Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Bjargað úr
iðrum hafsins
✓
I gegnum tíðina hafa hundruð kafbáta sokk-
ið og sjóliðar sem farist hafa skipta þúsund-
um. Með kafbátsslysinu í Barentshafí á
dögunum bætist enn eitt nafnið við langa
slysasögu. Fáir hafa lifað slík slys af.
SÖGU kafbátahernaðar er unnt
að rekja um 200 ár aftur í tím-
ann og á þeim tíma hefur
gríðarlegur fjöldi kafbáta sokkið með
áhöfnum sem ekki hafa átt sér undan-
komu auðið. Einn af fyrstu kafbátun-
um sem tókst að nota í hemaði var
báturinn Hunley sem Suðurríkja-
menn smíðuðu í þrælastríðinu 1861-
1865. Kafbáturinn, sem nefndur var
eftir verkfræðingnum Horace Law-
son Hunley, var lítið annað en flangt
málmhylki og sökk hann tvisvar áður
en hann var notaður til árása á her-
skip sambandsstjómarmanna, USS
Housatonic. Áhöfn Hunley tókst að
sökkva Housatonic en eftir árásina
sökk báturinn í þriðja skiptið með
manni og mús eftir að kviknað hafði í
tundurskeyti.
Kafbátahemaður sannaði gildi sitt
í heimsstyrjöldinni fyrri og stórveldin
efldu mjög rannsóknir í ljósi árang-
urs kafbátasveita Þjóðverja sem
sökktu miklum fjölda herskipa
bandamanna. Tæknibúnaður var þó
oft og tíðum ófullkominn og þótti
áhöfnum mest hætta stafa af fram-
stæðum rafgeymum sem gas og sýra-
loft steig upp af. Þá sprangu tundur;
skeyti einatt um borð í bátunum. I
heimsstyrjöldinni síðari var kafbáta-
hemaður orðinn viðurkenndur
beggja vegna Atlantsála og urðu
stríðandi aðilar fyrh- miklu tjóni
vegna tundurskeytaárása. AUs er tal-
ið að Bandaríkjamenn hafi misst yfir
fimmtíu kafbáta á stríðsáranum. Enn
er á reiki hversu mörgum þýskum
kafbátum bandamenn náðu að
granda en þeir era taldir skipta
hundraðum. Enn er óljóst um afdrif
tæplega 70 þýskra kafbáta. Hönnuðir
kafbáta í heimsstyrjöldinni síðari litu
þó enn svo á að hemaðargetu kafbáta
væra fáar skorður settar, sbr. tilraun-
ir með gríðarstórar fallbyssur í brúm,
eins og komið var fyrir í breska kaf-
bátnum X-l. Afleiðingar slíkra til-
rauna vora oftar en ekki skelfilegar
fyrir áhafnir en fram að heimsstyij-
öldinni síðari var almennt talið að ef
kafbátur sökk í hafið væri tilgangs-
laust að reyna að bjarga áhöfn. í maí
árið 1939 varð þó breyting á.
Björgun USS Squalus
Fullkomnasti kafbátur Banda-
ríkjamanna, USS Squalus, var í jóm-
frúrferð sinni skammt undan Ports-
mouth í New Hampshire hinn 23. maí
1939 þar sem gera átti skyndidýfingu
og kanna styrk bátsins. 59 manna
áhöfn var um borð í USS Squalus og
fórast 26 sjóliðar samstundis er sjór
flæddi inn í fremstu rými bátsins en
láðst hafði að loka fyrir eitt loftinn-
taka hans. Einn sjóliði sem staddur
var nærri loftinntakinu náði þó að
loka rýmishlera áður en sjór flæddi
um bátinn allan og fimm mínútum
síðar voru 33 ungir sjóliðar fastir á
hafsbotninum, í köldum og dimmum
kafbátnum, á tæplega 90 metra dýpi.
Peter Maas, sem ritað hefur tvær
bækur um afdrif áhafnar USS Squal-
us, segir í bók sinni The Terrible
Hours að fram að þeim tíma hafi al-
mennt verið litið svo á að ef kafbátur
sykld og áhöfn væri hjálparvana á
hafsbotni væra engar lflcur á björgun.
Örlög sjóliðanna um borð í USS
Squalus vora algerlega háð því hvort
sannfæring sjóliðsforingja nokkurs,
Charles Momsen að nafni, um að unnt
væri að bjarga áhöfninni næði eyram
flotastjómarinnar.
Charles Momsen hafði sjálfur verið
sjóliði og gegnt herþjónustu um borð
í kafbátum og þekkti því af eigin raun
hversu hjálparvana björgunarmenn
vora er slys bar að höndum. Eftir tvö
skelfileg kafbátsslys á þriðja ára-
tugnum einsetti Momsen sér að þróa
tækjabúnað sem nýta mætti við
björgunaraðgerðir. Fyrsta uppfinn-
ing Momsens var hið svokallaða
Momsen-lunga en það var búnaður
sem gerði sjóliðum kleift að anda er
þeir syntu upp á yfirborð sjávar, í
gegnum tundurskeytaraufar á byrð-
ingi báta. USS Squalus var búinn
slflcum búnaði en skipstjórinn, Oliver
Naquin, taldi að báturinn væri á of
miklu dýpi og sjórinn of kaldur til að
búnaðurinn kæmi að gagni.
En Momsen hafði einnig lagt drög
að og smíðað búnað sem hann kallaði
McCann-björgunarhylkið og átti sá
búnaður eftir að verða sjóliðunum 33
til lífs.
Merkjasendingar sjóliða
Rétt eftir að sjór byijaði að flæða
inn í USS Squalus náðu loftskeyta-
menn að senda út bjöguð skilaboð og
gat flotinn því ákvarðað staðsetningu
bátsins. Herskipið USS Falcon var
sent á vettvang og fyrir tilstuðlan
Momsens var nýsmíðuðu McCann-
björgunarhylki komið fyrir um borð.
Momsen og köfunarsveit hans var
með í för og þegar herskipið hafði náð
á slysstað fóra kafarar niður að kaf-
bátnum og komu fyrir h'nu sem nota
átti til að beina björgunarhylkinu á
réttan stað. Kafarar námu þegar
merkjasendingai’ sjóliðanna um borð
og síðar sagði Gerald McLees, einn
þeirra sem um borð vora, að sjólið-
amir hefðu ekki hræðst, þeir vissu að
flotinn hefði fundið flakið því þeir
heyrðu í skipaferðum á yfirborði sjáv-
ar. Er kafarar, sem aðeins gátu starf-
að á þessu dýpi í um 20 mínútur,
höfðu komið línunni fyrir lét Momsen
björgunarhylkið síga og önnur sveit
kafara náði að festa það við útgöngu-
lúgur aftarlega á skrokki Squalus.
Alls vora fjórar ferðir farnar að
Squalus og í hvert sinn vora sjö til
átta sjóliðar hífðir upp eftir um 40
klst. ógnvekjandi dvöl á hafsbotni.
Peter Maas segir svo í sögu sinni:
„Undir rökum teppum lágu mennim-
ir þétt upp við hver annan. Aðrir sátu
með bakið upp við innri byrðinga og
hnén dregin upp undir höku. Flestir
vora enn blautir eftir lekann. Menn
ræddust ekki við. Þeir hreyfðu sig
sem minnst. Öðru hverju heyrðist
kæfður hósti, hnerri eða stuna sjóliða
sem var milli svefns og vöku vegna
aðkallandi súrefnisskorts. Menn
sýndu þó aldrei ótta sinn. Né heldur
kvörtuðu þeir undan kuldanum eða
sýndu örvæntingarmerki. Þeir deildu
teppunum bróðurlega og lágu í örm-
um félaga sinna og reyndu að halda á
sér hita.“
Björgun sjóliðanna úr USS Squal-
us þótti ganga kraftaverki næst.
Sjóliðsforinginn fer á taugum
Nokkram dögum eftir að fregnir
bárast af því að kafbáturinn Kúrsk
lægi á hafsbotni með 118 manna
áhöfn innanborðs ræddi breska dag-
blaðið Times við fyrrverandi rúss-
neskan sjóliða, Hayim Sheynin, sem
var einn 17 sjóliða, þá 22 ára gamall,
sem björguðu sér giftusamlega úr
sovéskum kafbáti sem sökk á svipuð-
um slóðum íyrir um fjöratíu áram.
„Það varð gríðarmikil sprenging og
kafbáturinn sökk hratt til botns. Öll
fjarskipti rofnuðu og það var engin
leið að vita hvað gekk á í öðram rým-
um kafbátsins. Við voram þama 17
talsins, þ.m.t. ungur sjóliðsforingi
sem fór á taugum. Hann sagði í fyrstu
að við myndum aldrei lifa þetta af, við
usf * somi's sm]
IS FINALIY LIFTED
TÖ THE SURFACETDW
SEP
13
i&39
m v.
SOUftLUS t-l
SU&MA»L
ikoritr
í™ ;h.
wat-QTúe%'
Á efri myndinni má greina menn starfa við köfunarhylkið scm notað var
við björgun áhafnar USS Squalus. Á neðri myndinni sést póstkort frá
13. september 1939 sem segir frá því að Ioks hafi náðst að lyfta flaki
USS Squalus frá hafbotni, 112 dögum eftir að báturinn sökk til botns.
USS Squalus í upphafi jómfrúarferðar
sinnar hinn 23. maí 1939.
myndum aldrei yfirgefa bátinn og að
þetta yrði okkar gröf.“
Sheynin sagði að einn sjóliðanna
hefði fljótt tekið stjórnina og fyrir-
skipað mönnunum að klæðast hlýjum
ullarfötum því þeir yrðu að bjarga sér
sjálfir. „Við höfðum eitt súrefnishylki
og eitt hylki með heh'um. Auk þessa
var við hendina búnaður til að blanda
lofttegundunum. Við höfðum æft slík-
ar björgunaraðgerðir." Einn af öðr-
um fóru þeir inn í tóma tundurskeyt-
arauf og lokuðu hlera á eftir sér. Sjór
flæddi inn í raufina og er hún var full
opnaði sá sem fremstur var ytri hler-
ann. „Hann leysti langa línu sem flaut
upp á yfirborðið með aðstoð floU
hylkja. Þrýstingurinn var gífurlegur.
Niðamyrkur var allt um kring og ég
sá ekki finguma á mér þótt ég bæri
þá upp að andlitinu. Við höfðum engin
ljós.“
Mennimir sautján fikraðu sig upp
línuna en áður höfðu þeir ráðgert að
þeir yrðu að vera þijár klst. á leiðinni
tii að jafna loftþrýstinginn. „En
hræðslan náði tökum á manni. Maður
er algerlega einn og finnst sem maður
sé staddur í tómi. Þrátt fyrir þjálfun
og fyrirmæli var ég kominn upp á yf-
irborðið eftir tæplega tvær klukku-
stundir. Þegar ég var kominn upp
fann ég raka í munninum og áttaði
mig á að það var blóð. Annað lungað
hafði sprangið. Ég missti meðvit-
und.“ Greindi Sheynin frá því að fyrir
algera tilviljun hefðu sovésk herskip
verið á þessum slóðum og
bjargað sjóliðunum um borð.
„Sjáumst brátt“
Beislun kjamorkunnar
breytti eðli kafbáta og kaf-
bátahemaðar. Bátamir
stækkuðu og urðu öflugri og
í stað þess að þurfa að koma
upp á yfirborðið einu sinni á
sólarhring til að fylla bátana
af súrefni, eins og tíðkaðist
með díselknúna kafbáta,
gátu kjarnorkukafbátar
siglt hljóðlausir um heimsins höf svo
mánuðum skipti. Fljótt urðu kafbátar
í eðli sínu huldir og færanlegir
skotpallar fyrir meðal- og lang-
drægar eldflaugar risaveldanna. Og
samhhða því að kafbátar urðu æ mik-
ilvægari í Igamorkuhemaði jókst
virðing þeirra sjóliða sem gegndu
störfum um borð í kafbátum.
Dimitri Starosjeltsev hafði ítrekað
reynt að komast í fastaáhöfn rúss-
neska kjamorkukafbátsins Kúrsk
eftir að hann var kallaður til herþjón-
ustu sl. nóvember. Tveimur af hverj-
um þremur sem sóttu um var hafnað.
Starosjeltsev útskrifaðist með ágæt-
iseinkunn úr herskólanum í hinni
sögufrægu borg Kúrsk og skömmu
síðar var hann í hópi þeirra sem vald-
ir höfðu verið til að gerast sjóliðar um
borð í Kúrsk. Valentína Starosjeltsev,
móðir Dimitris, sagði að syni hennar
hefði þótt mikil upphefð í því að gegna
störfum um borð í bátnum og í bréfi
sem hann sendi henni í júh sagðist
hann ekki geta beðið eftir að halda í
aðra sjóferð sína. „Þökk sé guði fyrir
að ég sé loks hér,“ sagði Dimitri og
lýsti því að góður andi ríkti um borð í
kafbátnum og yfir- og undirmenn
ávörpuðu hver annan með skírnar-
nöfnum.
„Ég er virkilega hamingjusamur
hérna. Við fáum fjórar máltíðir á dag,
alveg eins og heima. Við munum
koma aftur til hafnar um miðjan
ágúst. Sjáumst brátt.“
Dæmi um slys
í rússneskum
kafbátum
Október 1960: Kjarnakljúfur kafbáts af
Nóvember-gerð (K-8) missir kælivatn.
Mikil geislun leikur um bátinn.
Júlí 1961: Skipstjóri og sjö úr áhöfn
látast er geislun berst um rússneskan
kjamorkukafbát af Hótel-gerð (K-19).
Febrúar 1965: Verkamenn gera mis-
tök við kjamakljúf báts af Nóvember-
gerð (K-ll). Geislun berst um bátinn.
September 1967: Eldur verður laus í
kafbát af Nóvember-gerð (K-3) skammt
undan Kólaskaga. 39 sjóliðar látast
Mars 1968: Díselknúinn kafbátur af
Golf Il-gerð sekkur í Kyrrahaf með 3
SS-N-5 eldflaugum með kjamaoddum.
Maí 1968: Kjamakljúfur kafbáts
(K-27) bilar í Barentshafi og geislun
berst um bátinn. Hætt við viðgerð og
bátnum sökkt í Karahaf.
Ágúst 1968: Kjamakljúfur kafbáts af
Yankee-gerð (K-140) verður fyrir mikl-
um skemmdum við Severodvinsk.
Janúar 1970: Kjarnakljúfur ný-
smíðaðs kjarnorkukafbáts af Charl-
ie-gerð (K-329) fer í gang. Eldur verður
laus og geislunar vart.
Apríl 1970: Eldur kviknar í kjam-
orkukafbáti af Nóvember-gerð (K-8) og
hann sekkur í Biscaya-flóa. Alls farast
52 sjóliðar.
Febrúar 1972: Eldur kviknar kjarn-
orkukafbáti af Hótel-gerð (K-19) í Atl-
antshafi. 28 sjóliðar látast.
September 1976: Eldur kviknar í
kjarnorkukafbáti (K-47) á Barentshafi.
Átta sjóliðar farast.
September 1977: Vegna mistaka er
kjamaoddi varpað úr kafbáti af Delta 1-
gerð nærri Kamtsjatka-skaga.
Scptember 1980: Kjamakljúfur kaf-
báts (K-222) sem liggur við flotahöfn á
Kólaskaga skemmist eftir mistök
verkamanna.
Ágúst 1982: Kjarnorkukafbátur af
Alfa-gerð (K-123) verður fyrir vélar-
skemmdum og geislunar verður vart.
Gangsettur níu árum síðar.
Júní 1984: Eldur verður laus í kjarn-
orkukafbáti af Echo II-gerð (K-131)
nærri heimahöfn á Kólaskaga. Þrettán
sjóliðar farast.
Ágúst 1985: Mikil sprenging verður í
Shkotovo 22 kafbátasmíðastöðinni með
þeim afleiðingum að tíu manns farast
vegna geislunar.
Desember 1985: Kjarnakljúfur kaf-
báts af Echo II-gerð (K-431) ofhitnar
þar sem báturinn liggur í flotahöfninni í
Vladivostok.
Október 1986: Kjamorkukafbátur af
Yankee-gerð (K-219) nærri Bermúda-
eyjum ásamt 16 kjamaoddum. Fjórir
sjóliðar farast.
Aprfl 1989: Kjarnorkukafbáturinn
Komsomolets, af Mike-gerð (K-278),
sekkur í Barentshafið eftir eldsvoða. 42
sjóliðar farast.
Júní 1989: Kjarnakljúfur kafbáts af
Echo II-gerð (K-192) ofhitnar 350 km
suður af Bjarnarey. Geislavirku kæli-
vatnidæltísjóinn.
September 1991: Tundurskeyti skot-
ið af misgáningi á kjarnorkukafbát
Rússa sem var við æfingar í Hvítahafi.
Júní 1992: Sprenging verður um
borð í kjarnorkukafbáti sem liggur
bundinn við bryggju á flotastöð á Kóla-
skaga. Fimm sjóliðar farast.
Nóvcmber 1992: Eldur verður laus í
kjarnorkukafbáti sem Iiggur við höfn í
Múrmansk. Geislunar verðurvart.
Mars 1993: Rússneskur kjamorku-
kafbátur af Delta Ill-gerð laskast eftir
árekstur við kafbátinn USS Grayling.
Sumarið 1993: Slys um borð í rúss-
neskum kjarnorkukafbát verður 21 að
bana. Flotinn leynir upplýsingum.
Mars 1994: Árekstri tveggja rúss-
neskra kjarnorkukafbáta afstýrt á síð-
ustu stundu eftir æfingar á Barentshafi.
September 1995: Rafmagnsstraum-
ur til kafbáts sem var í Zapadnaya Litsa
tekinn af. Kælikerfi kjarnakljúfs bilar.
Janúar 1998: Slys um borð í kjarn-
orkukafbáti í flotahöfn á Kólaskaga olli
geislun. Einnverkamaður deyr.
September 1998: 19 ára gamall sjó-
liði fremur sjálfsmorð eftir að reyna að
ræna kafbáti af Akúla-gerð. Átta her-
menn skotnir til bana.
September 1999: Þjófar ræna verð-
mætum málmum úr kjarnorkukafbáti
af Akúla-gerð.
Febniar 2000: Fimm menn reyna að
ræna kjamakleyfum efnum úr kafbáti
sem liggur við Viluchinsk-flotastöðina á
Kamtsjatka-skaga.
Ágúst 2000: Sprenging um borð í
kjarnorkukafbátnum Kúrsk, af Oscar-
gerð, sekkur í Barentshaf. 118 sjóliðar
taldir af.