Morgunblaðið - 30.08.2000, Síða 21

Morgunblaðið - 30.08.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 21 Chevenement París.AFP. segir af sér JEAN-Pierre Chevenement, innan- ríkisráðherra Frakklands, sagði af sér embætti í gær vegna ágreinings við Lionel Josp- in forsætisráð- herra um stefnu frönsku stjórn- arinnar í má- lefnum Korsíku. Chevenement, sem hefur verið einn mest áber- andi ráðherra vinstristjórnar Jospins, var andsnúinn áformum Jospins um að veita Korsíkubúum takmarkaða sjálfstjórn. Afsögn ráðherrans notaði Jospin tafarlaust sem tilefni til minni hátt- ar uppstokkunar i stjórninni. Meðal annars tekur Danier Vaillant við innanríkisráðuneytinu. „Jean-Pierre Chevenement gaf til kynna, að vegna afstöðu hans til að- gerða ríkisstjórnarinnar gagnvart Korsíku kysi hann frekar að segja af sér ráðherraembætti sínu,“ sagði Jospin í stuttri yíírlýsingu. Áfsögn vinstrimannsins Cheven- ements, sem á sér sterkt persónu- fylgi, er áfall fyrir Jospin og sósíal- istaflokkinn, þar sem einmitt um þetta leyti er forsætisráðherrann og flokkur hans að setja sig í stellingar fyrir slaginn um forsetastólinn, sem útkljáður verður um mitt árið 2002. Jospin er nú nauðugur einn kost- ur að þrýsta í framkvæmd áform- unum um sjálfstjórnarréttindi til handa Korsíkubúum, og verður hann þar með að standa og falla með því hvernig til tekst um framkvæmd þeirra. Vopnuð barátta róttækra aðskiln- aðarsinna á Korsíku undanfarin 25 ár hefur verið öllum frönskum ríkis- stjórnum óþægur ljár í þúfu, og er stjórn Jospins þar engin undantekn- ing. Pað versta við afsögn Cheven- ements, séð frá bæjardyrum forsæt- isráðherrans, er að þar með getur innanríkisráðherrann fyrrverandi hrist af sér allar hömlur í baráttu sinni á þingi gegn Korsíkuáformum stjórnarinnar, en að hafa Cheven- ement í slíku hlutverki kann að verða stjórninni og Jospin pólitískt skeinuhætt. Margir fleiri þingmenn í herbúðum sósíalista munu einnig hafa sínar efasemdir um ágæti ríkis- stjórnaráformanna, en þau ganga út á að Korsíkubúar fái takmörkuð sjálfstjórnarvöld í hendur árið 2004. Chevenement Reiði vegna ásakana í nýrri bók Neita að Nixon hafi barið Washington. AP. PATRICIA Nixon Cox, dóttir Richards Nixons, fyrrverandi Bandan'kjaforseta, neitar því að faðir sinn hafi barið eiginkonu sína og efast um að hann hafi tekið lynd- isbreytandi lyf á meðan hann var for- seti. Segir Patricia að þessar ásakanir, og aðrar, sem fram koma í nýrri ævisögu forsetans fyrrver- andi, eigi ekki við nein rök að styðjast. Bókin heitir Vald- hroki (The Arrog- ance of Power) og er eftir Anthony Summ- ers, sem er frétta- maður breska ríkis- útvarpsins, BBC. Kom _ bókin út si. mánudag. Ásakanir Summers um að Nixon hafi mis- þyrmt konu sinni, Patriciu, eru byggðar á frásögnum sem heim- ildamenn hans hafa eftir öðrum og í sumum tilfellum hafa heim- ildamenn hans þær eftir einhverj- um sem hefur þær eftir enn öðr- um. ' Nákvæmasta ásökun Summers er sú að Nixon hafi barið konu sína annaðhvort rétt áður en eða rétt eftir að hann tapaði í ríkis- stjórakosningum í Kaliforniu 1962. Segir Summers að frétta- maðurinn Bill Van Petten, sem nú er látinn, hafí sagt ónafngreind- um vini sínum frá því að Nixon hafi barið konu sína „svo svaka- lega að hún gat ekki farið út úr húsi daginn eftir“. Summers segir ennfremur að John Sears, fyrrverandi lögfræð- ingur í Washington, sem vann við kosningabaráttu Nixons er hann náði kjöri sem forseti 1968, hafi sagt sér að að honum hafí verið sagt „að Nixon hafi barið [konu sína] 1962 og að hún hafi hótað að skilja við hann vegna þess ... Þetta var ekki löðrungur, hann gaf henni glóðarauga." Sagði Sears við Summers að hann hafi komist að þessu hjá tveimur lög- fræðingum sem báðir eru látnir. Lyndisbreytandi lyf I bók Summers segir ennfremur að 1968 hafi Nixon verið fengnir 1.000 belgir af lyndisbreytandi konu sína lyfi, Dilantin, er kemur í veg fyrir krampa. Hafi Jack Dreyfus, stofn- andi fjárfestingarfyrirtækis, gefið forsetanum lyfið og seinna bætt við öðrum þúsund belgjum. Dreyfus sagði við The New York Times að hann hafi gefið Nixon lyfið „þegar hann var ekki í sérlega góðu skapi“. Segir Dreyfus að lyfið virki vel gegn ótta, áhyggjum, sektar- kennd, reiði, þung- lyndi og öðrum kvill- um. Döttir forsetans sagði í viðtali við As- sociated Press á mánudaginn að þótt hún viti ekki ná- kvæmlega hvaða lyf faðir hennar hafi tekið á lífsleiðinni hafi hún átt samskipti við hann daglega og geti borið vitni um að lyndi hans hafi ekki breyst. Hún segist efast um að hann hafi tekið lyfin þvf hann hafi trúað því að lyf ætti maður ekki að taka nema við mjög alvarlegum sjúkdómum. Ekki viðkvæmt blóm Dóttir forsetans býr f New York ásamt eiginmanni sfnum, Edward Cox, sem er lögfræðing- ur. Hún kemur mjög sjaldan fram opinberlega, mun sjaldnar en yngri systir hennar, Julie. Hún leitaði þó eftir viðtali við AP til þess að svara þeim ásökunum er fram koma í bók Summers. „Ég bjó hjá foreldrum mínum og systur minni og get því fullyrt skilyrðislaust að aldrei árið 1962, og hvorki fyrr né síðar, barði fað- ir minn móður mfna, og móðir mín bar aldrei líkamleg merki of- beidis eða marbletti eins og haldið er fram í bókinni," sagði Patricia. „Móðir mín var ekki viðkvæmt blóm. Hún var ákaflega sterk. Hún hefði farið burt fyrir fullt og allt ef eitthvað þessu líkt hefði gerst. Hún var eindrægasti stuðn- ingsmaður föður míns og trúði sannarlega á þau markmið sem hann reyndi að ná. [...] Foreldrar mínir geta ekki Iengur svarað fyr- ir sig. Þetta þarf að koma fram vegna þess að þetta er satt. Ég var viðstödd." Richard Nixon íslenskur leikari á bresku sviði í kvöld, miðvikudags- kvöld, verður frumsýnt leikrit eftir smásögu Antons Tsjekhov í Bar- ons Court-leikhúsinu í London, þar sem ís- lenskur leikari fer með stórt hlutverk. Sigrún Davíðsdóttir segir frá. SIGURÐUR Eyberg, ungur leikari, sem lauk prófi frá breskum leiklist- arskóla, East 15, í vor, þreytir í kvöld frumraun sína á fjölum Barons Court-leikhússins í London. Leikrit- ið sem um ræðir er „Fiðrildið", leik- gerð eftir sögu Antons Tsjekhov. Leikritið verður frumsýnt í kvöld, en verður síðan sýnt áfram út allan september. Sigurður kom tii Bretlands fyrir þremur árum til að fara í East 15 leiklistarskólann, eftir að hafa gert árangurslausar tilraunir til að kom- ast í Leiklistarskóla íslands. Skólinn leggur áherslu á svokallað „Method Acting“ sem byggir á hugmyndum pólska leiklistarfrömuðarins Stanisl- avskís. Á þeim hugmyndum byggja einnig leiklistarskólar eins og ,Á£tors’ Studio“ í New York, sem leikarar eins og A1 Pacino og Robert de Niro hafa gert frægan. í borg þar sem hundruð ungra leikara eru í leit að tækifærum er það sérlega góður árangur að vera kom- inn með sitt fyrsta hlutverk aðeins nokkrum vikum eftir að námi lauk. Barons Court-leikhúsið hefur verið starfrækt í níu ár og sýnir nokkur leikrit á ári. Leihússtjóri er Ronald Selwyn Phillips, sem hefur gert leik- gerðina að smásögu Tsjekhovs og leikstýrir jafnframt verkinu. Leikritið segir frá Olgu Dymóvu, fallegri og sjálfumglaðri konu, sem ekki getur látið vera að daðra við hvaða karlmann, sem vekur áhuga hennar. Osip, eiginmaður hennar, sem Sigurður leikur, tekur þessu öllu með þögn og þolinmæði og sér ekki sólina fyrir eiginkonu sinni þrátt fyr- ir breyskleika hennar. Sigurður seg- ist hafa miklar mætur á hlutverkinu. „Osip er öðlingur, en áttar sig ekki á að kona hans þyrfti kannski fastari tök,“ segir hann og bætir við af and- ans spekt að sjaldan launi kálfurinn ofeldið. Tungumálið er mikilvægur hluti af verkfærum leikarans og það getur varla verið auðvelt að leika á öðru máli en sínu eigin. Sigurður segir hlæjandi að framan af hafi skólafé- lagar hans haldið að hann væri lát- bragðsleikari, því hann hafi iðulega brugðið fyrir sig látbragði fremur en orðum. Orðin komust þó upp á yfii-- borðið að lokum og nú segist hann ekki hugsa út í tungumálið. Það einfaldar einnig aðstæður að í Bretlandi eru til ótal mállýskur og margvíslegur hreimur. Þótt leikur- um sé kenndur samræmdur fram- burður, svokölluð BBC-enska kennd við ríkisútvarpið þeirra, er ekki leng- ur nein krafa um að allir tali eins. Eins og glöggt má heyra í kvikmynd- um færist það sífellt i aukana að hver tali með sínu nefi. Og þar sem fram- boð af leikurum er svo mikið er ein- falt að finna leikara með rétta fram- burðinn fyrir hvert hlutverk í stað þess að einhver sé að burðast við að læra þann framburð sem hlutverkið krefst. Hlutverk Osips er ekki fyrsta hlut- verkið, sem Sigurður fer með. Meðan á náminu stóð var hann farinn að leika með litlum farandleikhópi. Sá hópur var verðlaunaður á Edinborg- arhátíðinni í fýrra fyrir bestu leiksýninguna utan hins hefðbundna ramma, „Fringe first“-verðlaunin. Það leikrit fjallar um safnverði á listasafni og hvernig þeir hleypa fjöri í kyrrlátt starfið. Það leikrit er af allt öðrum toga en stofuleikurinn sem Sigurður leikur nú í. Sigurður segist einmitt hafa áhuga á sem fjölbreyttustum verkum og æviráðning er ekki á stefnuskránni. Bæði sviðs- og kvikmyndaleikur vek- ur áhuga hans og aðalatriðið er að hafa skemmtilegt verkefni til að fást við, líkt og Osip næstu vikurnar. Hallarmúia 2, Rvik. Austurstrætí 18, Rvík. Strandgötu 31, Hfj. Bókval, Hafnarstræti 91-93, Ak. r^SIMINN-GSM NOKIA 5110 Asamt aukahlutapakka og Frelsiskorti frá Símanum GSM Handfrjáls búnaður, taska, hleðslutæki í bfl, mælaborðsfesting, Frelsiskort 13 .990 kr. stgr. NOKIA3S1Q Ásamt aukahlutapakka og Frelsiskorti frá Símanum GSM Handfrjáls búnaður, taska, hleðslutæki í bíl, mælaborðsfesting, Frelsiskort 15.990 kr. stgr. Einnig fá nokkrir heppnir einstaklingar sem kaupa ritföng, ásamt GSM-síma tilboðinu eða frelsis áfyllingu, ritföngin endurgreidd. Dregið verður úr lukkupottinum á FM957. Frelsiti Jsölu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.