Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ HALLGRÍMSKIRKJA KL. 17 Raddir Evrópu Ungmenni frá menningarborgum Evrópu áriö 2000 á síðari tónleik- um sínum ÍReykjavík. Kórinn flyt- ur tónlist frá öllum borgunum á frummáli. Aðalstjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Raddir Evrópu leggja síðan ítónleikaför um Evrópu sem stendurtil 13. september. Raddir Evrópu njóta stuðnings Evrópusambandsins og var tilnefnt sem fyrsta Ár- þúsundaverkefni (Millennium Project) sambandsins í ár. www.reykjavik2000.is - wap.olis.is. Gítartónleikar í Askirkju SPÆNSKI gítarleikarinn Manuel Babiloni heldur tónleika í Áskirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. kl. 20:30. Manuel flytur verk eftir F. Sor, F. Tarrega V. Asencio, F. Moumpou, J. Pascual, M. Castelnuovo Tedesco og J. Turina. Manuel Babiloni fæddist í Castell- ón á Spáni. Hann byrjaði ungur að stunda tónlistarnám hjá föður sín- um, Manuel Babiloni Alicart. Seinna stundaði hann nám í Conservatorio Superior de Musica í Valencia og einnig hjá Jose Luis Gonzalez í Alcoy á Spáni. Arið 1983 vann hann fyrstu verð- laun í alþjóðlegri gítarkeppni í Beni- casim sem haldin er til minningar um Fransisco Tarrega. Árið 1986 vann hann einnig til fyrstu verlauna í gítarkeppni haldinni í Santiago de Compostela þar sem viðfangsefnið var spænsk tónlist. Auk þess að halda tónleika í heimalandi sínu hef- ur Manuel Babiloni haldið tónleika víða í Evrópu, Japan og Suður-Am- eríku. Um geisladisk hans skrifar gagnrýnandinn Jan de Kloe í tímari- tið The Classical Guitar ...besta túlkun á verkum Tarrega sem ég hef heyrt“. Námskeið í kjölfar tónleikanna Árið 1998 var Manuel Babiloni fal- ið að taka við sem leiðbeinandi á Ma- ster Class námskeiði sem haldið er í Estella (Navarra) á Spáni og haldið er til minningar um Jose Luis González, en Jose Luis var leiðbein- andi á því námskeiði árlega frá árinu 1974 til dauðadags. Einnig er Manu- el Babiloni upphafsmaður og leið- beinandi á Master Class námskeiði sem haldið er árlega í Vilafamés (Castellón) á Spáni. I kjölfar tónleikanna heldur Manuel Babiloni námskeið fyrir gít- arleikara mánudaginn 28. og þriðju- daginn 29. ágúst í Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar í Hraunbergi 2. HREYFINC FfiXfiFENI 14 548 9915 533 3355 WWW.HREYFINC.IS HREYFING ER HLUTI AF MINU LIFI Andrés Pétur Rúnarsson, 29 ára fasteignasali, einhleypur. Byrjaði í Hreyfingu fljótlega eftir áramótin. Þetta snarvirkar því nú eru 20 kíló fokin. Ég hef mætt að meðaltali þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Þetta er alltannað líf!" Mér líður miklu betur, á auðveldara með að vakna á morgnana og hef meiri orku í starfi og leik. Námskeiðið veitir mér mikið aðhald. Mér finnst Hreyfing alveg frábær. Ég skemmti mér stórvel þar og hef kynnst fullt af fólki, bæði starfsfólki og öðrum sem eru að æfa. Mórallinn er góður og það hefur mikið að segja. Svo er líka svo mikið af sætum stelpum í Hreyfingu... Ég mæli með Hreyfingu! Hrcqfing Karlapul Ný8- vikna námskeið hefjast 4. september Notaðu tækifærið og breyttu þínum lífsstíi til hins betra. Láttu Hreyfingu hjálpa þér við að ná þínu takmarki. Jazz- andi á Sóloni HLJÓMSVEITIN Jazzandi leikur á efri hæð Sólons Islandus sunnudags- kvöldið 27. ágúst kl. 21. Á undan henni leikur Hafdís Bjarnadóttir gít- arleikari ásamt gestum. Hljómsveitin Jazzandi var stofnuð í febrúar sl. og hefur leikið nokkuð víða síðan, en hljómsveitin mun einn- ig leika á komandi Jazzhátíð Reykja- víkur nú í september. Jazzandi leikur djassstandarda frá ýmsum tímum í eigin útsetning- um. Hljómsveitina skipa Sigurjón Alexandersson gítarleikari, Sigur- dór Guðmundsson bassaleikari og Stefán Pétur Viðarsson trommuleik- ari. Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari hefur verið áberandi í íslensku djass- lífi í sumar ásamt Szymon Kuran fiðluleikara. Að þessu sinni fær hún til liðs við sig spilara úr öðrum áttum og er efnisskráin fjölbreytt. Miðaverð á tónleikana er 500 krónur. ---------------- Listfyrir- lestur á Jöklasýn- ingu ANNA Líndal myndlistarmaður er næsti fyrirlesari í fyrirlestraröðinni á Jöklasýningunni á Höfn í Homa- firði, þriðjudagskvöldið 29. ágúst kl. 20 í bíósal Sindrabæjar. Anna mun fjalla um þróun sína í myndlist.Verkið Jaðar, sem er til sýnis á Jöklasýningunni, tengist mjög Vatnajökli og fer Anna nánar út í aðdraganda og tilurð þess verks. Nýlega tók Anna stöðu prófessors við Listaháskóla Islands. Fyrirlestramir á Jöklasýningunni era í máli og myndum öll þriðjudags- kvöld. ---------------- Söngveisla í Keflavík- urkirkju SÖNGVEISLA verður í Keflavíkur- kirkju í dag, sunnudag, kl. 16. Fjórir söngvarar syngja söngva og sam- söngsatriði úr óperam. Það era þau Auður Gunnarsdóttir sópran, Björn Jónsson tenór, Sigríður Aðalsteins- dóttir mezzósópran og Ólafur Kjart- an Sigurðsson baritón. Þau era öU fulltrúar úr hópi yngri kynslóðar og eiga öll að baki langt nám í list sinni. Með þeim í för er Jónas Ingi- mundarson píanóleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.