Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Nær dýrasti leikmaður Chelsea að rjúfa tuttugu marka múrinn? HVERFUM nokkur ár aftur í tímann. Það er æfing hjá portúgalska félaginu Boavista. Ónefndur blaðamaður sem þekkir liðið eins og lófann á sér, eða það heldur hann, er í heimsókn. Athygli hans vekur sprækur blökkumaður sem fer mikinn. „Hver er þetta?“ spyr hann forvitinn. „Þetta,“ svarar þjálfarinn hikandi enda hvílir mikil leynd yfir dvöl leikmannsins sem er til reynslu hjá félaginu. „Þetta er Jimmi,“ segir hann loks eins og um margreynda kempu sé að ræða. „Já, Jimmi. Auðvitað," segir blaðamaðurinn um hæl, engu nær, en þorir ekki að afhjúpa fávísi sína. Leikmaðurinn hét í raun, og heitir, Jerrel Floyd Hasselbaink en hefur eftir þetta aldrei verið kallaður annað en Jimmi, þótt i-ið hafi tvöfaldast eftir að hann færði sig yfirtil Englands. OrriPáll Ormarsson skrifar Ekki veit ég hvort þessi saga er sönn eða login en góð er hún eigi að síður. Boavista fékk Jimmy, sem er hollenskur miðherji, til liðs við sig og þar sló hann í gegn. Var dáður og dýrkaður í Portúgal, þar sem menn kunna eitt og annað fyrir sér í sparkfræðunum, svo sem sást á síðasta Evrópumóti. Dvöl Jimmys í sólinni syðra varð þó ekki löng. George nokkur Gra- ham, sem þá var knattspyrnustjóri Leeds United, kom auga á kauða og keypti hann fyrir tvær og hálfa millj- ón sterlingspunda sumarið 1997. „Hvaða Jimmy?“ hváðu Engilsaxar, sem aldrei höfðu heyrt minnst á manninn, og búningaletrarar á Ell- and Road supu hveljur, Floyd Hass- elbaink, hvernig í dauðanum áttu þeir að koma því nafni fyrir á bakhlið búningsins. Sjálfur var Jimmy með lausnina, þótti eðlilegt að letra bara Jimmy. Pað viidi sá fágaði heims- maður, Graham, aftur á móti ekki hafa. Fannst það of „kammó“. Mál- um var því miðlað: Hassei’bamk. Jimmy skoraði strax í fyrsta leik fyrir Leeds, gegn Arsenal, og þótt hann væri mistækur fyrstu mánuð- ina var tónninn gefinn. Alls gerði hann 22 mörk í 33 deildarleikjum fyrsta veturinn á Englandi sem er frábær árangur. Þeirri frammistöðu fylgdi hann eftir með 19 mörkum í 36 deildarleikjum árið eftir og skipaði sér á bekk með skæðustu marka- skorurum í úrvalsdeildinni. En þá var ævintýrið úti. Jimmy, sem orð- inn var burðarás í ungu liði Leeds, vildi hærri laun og þótt félagið vildi, að sögn Peters Ridsdale stjómarfor- manns, gera hann að launahæsta leikmanni þess frá upphafi var það ekki nóg. Jimmy var því seldur til Atletico Madríd á Spáni fyrir tólf milljónir punda, þar sem Leeds vildi ekki að hann færi til annars félags í úrvalsdeildinni. Aðdáendur Leeds vönduðu honum ekki kveðjurnar, kölluðu hann hrokagikk og aurapúka. Sjálfur kannast Jimmy aftur á móti ekki við að hafa farið í fússi. „Leeds vildi ekki halda mér. Þannig lít ég á málið. En þetta er liðin tíð og ég hef ekkert upp á Leeds að klaga. Þvert á móti á ég félaginu margt að þakka. Það gaf mér tækifæri til að sanna mig í einni bestu deild í heimi og ef ekki væri fyrir George Graham væri ég líklega enn í Portúgal." Jimmy ætti eigi að síður ekki að búa sig undir elskulega endurfundi á Elland Road undir lok tímabilsins. Markakóngur á Spáni Framherjinn hélt uppteknum hætti hjá Atletico, raðaði inn mörk- um og lét það ekki trufla sig að liðið gæti lítið sem ekkert. 25 mörk gerði hann og tryggði sér gullskóinn á Spáni, skaut skyttum á borð við Kluivert, Raúl og Claudio Lopez ref fyrri rass. Ekki amalegt. Það dugði þó ekki til, Atletico féll. Ljóst var að Jimmy myndi ekki fylgja félögum sínum niður um deild. Upphófst æsilegt kapphlaup um krafta hans. Real Madríd og Val- encia á Spáni, Lazio á Ítalíu og ensku félögin Chelsea, Tottenham og Middlesbrough. „Lazio kom aldrei til greina. Mig langar ekki að leika á Ítalíu. Enska deildin er skemmti- legri og stemmningin meiri. Real Madríd vildi fá mig en bað mig að bíða uns þeir höfðu selt Nicolas An- elka. Það vildi ég ekki gera. Totten- ham spurðist fyrir um mig og það hefði verið gaman að leika undir stjórn Georges Grahams á ný. En þegar Chelsea kom inn í myndina þurfti ég ekki að hugsa mig um leng- ur. Chelsea er stærra félag en Tott- enham og hefur mun betri leikmönn- um á að skipa.“ Og Jimmy, sem er 28 ára gamall, er ánægður með að vera kominn aft- ur til Englands. „Ég hef yndi af enskri knattspyrnu. Hún hentar mér vel. Það er mikill metnaður hjá Chelsea og félagið hefur fullan hug á að vinna til metorða. Ég skrifaði undir fimm ára samning og geri mér grein fyrir því að mikils verður vænst af mér. Það er eðlilegt. Og eitt er víst, ég mun leggja mig allan fram.“ Jimmy er langdýrasti leikmaður Chelsea, fyrr og síðar, kostaði fimm- tán mjljjónlr Dunda. Það er raunar metfé sem enskt félag hefur greitt fyrir leikmann. Newcastle borgaði sömu upphæð fyrir Alan Shearer fyrir fjórum árum. Ljóst er að hann hefur burði til að styrkja liðið mikið enda hefur Chelsea vantað stöðugan markaskorara undanfarin misseri. Frægar eru ófarir Pierluigis Casir- aghis og Chris Suttons. Raunar hef- ur enginn leikmaður félagsins rofið tuttugu marka múrinn frá því Kerry Dixon var og hét á m'unda áratugn- um. Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri Chelsea, er sannfærður um að Jim- my, eða Jimbo, eins og hann kallar leikmanninn, muni ná settu marki. „Jimbo er markaskorari af Guðs náð. Leikmaðurinn sem okkur vant- aði. Hann hefur byrjað af krafti og það ætti að auka sjálfstraustið. Hann veit að hann getur skorað tuttugu mörk fyrir okkur? jafnvel fleiri." Að skora mörk Vialli er frægur fyrir hrærikerfi sitt, það er að breyta liðskipan milli leikja. Það þekkja menn eins og Tore Andre Flo og Gianfranco Zola mæta- vel. Hvernig leggst þetta fyrirkomu- lag í Jimmy? „Það er mitt hlutverk Reuters Jimmy Floyd Hasselbaink fagnar marki sínu í sigurleik Chelsea á Manchester United í viðureign- inni um góðgerðarskjöldinn á dögunum; fyrsta marki sínu fyrir félagið í opinberum kappleik. að skora mörk, ógna andstæðingum Chelsea og stuðla að velgengni. Það mun því ekki gleðja mig ef ég verð tekinn út úr liðinu. Það eru hreinar línur. Af því hef ég þó litlar áhyggj- ur. Ef ég stend mig í stykkinu held ég sæti mínu. Við knattspymustjór- inn höfum ekki rætt þetta sérstak- lega en þannig skynja ég stöðuna.“ Peter Osgood, gangandi goðsögn á Stamford Bridge frá gamalli tíð, tekur í svipaðan streng og Vialli. „Chelsea hefur vantað leikmann eins og Jimmy. Manchester United hefur marga slíka og hverjir hafa verið að vinna titilinn?" spyr hann. „Honum Ekki vinsæll heima fyrir ENDA þótt Jimmy Floyd Hasselbaink hafi náð frammúrskarandi árangri með félagsliðum sinum hefur honum gengið illa að vinna sér sæti í hollenska landsliðinu. Fengið fá tækifæri. Hann var í leikmannahópi Guus Hiddinks á heimsmeist- aramótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum og byrjaði raun- ar inni á í fyrsta leiknum gegn Belgum. Þá steig Dennis Berg- kamp upp úr meiðslum og Jimmy var komið kirfilega fyrir á bekknum. Hann var viðloðandi landsliðið í tíð Franks Rijkaards en hlaut ekki náð fyrir augum þjálf- arans þegar lokahópurinn var tilkynntur fyrir Evrópumótið í sumar. Olli sú ákvörðun fram- heijanum sárum vonbrigðum. Landi Jimmys, Mart ijn Reuser, leikmaður Ipswich Town á Englandi, furðar sig á þessu. „Jimmy nýtur ekki sömu vinsælda í Hollandi og á Englandi og Spáni. Kannski stafar það af því að hann lék aldrei í efstu deild í Hollandi. Fólk kynntist honum ekki heimafyrir og Iítur ekki á hann sem dæmigerðan hol- lenskan leikmann. Sumir segja að hann þurfi mikið rými til að njóta sín en ég er þeim ekki sammála. Jimmy er einfald- lega frábær framherji.“ Og Reuser er ekki frá því að nú sé tími Jimmys kominn. „Nú þegar Dennis Bergkamp hefur lagt landsliðsskóna á hilluna losnar sæti í liðinu. Að mínu viti er Jimmy rétti mað- urinn til að taka það. Það mun í það minnsta ekki spilla fyrir honum að leika með jafn sterkum leikmönnum og Chelsea hefur á að skipa. Hann getur bara bætt sig.“ hefur vaxið ásmegin frá því hann var hjá Leeds. Aðeins þarf að líta á getu hans til að draga varnarmenn út úr stöðum sínum, þar sem þeir eru sem beljur á svelli. Haldi Jimmy áfram að skora mun það efla liðið sem heild. Það var ekki meira en 5-10% á eftir Manchester United í fyrra, þrátt fyrir mikinn stigamun í lokin. Jimmy gæti brúað þetta bil.“ En Jimmy er ekki aðeins skytta, af honum fer það orð að hann gefi aldrei þumlung eftir. Það fékk hark- an holdi klædd, Roy Keane, fyrirliði Manchester United, að reyna í leikn- um um Góðgerðarskjöldinn á dögun- um. Osgood þykir það ekki miður. „Framherjar verða að láta finna fyr- ir sér. Góðir varnarmenn virða það. Það verður líka að láta heljarmenni eins og Jaap Stam hafa fyrir hlutun- um. Annars komast menn ekkert áleiðis. Það veit Jimmy.“ Leikmaðurinn veit þó mætave) líka að hann má ekki fara yfir strikið. Spurður um hinn nýja og þrönga refsiramma enska knattspyrnu- sambandsins svarar hann: „Hvaða augum lít ég hann? Hann á eftir að baka mér vandræði." Svarinu fylgdi hann úr hlaði með stóru glotti. Jimmy Floyd Hasselba- ink er kominn aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.