Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 1 7 Hagnaður Húsasmiðj- unnarhf. eykst um 39% milli ára HAGNAÐUR Húsasmiðjunnar hf. eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 nam 122,34 milljónum króna en var 88,0 milljónir á sama tíma á síðasta ári. Þetta jafngildir 39% hækkun milli ára. Rekstrar- tekjur jukust um sömu prósentu milli ára og námu 3.481 milljón á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Rekstrarkostnaður án afskrifta sem hlutfall af sölutekjum var 92,9% en var 94,6% árið á undan. í tilkynningu frá félaginu segir að þessi lækkun skýrist að mestu af lægri vörunotkun, sem var 64,0% á þessu ári en var 67,0% á sama tímabili í fyrra. A móti han iaun og launatengd gjöld sem hlutfall af sölutekjum hins vegar hækkað úr 17,0% í 17,6% og annar rekstrar- kostnaður úr 10,6% í 11,3%. Á tímabilinu varð um 57 milljóna króna gengistap hjá félaginu, m.a. vegna aukinna affalla af húsbréfa- eign félagsins og veikingar ís- lensku krónunnar í júní síðastliðn- um. Félagið reiknar með að hluti þess gengistaps gangi til baka á síðari helmingi ársins. Á hinn bóg- inn var gengið frá sölu eigna á Sel- fossi og er söluhagnaður vegna þeirrar sölu að upphæð 40 milljónir króna bókaður í uppgjörinu. Þessir liðir vega því hvor annan upp. Heildareignir Húsasmiðjunnar hinn 30. júní síðastliðinn námu samtals 6.799 milljónum króna og höfðu aukist um 1.234 milljónir frá áramótum. Eigið fé hafði á sama tíma aukist um 399 milljónir og var Húsasmiðjan hf. Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Skattar 3.480.8 3.176.8 103,8 -11,2 66,7 2.498,0 2.347,4 53,2 33,6 43,1 +39,3% +35,3% +95,1% +54,8% Hagnaður ársins 122,4 88,0 +39,1% Efnahagsreikningur 30.06.OO 01.01.00 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 6.799,1 5.565,3 +22,2% Eigið fé 2.720,1 2.321,3 +17,2% Skuldir oq skuldbindinqar 4.079,0 3.244,0 +25,7% Skuldir og eigið fé samtals 6.799,1 5.565,3 +22,2% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhiutfall Veltufjárh I utfal I Veltufé frá rekstri Milljónir króna 40,01% 2,15 288,7 41,71 % 2,21 175,1 +64,9% 2.720 milljónir í júnílok og heildar- skuldir hækkuðu á þessu tÍHiabiU um 1.105 milljónir og námu sam- tals 4.079 milljónum. I tilkynningu Húsasmiðjunnar segir að afkoman fyrstu sex mán- uði þessa árs sé í samræmi við rekstraráætlun félagsins. Forráða- menn félagsins séu bjartsýnir á að afkoma ársins í heild verði í sam- ræmi við rekstraráætlun þess þar sem gert sé ráð fyrir að hagnaður eftir skatta verði 417 milljónir enda sé hagnaðarmyndun félagsins meiri á síðari hluta ársins. Félagið hefur sýnt mikinn vilja til vaxtar Berglind Hallgrímsdóttir hjá rannsóknum og greiningu Búnað- arbankans Verðbréfum segir að niðurstaða hálfsársuppgjörs Húsa- smiðjunnar sé í samræmi við áætl- anir félagsins þrátt fyrir mikið gengistap á markaðsskuldabréfum. Veltan sé mikið að aukast enda fyrirtækið í örum vexti og sé raf- vörufyrirtækið Iskraft hf. að koma í fyrsta skipti inn í samstæðuna, en Húsasmiðjan keypti öll hlutabréf í félaginu í fyrrahaust. Útistandandi viðskiptakröfur hafi aukist um 57% sem sé meira en veltuaukning um 39%, og gefi það tilefni og fulla ástæðu til að fylgjast vel með þró- un viðskiptakrafna, nú þegar toppi hagsveiflunnar hafi verið náð. Berglind segir að félagið hafí breikkað starfssvið sitt mjög með kaupum á fyrirtækjum í annars konar rekstri eins og t.d. með kaupum á Blómavali og heildversl- uninni HG Guðjónsson. Samlegðar- áhrif geti því verið mikil en þau eigi eflaust eftir að koma betur fram. Félagið sé nýtt á Verðbréfa- þingi íslands og hafi nú sýnt mik- inn vilja til að vaxa. Sterkt eigin- fjárhlutfall auki auki enn mögu- leika til vaxtar og því spennandi að fylgjast með félaginu á komandi misserum. Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. -júní 2000 1999 Breyting Vaxtatekjur Milljónir króna 573 610 -6% Vaxtagjöld 470 454 +4% Hreinar vaxtatekjur 103 156 -34% Aðrar rekstrartekjur 272 193 +41% Önnur rekstrargjöld 197 192 +3% Framlag í afskriftarsjóð 50 65 -23% Hagnaður fyrir skatta 127 92 +38% Reiknaður tekjuskattur 41 22 +86% Óreglulegar tekjur 0 22 Hagnaður tímabilsins 86 92 -7% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 12.065 10.681 +13% 'Eigið fé 2.300 2.299 +0% Lántaka og aðrar skuldir 9.765 8,382 +16% Skuldir og eigið fé samtals 12.065 10.681 +13% Kennitölur 2000 I 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 20,3% 22,5% Kostnaðarhlutfall 53,0% 55,0% Selur í Opnum kerfum hf. RAGNAR Marteinsson þjónustu- stjóri Opinna kerfa hf. hefiir sam- kvæmt tilkynningu til Verðbréfa- þings íslands selt tvær mOljónir króna að nafnvirði hlutafjár í Opnum kerfum hinn 25. ágúst síðastliðinn á genginu 53. Eignarhlutur Ragnars eftir söluna er 5.219.685 kr. að nafn- verði. Aukið tap SR-mjöls AFKOMA SR-mjöls hf. versnaði um 126 milljónir króna á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra og fór úr 60 milljóna króna tapi í 186 milljóna króna tap í ár. Arðsemi var neikvæð um 13% á fyrri hluta þessa árs en var neikvæð um 4% á sama tímabili í fyrra. í samtali við Morgunblaðið sagði Þórður Jóns- son, forstjóri SR-mjöls, að rekstur- inn hefði verið erfiður og að helstu ástæður væru lágt afurðaverð, en hækkun olíuverðs ætti einnig hlut að máli. Þórður sagði framhaldið ráðast mikið af veiðum fyrir utan Kyrrahafsströnd Suður-Ameríku, aðallega í Perú, því heimsmarkaðs- verðið réðist af aflamagni þaðan. Þessar veiðar lægju nú niðri, en óvíst væri um framhaldið. Þórður sagði verð hafa naldist lágt á þessu ári, mjölverð hefði hækkað nokkuð en lýsismarkaðir farið versnandi og félagið hafi not- að lýsi í stað svartolíu við vinnslu. Þá sagði Þórður að kostnaður á hráefnistonn hefði verið á niðurleið hjá félaginu, og á fyrstu sex mán- uðum þessa árs hafi verið unnið úr 271 þúsund tonnum en 240 þúsund tonnum í fyrra. Óskar Órn Ágústsson, starfs- maður greiningardeildar Búnaðar- bankans, segir handbært fé til rekstrar vera rétt tæpan milljarð króna en hafa verið 578 milljónir króna til rekstrar á sama tímabOi í fyrra og bendir á að til samanburð- ar sé markaðsvirði félagsins um 2,6 milljarðar króna. ,Ástæðan fyrir þessu gríðarlega fjárstreymi til rekstrar," segir Óskar, „er mikil birgðasöfnun, en birgðir eru 1.478 milljónir króna en voru 984 milljón- ir króna á miðju ári í fyrra. Birgðirnar eru metnar á mark- aðsverði að frádregnum 5% í stað framleiðslukostnaðarverðs. Ástæð- an er sú að söluvirði vörunnar er lægra en framleiðslukostnaður. Bókfært virði birgða nemur um 50% af markaðsvirði félagsins og það er meira en eðlilegt getii? tai- ist.:i Óskar segir veltufjárhlutfall félagsins vera 1,07 og kvikt veltu- fjárhlutfall (veltufé án birgða) 0,3 og það hlutfall sé óviðunandi. „Rekstrarumhverfi SR-mjöls hefur breyst mikið á undanförnum árum,“ segir hann, „og samkeppni um hráefni hefur aukist. Afar mik- ilvægt er fyrir félagið að markaðs- verð afurða þess batni á seinni helmingi ársins svo félagið lendi hreinlega ekki í greiðsluvandræð- um.“ SR-mjöl hf. -kfcJ- Úr milliuppgjöri 2000 toUKLriJi w HHHH Rekstrarreikningur Jan. -júní 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld þ.a. mjöl- og lýsisframleiðsla Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Tekju- og eignarskattar Áhrif hlutdeildarfélaga 2.472,9 2.586.1 1.939.1 324,3 -96,2 69,9 -34,7 2.211,8 2.248,5 1.882,3 243,2 -18,6 21,6 -17,1 +11,8% +15,0% +3,0% +33,3% +417,2% +223,6% +102,9% Hagnaður (tap) tímabilsins -185,8 -59,9 +210,2% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 6.971,0 5.282,2 +32,0% Eigiðfé Skuldir og skuldbindingar 3.148,6 3.822,4 2.784,3 2.497,9 +13,1% +53,0% Skuldir og eigið fé samtals 6.971,0 5.282,2 +32,0% Sjóðstreymi og kennitölur 2000 1999 — Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna Veltufjárhlutfall Eiginfjárhlutfall Arðsemi eigin fjár 105,9 1,07 45% -13,0% 140,3 1,27 53% -8,8% -24,5% Minni hagnaður AFKOMA Frjálsa fjárfestingar- bankans hf. fyrstu sex mánuði árs- ins var 7% verri en á sama tímabdi í fyrra. Samkvæmt fréttatilkynningu bankans er skýringin sú að á fyrri hluta árs 1999 var eignasala upp á 22 milljónir ki’óna sem ekki er í reikn- ingunum nú. Tap varð af markaðs- skuldabréfaeign bankans vegna vaxtahækkunar á fyrri hluta ársins en öll skráð hlutabréf og skuldabréf í eigu bankans eru færð á markaðs- vii-ði. Hreinar vaxtatekjur voru 103 milljónir króna og var vaxtamunur 3,26%. Þóknunartekjur hækkuðu úr 68 milljónum króna í 170 milljónir eða um 148%. Launakostnaður hækkaði úr 95 milljónum króna í fyrra í 123 milljónir króna nú eða um 30%. Kostnaðarhlutfall bankans, þ.e. önnur rekstrargjöld sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum, var 53% á fyrri hluta þessa árs og hafði lækkað úr 55% á sama tímabili í fyrra. Framlag í afskriftareikning útlána lækkaði úr 65 milljónum króna í 50 milljónir í ár eða um 23%. Vanskil lækkuðu um 18% frá áramótum og námu í lok júní 175 milljónum króna. Vanskil lækkuðu einnig sem hlutfall af heildarútlánum. Síðustu viðskipti með Frjálsa fjár- festingarbankann á Verðbréfaþingi íslands voru 18. þessa mánaðar og þá var lokagengi 4,00. Hlutafé bank- ans er 1.219 milljónir króna og mið- að við þessar tölur er markaðsvirði hans nú tæpir 4,9 milljarðar króna. Gardínuefni frá 100 kr. metrinn Tilbúnir kappar frá 400 kf. metrinn 3ja m breitt voal 520 kr. metrinn Handklæði frá 100 ky. stykkið Falleg ný tvíofin efni - 20% afsláttur og margt fleira. GARDINLBVÐVS Skipholti 35 - sími 553 5677 Opið kl. 10-18 Opið laugardaga ki. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.