Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 31

Morgunblaðið - 27.08.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2000 31 í fyrstu sagði fólk við okkur að það léti ekki bjóða sér að drekka kaffi úr frauð- glösum en nú er slíkt kaffi orðið einn þriðji af kaffibollasölunni hjá okkur. glösum. í fyrstu sagði fólk við okkur að það léti ekki bjóða sér að drekka kaffi úr frauðglösum en nú er slíkt kaffi orðið einn þriðji af kaffibollasöl- unni hjá okkur.“ Reka tvær kaffíbúðir „í desember 1997 fékk Kaffitár stærra og rúmbetra húsnæði í norð- urenda Kringlunnar, við rúllustigann, og fluttum við okkur um set. Þar er sæti fyrir 80 manns. Þótt áherslan sé lögð á kaffi og ýmsa sígilda og nýstár- lega kaffidrykíd fæst þar „bakkelsi", brauðréttir og aðrir smáréttir. Þar fást til dæmis ítalskar þríbökur, „biscotti", sem eru heimabakaðar eft- ir ítalskri uppskrift. Kaffitár rekur einnig samnefnda kaffibúð í Bankastræti 8 sem var opn- uð 1997. Kaffibúðin er í 70 fm hús- næði og hefur þá sérstöðu að vera opnuð klukkan átta að morgni en þá er boðið upp á morgunverð. Þar, eins og í kaffibúðinni í Kringlunni, má ekki reykja og ekki er hægt að kaupa áf- engi. Okkur var sagt þegar við fórum af stað með kaffibúðina í Kringlunni að það þýddi ekki að reka kaffihús á þessum forsendum. Okkar kúnnai’ kunna vel að meta þeto og kúnna- hópurinn er fjölbreyttur. Á morgnana koma til okkar í Bankastrætið rosknir karlmenn og fá sér morgunverð og sumir taka með sér kaffið í vinnuna. Eftir klukkan 10 á morgnana koma mæður með börnin sín. Á daginn kemur inn til okkar fólk á öllum aldri en við lokum klukkan 6 síðdegis. I kaffibúðinni í Bankastrætinu fást ýmsar gjafavörur eins og gjafakörfur með ýmsum völdum kaffitegundum, kaffibollar, ýmis bragðefni íyrii- kaf- fidrykki, kaffikvamir og pressukönn- ur, svo eitthvað sé nefnt.“ Bauna- og bollaklúbbur Aðalheiður er spurð að því hvemig hönnun kaffihúsanna hafi verið hátt- að? „Hönnunin hefur verið í höndum ariritekta eins og Guðrúnar Valdísar Guðmundsdóttur myndlistarmanns, Sign'ðar Guðjónsdóttur og mín. Arkitektinn skipuleggur rýmið, listamaðurinn hefrn- séð um efni, lita- val og skreytingar og ég hef ákveðið hvar og hvemig á að staðsetja hlut- ina. Ég hef margra ára reynslu af rekstri kaffihúsa og tel mig vita hvað ég er að gera. Á nýja staðnum í Kringlunni var það breskur arkitekt sem skipulagði rýmið í samvinnu við okkrn- en ég leigi aðstöðuna af Hofi ehf. Aðalheiður segir að á vegum Kaffi- társ sé rekinn kaffibauna- og kaffi- bollaklúbbur. „Kaffibollaklúbburinn er fyrir þá sem drekka úr kaffibolla og baunaklúbburinn fyrir þá sem kaupa kaffipakka á staðnum. Með þátttöku í klúbbnum fæst afsláttur með götun í sérstakt afláttarkort við hver viðskipti. Fullgatað afsláttar- kort er ávísun á vöraúttekt. Meðlimir fá einnig sent fréttablað með fróðleiksmolum um kaffi, uppskriftir og sértilboð." Veltanáannað hundrað milljónir Aðalheiður segir fyrirtækið ganga mjög vel. „Veltan á þessu ári verður á annað hundrað milljónir. Ástæðan fyrir því hve fyrirtælrið er farsælt er að við höfum getað stjómað vexti þess en Kaffitárið hefur vaxið um 30- 40% milli ára frá upphafí. Við höfum tekið lítið af lánum og í stað þess fjár- magnað reksturinn með eigin fé. Ég hef tekið mér lítil laun í gegnum tíðina og ávallt sett ágóðann strax aftur í reksturinn. Við hefðum getað farið út á þá braut í upphafi að taka meiri lán. Þá ættum við nú ef til vill stærri kaffi- brennslu og fleiri kaffihús. Fyrirtæk- ið gæti líka verið komið í þrot. Við tókum þá stefnu í upphafi að taka hæfilega mikla áhættu í rekstrinum og höfum við aldrei gert stórar skyss- ur. Ég held að Kaffitárið sé rekið á þann hátt sem konur reka almennt fyrirtæki," segir hún hugsi. „Ég hef líka á að skipa afar góðu starfsfóllri. Þegar Kaffitár ehf. hóf starfsemi sína hafði það aðeins einn mann í vinnu en nú era þeir þrjátíu. Ég hef ráðið til fyrirtækisins stjóm- endur sem ég treysti vel. Ég er því ekld lengur í daglegum rekstri fyrir- tækisins heldur sé um einstaka þætti innan þess og hef heildaryfirsýnina." Hver er hlutdeild ykkar á kaffi- markaðnum? „íslenskar kaffibrennslur era með 25% markaðshlutdeild af heOdarsölu af kaffi hér á landi. Ætli við séum ekki með 5% af markaðinum. Fyrir 20 ár- um vora íslenskar kaffibrennslur með allan markaðinn í skjóli innflutnings- hafta en hafa misst sína hlutdeild nið- ur í nánast ekki neitt, sem er miður, því kaffi er ferskvara, sem nýtur sín best ný brennt og malað.“ Standa fyrir kaffinámskeiðum Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun á kaffi- og veitingahúsum í Reykjavík og út um allt land en ekki hafa allir staðimir lifað af þá mikiu samkeppni sem er í þessum geira. Hvaða sölustefnu hafið þið komið ykkur upp? „Við seljum kaffi- og veitingstöðun- um aðeins gegn staðgreiðslu því við höfum rekið okkur á að sumir þessara staða ganga mjög vel en aðrir hætta kannski eftir nokkra mánuði." Það hefur farið tiltölulega lítið fyrir auglýsingum á kaffinu ykkar í fjöl- miðlum. Hver er skýringin? „Markaðssetning okkar byggist einkum á orðspori og fræðslu. I því skyni höfum við verið með kaffinám- skeið. Sá vísdómur, þekking og reynsla sem liggur að baki kaffifram- leiðslu er oft l£kt við ræktun vínbeija og framleiðslu eðalvína. Ræktun á kaffiekram, nákvæm vinna hjá rækt- anda, flokkun, val á baunum og öll eft- irvinnsla, krefst kunnáttu og fæmi. Á námskeiðunum læra menn að þekkja ákveðnar kaffitegundir með því að smakka þær, kennd er gerð kaffi- drykkja auk kaffísögulegs ívafs fyrir þá sem vilja kynnast leyndardómn- um.“ Nýtt iðnaðarhúsnæði fyrir starfsemina á teikniborðinu Aðalheiður segir að núverandi hús- næði kaffibrennslunnar í Njarðvíkum sé þegar orðið allt of lítið. „Við eram nú í 400 fm leiguhúsnæði en eram að fara að byggja nýtt 1000 fm iðnaðarhúsnæði, einnig í Njarð- víkum, nánar tiltekið við Reykjanes- brautina.Við munum fjárfesta í nýj- um tækjum, meðal annars pökkunarvél, en hingað til höfum við handpakkað. Með nýrri kaffibrennslu og nýjum tækjum eykst framleiðslu- getan. Nú sem endranær er það markmið okkar að halda áfram að vera það fyrirtæki sem hefur fram- kvæði í kaffibrennslu í landinu,“ segir hún. „Fyrirtækið er að netvæðast og verður heimasíða þess opnuð í sept- ember.“ í tómstundum sínum hefur Aðal- heiður tekið virkan þátt í Félagi kvenna í atvinnurekstri, FKA. Hún er einnig í félagsskap sem heitir Netið og er það félag kvenna í atvinnulífinu. „Þessi félagsskapur er mjög skemmtilegur og við getum lært mik- ið hver af annarri,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að miðla öðram af minni reynslu ef það getur komið ein- hverjum til góða og njóta slíks hins sama. I þessum samtökum er einnig að finna viðskiptasambönd sem koma sér auðvitað alltaf vel.“ Hópferð Arctic Trncks á TRUXPO i Bandariki unum ' 9|i 54 Jgf!f w Jflfc 4 4-*-'4' V mS Wm ■ Hin óviðjafnanlega TRUXPO-keppni og „Burn Out-keppni", hljómtækjakeppni o.fl. I Monster-Truck keppa til dæmis Big Foot. Samson, Bearfoot. Virginia Giant og ICE-MAN. sr—.t-ssxsr.ssss-.s.r-”- Verð 64.900 kr. miðað við tvo í herbergi. lnnifalið í verði er flug, flugvallarskattar, gisting, rutlJf®r til og frá flugvelli, miði á keppnina á laugardeginum og fararstjórn. Nánari upplýsingar hjá Samvinnuferðum- Landsýn í síma 569 1010, Sætúni 1. Misstu ekki af einstakri ferð! Samvinnuferðir Landsýn Takmarkaður saetafjöldi ARCTIC TRUCKS. Nýbýlavegi 2, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.