Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Leikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson ásamt Magnúsi Hjörleifssyni framkvæmdastjóra, Sigurði Sigurjóns- syni leikara, Halli Helgasyni stjórnarformanni, Ólafi Jóhanni Ólafssyni rithöfundi og Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu. Leikfélag fslands Tólf frumsýn- ingar í vetur Leikfélag íslands boðar sautján sýningar á fjölunum í Loftkastalanum, Iðnó og víðar, að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra. LEIKFÉLAG íslands, sem varð til í núverandi mynd fyrir nokkrum mánuðum þegar Leikfélag íslands, Loftkastalinn og Hljóðsetning ehf. sameinuðust, mun reka starfsemi sína í Loftkastalanum og Iðnó. „Frumsýningar Leikfélags ís- lands verða tólf á leikárinu. Meðal þeirra eru ný leikrit, íslensk og er- lend, átakaverk og gamanleikrit, fullorðinssýningar og bamasýning- ar,“ segir Magnús Geir. „Við leggjum áherslu í vetur á ný verk, bæði íslensk og erlend og það er í takt við þá stefnu okkar að vera ferskt leikhús sem fer ekki troðnar slóðir. Hópurinn sem stendur á bak- við leikhúsið býr yfir mikilli reynslu úr ólíkum áttum og við bindum mikl- ar vonir við að hópnum takist að búa til nýtt og spennandi leikhús í vetur.“ Fram að áramótum „Fyrsta frumsýning Leikfélags ís- lands í haust er Trúðleikur eftir Hall- grím H. Helgason sem sýnt verður í Iðnó í september. Leikstjóri er Öm Araason og Friðrik Friðriksson og Halldór Gylfason leika. Shopping & Fucking eftir Mark Ravenhill er samvinnuverkefni Egg-leikhússins, Leikfélags íslands og Nýlistasafns- ins. Verkið verður framsýnt í Ný- listasafninu í september. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, Bjami Jónsson þýðir og leikarar era Agnar Jón Eg- ilsson, Atli Rafn Sigurðarson, Hjalti Rögnvaldsson, Nanna Kristín Magn- úsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Á sama tíma síðar eftir Bemhard Slade er seinni hluti Á sama tíma að ári, sem er eitt vinsælasta leikrit sem sýnt hefur verið hérlendis. Á sama tíma að ári verður tekið upp sam- hliða. Á sama tíma síðar verður frumsýnt í Loftkastalanum í októ- ber. Leikendur era Tinna Gunn- laugsdóttir og Sigurður Sigurjóns- son og Hallur Helgason leikstýrir. Tilvist er samstarfssýning við Dansleikhús með ekka og fjallar meðal annars um tilvist mannsins og samskiptaform í fortíð og nútíð. Það verður einnig framsýnt í Iðnó í októ- ber. Þetta er skemmtilegt leikhús- form sem ekki hefur verið mjög áberandi á íslandi. Þarna er tvinnað saman dansi, leiklist og tónlist á spennandi hátt. Danshöfundur er Sylvia von Kospoth. Sýnd veiði nefn- ist gaman-spennuverk eftir Michelle Lowe sem framsýnt verður í Iðnó í október. María Sigurðardóttir leik- stýrir Eddu Björgvinsdóttur, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Rósu Guðnýju Þórsdóttur. Hinn sígildi harmleikur Medea eftir Evripídes verður sýnt í Iðnó í nóvember í nýstárlegri upp- færslu. Það er leikhópurinn Fljúg- andi fiskar í samvinnu við LÍ, Þjóð- leikhúsið og Stöð 2 og er á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar 2000. I lok nóvember verður Hvaða jól? jólaævintýri fyrir böm á öllum aldri eftir þá Karl Ágúst Úlfsson, Sigurð Sigurjónsson og Öm Ámason framflutt í Iðnó. Þeir eru jafnframt flytjendur. Víða erlendis er það fast- ur liður í jólaundirbúningnum að fjöl- skyldur fari saman á jólasýningar en hérlendis hefur sýningarhald á jóla- föstunni heyrt til undantekninga. Við vonumst til að þessai sýning verði skemmtilegt krydd. Jólaframsýning í Iðnó verður svo Kvartett eftir Ronald Harwood sem er hugljúft gamanleikrit, fyndið og hjartnæmt í senn. Þar leikstýrir Gísli Rúnar Jónsson m.a. Guðrúnu Ás- mundsdóttur og Árna Tryggvasyni. Eftir áramót Strax í byrjun næsta árs verður Eldað með Elvis eftir Lee Hall sýnt í Loftkastalanum en það er eitt vin- sælasta gamanleikritið í London um þessar mundir. Þrátt fyrir mikið grín er undirtónnin flugbeittur. Sýningin er að sjálfsögðu skreytt með lögum kóngsins. Stefán Jónsson leikstýrir Hilmi Snæ Guðnasyni, Friðrik Frið- rikssyni, Erni Amasyni, Eddu Björgvinsdóttur og Eddu Björgu Eyjólfsdóttur. Rokksöngleikurinn Hedwig verður framsýndur í Loft- kastalanum á nýju ári í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur og tónlistar- stjóm Jóns Ólafssonar. Þessi söng- leikur var framsýndur í New York fyrir tveimur áram við geysilega góðar undirtektir og hefur verið sýndur víða síðan. Á nýju ári í Iðnó verður framsýning á Sniglaveisl- unni, leikgerð hinnar vinsælu skáld- sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem unnin er af honum sjálfum og Sigurði Hróarssyni. Þetta er samstarfsverk- efni við Leikfélag Akureyrar. í aðal- hlutverki verður kempan Gunnar Eyjólfsson. Á laugardags- og sunnu- dagseftirmiðdögum verður boðið upp á þá nýbreytni að feðgamir Árni Tryggvason og Örn Ámason ásamt píanóleikaranum Kjartani Valdem- arssyni munu taka á móti gestum með söng og glensi og bjóða upp á kaffi og vöfflur. Saga af pandabjörn- um, sögð af saxófónleikara sem á kærastu í Frankfurt eftir Matei Visniec, fer á fjalimar í Iðnó eftir áramót en það er samstarfsverkefni Leikfélags Akureyrar og Leikfélags íslands. Verkið er ljóðrænt og hríf- andi og fjallar um ástina og lífið á mörkum draums og veraleika. Leik- stjóri er Magnús Geir Þórðarson." Uppistand og hádegisleikhús Að sögn Magnúsar Geirs verða nokkrar vinsælar leiksýningar frá fyrra ári teknar upp að nýju. Sjeik- spír eins og hann leggur sig í leik- stjóm Benedikts Erlingssonar verð- ur sýndur í Loftkastalanum. Panodil fyrir tvo eftir Woody Allen með Jón Gnarr í aðalhluverkinu verður einnig sýnt í Loftkastalanum. Stjömur á morgunhimni sem hlaut einróma lof gagnrýnenda verður einnig sýnt í haust bæði í Iðnó og í samkomuhús- inu á Akureyri. „Til viðbótar þessu verður Jón Gnarr með uppistand í Iðnó í vetur. Þá mun hið vinsæla hádegisleikhús Iðnó halda áfram og er Hallgrímur Helgason þessa dagana að leggja lokahönd á nýtt verk sem þar verður sýnt. Hallgrímur var höfundur verð- launaleikritsins Þúsund eyja sósu sem er eitt vinsælasta leikritið sem sýnt hefur verið í Hádegisleikhúsinu. Þeirri sýningu hefur nú verið boðið á leiklistarhátíð í Leipzig í nóvember. Hádegisleikhúsið er form sem hefur fest sig rækilega í sessi og sýning- amar til þessa hafa hlotið afskaplega góð viðbrögð. Þetta er sveigjanlegt form og við munum því kynna dag- skrá Hádegisleikhússins eftir því sem líður á veturinn," segir Magnús. „Leikhópurinn Perlan hefur eignast fastan samastað í Iðnó og við eram afskaplega stolt af því að þessi frá- bæri leikhópur með sínar einstöku sýningar sé hérna með okkur í hús- inu. í vetur era boðaðar tvær sýning- ar Perlunnar. Sú fyrri í desember og hin þegar líða tekur á veturinn.“ Að sögn Magnúsar Geirs er yfir- skrift leikársins Skemmtilegt leik- hús. „Það endurspeglar ákveðna meginhugsun sem gengur eins og rauður þráður í gegnum starf fyrir- tækisins en hún er sú að gott leikhús á að hitta gesti sína í hjartastað." Sópran og píanó í Sigurjónssafni Á SÍÐUSTU þriðjudagstúnleikum í sumartúnleikaröð Listasafns Sig- urjúns Ólafssonar þriðjudaginn 29. ágúst kl. 20.30 flytja Ingibjörg Guðjúnsdúttir súpransöngkona og Valgerður Andrésdúttir píanúleik- ari verk eftir Joseph Haydn, Bell- ini, Rossini, Richard Strauss og Gunnar Reyni Sveinsson. Ingibjörg Guðjúnsdúttir húf söngnám við Túnlistarskúla Garða- bæjar og lauk þaðan burtfarar- prúfi. Framhaldsnám stundaði Ingibjörg í Bandaríkjunum og lauk BM-prúfi í söng frá Indiana Uni- versity í Bloominglon. Sl. ár hefur Ingibjörg notið leiðsagnar hinnar kunnu söngkonu Ileanu Cotrubas. Hún hefur verið fulltrúi íslands á fjölmörgum túnlistarhátfðum er- lendis m.a. á Túnlistarhátíð ungra norrænna einleikara og einsöngv- ara í Svíþjúð, „Scandinavian Festi- val of Music“ í Danmörku og á hinni virtu túnlistarhátíð „Buda- pest Spring Festival" í Ung- veijalandi. Nýlega kom út geisladiskur á vegum EMI-útgáfufyrirtækisins á nýju dönsku túnverki „Julek- antate“ eftir Frederik Magle þar sem Ingibjörg syngur súpran- hiutverkið. Valgerður Andrésdúttir lauk einleikaraprúfi í píanúleik frá Túnlistarskúlanum í Reykjavík ár- ið 1985. Hún lauk burtfararprúfi við Listaháskúlann í Berlín hjá prof. Georg Sava árið 1992. Hún sútti einnig reglulega námskeið hjá György Sebök. Valgerður hef- ur haldið fjölmarga túnleika innan- lands og erlendis. Hún starfar nú við Túnlistarskúlann í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Ami Sæberg Ingibjörg Guðjúnsdúttir súpransöngkona og Valgerður Andrésdúttir píanúleikari. Fegurðin í fótboltanum LISTAKONAN Helga Lára Har- aldsdóttir sem býr og starfar í Lond- on hefur nýlega lokið við gerð vegglistaverks í verslunarmiðstöð- inni Vicarage Field í Austur- London. Verkið er 12 metrar að lengd og þriggja metra hátt og sýnir knattspyrnumenn í enska fótboltalið- inu West Ham Un- ited í leik. „Þetta var mjög skemmtilegt verk- efni og myndin lifgar veralega uppá umhverfið,“ segir Helga Lára. „Þegar ég var að vinna að verkefn- inu sýndi fólk af öllum þjóðfélags- stigum því áhuga og ekki síst vegna þess að West Ham er mjög vinsælt lið í austurbænum. Einnig sýndu dagblöð þessa bæjarhluta verkefn- inu mikinn áhuga enda er dekrað við fótbolta í flestum enskum dagblöð- um. Þá vaknar óneitanlega sú spum- ing hvort kjör myndlistarmanna væra ekki betri ef almenningur og fjölmiðlar sýndu þeim viðlíka athygli og fótboltinn fær.“ Myndina í verslunarmiðstöðinni segir hún hugsaða til að grípa at- hygli almennings í sínu venjubundna umhverfi. Helga hefur sérhæft sig í list á opinberam stöðum (public art) og hefur BA-gráðu á því sviði frá Chelsea-listaháskólanum í London. Hún hefur einnig lokið masters-prófi á arkitektalínu frá listaháskóla í austurhluta London. „Þegar ég var beðin um að gera myndverk í verslunarmiðstöðinni fannst mér við hæfi að gera eitthvað sem myndi vekja áhuga fólksins í Helga Lára Haraldsdúttir fyrir framan vegglista- verkið sitt f London. hverfinu og þvi var nærtækast að mála fótboltaliðið þeirra. Þegar upp er staðið finnst mér mest gefandi hversu fólkið er ánægt með þetta.“ Meira lifandi en lífið sjálft Aðspurð segist Helga Lára hafa nokkum fótboltaáhuga. „Mér finnst gaman að horfa á fótbolta og er helst heilluð af litunum og hreyfingunum. Mér finnst fótbolti líkt og margar íþróttir mjög fallegt fyrirbæri, hann er fullur af orku og lífi.“ Helga Lára kveður verkið engu að síður fremur óhefðbundið eftir sig þar sem hún máli sjaldan fígúratíft. „Ég hef aðallega unnið abstrakt og gert skúlptúra, en það var gaman að mála formrænt eftir margra ára hlé. Liturinn hefur alltaf átt sterk tök í mér og því fannst mér ákaflega skemmtilegt að leyfa honum að njóta sín. Einum manni varð að orði að myndin væri meira lifandi en lífið sjálft, útaf litadýrðinni, og sjálfri finnst mér nokkuð til í því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.