Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUD AGUR 27. ÁGÚST 2000 2 7 ykkur markaðssetningu vörunnar samhliða eigin innflutningi? „Nei, ég sé eklri að við tökum það að okkur að markaðssetja hér 5 tU 6 þúsund vörutegundir, en að hluta til munum við auðvitað markaðssetja vörur í gegnum okkar verslanir. Þeir aðUar sem hafa umboð fyrir stóru vörumerkin munu velja þann kost að setja upp markaðsskrifstofur eða fá innlenda aðUa sem búa yfír reynslu til að sjá um þessar vörutegundir. Er- lendis hafa t.d. stórfyrirtæki hrein- lega ráðið auglýsingastofur til að sjá til þess að vörur þeirra séu í hUlunum og að koma þeim á framfæri.“ Aðspurður neitar Jón Ásgeir því að sameiginlegt vöruhús Baugs- verslannanna sé aðeins viðbótar milli- liðakostnaður á leið vörunnar frá framleiðanda út í verslanimar. Þvert á móti segir hann að náist fram kostn- aðarlækkun og hagræðing með starf- semi vörugeymslunnar. Kostnaðar- álagningin sé að meðaltali á bilinu 4-6% að meðtöldum innkaupakostn- aði, sem verði að teljast þokkalegt miðað við hús af þessari stærð. „Þetta er mjög lítið hús miðað við það sem menn sjá erlendis. Reitangruppen er t.d. með sex svona starfsstöðvar í Noregi og ein þeirra er fjórum sinn- um stærri en vöruhús Aðfanga," segir hann. „Ég tel að þetta vöruhús eigi eftir að skapa mUda hagræðingu tíl fram- tíðar. Það er ekki verið að tjalda tU einnar nætur heldur vinnum við með það að markmiði að verðlækkun tíl neytenda verði varanleg.“ Innanlandsframleiðslan þarf að hagræða og sameinast „Landslagið er að breytast mUrið og framleiðslan hér innanlands verð- ur að hagræða og sameinast. Við höf- um þegar séð nokkur merki þess. Gott dæmi um það eru kaup Brautar- holts á SUd og fiski, íslensk Ameríska á Frón og sameining kaffíbrennsln- íanna. Ég sé fram á enn frekari sam- runa í iðnaðinum, ef hann ætlar hrein- lega að lifa af, vegna þess að menn eru að keppa við stórar verksmiðjur er- lendis sem hafa gífurleg afköst, og þurfa þess vegna að taka höndum saman í enn meira mæli en hefur ver- ið gert ef þeir ætla ekki að gefa eftir markaðshlutdeUd," segir Jón. Ódýrara að flytja vöru frá Ham- borg til Asíu en til íslands -Hversu stór liður í vöruverðinu er flutningskostnaður innfluttu varanna og hver hefur verðþróun flutnings- gjaldannaverið? „Flutningskostnaður er tiltölulega dýr til landsins sé miðað við vega- lengd og við samanburð á mUU ann- arra markaða. Það er t.d. líegra verð á flutningi mUli Hamborgar og mark- aða í Asíu en á milli Hamborgar og Is- lands,“ segir Jón Ásgeir. „Fraktin er dýr, bæði með skipum og flugi. Ég skal ekki segja tU um hvort það stafar af því að hér er lítUl markaður eða hvort það skortir sam- keppni í flutningum. Það er óhjá- kvæmUegt að bæði skipafrakt og flugfrakt tU landsins muni lækka í verði. Aðstæður í dag eru að vísu óvenjulegar, þar sem flutningsíyrir- tækin eru að kljást við hátt eldsneyt- isverð. Eimskip hefur nú tUkynnt að það sé að leggja tvemm- skipum og hagræða, en það hlýtur að koma fram í lægra verði til Baugs sem skilar sér tU neytenda." 54% sögðust ekki myndu kaupa ódýrara innflutt lambalæri Jón Ásgeir telur að innlendur iðn- aður standi sig að mörgu leyti vel um þessar mundir og hefur sælgætisiðn- aðurinn staðið sig sérstaklega vel að hans mati. „Það hefur verið gaman að sjá hann keppa óheft við erlenda framleiðslu. Þar sannast það sem við höfum margoft haldið fram að það er enginn dauðadómur þó opnað sé fyrir innflutning. I seinasta mánuði gerðum við Gall- up-könnun og spurðum fólk hvort það myndi frekar kaupa innflutt lamba- læri ef það væri ódýrara en það ís- lenska. 54% svöruðu því afdráttar- laust neitandi. Ég held að hjá hverri þjóð rílri ákveðin vilji til að kaupa innlendar vörur. En það sem við höfum verið að gagnrýna sérstaklega í landbúnaðin- um er sá gríðarlega stóri tékki sem fjölskyldurnar í landinu þurfa að borga í hærra vöruverði, samtals upp á 6,2 miUjarða kr., til þess eins að Flutningskostnaður til landsins er tiltölulega hár... Það er t.d. lægra verð á flutningi milli Hamborgar og markaða í Asíu en á milli Hamborgar og íslands. halda uppi þessu kerfi. Ég held að menn átti sig ekki alltaf á þessu. Álagning Baugs í öllum sínum versl- unum á seinasta ári var 21% sem lagðist út á 5.900 milljónir. Ef land- búnaðartollamir yrðu felldir niður jafngilti það því að Baugur myndi taka af alla sína álagningu. Þama er- um við eingöngu að tala um hvað þjóðin þarf að borga í hærra vöra- verði vegna núverandi landbúnaðar- kerfis. Þar fyrir utan er svo kostnað- ur þjóðarinnar af beinum stuðningi við landbúnaðinn. Það er ýmislegt í þessu kerfl sem er gagnrýnivert. Þannig virðist stuðningur til bænda ekki renna til þeirra nema að litlu leyti. Skýrsla OECD um landbúnað í aðildarríkjun- um, sem kom út í júní, sýnir að aðeins 25 kr. af hverjum 100 kr. sem renna til styrkveitinga í landbúnaði hér á landi skila sér til bóndans. Það er eitt- hvað stórkostlegt að í þessu kerfi og það þarf að brjóta það upp. Samanburðurinn er líka sláandi. Á hinum litla markaði í Færeyjum er- um við t.d. að selja þessar landbúnað- arvörur á 20, 30 eða 40% lægra verði en hér á landi. Það munar mjög mikið um þessar þungu landbúnaðarvörur í heimilishaldinu á íslandi. Ef ég mætti búa við sömu starfs- skilyrði og Bilka [matvöraverslunar- keðja] í Danmörku, þá gæti ég alveg öragglega selt á sömu verðmn og Bilka, því það er ekkert 1 okkar rekstrarforsendum sem gerir að verkum að við verðum að selja vörana dýrar en þar. Við höfum sýnt fram á það í okkar reikningum að við erum samkeppnishæfir í rekstri en fáum bara eklri að njóta sama umhverfis." Kaupa osta og mjólk á svipuöu verði og smáverslanir „Osta- og smjörsalan og Mjólkur- samsalan era með um 97% markaðar- ins fyrir þær vörur sem þessi fyrir- tæki framleiða og við búum við það að eiga ekkert val um að kaupa þessar vörur annars staðar. Verslanir Baugs kaupa vörumar á svipuðu verði og smáverslanir þó magnið sem við kaupurn sé þúsundfalt meira.“ Jón Ásgeir segir fyrirtækið ekki njóta með eðlilegum hætti afsláttar- kjara vegna magninnkaupa hjá Mjólkursamsölunni og Osta- og smjörsölunni. „Við höfum m.a. bent á leiðir til spamaðar í dreifingu o.fl. sem við gætum skilað til neytenda, en menn hafa skellt skollaeyram við öll- um hugmyndum um breytingar. Þetta gengur auðvitað ekki til lengd- ar. Það versta við þetta fyrirkomulag er að þessi stóra fyrirtæki leggja lín- urnar fyrir önnur fyrirtæki þegar þau hækka verðið. Þegar landbúnaðar- vörur hækka fylgir oft skriða í kjöl- farið vegna þess að þá telja menn sig vera komna með opið leyfi til að hækka sínar vörur.“ Verslunin stórtapar á því að selja mjólkurvörur Jón Ásgeir bendir á að ostar og mjólk era stór hluti matarkörfu heim- ilanna en segir íslensku framleiðsluna vanta tilfinnanlega aðhald og sam- keppni. „Það hefur líka sannast að framleiðni í mjólkimðnaði á Islandi er fjórum sinnum minni en í Danmörku. Eg held að þjóðin geri sér ekki grein fyrir því að í raun er hún að borga 110 krónur fyrir mjólkurlítrann þegar allt er tínt til. Mismunurinn frá smásölu- verðinu er í formi skatta," segir Jón Ásgeir. „Verslunin er að stórtapa á því að selja mjólkurvörur,“ segir hann og vitnar því til staðfestingar í nýlega norska könnun þar sem fram kom að norskar matvöraverslanir sem era sambærilegar Hagkaup fá 21,9% fyr- ir að selja mjólkurvörur. „Hlutfallið hér nær ekki 14%,“ segir hann. „Hag- kaup getur ekki gripið til sömu ráða og sum önnur fyrirtæki gera þegar þau era að tapa á ákveðnum vöru- flokkum, að hækka verðið á einu bretti. Slíkt er ekki mögulegt í versl- uninni, sem þarf að standa sig í sam- keppni. Við eram í raun og vera að tapa 6-7% á því að selja mjólkurvörur ef allt er tekið til. Ég held að það muni leiða til þess, til lengri tíma litið, að kaupmenn muni reyna að koma öðr- um vörum á framfæri til að minnka þetta tap á sölu mjólkur." Enginn leitar hagræðingar nema í samkeppni „Ég er hlynntur stigminnkandi verndartollum en ekki ofurtollum á 1 andbún aðarvörar, ‘ ‘ segir Jón Ásgeir er hann er spurður hvaða breytingar hann vildi sjá til að lækka matvöra- verð. „Ég er hlynntur því að landbún- aðurinn fái tækifæri til að taka til hjá sér. Ofurtollamir gera engum greiða. Lykilatriðið er að það mun enginn leita hagræðingar nema hann eigi í samkeppni. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því hvað innflutningstollar er háir á landbúnaðarvöram. Hvaða vit er t.d. í þvi að innkaupsverð á ís- lensku lambalæri í Bónus og Hag- kaupi hér á landi sé 400 kr. en í Bónus í Færeyjum kaupi ég íslenskt lamba- læri inn á 150 krónur kg.? Þama er við kerfi að eiga sem kostar þjóðina óhemju miklar fjárhæðir." Verslunarstörf hafa verið eins konar stoppistöð Verslunarrými matvöraverslana Baugs hefur stækkað umtalsvert að undanfómu og segir Jón Ásgeir að- spurður um þessa fjárfestingu að til- kostnaður vegna verslunarhúsnæðis hafi hækkað. ,Á síðustu 12-14 mán- uðum hefur líka átt sér stað gríðar- legt launaskrið í verslunum. Það hef- ur verið mjög erfitt að fá fólk í verslunarstörf og við höfum hafist handa við að mennta fólk í verslunar- störf með það að leiðarljósi að auka framleiðni og viljað hafa það lengur í staifi. Verslunarstörf hafa verið eins konar stoppistöð. Fólk staldrar við í 2-3 mánuði. Við erum hins vegar að móta áætlanir með það að markmiði að halda fólki lengur, sem mun auka framleiðni og lækka raunlaunakostn- að verslunarinnar. Meginbreytingin í versluninni er þó sú að húsnæði er mun dýrara í dag en það var. Það er mikil samkeppni á þessum markaði. Það má sjá það í blöðum að það er engin grein sem auglýsir og berst eins hatrammlega um viðskiptavinina og matvöraversl- unin,“ segir hann. Margir halda því hins vegar fram að fákeppni ríki á matvöramarkaðin- um, sem er skipt á milli tveggja mat- vörakeðja. Þessu vísar Jón Asgeir á bug: „Það er enginn tilbúinn til að gefa neitt á milli. Okkar fyrirtæki er á hlutabréfamarkaði og næst stærsti aðilinn á markaðinum er að fara út á hlutabréfamarkað, þannig að ég held að enginn vilji gefa neitt eftir í þess- um leik. Alla vega ætlum við ekki að gefa neitt eftir.“ Frá því að átak okkar hófst hefur hægt á verðhækkun birgja -Stjómvöld hafa falið samkeppnis- yfirvöldum að rannsaka verðmyndun á matvöramarkaði. Hafa stjórnendur Baugsverslananna ástæðu til að hafa áhyggjur af niðurstöðum Samkeppn- isstofnunar? „Okkar fyrirtæki hefur ekkert að fela í sínum rekstri. Það hefur ekkert annað verið sannað upp á þetta fyrir- tæki en að það hefur staðið sig vel í sínum rekstri og á engan hátt stundað neina okurstarfsemi. Margir hafa verið mjög glannalegir í yfirlýsingum gagnvart þessari grein og kennt henni um allt sem illa hefur farið hér á landi á seinustu mánuðum. Menn hafa hins vegar séð að við erum sann- ir í því sem við höfum boðað og barist við að standa á móti verðhækkunum. Það má heldur ekki líta fram hjá því að margir birgjar hafa staðið með okkur. Frá því að átak okkar hófst hefur hægt á verðhækkunum birgja og er það vel. En ég spyr, af hverju er þessi grein tekin sérstaklega út úr? Ég fagna því að verðmyndun verði skoðuð á þessum markaði, en ef við ætlum að rannsaka verðmyndun á Islandi hljóta líka að vera aðrar grein- ar sem era þess verðugar að skoða. Ég óttast hins vegar óttast ekkert fyrir hönd matvöraverslunarinnar. Það mun sannast að hún stendur sig mjög vel,“ segir Jón Ásgeir að lokum. Klikk iausn fyrir þig. Psion Revo Kr. 39.900 iriiirie Siml 57 57 404 www.kfikk.is lí?/,VÐ' HAND REPAIR Þýskor förðunorvörur Ekta augnahára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir ATH. nú! Frá Tana Maskara Stone (Köku-maskari). Þessi (svarti) gamli góði með stóra burstanum. Uppl. í smáblaði sem fylgir augnbrúnalitnum. Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá U-1- \ Frábærar vörur á frábæru verði Laboratoríos byly, S.A. Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana. Rvík, Lfbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek. Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Gallerf Förðun Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Ffnar Unur, Vestmannaeyjum, Árnesapótek, Selfossi. IRiDID = lilEMD Með þvi að nota naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. llVHD ' I ..ii. i ’i i ' teygjanlegri, þéttari húð. ^HHHf Sérstaklegn græðandi. ; EINSTÖK GÆÐAVARA Fást i apótekum og snyrti- |||k vöruverslunum um land allt. H& Ath. naglalökk frá Trínd fást í tveimur stærðum Allar leiðbeiningar á íslensku Nýjung Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.