Morgunblaðið - 30.08.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 23
LISTIR
Draumkennt
raunsæi í
Reykjavík
A
I dag verður opnuð sýning 1 Galleríi Reykja-
vík á verkum Javier Gil frá Úrúgvæ. Eyrún
Baldursdóttir ræddi við myndlistarmanninn
sem sækir myndefni sitt í íslenskt umhverfí
og norrænar goðsagnir og tengir saman á
draumkenndan hátt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Javier Gil
í VINNUSTOFU sinni í Aðal-
strætinu var Javier Gil að vinna að
síðustu verkunum fyrir sýninguna.
„Ég vona að þú afsakir draslið,"
byrjaði hann á að segja og bauð
blaðamani sæti á góðum stól. Ýmis
verk eftir hann voru enn í vinnu-
stofunni en flest voru komin upp í
Gallerí Reykjavík þar sem sýning-
in hefst klukkan 18 í dag, miðviku-
dag. Javier er frá Úrugvæ og hef-
ur unnið hér síðan í maí. Hann
hefur starfað víða í Evrópu s.s í
Þýskalandi, Frakklandi, og Portú-
gal. En hver skyldi vera ástæðan
fyrir því að hann er komin hingað
til lands? „Ég kom hingað með
unnustu minni Ásdísi Pétursdótt-
ur,“ svarar hann. „Áður en ég
kynntist henni vissi ég lítið um ís-
land, en svo þegar ég kom hingað
varð ég strax yfir mig hrifinn af
þjóðfélaginu og umhverfinu."
Á sýningunni sýnir Javier bæði
kolateikningar og olíumálverk.
Myndefnið er að stórum hluta sótt
í íslenska náttúru og norrænar
goðsagnir. Ennfremur er á sýn-
ingunni röð Reykjavíkurmynda
sem sýna túlkun Javier á borginni.
„Ég gef myndunum goðsagna-
kennda merkingu," segir hann og
bendir á draumkennda mynd sem
sýnir Leif Eiríksson, á stallinum
framan við Hallgrímskirkju, toga
turninn á kirkjunni niður með
sverði sínu. „Efnistökin finnst mér
lýsandi fyrir þjóðina því hér fer
saman kristin menning og víkinga-
eðli fólksins. Mér finnst þetta
ákaflega heillandi blanda.“
Javíer segist enn sem komið er
ekki hafa lesið íslenskar fornbók-
menntir en bendir á að íslenskir
vinir sínir hafi sagt sér sögur af
hetjun eins og Leifi heppna eða
„Lucky“ eins og Javier kýs að
kalla hann. „Mér finnst alltaf jafn-
gaman að heyra sögur af þessum
frægu víkingum og lifnaðarháttum
þeirra. Það er í senn heillandi en
einnig nokkuð ógnvekjandi.“
Töfrasena í þrívídd
„Ég vinn með röð mynda,“ segir
hann og vísar til sería sem sýna
Hallgrímskirkju, stóra laxa eða
guðlegar risaverur sem valsa um
Reykjavíkurborg. „Ég geri aldrei
eitt verk sem er aðskilið öðrum.
Til dæmis byrjaði ég að vinna með
Hallgrímskirkjuna og þróaði það
með ýmsum hætti, en hélt mig
samt innan ákveðins ramrna," seg-
ir hann og bætir brosandi við.
„Svo þegar mér fer að leiðast eitt
fer ég yfir í annað.“
Stíll Javier byggist á einskonar
draumkenndu töfraraunsæi.
„Myndirnar eru ímyndun mín. Ég
tek vissa þætti úr umhverfinu og
umbreyti þeim. Ég vil líta á sjálf-
an mig sem sviðshönnuð fremur
en málara, þó flestir aðrir myndu
flokka mig undir hið síðarnefnda.
Litirnir eru aldrei aðalatriðið hjá
mér. í myndum mínum legg ég
áherslu á að búa til visst leiksvið
og þróa söguna inn í það rými.“
Hann bendir aftur á myndina af
Hallgrímskirkju þar sem hún er
beygð og sveigð líkt og gúmmíefni.
„Það má í raun líta á þessa mynd
sem skissu af leiksviði. Einn dag-
inn verður hún kannsi kveikjan að
senu hjá kvikmyndaleikstjóra sem
færir hana í lifandi búning," hann
segir þetta hlæjandi en í þessu
felst samt útskýringargildi. Hann
verður aftur alvarlegur „Þetta er
tilfinningin í verkum mínum, ég vil
skapa töfrasenu í þrívídd."
Trúarlegar og
erótískar myndir
Verkin sem Javíer sýnir í Gall-
eríi Reykjavík sýna að hans sögn
eina hlið á listsköpun hans. „Það
sem er nauðsynlegt hreyfiafl í list
minni eru andstæðurnar, ringul-
reiðin og reglan. Þannig geri ég
myndir sem fela í sér leit að trúar-
legum gildum og einnig erótískar
myndir þar sem ég fjalla um kynlíf
sem sjálfsagðan kraft í lífinu." Á
sýningunni verða ekki erótísk
verk hans, en Javíer bendir á að
gefin hafi verið út bók sem sýni
seríu slíkra verka.
Sýningin í Galleríi Reykjavík er
fyrsta sýningin sem Javíer heldur
hér á landi, „og vonandi ekki sú
síðasta".
Símaklefar
ínýju
hlutverki
GANGANDI vegfarendur í Kingst-
on-upon-Thames, einu úthverfa
London, virða hér fyrir sér verk
breska listamannsins David March.
Verkið nefnist „Out of Order“
sem útleggja m<í á íslensku sem
„Bilun“. „Out of Order" er gert úr
tólf rauðum símaklefum, sem áður
mátti sjá víða um Bretland. March
velur sér oft sérkennileg við-
fangsefni, en meðal þekktari verka
hans eru kafbátur gerður úr bíl-
dekkjum og lest sem búin var til úr
múrsteinum.
Tónleikar
á Selfossi
GUÐLAUG Dröfn Ólafsdóttir
heldur tónleika í Hótel Selfossi,
á morgun, fimmtudag, kl. 21.
Þeir sem fram koma, ásamt
Guðlaugu, eru Kristjana Stef-
ánsdóttir, Ólafur Þórarinsson,
Vignir Þór Stefánsson, Jón Óm-
ar Erlingsson, Ásgeh’ Ásgeirs-
son, Helena Káradóttir, Helga
Sigurþórsdóttir, Agnar Már
Magnússon, Bjöm S. Ólafsson,
Gunnar Jónsson og Gunnlaug-
ur Guðmundsson. Stefán Freyr
Stefánsson sér um lýsingu.
Kynnir verður Jón Bjarna-
son.
Sýningum
lýkur
Lónkot í Skagafirði
Höggmyndasýningu Páls á Húsa-
felli í risatjaldinu að Lónkoti í Skaga-
firði lýkur nú um mánaðamótin.
Á sýningunni eru höggmyndir
unnar í fjörugrjót úr Lónkotsmöl,
stuðlaberg úr Staðarbjargavík við
Hofsós og grjót úr nágrenni Húsa-
fells.
Gallerí, Lundi Varmahlíð
Sýningu Hlyns Hallssonar,
„Mánudagurinn 17. júlí til sunnu-
dagsins 13. ágúst" lýkur fimmtudag-
inn 31. ágúst.
Sýningin er opin alla daga frá 11-
18.
Meistara-
námskeið með
Orlowitz
ANDRÉ Orlowitz heldur söng-
námskeið í Tónleikasal Söngskól-
ans, Smára, við Veghúsastíg dag-
ana 5. til 9. september
næstkomandi.
Þetta er í fimmta sinn sem hann
heldur námskeið hér á landi og
hefur íjöldi íslenskra söngvara
notið leiðsagnar hans, bæði hér
heima og í Kaupmannahöfn þar
sem hann er búsettur.
Námskeiðið, sem er á vegum
Söngskólans, er opið öllum söngv-
urum, söngnemum og áhugamönn-
um til áheyi-nar.
LISTMUNIR
Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð.
Höfum kaupendur að góðum verkum
gömlu meistaranna.
Gallerí Fold
Rauðarárstíe 14—16, sími 551 0400.
fold@artgalieryfold.com
www.artgalleryfold.com
ART GALLERY
mest selda heimilisvélin í 60 ári
• 5 gerðir hrærivéla í hvítu, svörtu, bláu,
rauðu, gulu eða grænu.
Fjöldi aukahluta
íslensk handbók með uppskriftum íylgir
Lágvær og þrælsterk - endist kynslóðir
Sérstök brúðkaupsgjöf: Öll brúðhjón
fá glæsilega svuntu með ísaumuðum
nöfnum sínum og brúðkaupsdegi.
Þú gefur ekki gagnlegri gjöf!
/-7-
KitchenAid einkaumboð á íslandi
Einar Farestveit &Co.hf.
BORGARTÚN 28 - S: 562 2900 & 562 2901
k. 27.930