna að viðhorfsbreytingu í samfélaginu. Við þurfum á að halda umferðar- menningu. Tillitssemi kemur einungis innan frá. En það má kenna hana. Um- fram allt þarf að kenna fólki að aka við ólík skilyrði, á malarvegum, í hálku, við ýmis og ólík veðurskilyrði. Að- stæður kalla á réttan akstur. Og þá er- um við komin að kjarna málsins, dóm- greindinni. Hún verður að vísu ekki lærð. En það má innræta ökumönnum aðgæslu samkvæmt aðstæðum og kenna þeim undirstöðuatriði umferð- armenningar. Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins 27. ágúst 1980: ,Á hvaða at- riði leggja verkamenn í „al- þýðulýðveldinu“ pólska mesta áherslu? Réttinn til að stofna frjáls verkalýðsfélög. Svo er nú komið í Póllandi, þar sem alræði öreiganna á að hafa ríkt um langt árabil, að sósíalíska stjómkerfinu er ógnað að sögn valdhafanna með kröfunni um frjáls verkalýðsfélög, um að verka- menn fái að ráða málum sín- um sjálfír óháðir skipunar- valdi kommúnistaflokksins. Verður sovéskum skriðdrek- um beitt til að bijóta þessar óskir á bak aftur? Frelsis- baráttan í Póllandi á rætur að rekja til hreyfingar meðal hins kúgaða fjölda, sem tek- ur myndir af Jóhannesi Páli páfa, landa sínum, fram yfir andlega feður kommúnis- mans og ákallar Guð en ekki Marx eða Lenín.“ 27. ágúst 1970: ,Á undan- fömum árum hafa stjóma- randstöðuflokkarnir, Fram- sóknarflokkurinn og kommúnistar, hvað eftir ann- að krafizt þess að ríkisstjórn- in segði af sér, þing yrði rofið og efnt til nýrra kosninga. Nú bregður hins vegar svo við, þegar stærsti stjóm- málaflokkur landsins lýsir þeirri skoðun sinni, að eðli- legt sé að efna til kosninga vegna allra aðstæðna í þjóð- félaginu, að aðrir flokkar ým- ist leggjast gegn því, eða geta ekki leynt fögnuði sín- um yfir því, að ekki verður af kosningum. Þessi viðbrögð stj órnarandstöðuflokkanna sýna, að þessum flokkum er ekki um það gefið að leggja mál sín undir dóm kjósenda í landinu eins og nú er ástatt. Þeir era beinlínis hræddir við það.“ 27. ágúst 1960: „Er prófess- orinn dvaldi í Hveragerði, kynntist hann garði Krist- manns Guðmundssonar. Taldi hann garð þennan vera hreinan gimstein, og er hann hefði gengið í gegnum garð- inn, hefði hann þegar séð á 2. hundrað plantna, sem mjög fágætar væra suður í Þýzkal- andi. Taldi prófessorinn að á dauða sínum hefði hann get- að átt von, en að sjá slíka gersemi hér uppi á íslandi, hefði hann talið útilokað." REVKJAVÍKURBRÉF SAMBAND Tyrklands og Evrópusambandsins er eitt af flóknari úrlausnarefnum er ESB stendur frammi fyrir. Líkt og rakið var í Reykjavík- urbréfi fýrir hálfum mánuði era mjög skiptar skoðanir á því hvort veita eigi Tyrkjum aðild, en það hafa þeir sótt fast um nokkurra áratuga skeið. Annars vegar óttast menn efnahagslegar af- leiðingar þess að hleypa Tyrklandi inn í sam- bandið (og þá ekki síst þann mikla fjölda innflytj- enda er kynni að streyma til efnaðri ríkja Evrópu) en hins vegar er erfitt að færa rök fyrir því, út frá þeim grandvallarsjónarmiðum er liggja að baki ESB, að meina þeim inngöngu. Það sama má segja um þá fyrirvara er margir setja við því að hleypa fjölmennu, múslímsku ríki inn í hið „kristna" Evrópusamband. Þegar samband Tyrklands og ESB er metið er hins vegar nauðsynlegt að taka tillit til mun fleiri þátta. Það verður til dæmis að líta á hina hernað- arlegu hlið og það mikilvæga hlutverk er Tyrk- land gegnir á því sviði. Staða Kúrda er óhjá- kvæmilega eitt af því sem mun ráða hvað mestu um afstöðu margra Evrópubúa og jafnframt er ljóst að meta verður efnahagslegar afleiðingar þess að veita Tyrklandi inngöngu. Þær era síður en svo einungis neikvæðar. Vissulega er Tyrk- land með fátækustu ríkjum Evrópu en lífskjör þar era þó ekki verri en í sumum þeim ríkjum Austur-Evrópu sem talin era eiga hvað mesta möguleika á aðild. Tollabandalag Evrópusam- bandsins og Tyrklands hefur reynst afar vel og er Tyrkland orðið að mjög mikilvægum útflutn- ingsmarkaði fyrir ESB. Batni lífskjör í þessu sautjánda fjölmennasta ríki veraldar mun efna- hagslegt mikilvægi þess vaxa að sama skapi. Jafnvel má færa rök fyrir því að tyrkneskir inn- flytjendur í atvinnuleit gætu reynst vítamíns- sprauta fyrir Evrópu. Fæðingartíðni hefur verið lág í ríkjum Vestur-Evrópu og þjóðir þar eldast hratt. Þótt atvinnuleysi sé nú alvarlegt vandamál kemur að því að þörf verður á ungu vinnuafli til að knýja efnahagslífið áfram. Einn þeirra þátta sem NATO-ríkið ekki verður framhjá litið, TWtlíirirl er samband Tyrklands 1 yi ívlctlltl og Vesturlanda er metið, er þáttur Tyrkja í varnarsamstarfi á vettvangi Atlantshafsbandalagsins síðastliðna hálfa öld. Það era engar ýkjur að segja að Tyrkir hafi gegnt lykilhlutverki í vömum Evrópu á tímum kalda stríðsins þótt oft hafi hlutur þeirra ekki farið hátt. Þeir lögðu sitt af mörkum í Kóreu- stríðinu og fengu í kjölfar þess aðild að NATO árið 1952, þremur áram eftir stofnun bandalags- ins. Lengi vel völduðu Tyrkir um þriðjung landa- mæra Sovétríkjanna gagnvart NATO. Þegar Berlínarmúrinn hrandi og Sovétríkin byrjuðu að leysast upp dró hins vegar úr hernaðarlegu mik- ilvægi Tyrklands. Það er engu síður enn til staðar. Tyrkland er á mörkum Evrópu og Asíu, hliðið að Mið-Austur- löndum og hinum múslímska heimi. Þarna mæt- ast Balkanskagi, Kákasusríkin og Mið-Austur- lönd, er ekki teljast til friðsömustu svæða veraldar. Þótt hin sovéska ógn sé ekki lengur til staðar er ekld þar með sagt að þessi hluti álfunn- ar einkennist af ró og spekt. Tyrkland gegnir áfram gífurlega mikilvægu hlutverki, þótt ástæð- urnar séu aðrar. Það er á margan hátt brjóstvörn hinna velmegandi ríkja Evrópu gagnvart hryðju- verkum, eiturlyfjasmygli og straumi flótta- manna. Tyrkir hafa verið leiðandi í því að styðja hin veikburða lýðræðisríki Mið-Asíu (sem þeir líta svo á að tilheyri hinu tyrkneska menningar- svæði) og þeir hafa lagt meira af mörkum til frið- argæslu á Balkanskaga en margar aðrar þjóðir. Þrátt fýrir þetta standa Tyrkir að mörgu leyti frammi fyrir sama vanda og íslendingar. Þeir hafa verið aðilar að NATO í um hálfa öld en þeir eiga ekki aðild að Evrópusambandinu. Nú þegar við blasir að Vestur-Evrópusambandið muni taka að sér varnarhlutverk Evrópusambandsins og gera tilkall til þess að vera Evrópustoð Atl- antshafssamstarfsins er staða Tyrkja óljós. Þeir fengu aukaaðild að VES árið 1991 og hafa tekið virkan þátt í starfi þess, ekki síst í hinum svokölluðu Petersberg-verkefnum, en í þeim fel- ast fýrst og fremst þátttaka í friðargæslu. Tyrkir gera sér fyllilega ljóst að aðild þeirra að Evrópusambandinu er ekki yfirvofandi. Sama hversu fast þeir munu sækja að gerast aðilar er í hæsta máta ólíklegt að af því verði næsta ára- tuginn. Því hafa Tyrkir lagt ofuráherslu á að breytingar á starfsemi VES hafi ekki áhrif á stöðu þeirra innan NATO. Á þessu er engin augljós lausn. Evrópusam- Laugardagur 26. ágúst. bandið sækist eftir því að auka vægi sitt í vamar- málum og sjálfstæði innan NATO. Þeirri stefnu er alls ekki beint gegn Tyrkjum. Hins vegar er ljóst að önnur evrópsk NÁTO-ríki, er standa ut- an Evrópusambandsins, myndu væntanlega eiga mun greiðari leið inn í ESB sækist þau eftir því. Noregur og Island era nú þegar aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og þær hindranir er standa í vegi lýrir aðild Tyrkja eiga ekki við í þeirra tilviki. Þar með er ekki sagt að þessi ríki séu á leið inn í sambandið heldur að út frá sjónar- homi Tyrkja sé veraleg hætta á að þeir muni standa eftir einir evrópskra NATO-ríkja fyrir ut- an Evrópusambandið í framtíðinni. Það að finna lausn sem er viðunandi jafnt fyrir Tyrki, Evrópusambandið sem NATO verður vandaverk. Hins vegar myndu líklega fáir, sem velt hafa fyrir sér mikilvægi Tyrklands á þessu sviði fýrir önnur Evrópuríki, vilja rjúfa tengslin og missa þann staðfasta og mikilvæga banda- mann sem Tyrkir hafa verið. Afleiðingar þess kynnu að vera vægast sagt varhugaverðar. Deilur Grikkja og Tyrkja um ýmis málefni en þó fyrst og fremst Kýpur hafa valdið spennu innan NATO og torveldað samband Tyrklands og Evrópusambandsins. Á síðustu áram hefur margoft legið við hemaðarátökum milli þessara tveggja NATO-ríkja. Er þar skemmst að minn- ast deilna vegna áforma Grikkja um að setja upp loftvarnaflaugakerfi og auka viðbúnað á herflug- vellinum í Paphos á Kýpur. Hótuðu Tyrkir að tortíma flaugunum yrðu þær settar upp. Þegar upp var staðið sættu Tyrkir sig hins vegar við uppsetningu slíkra kerfa jafnt á Kýpur sem Krít. Þar sem hinn gríski hluti Kýpur á nú í viðræð- um við Evrópusambandið um aðild er ljóst að framvinda þeirra viðræðna mun hafa veruleg áhrif á stöðu Tyrklands. Það verður hins vegar ekki einfalt mál að veita Kýpur aðild, þar sem eyjunni hefur verið skipt í tvö svæði, annað á áhrifasvæði Grikkja en hitt á áhrifasvæði Tyrkja, allt frá Kýpurdeilunni. Evrópusambandið stendur því frammi fyrir þeirri flóknu ákvörðun hvort veita eigi hinum gríska hluta eyjunnar aðild eða gera þá kröfu að einungis Kýpur sem heild geti tekið það skref. Verði sú leið farin að veita hinum gríska hluta Kýpur aðild blasa nokkur augljós vandamál við. Ber þar fyrst að nefna hvaða stöðu tyrkneskir Kýpurbúar munu hafa innan ESB og jafnframt hvaða svæði Kýpur ættu að teljast til Evrópu- sambandsins. Þriðja leiðin væri svo auðvitað að neita Kýpur um aðild. Hinn austurríski Leopold Maurer, sem verið hefur aðalsamningamaður Evrópusambandsins gagnvart Kýpur undanfarin ár, sagði á nýlegri ráðstefnu að enginn hefði í raun verið reiðubúinn að taka á hinum raunveralegu vandamálum er aðildarviðræður hófust. Taldi hann mikilvægt að leysa grandvallarvandamálin áður en farið væri að ræða tæknilegar útfærslur og smáatriði. Lausnina yrði að finna. Það að velja þann kost að hafna aðild Kýpur myndi skapa önnur vandamál og meiri. Til dæmis gæti eitthvert ótilgreint að- ildarríki Evrópusambandsins þá tekið upp á því að beita neitunarvaldi sínu gagnvart öllum öðr- um væntanlegum aðildarríkjum. Helst eru bundnar vonir við að viðræður á vettvangi Sameinuðu þjóðanna gætu leitt til þess að lausn finnist á Kýpurdeilunni. Einnig er ljóst að jafnt Tyrkir sem Grikkir hafa hag af því að finna lausn á deilumálum sínum. Hafa nokkur skref verið tekin að undanförnu sem gefa ástæðu til varfærinnar bjartsýni. Má nefna heimsókn George Papandreou, utanríkisráðherra Grikk- lands, til Ankara í byrjun árs, en það var fyrsta heimsókn grísks utani'íkisráðherra til Tyrklands í 38 ár. Endurguldu Tyrkir heimsóknina skömmu síðar. Kýpur- vandinn Kúrda- vandinn Flestir era sammála því að Kúrda-vandinn sé einn helsti þröskuldurinn í vegi bættra samskipta Tyrkja og ríkja Vestur-Evrópu. Það þarf hins vegar ekki að ræða lengi við tyrkneska áhrifa- menn til að komast að því að þeir eru þeirrar skoðunar að Kúrdavandinn sé ekki til staðar. Af- staða Tyrkja er sú að Kúrdar séu ekki minni- hlutahópur og vísa gjaman til þess að í Laus- anne-sáttmálanum, sem markar stofnun tyrkneska lýðveldisins, sé hvergi minnst á Kúrda sem sjálfstæðan hóp. Hins vegar vill það gleym- ast að Kúrdar biðluðu til Parísarráðstefnunnar um sjálfstæði 1919 og í Sévres-sáttmálanum er samþykktur var ári síðar og gerði ráð fyrir upp- lausn ríkis Ottómana, var klausa um sjálfstætt ríki Kúrda. Morgunblaðið/Ásdís Á GÆSLUVELLI í augum Tyrkja er réttindabarátta Kúi’da hjóm eitt. Segja þeir Kúrda ávallt hafa verið hluta af tyrknesku samfélagi og að Kúrda megi finna í öllum stéttum þjóðfélagsins. Það hafi ekki verið fyrr en á síðari hluta tuttugustu aldarinnar að farið hafi að bera á sjálfstæðisbaráttu Kúrda. Tyrkir vilja líta svo á að Kúrdar falli undir þann ramma að vera Tyrkir, rétt eins og önnur þjóðar- brot í landinu. Benda þeir á að þau rök er Kúrdar nota til að réttlæta tilvist sína sem sjálfstæðs hóps myndu ekki alls staðar falla í kramið. Til að mynda er ólíklegt að Frakkar vilji líta svo á að Baskar, Bretónar, Elsass-búar og Katalónar séu sjálfstæðar þjóðir. Allt séu þetta Frakkar í aug- um Frakka. Kúrdum sé ekki meinað að tala tungu sína. Hins vegar verði þeir á opinberam vettvangi, í hernum eða í stjórnkerfinu, að tala hið opinbera tungumál. Það sama eigi við alls staðar í Evrópu. Hins vegar sé bannað að „vera með áróður“ en skilgreiningin á slíku líkist oft því, sem hérlendis myndi kallast almenn samfé- lagsumræða. Segja má að Kúrdavandinn sé liður af mun stærra vandamáli, nefnilega bágri stöðu mann- réttindamála í Tyrklandi. Þrátt fyrir að mikilvæg skref hafi verið stigin á síðustu misseram í þá átt að bæta stöðu mála eiga Tyrkir langt í land með að uppfylla þau skilyrði, sem hljóta að teljast eðlileg fyrir ríki er vill aðild að Evrópusamband- inu. Rétt eins og höft era sett á Kúrda til að tjá sig á eigin tungu og um málefni er á þeim brenna hafa tyrknesk stjórnvöld tekið það óstinnt upp er fjölmiðlar, einstaklingar eða hópar hafa beint spjótum sínum að grandvallarstoðum þess sam- félags sem Mustafa Kemal Atatúrk lagði grann- inn að árið 1923. Mikill fjöldi blaðamanna hefur verið fangelsaður og saksóknarar hika ekki við að banna starfsemi íslamskra stjórnmálaflokka er taldir eru vega að hinu veraldlega eðli ríkisins. Óhugnanlega mörg dæmi era um pyntingar í tyrkneskum fangelsum og herinn gegnir mun ríkara hlutverki í tyrknesku þjóðlífi en eðlilegt hlýtur að teljast í lýðræðissamfélagi. Borgara- legt eftirlit á starfsemi hersins er takmarkað og hann hefur ítrekað tekið völdin tímabundið á síð- ustu áratugum undir því yfirskini að vernda beri arfleifð Ataturks. Þama eiga Tyrkir enn mjög langt í land þótt þróunin virðist vera í rétta átt. Frábrugðið Evrópu- ríkjum Tyrkland er um margt mjög frábragðið öðram Evrópuríkjum og það getur verið varasamt að nota sömu mælistikur og þegar mat er lagt á hin þróuðu iðnríki Vestur-Evrópu. Einn þeirra sem ekki hikar við að líta gagnrýnum augum á eigin þjóðfélag er Emre Kongar. Hann er prófessor í félagsfræði, fyrram aðstoðarráðherra og vinsæll dálkahöfúndur. Auk þess hefur hann skrifað íjölmargar bækur um samfélagsmál er selst hafa í metupplagi í Tyrklandi. Kongar segir að Tyrk- land hafi verið stofnað sem þjóðríki á sínum tíma án þess að efnahagslegar eða félagslegar for- sendur hafi verið til staðar. Árið 1923 hafi Tyrk- land verið framstætt, tíu milljón manna bænda- samfélag þar sem einungis 5% hafi verið læsir. Þegar ESB og Tyrkland séu borin saman verði menn að muna að ESB sé afrakstur aldalangrar iðnbyltingar en Tyrkland 75 ára sjálfstæðisbar- áttu. Þetta hái Tyrkjum enn í dag þó svo að nú telji 85% þjóðarinnar að Tyrkir eigi samleið með Evrópuríkjum en um 10% að þeir eigi samleið með Mið-Austurlöndum, samkvæmt nýlegri könnun. Kongar segir Tyrki vera þjóð sem enn sé á leið út úr viðjum bændasamfélagsins, þeir séu 65 milljónir sem ekki hafi enn meðtekið það kerfi gilda er sprottið hafi upp úr iðnbyltingunni. Tyrki skorti ekki einungis tímaskyn, sem sé eitt afsprengi iðnvæðingarinnar heldur einnig þá virðingu fyrir réttindum annarra er fylgi borgar- samfélaginu. Hann telur dómskerfi og mennta- kerfi landsins vera úrelt og að Tyrkir verði að brjótast út úr viðjum fortíðar. Einnig sé nauð- synlegt að gera róttækar breytingar á skipulagi hersins og hlutverki hans en nefna má að Kongar sagði upp stöðu sinni við Ankara-háskóla árið 1983 til að mótmæla afskiptum herstjómarinnar er tekið hafði við völdum. Hann segir að tyrk- neski herinn hafi mótað vestrænt lýðræði í Tyrklandi og líti því á sig sem eins konar vernd- ari þess, er beri að gripa í taumana er þróunin er honum ekki að skapi. Lengi vel hafi herinn talið að kommúnismi væri alvarlegasta ógnin en árið 1997 var því lýst yfir að íslamskir heittrúarmenn hefðu tekið við því hlutverki. Nokkuð hefur dregið úr valdi hersins, ekki síst í dómskerfinu. Áhrif hans era þó enn veraleg og enginn vill útiloka að herinn muni enn á ný grípa í taumana, t.d. ef íslamskir heittrúarmenn næðu völdum í landinu. Það er kannski engin furða að flestir telja ólík- legt að af Evrópusambandsaðild geti orðið á næsta áratug og jafnvel áratugum. Hins vegar má spyrja hvort þau vandamál sem Tyrkir standa frammi fyrir séu á einhvern hátt flóknari og viðameiri en þau, sem ríki fyrrverandi Sovét- ríkjanna og Austur-Evrópu standa frammi fyrir. Tyrkir tóku sér stöðu með Vestur-Evrópu í byrj- un tuttugustu aldarinnar en era að mörgu leyti enn fastir í greipum þeirrar stefnu er þá var mót- uð af Kemal Atatiirk. Þótt hún hafi leitt Tyrki inn í nútímann er hún jafnframt að mörgu leyti að verða spennitreyja á frekari framþróun ríkisins. Má nefna hinn stöðuga ótta Tyrkja við sundr- ungu ríkisins, sem er ein af meginskýringunum á ósveigjanlegri stefnu þeirra gagnvart Kúrdum. Tyrkir tóku sér stöðu með Vestur- Evrópu í byrjun tuttugustu ald- arinnar en eru að mörgu leyti enn fastir í viðjum þeirr- ar stefnu er þá var mótuðafKemal Atatiirk. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.