Morgunblaðið - 30.08.2000, Side 17

Morgunblaðið - 30.08.2000, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 1 7 Hagnaður Húsasmiðj- unnarhf. eykst um 39% milli ára HAGNAÐUR Húsasmiðjunnar hf. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 nam 122,34 milljónum króna en var 88,0 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Þetta jafngildir 39% hækkun milli ára. Rekstrar- tekjur jukust um sömu prósentu milli ára og námu 3.481 milljón á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Rekstrarkostnaður án afskrifta sem hlutfall af sölutekjum var 92,9% en var 94,6% árið á undan. í tilkynningu frá félaginu segir að þessi lækkun skýrist að mestu af lægri vörunotkun, sem var 64,0% á þessu ári en var 67,0% á sama tímabili í fyrra. A móti han iaun og launatengd gjöld sem hlutfall af sölutekjum hins vegar hækkað úr 17,0% í 17,6% og annar rekstrar- kostnaður úr 10,6% í 11,3%. Á tímabilinu varð um 57 milljóna króna gengistap hjá félaginu, m.a. vegna aukinna affalla af húsbréfa- eign félagsins og veikingar ís- lensku krónunnar í júní síðastliðn- um. Félagið reiknar með að hluti þess gengistaps gangi til baka á síðari helmingi ársins. Á hinn bóg- inn var gengið frá sölu eigna á Sel- fossi og er söluhagnaður vegna þeirrar sölu að upphæð 40 milljónir króna bókaður í uppgjörinu. Þessir liðir vega því hvor annan upp. Heildareignir Húsasmiðjunnar hinn 30. júní síðastliðinn námu samtals 6.799 milljónum króna og höfðu aukist um 1.234 milljónir frá áramótum. Eigið fé hafði á sama tíma aukist um 399 milljónir og var Húsasmiðjan hf. Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Skattar 3.480.8 3.176.8 103,8 -11,2 66,7 2.498,0 2.347,4 53,2 33,6 43,1 +39,3% +35,3% +95,1% +54,8% Hagnaður ársins 122,4 88,0 +39,1% Efnahagsreikningur 30.06.OO 01.01.00 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 6.799,1 5.565,3 +22,2% Eigið fé 2.720,1 2.321,3 +17,2% Skuldir oq skuldbindinqar 4.079,0 3.244,0 +25,7% Skuldir og eigið fé samtals 6.799,1 5.565,3 +22,2% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhiutfall Veltufjárh I utfal I Veltufé frá rekstri Milljónir króna 40,01% 2,15 288,7 41,71 % 2,21 175,1 +64,9% 2.720 milljónir í júnílok og heildar- skuldir hækkuðu á þessu tÍHiabiU um 1.105 milljónir og námu sam- tals 4.079 milljónum. I tilkynningu Húsasmiðjunnar segir að afkoman fyrstu sex mán- uði þessa árs sé í samræmi við rekstraráætlun félagsins. Forráða- menn félagsins séu bjartsýnir á að afkoma ársins í heild verði í sam- ræmi við rekstraráætlun þess þar sem gert sé ráð fyrir að hagnaður eftir skatta verði 417 milljónir enda sé hagnaðarmyndun félagsins meiri á síðari hluta ársins. Félagið hefur sýnt mikinn vilja til vaxtar Berglind Hallgrímsdóttir hjá rannsóknum og greiningu Búnað- arbankans Verðbréfum segir að niðurstaða hálfsársuppgjörs Húsa- smiðjunnar sé í samræmi við áætl- anir félagsins þrátt fyrir mikið gengistap á markaðsskuldabréfum. Veltan sé mikið að aukast enda fyrirtækið í örum vexti og sé raf- vörufyrirtækið Iskraft hf. að koma í fyrsta skipti inn í samstæðuna, en Húsasmiðjan keypti öll hlutabréf í félaginu í fyrrahaust. Útistandandi viðskiptakröfur hafi aukist um 57% sem sé meira en veltuaukning um 39%, og gefi það tilefni og fulla ástæðu til að fylgjast vel með þró- un viðskiptakrafna, nú þegar toppi hagsveiflunnar hafi verið náð. Berglind segir að félagið hafí breikkað starfssvið sitt mjög með kaupum á fyrirtækjum í annars konar rekstri eins og t.d. með kaupum á Blómavali og heildversl- uninni HG Guðjónsson. Samlegðar- áhrif geti því verið mikil en þau eigi eflaust eftir að koma betur fram. Félagið sé nýtt á Verðbréfa- þingi íslands og hafi nú sýnt mik- inn vilja til að vaxa. Sterkt eigin- fjárhlutfall auki auki enn mögu- leika til vaxtar og því spennandi að fylgjast með félaginu á komandi misserum. Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. -júní 2000 1999 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 573 610 -6% Vaxtagjöld 470 454 +4% Hreinar vaxtatekjur 103 156 -34% Aðrar rekstrartekjur 272 193 +41% Önnur rekstrargjöld 197 192 +3% Framlag í afskriftarsjóð 50 65 -23% Hagnaður fyrir skatta 127 92 +38% Reiknaður tekjuskattur 41 22 +86% Óreglulegar tekjur 0 22 Hagnaður tímabilsins 86 92 -7% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 12.065 10.681 +13% 'Eigið fé 2.300 2.299 +0% Lántaka og aðrar skuldir 9.765 8,382 +16% Skuldir og eigið fé samtals 12.065 10.681 +13% Kennitölur 2000 I 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 20,3% 22,5% Kostnaðarhlutfall 53,0% 55,0% Selur í Opnum kerfum hf. RAGNAR Marteinsson þjónustu- stjóri Opinna kerfa hf. hefiir sam- kvæmt tilkynningu til Verðbréfa- þings íslands selt tvær mOljónir króna að nafnvirði hlutafjár í Opnum kerfum hinn 25. ágúst síðastliðinn á genginu 53. Eignarhlutur Ragnars eftir söluna er 5.219.685 kr. að nafn- verði. Aukið tap SR-mjöls AFKOMA SR-mjöls hf. versnaði um 126 milljónir króna á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra og fór úr 60 milljóna króna tapi í 186 milljóna króna tap í ár. Arðsemi var neikvæð um 13% á fyrri hluta þessa árs en var neikvæð um 4% á sama tímabili í fyrra. í samtali við Morgunblaðið sagði Þórður Jóns- son, forstjóri SR-mjöls, að rekstur- inn hefði verið erfiður og að helstu ástæður væru lágt afurðaverð, en hækkun olíuverðs ætti einnig hlut að máli. Þórður sagði framhaldið ráðast mikið af veiðum fyrir utan Kyrrahafsströnd Suður-Ameríku, aðallega í Perú, því heimsmarkaðs- verðið réðist af aflamagni þaðan. Þessar veiðar lægju nú niðri, en óvíst væri um framhaldið. Þórður sagði verð hafa naldist lágt á þessu ári, mjölverð hefði hækkað nokkuð en lýsismarkaðir farið versnandi og félagið hafi not- að lýsi í stað svartolíu við vinnslu. Þá sagði Þórður að kostnaður á hráefnistonn hefði verið á niðurleið hjá félaginu, og á fyrstu sex mán- uðum þessa árs hafi verið unnið úr 271 þúsund tonnum en 240 þúsund tonnum í fyrra. Óskar Órn Ágústsson, starfs- maður greiningardeildar Búnaðar- bankans, segir handbært fé til rekstrar vera rétt tæpan milljarð króna en hafa verið 578 milljónir króna til rekstrar á sama tímabOi í fyrra og bendir á að til samanburð- ar sé markaðsvirði félagsins um 2,6 milljarðar króna. ,Ástæðan fyrir þessu gríðarlega fjárstreymi til rekstrar," segir Óskar, „er mikil birgðasöfnun, en birgðir eru 1.478 milljónir króna en voru 984 milljón- ir króna á miðju ári í fyrra. Birgðirnar eru metnar á mark- aðsverði að frádregnum 5% í stað framleiðslukostnaðarverðs. Ástæð- an er sú að söluvirði vörunnar er lægra en framleiðslukostnaður. Bókfært virði birgða nemur um 50% af markaðsvirði félagsins og það er meira en eðlilegt getii? tai- ist.:i Óskar segir veltufjárhlutfall félagsins vera 1,07 og kvikt veltu- fjárhlutfall (veltufé án birgða) 0,3 og það hlutfall sé óviðunandi. „Rekstrarumhverfi SR-mjöls hefur breyst mikið á undanförnum árum,“ segir hann, „og samkeppni um hráefni hefur aukist. Afar mik- ilvægt er fyrir félagið að markaðs- verð afurða þess batni á seinni helmingi ársins svo félagið lendi hreinlega ekki í greiðsluvandræð- um.“ SR-mjöl hf. -kfcJ- Úr milliuppgjöri 2000 toUKLriJi w HHHH Rekstrarreikningur Jan. -júní 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld þ.a. mjöl- og lýsisframleiðsla Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Tekju- og eignarskattar Áhrif hlutdeildarfélaga 2.472,9 2.586.1 1.939.1 324,3 -96,2 69,9 -34,7 2.211,8 2.248,5 1.882,3 243,2 -18,6 21,6 -17,1 +11,8% +15,0% +3,0% +33,3% +417,2% +223,6% +102,9% Hagnaður (tap) tímabilsins -185,8 -59,9 +210,2% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 6.971,0 5.282,2 +32,0% Eigiðfé Skuldir og skuldbindingar 3.148,6 3.822,4 2.784,3 2.497,9 +13,1% +53,0% Skuldir og eigið fé samtals 6.971,0 5.282,2 +32,0% Sjóðstreymi og kennitölur 2000 1999 — Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna Veltufjárhlutfall Eiginfjárhlutfall Arðsemi eigin fjár 105,9 1,07 45% -13,0% 140,3 1,27 53% -8,8% -24,5% Minni hagnaður AFKOMA Frjálsa fjárfestingar- bankans hf. fyrstu sex mánuði árs- ins var 7% verri en á sama tímabdi í fyrra. Samkvæmt fréttatilkynningu bankans er skýringin sú að á fyrri hluta árs 1999 var eignasala upp á 22 milljónir ki’óna sem ekki er í reikn- ingunum nú. Tap varð af markaðs- skuldabréfaeign bankans vegna vaxtahækkunar á fyrri hluta ársins en öll skráð hlutabréf og skuldabréf í eigu bankans eru færð á markaðs- vii-ði. Hreinar vaxtatekjur voru 103 milljónir króna og var vaxtamunur 3,26%. Þóknunartekjur hækkuðu úr 68 milljónum króna í 170 milljónir eða um 148%. Launakostnaður hækkaði úr 95 milljónum króna í fyrra í 123 milljónir króna nú eða um 30%. Kostnaðarhlutfall bankans, þ.e. önnur rekstrargjöld sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum, var 53% á fyrri hluta þessa árs og hafði lækkað úr 55% á sama tímabili í fyrra. Framlag í afskriftareikning útlána lækkaði úr 65 milljónum króna í 50 milljónir í ár eða um 23%. Vanskil lækkuðu um 18% frá áramótum og námu í lok júní 175 milljónum króna. Vanskil lækkuðu einnig sem hlutfall af heildarútlánum. Síðustu viðskipti með Frjálsa fjár- festingarbankann á Verðbréfaþingi íslands voru 18. þessa mánaðar og þá var lokagengi 4,00. Hlutafé bank- ans er 1.219 milljónir króna og mið- að við þessar tölur er markaðsvirði hans nú tæpir 4,9 milljarðar króna. Gardínuefni frá 100 kr. metrinn Tilbúnir kappar frá 400 kf. metrinn 3ja m breitt voal 520 kr. metrinn Handklæði frá 100 ky. stykkið Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur og margt fleira. GARDINLBVÐVS Skipholti 35 - sími 553 5677 Opið kl. 10-18 Opið laugardaga ki. 10-14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.