Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.08.2000, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ Leikfimi í ^mhncínn Við byrjum 10. september KRAMHÚSIÐ Skólavörðustíg 12 Símar 551 5103 551 7860 Elísabet Guðný Ragnheiður Leikfimi Tai-chi Leikfimi Mysupróteinið Immunocal hefur náð að auka magn GLUTATHIONE í líkamanum á náttúrulegan hátt.* *Heimildir Physicians Desk Reference 2000, Breakthrough in Cell-Defence, Dr. Allan Somersall, Ph.D.MD wlth Dr. Gustavo Bounous, MD.,FRCS(C); Ghjthathtone GSH, Jimmy Gutman MD, FACEP and Stephen Schettini. Hrafn Friðbjörnsson, Líkamsræktarþjálfari hjá Mecca Spa og sálfræðinemi við Vermont College of Norwich University Ég skoða fæðubótarefni alltaf með mjög gagnrýnu hugarfari, en þegar ég fór að lesa mér til um mysu- próteinið Immunocal sá ég að þarna er mysuprótein í sérflokki. Immunocal er hreint mysuprótein, þar sem engum litarefnum eða aukaefnum er bætt út í og er mjög ríkt af aminosýrunum cysteini og glutamate sem eru mikilvægar aminosýrur til myndunar gíutathinne a í líkamanum. Eftir að hafa notað það í nokkum tfma, get ég heilshugar mælt með Immunocal. Stökktu til Costa del Sol 7. sept frá kr. 29.955 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol hinn 7. september. Hér frnnur þú frábæra gististaði, glæsilega veitinga- og skemmtistaði, frægustu golfvelli Evrópu, glæsilegar snekkjubátahafhir, tívolí, vatnsrennibrautagarða, glæsilega íþróttaðstöðu og spennandi kynn- isferðir í fríinu. Þú getur nú tryggt þér ótrúlegt tilboð í sólina, þú bókar núna, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Verð kr. 29.955 Verð kr. 49.990 M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, vika, 7. sept, stökktu tilboð. M.v. 2 í stúdíó, 2 vikur, 7. sept., flug, gisting. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í stúdíó, vikuferö, 7. sept., flug, gisting. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.600. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is FÓLKí FRÉTTUM MYNPBONP Óbærilega opinská Meistari Scorsese Berið út þá dauðu (Bringing Out the Dead) 0 r a in a Vígvöllurinn (The WarZone) Drama ★★★ Leiksljóri: Tom Roth. Handrit: Alexander Stuart, byggt á eigin skáldsögu. Aðalhlutverk: Ray Winstone, Tilda Swinton, Freddie Cunliffe. (95 mín.) Bretland 1999. Háskólabfó. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ virðist orðin nokkur lenska að þegar leikarar bregða sér bak við myndavélarnar og tylla sér í leikstjórastólinn þá ráðast þeir síst á garðinn þar sem hann er lægstur. Má nefna því til stuðnings frum- raunir Hollywood- leikaranna Kevins Costner, Mels Gib- sons og Tims Robbins. Enn betra dæmi er þó þegar Bretinn Gary Oldman ákvað að setjast í stólinn eftirsótta og gerði hina mjög svo átakanlegu Nil By Mouth. Frumraun landa hans og samherja Tims Roths sver sig mjög svo í ætt við þá mynd, ekki bara hvað efnis- val og stíl varðar heldur virðast þeir einnig leita í sama brunn, til meistara breska ofurraunsæisins og hvunndagssagna - Kens Loach og Mikes Leighs og jafnvel lengra aftur til Tonys Robinsons. Annað sem Vígvöllurinn á sameiginlegt með Nil By Mouth er aðalleikarinn Ray Winstone - aldeilis frábær leikari sem mætti mín vegna vera í hverri einustu mynd sem gerð er. Hann hlýtur þó að fara að líta í kringum sig eftir þægilegri hlut- verkum því varla getur honum liðið vel yfír því að þurfa að bregða sér í líki svo myrkra persóna. I stuttu máli fjallar Vígvöllur á fádæma nærgætinn og opinskáan máta um sifjaspell og þá sundrungu og þján- ingar sem váin sú hefur í för með sér. Roth hleypir manni svo nærri fjölskyldunni sem um fjallar að jaðrar við að myndin sé óbærileg áhorfunar en það er einfaldlega vegna þess að lífíð sjálft getur verið það einnig. Skarphéðinn Guðmundsson ★★★★ Leikstjóri: Martin Scorsese. Handrit: Paul Schrader. Byggt á skáldsögu Joe Connelly. Aðal- hlutverk: Nicolas Cage, Patricia Arquette og John Goodman. (120 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. ÁTTUNDI áratugurinn var mikið umrótaskeið í bandarískri kvik- myndagerð. Ein af lykilmyndum tímabilsins var „Taxi Driver" eftir Martin Scorsese en hann hefur síðan þá sannað sig sem einhver mikils- verðasti leikstjóri kvikmyndasögunn- ar. Nú, rúmum tuttugu árum eftir að Travis Bickle sveimaði á leigubflnum sínum um stræti New York-borgar leitar Scorcese á svipaðar slóðir með Paul Schrader, handritshöfund Taxi Driv- er, sér til aðstoðar. Útkoman er Ber- ið út þá dauðu, eins konar tilbrigði við fyrri myndina, þar sem myrkt stórborgarlffið er fangað af einstöku næmi. Myndin fjallar um sjúkraflutn- ingamanninn Frank Pierce (Nicolas Cage) sem kominn er á fremsta hlunn með að brotna undan álaginu í starfi sínu, þar sem hann verður vitni að eymd og þjáningum á hverri nóttu. Söguþráðurinn er ekki línu- legur heldur leitast þeir Scorsese og Schrader við að bregða birtu á marg- þættar persónur í röð af djúphyggn- um og áleitnum atriðum sem mynda að lokum heild. Þá leikur borgin sjálf mikilvægt hlutverk í myndinni og er áhorfandinn hrifinn í ferð um innstu myrkur hennar. Með framúrstefnu- legum en áhrifaríkum tæknibrögð- um er jafnframt skapað andrúmsloft sem einkennist af taugaspennu, ör- væntingu og vitfirringu. Sú inn- byggða spenna sem Nicolas Cage kemur með í öll sín hlutverk verður eins konar kjölfesta myndarinnar og hefur sjaldan notið sín betur. Með þessari merkilegu kvikmynd sýnir Scorsese enn á ný að fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hæl- ana. Heiða Jóhannsdóttir Ég hvet alla þá sem áhuga hafa á heilsusamlegu h'femi og heilsurækt til að skoða vetinn www.glutathione.com, og einnig vil ég vekja athygli á nýútkominni bók, GSH, glutathione: how to boost your immune system, eftir Jimmy Gutman MD, FACEP og Stephen Schettini. Bókin er mjög áhugaverð til aflestrar. Immunocal inniheldur einangrað mjóikurprótein 90%, kalk 6% og jám 4%. Þar sem Immunocal er ekki lyf, er því ekkí ætlað að lækna, greina eða meðhöndla sjúkdóma. V Leitið www.glutathione.com upplýsinga: www.leit.is/immunocal. SÖLUSTAÐIR: Adonis.verslun með fæöubótaefni í Kringlunni. Borgar Apótek , Álftamýri 1 -3 Hringbrautar Apótek, Hringbraut 119 Skipholts Apótek, Skipholti 50b Borgamessapótek, Borgarbr, 23, Borgarnesi Apótek Blönduóss, Flúðabakka 2, Blönduósi Heilsuhomið, Hafnarstræti 91, Akureyri Sauðárkróksapótek, Hólav. 16, Sauðárkróki ■ Stúdió Dan, Hafnarstræti 20 , ísafirðl Að baki liggja 18 ára rannsóknir. Dreifing: Immunocal á íslandi ehf. Ármúla 29 108 Reykjavtk sími: 533 3010 fax: 533 3060 immunocal@isl.is Hafnavjj örður til jyrivmyndar í umhvevjismálum! Hafnarfjarðarbær vinnur nú markvisst að því að draga úr urðun sorps og að stuðla að endurvinnslu og betri umgengni við náttúruna og umhverfið.Til að þetta sé mögulegt eru bæjarbúar hvattir til að flokka sorp þannig að minna fari í tunnuna en áður. Eftir 1. september verður sorp hirt á 10 daga fresti f staðinn fyrir 7 daga áður og gámum fyrir pappír, fernur, pappa og málma fjölgað. Bæklingur um breytta sorphirðu og fleiri grenndarstöðvar mun berast (búum HafnarQarðar næstu daga og er fólk hvatt til að kynna sér efni hans vel. Sýnum vistvemá í verki! HAFNARFJARÐARBÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.