Morgunblaðið - 03.09.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 03.09.2000, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KÓLUMBÍA Á KROSS- GÖTUM fer^BAKSVIÐ Bill Clinton lofaði Kólumbíustjórn aukn- um stuðningi er hann sótti landið heim í vikunni. Margrét Björgúlfsdóttir í Wash- ington kynnti sér ástæðurnar á bak við aukna þátttöku Bandaríkjanna í kókaín- stríðinu og líkurnar á því að árangur náist. Clinton Bandaríkjaf'orseti sýndi hvað hann kann í suður-amerískum dönskum í Kólumbíuheimsókn hans í vikunni. EGAR Andres Pastrana tók við embætti forseta Kólumbíu árið 1998 hófst hann þegar handa við að efna kosningaloforð sitt að uppræta spillingu, takast á við fíkniefnaframleiðendur og koma á friði í landinu. Tveimur árum seinna er áætl- un hans „Plan Kólumbía“ ekki að- eins orðin að veruleika, heldur hefur Bandaríkjastjórn heitið 1,3 milljörðum Bandaríkjadala til að- stoðar á næstu tveimur árum. Kólumbía, sem hefur þann vafa- sama heiður að vera stærsti kókaínframleiðandi í heimi, er þar með komið í þriðja sæti yfir þau lönd sem njóta mestra styrkja frá Bandaríkjunum, á eft- ir ísrael og Egyptalandi. Stjórnvöld í Kólumbíu hafa ekki farið leynt með að þau þyrftu á utanaðkomandi hjálp að halda við að uppræta eiturlyfja- framleiðslu og koma á friði í land- inu. Aætlað er að áætlun Pastr- anas í heild sinni muni kosta 7,5 milljarða Bandaríkjadala. Kól- umþísk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að leggja fram 4,5 milljarða dala, hluti þess fjár verður reyndar í formi lána frá Alþjóðabankanum og Þróunar- banka Amenkuríkja, og síðan hefur verið biðlað til Evrópu- sambandsins, Kanada og Japan, auk Bandaríkjanna, um aðstoð. Bandaríkjamenn lýstu sig reiðubúna til þátttöku í júlí og heimsókn Bill Clintons Banda- ríkjaforseta og fylgdarliðs til borgarinnar Karþagó (Cartag- ena) á Karíbahafsströnd Kólumb- íu 30. ágúst sl. undirstrikar hversu mikla áherslu stjórnin leggur á að styðja við bakið á Kólumbíu í baráttunni við fíkni- efnaframleiðendur. Yfirvöld í Bandaríkjunum telja að 80 pró- sent allrar kókaínframleiðslu í heiminu komi frá Kólumbíu. Hlutfallið rís í 90 prósent fyrir Bandaríkin og þar að auki koma tveir þriðju hlutar þess heróíns sem neytt er á Austurströnd Bandaríkjanna frá Kólumbíu. Fullvíst er að framleiðsla muni fara vaxandi ef ekki er að gert. Það er því til mikils að vinna. Átök við skæruliðasveitir Baráttan við fíkniefnaframleið- endur er samofin átökum við skæruliðasveitir og verður hvorki leyst á einfaldan né fljótlegan hátt. Framlag bandarískra stjórnvalda felst fyrst og fremst í hergögnum og aðstoð við þjálfun og undirbúning kólumbískra her- manna við fyrirhugaðar aðgerðir í fíkniefnaræktarhéruðum lands- ins. Bandaríkjamenn ætla að senda 60 þyrlur (18 Black Hawk og 42 Huey 2), 500 herráðgjafa og 300 verktaka til starfa í Kólumbíu og mun kostnaðurinn við þessar að- gerðir nema einum milljarði dala, sem er nær 80 prósent þess fjár sem hefur verið heitið. Gagnrýn- israddir innan Bandaríkjanna ótt- ast að stuðningur við kólumbíska herinn muni leiða til þess að átökin við skæruliðasveitir stig- magnist og að þetta sé byrjunin á nýju Víetnamstríði. Mannrétt- indasamtök hafa ennfremur lýst þungum áhyggjum yfir nýlegri ákvörðun bandarískra stjórnvalda að veita Kólumbíu undanþágu frá því að uppfylla mannréttinda- ákvæði sem kveðið er á um áður en opinberir styrkir verða látnir af hendi og óttast að kólumbíski herinn sjái sér leik á borði að vanvirða enn frekar mannréttindi í landinu. Ekki nýtt Víetnam Arturo Valenzuela, aðalráðgjafi Clintons í málefnum Suður-Am- eríku hjá Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins, segir að samlíking við nýtt Víetnam sé úr lausu lofti gripin. ,Atökin í Kólumbíu eiga sér langan aðdraganda og hafa staðið yfir í hartnær fjóra áratugi. Skæruliðasveitir í Kólumbíu njóta ekki víðtæks stuðnings meðal al- mennings, í hæsta falli styðja tíu prósent þjóðarinnar uppreisnar- mennina. Ástandið er afar ólíkt því sem var í Víetnam, þar sem fólkið stóð á bak við uppreisnar- herinn og þá sérstaklega í Norð- ur-Víetnam.“ Valenzuela segir að það sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að stærstu vinstrisinnuðu skæruliðasveitirnar „FARC sam- anstandi af um 15.000 vopnuðum mönnum og að í landi sem telur 40 milljónir íbúa og er á stærð við Evrópu er varla hægt að tala um að þetta sé eiginlegur uppreisn- arher. Aðstæður í Kólumbíu eru einnig frábrugðnar því sem var í E1 Salvador á áttunda og níunda áratugnum, á tíma kalda stríðs- ins, en þar voru skæruliðasveitir FLMN alvarleg ógnun við stjóm- völd. Kólumbía er allt annað land og tímarnir hafa ekki aðeins breyst heldur heimurinn líka“. Að sögn Valenzuela er það eft- irtektarvert að mannréttinda- brotum hersins hefur farið fækk- andi á seinni árum og hann tekur skýrt fram að áframhaldandi stuðningur Bandaríkjamanna velti á því að slíkum brotum verði enn fækkað. Valenzuela bendir á að nýjustu skoðanakannanir sýni að 80 prósent kólumbísku þjóðar- innar styðji þátttöku Bandaríkja- stjórnar í fyrirhuguðum aðgerð- um þarlendra stjórnvalda. „Það eru ekki öll mannréttindasamtök í landinu á móti áætlun stjórn- arinnar. Þar að auki eru menn ekki á einu máli um hverjir fremji verstu brotin og það er pólitískt bitbein hvort vopnaðar sérsveitir hægri öfgahópa séu verri en vinstrisinnaðir skæru- liðar. Eitt er þó ljóst, þessar sveitir fjármagna baráttu sína á mannránum, kúgun og eiturlyfja- sölu“. Aðspurður hvort hernaðarað- stoð Bandaríkjanna vegi ekki of þungt á kostnað þróunarhjálpar svarar Valenzuela, „það ber að hafa í huga að Plan Kólumbía er afar víðtækt. Heildarkostnaður- inn er áætlaður 7,5 milljarðar Bandaríkjadala, þar sem bróður- parturinn fer í þróunaraðstoð og uppbyggingu á efnahag landsins". Nokkuð sem bæði Clinton og Pastrana tóku sérstaklega fram á blaðamannafundi í Kólumbíu sl. miðvikudag. Valenzuela bætir því við að „framlag Bandaríkjanna er ætlað til að aðstoða kólumbíska herinn og lögreglu í baráttunni gegn framleiðslu, dreifingu og sölu á eiturlyfjum og samhliða því veita stuðning til þróunarmála og upp- byggingar innanlands. Það er hluti af stærri áætlun og í raun má segja að tölurnar gefi ekki al- veg rétta mynd, einfaldlega vegna þess að hernaður er kostn- aðarsamur, ein þyrla er til að mynda afar dýr. Ef við tökum fyrir einstök atriði mun Banda- ríkjastjórn auka stuðning við þró- unaraðstoð og uppbyggingu dóm- stóla og réttarkerfis meira en nokkra aðra liði. Grundvallaratriðið í stefnu Bandaríkjastjórnar er að lausn á vanda Kólumbíu felst ekki í hern- aðaraðgerðum, heldur í því að ná árangri við samningaborðið". Jafnframt leggur Valenzuela áherslu á að menn verði að vera raunsæir og átta sig á því að það séu engar skyndilausnir í sjón- máli, það komi til með að líða langur tími áður en árangur næst. Margþætt vandamál En hvert er álit Kólumbíu- manna? Miguel Ceballos hefur umsjón með „Colombia Project" við Suður-Ameríkudeild George- town-háskólans í Washingtonborg. Hann vill að fólk átti sig á því að vandi Kólumbíu er margþættur. „Baráttan við fíkniefnafram- leiðendur er vel þekkt vandamál erlendis og skoðanakannanir sýna að almenningur í Kólumbíu er ekki á móti alþjóðlegri aðstoð. En stríðið samtvinnast baráttu vinstri sinnaðra skæruliða við stjórnvöld. Skæruliðasveitir FARC hafa á valdi sínu svæði sem er svipað að stærð og Sviss og þeir gefa það ekki svo auð- veldlega eftir. En áætlun Pastr- anas breytir valdajafnvæginu og nú standa skæruliðar frammi fyr- ir því að tekjur þeirra af fíkni- efnasölu geti minnkað umtals- vert, þeir verða því að ákveða hvort þeir auki hernaðarátök eða taki þátt í friðarviðræðum af al- vöru. Friður þarf að komast á í land- inu og fyrirhugaðar aðgerðir gegn fíkniefnaræktarhéruðum gætu orðið til þess að knýja upp- reisnarmenn að samningaborð- inu“. Mörg stærstu mannréttinda- samtök í Bandaríkjunum og Kól- umbíu eru á móti áætluninni vegna þess hve mikil áhersla er lögð á hernaðarliðinn. Ceballos, sem hefur sjálfur tekið þátt í starfsemi slíkra samtaka í sínu heimalandi, er ekki sammála og leggur áherslu á að „áætlunin er ekki aðeins byggð á hernaðarað- gerðum, heldur heildstæðri stefnuskrá þar sem leitast hefur verið eftir stuðningi frá umheim- inum við að leggja fram sam- ræmdar aðgerðir sem miðist að því að vinna bug á fíkniefnavand- anum og byggja upp efnahag landsins". Ceballos lýtur svo á að það sé jákvæð þróun að í fyrsta skipti sé erlent ríki, þ.e. Bandaríkin, að fara fram á að herinn sé ábyrgur gerða sinna. Pastrana hefur ferðast um Evrópu til að falast eftir stuðn- ingi. Einstök lönd, til að mynda Spánn og Noregur, hafa lofað að- stoð, en Evrópusambandið hefur ekki lagt fram samræmda stefnu varðandi Kólumbíu. Að sögn Ceballos hafa Evrópulönd veitt þróunaraðstoð þar sem aðal- áherslan er lögð á eða efla mann- réttindi og að styðja við bakið á lýðræðisþróun í landinu, en ekki tekið beint á fíkniefnaframleiðslu og skæruhernaði. „Þau bera þó ábyrgð í þessu máli, því þótt Bandaríkin séu stærsti einstaki neytandi kókaíns fylgir Evrópa fast á eftir og neysla þar fer hratt vaxandi. Skoðanakannanir innan Evrópusambandsins sýna einnig að almenningur hefur miklar áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi sem tengist fíkni- efnum. Rússneska mafían er á kafi í málinu því hún selur skæru- liðum vopn fyrir eiturlyf svo að við erum ekki bara að tala um vandamál Kólumbíu og nágranna- í'íkjanna, heldur málefni sem snertir allan heiminn“. Innanlands stendur Pastrana höllum fæti, takmarkaður árang- ur stjórnvalda í efnahagsmálum, atvinnuleysi er um 20 prósent, og aðgerðarleysi í þjóðfélagsumbót- um hefur grafið undan áliti al- mennings og veikt stjórn hans. Ceballos bendir á að fólksflutn- ingar hafi breytt Kólumbíu og að í dag búi þrír-fjórðu þjóðarinnar í þéttbýli þar sem víðast hvar skortir atvinnutækifæri, skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Hann bætir við að „Plan Kól- umbía er beint að landsbyggðinni vegna þess að fíkniefnafram- leiðslan á sér stað í sveitahéruð- um og þó að Pastrana hafi háleit markmið varðandi friðarferlið skapa þau ekki betra líf fyrir al- menning í landinu". Engar skyndilausnir Stuðningsmenn jafnt sem gagnrýnendur Plan Kólumbía eru sammála því að skyndilausnir séu ekki til staðar. Fyrst og fremst þurfa Kólumbíubúar að vinna betur saman og taka þverpólitískt á þeim vandamálum sem steðja að landinu. En það má heldur ekki gleyma því að heima fyrir, þ.e. í Bandaríkjunum og Evrópu, eru enn ómettaðir markaðir fyrir kókaín og heróín. Ef ekki er tekið á eftirspurn mun framleiðsla halda áfram að aukast og nýjar leiðir finnast til að koma efninu á markað. Það er gjörsamlega óraunhæft að ætlast til að kól- umbískir bændur snúi sér að lög- legri ræktun á meðan þeir búa við núverandi óöryggi og óttast stöðugt ofbeldi frá skæruliðum og vopnuðum sérsveitum. Og þó að árangur hafi náðst í að stöðva peningaþvætti hafa ólögleg við- skipti í stórum stíl hindrað eðli- lega markaðsþróun. Það þarf líka að aflétta viðskiptahindrunum og greiða fyrir aðgang kólumbísks útflutnings að vestrænum mörk- uðum. Öllum aðgerðum fylgir einhver áhætta, en Clinton Bandaríkja- forseti hitti sennilega naglann á höfuðið þegar hann sagði við íbúa þessa hrjáða lands í heimsókn sinni til Karþagó „að hinn mögu- leikinn, að gera ekki neitt, væri óviðunandi". Bandaríkjaforseti lofaði líka við sama tækifæri að „Bandaríkin myndu ekki taka þátt í skotbardögum" í Kólumbíu. Það á þó eftir að koma í ljós hvort þau orð munu standa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.