Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
n
Morgunblaðið/Ómar
Eyrarbakkakirkja
Vegir manna
á milli
Umferðin tekur þungbæran toll í manns-
lífum og meiðslum á fólki. Stefán
Friðbjarnarson staldrar við umferðar-
reglur á samskiptaleiðum manna.
GÓÐAR samgöngur skipta
byggðir og fólk meginmáli í sam-
tíma okkar. Vegirnir eru æða-
kerfi samfélagsins. Þeir tengja
byggðir, fólk og fyrirtæki saman,
atvinnu-, félags- og menningar-
lega. En umferðin tekur sinn
þungbæra toll: mannslíf, örkuml,
verðmæti. Nálægt tuttugu manns
láta að meðaltali lífið í umferðinni
á ári hverju hér á landi. Það er
tuttugu mönnum of mikið. Mun
fleiri slasast, sumir illa. Mikil
verðmæti fara forgörðum. Ið-
gjöld af tryggingum ökutækja
eru umtalsvert hærri hér en víð-
ast hvar annars staðar.
Hvers vegna er slysatíðni í um-
ferðinni hér á landi sú sem raun
ber vitni? Astæður eru ýmsar.
Stöldrum við þetta efni.
Enginn mælir því gegn að
Grettistaki hefur verið lyft í
vegamálum okkar á síðustu ára-
tugum. Hvalfjarðargöngin eru
síðasta stórvirkið í þjóðvegakerf-
inu. í þessu sambandi verðum við
hafa í huga að við erum dverg-
þjóð í stóru og strjálbýlu landi,
sem var vegalaust fram á 20. öld-
ina. Fjöldi ökutæka hefur á hinn
bóginn aukizt með þeim ólíkind-
um, að vegakerfið ber vart um-
ferðina þar sem hún er þyngst.
Við þarf að bregðast. Fjallvegir,
vetrarveður og snjóalög setja og
strik í ökureikning þjóðarinnar.
En fleira kemur til. Lítum í eigin
barm okkar, ökumenn! Hvað um
ásigkomulag sumra ökutækja?
Hvað um of hraðan akstur? Hvað
um virðingarleysið fyrir umferð-
arreglum? Hvað um tillitsleysið í
garð annarra í umferðinni? Má
ekki sitt hvað betur fara í þessum
efnum?
Við setjum umferðarreglur til
að tryggja eigið öryggi - og ann-
arra. Fjölmargir, vonandi flestir,
fylgja þessum reglum. En hvergi
nærri allir. Það er eins og á skorti
siðferðilegan sjálfsaga hjá sum-
um okkar þegar sezt er undir
stýri. Þess vegna verða slysin í
umferðinni svo mörg - og al-
varleg - sem dæmin sanna. Það
er mikilvægt að betrumbæta
vegakerfið. En jafnframt - og
ekkert síður - að efla löghlýðni
og tillitssemi ökuþóra, okkar
sjálfra, ef ná á niður slysatíðni í
umferðinni. Löggæzlu í umferð-
inni má og gjaman efla.
En það þarf víðar „umferðar-
reglur“, aðgæzlu og tillitssemi,
en á möl og malbiki. Þær eru
fleiri samskiptaleiðir mannfólks-
ins en þær sem bílar bruna. Um-
gengni manns við mann, mannleg
samskipti, eru burðarásinn í lífi
okkar og samfélagi. Við erum dag
hvum, árið um kring, í „umferð"
á margvíslegum mannlífs- og
samskiptaleiðum, þar sem við
verðum í senn að gæta eigin ör-
yggis og sýna öðmm tillitssemi,
ef vel á að vera. Þá er gott að búa
að siðferðilegum styrk, þjálfaðri
skapgerð. Því er mikilvægt að
andlegur þroski okkar, bæði sem
heildar og einstaklinga, haldizt í
hendur við þær efnislegu fram-
farir, sem menntun, þekking og
tækni 20. aldarinnar hafa fært
okkur upp í hendur, en bíði ekki
tjón í hraða og hörku nýrra tíma.
Það er hlutverk heimila, kirkju
og skóla að byggja viðtakandi
kynslóð upp, siðferðilega ekkert
síður en þekkingarlega.
Víða er að finna athyglisverðar
kenningar um umferðarreglur á
samskipta- og mannlífsvegum.
Um þær er gjarnan fjallað í
heimspeki- og siðfræðiritum. Þá
er ekki sízt staldrað við hin
gömlu gildi, sem mikilvægt virð-
ist að varðveita en týna ekki í
hraða tækniframfaranna: hátt-
vísi, heiðarleika, löghlýðni, vinnu-
semi og sanngirni í garð náung-
ans. Ef grannt er gáð finnst allt,
sem máli skiptir í þessum efnum,
í kristinni kenningu, sem íslenzk
þjóð hefur kunnað skil á í þúsund
ár. Kenningu hans sem er vegur-
inn, sannleikurinn og lífið. Oft
var þörf en nú er nauðsyn að
sækja andlegan styrk og siðferði-
legan þroska í þann dýrmæta
nægtabnmn. Það þarf ekki að
fara yfir lækinn til að sækja það
vígða vatn, sem er fyrir hendi.
Þegar grannt er gáð er kristin
trú sá áttaviti, sem vísar veginn
til betri sambúðar þjóða og ein-
staklinga - og þar með til fækk-
andi slysa á samskiptaleiðum
rnannfólksins. Trúin er áttavitinn
og kirkjan kjölfestan í menning-
ar- og trúararfleifð okkar. Það er
miklvægt að hinn „þögli meiri-
hluti“ slái trausta skjaldborg um
þennan dýrmæta þjóðararf. Um
þjóðkirkjuna, sem skammsýnir
menn vega að úr ýmsum áttum.
Það er heilög skylda allra hugs-
andi og velviljaðra manna. Við
þurfum að skila trúararfleifð
okkar og hinum gömlu gildum
háttvísi og heiðarleika óskemmd-
um til kynslóða 21. aldarinnar.
Betra slysavarnastarf getum við
ekki unnið íslenzku samfélagi.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Lokuð salerni
við Gullfoss
MIKIÐ er talað um fyrir-
ætlanir um að efla ferða-
þjónustu og lifa á ferða-
mennsku, jafnvel að við
séum að ná tökum á því
þjónustustigi sem til þarf.
En svo rekst maður á til-
vik sem sýna að við eigum
enn langt í land með boð-
lega þjónustu. Síðastliðinn
laugardag var ég á ferð
suður Kjöl í fullum rútubíl
af ferðafólki. Fólkið hafði
stansað á Hveravöllum og
hélt áfram í dýrlegu veðri
til næsta áfangastaðar, við
Gullfoss. Þar yrði næst
hægt að komast á klósett,
sem auðvitað er nauðsyn-
legt á ferðalögum sem í
daglegu lífi. Náttúru-
verndarráð kom fyrir
nokkrum árum upp snyrt-
ingum og fræðslustofu um
Gullfoss fyrir ferðafólk.
Hafði þá í mörg ár sótt
um fjárveitingar og loks
komið fjárveitinganefnd í
skilning um að ekki gæti
gengið að þessi fjöldi
ferðafólks kæmist þar
ekki á snyrtingu. Þessi
skáli hefur nú staðið í
nokkur ár uppi á gilbakk-
anum við leiðina á Kjalveg
með nægum bílastæðum,
svo hægt sé að flytja bíla
þangað þegar þeir hafa
losað farþega niðri við
Gullfoss, og hægt sé að
rýma af stallinum niðri
við fossinn til að athafna
sig þar og ná myndum af
þessum gullfallega fossi,
en tréstigi eins og var á
Þingvöllum á kristnihátíð
liggur á milli. Auðvitað
verður á ferðalögum að
gera ráð fyrir að komast
þarna á klósett. Liðin tíð
er að vísa fólki út í móa
og segja því að þurrka sér
bara með grasi.
Klukkan níu að kvöldi
sl. laugardags. kom þetta
ferðafólk sem sagt af
langri leið á fjöllum. ís-
lenski fáninn og fáni Nátt-
úruverndarráðs blöktu við
fræðslumiðstöðina. En
þarna var allt harðlæst.
Líka þessi sjoppa sem
hefur verið sett þar upp á
hlaðinu. Hvers vegna? Og
hvað á að gera við ferða-
fólk sem kemur að opin-
berum snyrtiskála ferða-
þjónustunnar læstum?
Vísa því bak við hús með
sínar þarfir? Það gera
menn bara hér. Hver á að
sjá um þjónustu þarna?
Tryggja að sæmilegar
snyrtingarnar séu a.m.k.
opnar á mesta ferða-
mannatímanum? Ef við
kunnum ekki betur til
verka en að læsa eftir
geðþótta svo nauðsynleg-
um þjónustustað á
auglýstum ferðamanna-
stað og ætla fólki að pissa
úti í móa, þá er ég ansi
hrædd um að lítið fari fyr-
ir „uppbyggingu“ ferða-
þjónustu í landinu. Fróð-
legt væri að vita hver á að
sjá um að svona einfaldir
hlutir séu í lagi yfir
háferðamannatímann?
Ferðalangur
af Kili.
Hómópatía
ÉG SÁ nýlega auglýsingu
þar sem auglýst var að
hægt væri að læra hómó-
patíu á íslandi. Vil ég
benda fólki á þetta því ég
veit að það eru margir
sem hafa áhuga á að læra
þetta en treysta sér ekki í
nám erlendis.
Lesandi.
Mótmæli
ÉG vil gera athugasemd
við það að íslensk stjóm-
völd séu að lýsa yfir sam-
úð við rússnesk stjórnvöld
vegna kafbátaslyssins.
Þessi kafbátur er hernað-
artæki sem m.a. er beitt
gegn okkur, kjarnorkuka-
fbátur sem ógnaði tilveru
íslendinga. Rússnesk yfír-
völd eru ekki neinir aðilar
að þessari sorg, heldur
aðstandendur, sem reynd-
ar kenna sínum stjórn-
völdum um slysið. Mér
finnst þetta ekki viðeig-
andi og vil mótmæla
þessu. Það er annað mál
að senda aðstandendum
samúðarkveðjur.
Einar Vilhjálmsson.
Um opinber ferðalög
í LEIÐARA Morgun-
blaðsins í gær, 24. ágúst,
er talað um það að flest
bendi til þess að tíð ferða-
lög á vegum hins opinbera
til útlanda séu komin út í
öfgar. Eigum við lesend-
ur, skattgreiðendur og op-
inberir starfsmenn lands-
ins, ekki rétt á að þessar
fullyrðingar séu rökstudd-
ar með dæmum sem
sanna þær.
Lcsandi og
skattgreiðandi.
Bangsi
ennþá týndur
BANGSI er 3ja ára gul-
bröndóttur geltur kisi.
Hann hvarf að heiman úr
Setbergshverfi í Hafnar-
firði föstudaginn 11.
ágúst. Hann er merktur
með blárri ól og nafn-
spjaldi. Af óviðráðanleg-
um orsökum höfum við
ekki getað einbeitt okkur
í leit að honum um tíma
en þó hafa borist ýmsar
vísbendingar um ferðir
hans. Líklegt er að hann
hafi borist burtu með bíl.
Bangsi er afskaplega gæf-
ur og mannelskur og
svarar kalli. Ef einhver
veit um afdrif hans væru
allar upplýsingar vel
þegnar. Okkur er að finna
í símum 565-3690 og 896-
3568.
Grá læða týndist
SUNNUDAGINN 6.
ágúst sl. týndist læða frá
Baldursgötu 25. Hún er 8
mánaða, grá að lit með
smádrapplituðum hárum.
Hún var með gyllta ól
með bjöllu og gult merki
sem á stendur Snúlla
Dúlla, Baldursgötu 25.
Hugsanlega hefur merkið
dottið af. Hún gæti hafa
lokast inni og er fólk beð-
ið um að kíkja í skúra og
geymslur í nágrenninu.
Hennar er sárt saknað.
Ef einhver hefur séð til
hennar eða getur gefið
upplýsingar þá vinsam-
lega hafið samband í síma
552-5859, 865-9967 eða
861-7837.
Tapad/fundið
Hjól í óskilum
MOUNTAIN bike gíra-
hjól er í óskilum við
Laugarásveg. Upplýsing-
ar í síma 553-1755.
Ullarteppi
týndist
RAUÐ- og bláköflótt ull-
arteppi týndist í byrjun
ágúst, líklega á Fjalla-
baksleið nyrðri (Hóla-
skjól-Landmannalaugar).
Upplýsingar í síma 566-
8786 eða 566-6380.
Verkfærataska og
batterísborvél í tösku
týndust í Grímsnesi sl.
miðvikudag á Ieiðinni milli
Vaðness og Hraunborgar.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 863-5952.
Fundarlaun.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI las sér til mikillar
ánægju á föstudag að íþrótta-
og ólympíusamband Islands (ISI)
hafi samþykkt að krikket sé viður-
kennd íþrótt hér á landi. Nokkrir
áliugamenn um íþróttina hér á landi
fóru þess formlega á leit við sam-
bandið á dögunum og var íþróttin
samþykkt einróma á fundi ISI, eftir
því sem fram kom í fréttinni. Var
ennfremur vitnað í Stefán Pálsson,
einn helsta áhugamann um krikket á
Islandi, sem sagði samþykktina
einkar mikilvæga til frekari upp-
byggingar á íþróttinni, sem því nær
ekkert hafi verið stunduð hér á landi
þar til á síðustu misserum. Um leið
hafi samþykktin verið nauðsynleg til
að hafa formleg samskipti við
Evrópska krikketsambandið, en það
hafi reynst íslenskum frumkvöðlum
íþróttarinnar hjálplegt, m.a. sent
hingað til lands ýmsan búnað til að
stunda íþróttina og aukinheldur boð-
ist til að senda hingað kennara til að
leiðbeina íslenskum krikketspilur-
um.
xxx
AÐ er hið besta mál, að mati Vík-
verja, að krikket, þessi fræga
íþrótt, hafi loks numið hér land. Það
er í raun óskiljanlegt að það hafi ekki
gerst miklu fyrr, enda gríðarlegur
mannfjöldi um veröld alla sem stund-
ar íþróttina að jafnaði eða fylgist
með henni. Það þurfti hugmyndaríka
menn að fá Evrópska krikketsam-
bandið í lið með sér til landvinninga
hér á Fróni og verður gaman að
fylgjast með framhaldinu. Víkverji
fylgist jafnan með enskum ljósvaka-
miðlum og hefur oft haft gaman af
fregnum þar í landi af krikketíþrótt-
inni. Þar háttar nefnilega þannig til
að aragrúi landsleikja fer fram í
iþróttinni, en minna fer fyrir deilda-
keppnum í einstökum löndum. Etja
Englendingar oft kappi við gamlar
nýlenduþjóðir sínar og bíða oftar en
ekki háðulega útreið. Þannig er ekki
óalgengt að sjá fréttamenn á Sky-
fréttastöðinni þungbrýnda segja frá
skellum enska krikketlandsliðsins í
keppni við lið þjóða á borð við Sri
Lanka eða Nýja-Sjáland og er aug-
ljóst að sumir þeirra virðast sjá mjög
eftir að heimsveldið gamla hafi haft
fyrir að kenna íþróttina í nýlendum
sínum hér fyrr á tímum.
xxx
*
IBYRJUN næsta mánaðar stend-
ur til að halda fyrsta landsleikinn
í krikket hér á landi. Verður um
óformlega viðureign að ræða gegn
vösku liði frá háskólaborginni
Oxford í Englandi og er ekki að efa
að íslendingar munu flykkjast á völl-
inn til að fylgjast með bardaganum.
Þá munu þeir nefnilega kynnast
fleiri undrum þessarar stórskemmti-
legu íþróttar, til að mynda hefðum og
siðum hennar sem íþróttar heldri-
manna, svo sem hléum sem tekin eru
í miðjum klíðum til tedrykkju eða
málsverðar. Fyrir þá sem ekki vita,
geta leikir í krikket nefnilega staðið
yfir klukkustundum saman, stund-
um lengur en einn dag, og er vísara
að hafa nægan tíma til að sjá herleg-
heitin þegar þar að kemur.
xxx
SUMARPRÓF standa nú sem
hæst í Háskóla íslands, enda
kennsla að heíjast í þessari stærstu
menntastofnun landsins. Fjölmargir
stúdentar bíða með öndina í hálsin-
um eftir niðurstöðum prófa og enn
hefur það gerst að sumir þurfa að
bíða lengur en aðrir eftir einkunnum
sínum. Slíkt hefur raunar lengi verið
lenska í Háskólanum, en að undan-
förnu hefur Stúdentaráð vakið at-
hygli á þessari óáran og birt nöfn
þeirra kennara sem skilað hafa nið-
urstöðum prófa seint og illa. Víkverji
telur þetta snilldarbragð, enda brýnt
fyrir stúdent að fá niðurstöður sem
fyrst, ekki síst þar sem hin takmörk-
uðu lán Lánasjóðs íslenskra náms-
manna byggjast á námsárangri og
eru því ekki afgreidd fyrr en allar
einkunnir eru ljósar. Af þessum sök-
um hljóta menn að sjá, hversu brýnt
er að kennarar slugsist ekki við yfir-
ferð prófanna og láti stúdenta hanga
á horreiminni á meðan. Heyrst hefur
að sumir kennarar hafi verið allt upp
í fimm eða jafnvel sex vikur að fara
yfir próf, en reglur Háskólans kveða
á um að einkunnum skuli skilað að
jafnaði innan þriggja vikna frá próf-
degi. Þetta eru auðvitað fráleit
vinnubrögð og eiga ekki heima í
akademíunni. Hvað segðu t.d. kenn-
arar ef stúdentar skiluðu ritgerðum
allt að þremur vikum eftir síðasta
skiladag?