Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Hið önnum
kafna iðjuleysi
A þessum síðustu árum stend ég sjálfan mig stundum
að því að gera ekki neitt. Bara alls ekki neitt, segir
Ellert B. Schram. Það kemur meira að seg;ia fyrir
að ég er önnum kafínn við að gera ekki neitt.
s
OSKÖP er að sjá til
mannsins, hangandi
þarna fram á skófluna.
Hvað er aðsjá til drengsins, það
gengur ekkert undan honum.
Hvað, ertu ekkert að vinna, maður?
Svona voru athugasemdirnar frá því ég
fyrst man eftir mér þegar einhver tók sig
til og slóraði eða vafraði og kom sér undan
vinnu. Þetta var í stuttu máli sagt það sem
kallað var leti og letingjar. Og letingjar
voru ekki hátt skrifaðir í samfélagi vinnu-
seminnar og maður komst hvergi nær
skömminni né auvirðileikanum heldur en
með því að slæpast. Þú misbauðst samfé-
laginu, fjölskyldunni og sjálfum þér til
óforbetranlegrar útskúfunar. Þá var betra
að vera svallsamur, lyginn eða svikóttur.
Örgustu fyllibyttum var fyrirgefin óreglan
meðan hægt var að segja að sá hinn sami
væri dugnaðarforkur til vinnu. Allt var
betra en að vera letingi.
Á því byggðist manndómurinn.
Eflaust leynist letingi í okkur öllum. En
hann hefur verið barinn miskunnarlaust úr
okkur, meðvitað og ómeðvitað, og í mínu
ungdæmi var maður alinn upp í sveita síns
andlits og sendur í sveit og hvers kyns
aðra vinnu sem gafst strax og maður stóð
út úr hnefa og allt þótti þetta sjálfsagt á
þeim árum þegar fjölskyldurnar mundu
kreppuna og jafnvel þótt mitt heimili teld-
ist sæmilega efnað var ekki annað á dag-
skrá en við krakkarnir gerðum út á vinnu-
markaðinn, hvort heldur í jólafríum eða
sumarfríum frá skólanum.
Þetta er ekkert til að hæla sér af. Þetta
var bara svona og ég held að hver sá
krakki eða unglingur hefði þótt skrítinn
eða vanheill sem ekki leitaði sér að vinnu
jafnóðum og skólanum var lokað. Jafnvel í
Háskólanum var unnið með náminu enda
námslán af þeirri gerðinni að ekki þótti
taka því að sækja um þau.
Þessi siður, þetta uppeldi,
hefur eflaust átt sinn stóra þátt
í því að ég hef alltaf talið mér
skylt að hafa eitthvað fyrir
stafni. Vinna mikið, vinna lengi.
Ekki telja eftir sér sporin, aldrei láta
neina stund falla niður í iðjuleysi eða
hangs.
Og ef ekki voru launuð störf, þá voru
það félagsmálin og íþróttirnar og maður
lifandi hvað maður hefur eytt miklum tíma
fyrir ekki neitt. Nú eru þeir farnir að fá,
fótboltamennirnir, átta milljónir á viku þar
sem best lætur. I gamla daga þurfti maður
næstum því að borga sig inn á völlinn til
að fá að keppa.
En þetta er ekkert til að súta og allt var
þetta, hvort heldur íþróttir eða félags-
málavafstur, yndislegur tími sem líka
flokkast undir það að hafa eitthvað fyrir
stafni. I það minnsta var ekki litið á mann
sem letingja á meðan.
En svo er það á þessum síðustu árum
að ég stend sjálfan mig stundum
að því að gera ekki neitt. Bara alls
ekki neitt. Það kemur meira að segja fyrir
að ég er önnum kafinn við að gera ekki
neitt. Þegar ég ranka við mér í þessu iðju-
leysi skammast ég mín hálfpartinn og segi
ekki nokkrum manni frá því. Læt meira að
segja sem ég hafi verið ofboðslega upp-
tekinn.
að kemur líka fyrir heima hjá mér
að Ágústa mín rekur mig upp úr
sófanum og gefur út verkskipun um
tiltekt eða viðvik og truflar mig í miðjum
klíðum þar sem ég ligg í mínu iðjuleysi. Og
ég stend upp með erfiðismunum af því að
ég var jú ekki að gera neitt. Nema kann-
ske að lesa. Sem er óbrigðult merki um
leti.
Eru þetta ellimörk eða þreyta eða ef til
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
vill barasta heiðarleg leti? Er maður loks-
ins að koma út úr skápnum? Eg hef haft af
þessu áhyggjur, ég verð að segja það.
Svo var það um daginn að ég heyrði þá
Jón Orm og Guðmund G. Þórarinsson á
spjalli í útvarpinu þar sem Guðmundur var
að segja frá lítilli bók sem Finnbogi
Guðmundsson, fyrrverandi landsbókavörð-
ur, hefur tekið saman, ljóðaþýðingar og
sitthvað fleira undir nafninu „Hið önnum
kafna iðjuleysi“.
Var þar vísað til þeirrar kenningar
Hórasar að það væri sama hvað þú ferðast
og flýgur yfir heimsins höf, alltaf værir þú
með sjálfum þér og huga þínum á einum
og sama staðnum. Og það væri sama hvort
þú hefðist eitthvað verklegt að eða sætir
með hendur í skauti, hugur þinn væri jafn-
an að störfum. Þetta var sem sagt hið ann-
ríka iðjuleysi og þarna var kominn full-
komlega lögmæt og rökstudd afsökun fyrir
því að sitja auðum höndum, leggjast jafn-
vel í sófann upp í loft vegna þess að hand-
verkið segir ekki allt um dugnaðinn og
manndóminn, meðan þú lætur hugann
reika; meðan þú ert önnum kafinn af at-
hafnaleysi.
Það þarf varla nokkur maður að skamm-
ast sín fyrir það, eða hvað? Mikið lifandis
skelfing var ég feginn að heyra þetta.
Það er auðvitað langt frá því að ég sé að
gera lítið úr þeim sem með iðjusemi og at-
orku nýta hverja stund til að dytta að og
láta hendur standa fram úr ermum. Ég
man eftir nágranna mínum sem aldrei var
fyrr kominn heim af vinnustað en hann tók
sig til og sópaði gangstéttirnar í næsta ná-
grenni sínu af miklum móð og naut bæði
athygli og vinsælda í hverfínu fyrir
ómældan dugnað. Þessi maður hefur sjálf-
sagt fengið sama uppeldi og ég og sópaði
þess vegna af fítonskrafti, hvort heldur
eitthvað væri eftir til að sópa eða ekki.
Dugnaður hans varð að vera sýnilegur, í
höndunum, í anda hins kraftmikla manns
sem aldrei lætur sér verk úr hendi falla.
Eftir því sem árin líða hef ég reynt
að feta í þessi sömu fótspor (til að
vera maður með mönnum) en verð
að viðurkenna að ég sé ekki lengur
hagnýti þess að hamast við að sópa þegar
ekkert er að sópa, né heldur að sýnast
duglegur þegar dugnaðinn skortir. Ég hef
uppgötvað að til eru fleiri manndómsmerki
og fleira er hægt að hafa fyrir stafni enda
þótt gusurnar gangi ekki á báðar hendur.
Ég skil það betur nú en áður að það var
ekki alltaf rakið til letinnar þótt menn
hölluðu sér fram á skóflurnar. Að vera
einn með sjálfum sér; að hugsa, að mæla
ekki öll lífsins gæði í afköstum eru önnur
tegund af lífsmynstri sem þarf ekki að
vera verra né ómerkara og nú er ég búinn
að fá það staðfest hjá ekki minni manni en
Hórasi að það getur stundum verið ann-
ríkt í iðjuleysinu.
Sem krefst ekki minni dugnaðar.
Afro - Salsa - Tango - Modern Jass
Hip-Hop - Break
Hany Bryndís Orville Natasia Hlín Alseny
Tangó Tangó Hip-Hop Break Modren Jass Trommur
Carlos
Salsa
Við byrjum 10. september
KRAMHUSIÐ
Skólavörðustíg 12
Símar 5515103
551 7860
Sveitarfélagið Árborg auglýsir til sölu landareign slna í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi og óskar eftir kauptilboði I hana. Landið er 33,5 hektarar að stærð og
skal þaö selt sem eln heild. Eignin er skammt austan við Kerið í Grimsnesi og á
henni má m.a. finna mikið af beiti- og bláberjalyngi, birki, gulviði og loðvíði.
Landið er með hæðum og lægðum og á nokkrum stöðum standa hraunborgir
upp úr því. Útsýni til suðurs yfir Öndveröarnes, Flóann og Ingólfsfjall er einstak-
lega fagurt.
Landlð er nú, í gildandi svæðisskipulagi, skilgreint sem landbúnaðarland en er
tilvalið til byggingar frfstundahúsa enda eru skilyröi til slíkrar landnotkunar óvíöa
betri en á þessu svæði. Stutt er til sterkra þjónustukjarna eins og Selfoss og
Hveragerðis, vinsælar veiðiár eins og Sogið og Hvítá eru ( næsta nágrenni og
Þingvellir, Geysir og Gullfoss skammt undan.
Þeir sem áhuga hafa á því að kaupa land þetta geta fengiö frekari upplýsingar
um málið hjá Karli Björnssyni, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Árborgar, eða hjá
Oddi Hermannssyni hjá Landform ehf. á Selfossi. í tilboði skal tllgreina heildar-
andvirði kauptilboðs og greina skýrt frá greiðsluskilmálum (upphæð útborgunar,
lengd skuldabréfs, vöxtum skuldabréfs og tryggingum þess) ef ekki er um stað-
greiðslu að ræða. Tilboð skulu hafa borist Landform ehf., Austurvegi 3-5, 800
Selfoss, eigi slðar en fimmtudaginn 28. september 2000, kl. 11. f.h. og verða
þau opnuð þar að viöstöddum þeim er það kjósa. Tilboð í lóðina eru bindandi í
21 dag frá opnunardegi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboöi sem er eða
hafna öllum.
j T LANDSPILDA í EIGU ÁRBORGAR
&voítarféiimið
ÁRBOBG