Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT KÓLUMBÍA Á KROSS- GÖTUM fer^BAKSVIÐ Bill Clinton lofaði Kólumbíustjórn aukn- um stuðningi er hann sótti landið heim í vikunni. Margrét Björgúlfsdóttir í Wash- ington kynnti sér ástæðurnar á bak við aukna þátttöku Bandaríkjanna í kókaín- stríðinu og líkurnar á því að árangur náist. Clinton Bandaríkjaf'orseti sýndi hvað hann kann í suður-amerískum dönskum í Kólumbíuheimsókn hans í vikunni. EGAR Andres Pastrana tók við embætti forseta Kólumbíu árið 1998 hófst hann þegar handa við að efna kosningaloforð sitt að uppræta spillingu, takast á við fíkniefnaframleiðendur og koma á friði í landinu. Tveimur árum seinna er áætl- un hans „Plan Kólumbía“ ekki að- eins orðin að veruleika, heldur hefur Bandaríkjastjórn heitið 1,3 milljörðum Bandaríkjadala til að- stoðar á næstu tveimur árum. Kólumbía, sem hefur þann vafa- sama heiður að vera stærsti kókaínframleiðandi í heimi, er þar með komið í þriðja sæti yfir þau lönd sem njóta mestra styrkja frá Bandaríkjunum, á eft- ir ísrael og Egyptalandi. Stjórnvöld í Kólumbíu hafa ekki farið leynt með að þau þyrftu á utanaðkomandi hjálp að halda við að uppræta eiturlyfja- framleiðslu og koma á friði í land- inu. Aætlað er að áætlun Pastr- anas í heild sinni muni kosta 7,5 milljarða Bandaríkjadala. Kól- umþísk stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin að leggja fram 4,5 milljarða dala, hluti þess fjár verður reyndar í formi lána frá Alþjóðabankanum og Þróunar- banka Amenkuríkja, og síðan hefur verið biðlað til Evrópu- sambandsins, Kanada og Japan, auk Bandaríkjanna, um aðstoð. Bandaríkjamenn lýstu sig reiðubúna til þátttöku í júlí og heimsókn Bill Clintons Banda- ríkjaforseta og fylgdarliðs til borgarinnar Karþagó (Cartag- ena) á Karíbahafsströnd Kólumb- íu 30. ágúst sl. undirstrikar hversu mikla áherslu stjórnin leggur á að styðja við bakið á Kólumbíu í baráttunni við fíkni- efnaframleiðendur. Yfirvöld í Bandaríkjunum telja að 80 pró- sent allrar kókaínframleiðslu í heiminu komi frá Kólumbíu. Hlutfallið rís í 90 prósent fyrir Bandaríkin og þar að auki koma tveir þriðju hlutar þess heróíns sem neytt er á Austurströnd Bandaríkjanna frá Kólumbíu. Fullvíst er að framleiðsla muni fara vaxandi ef ekki er að gert. Það er því til mikils að vinna. Átök við skæruliðasveitir Baráttan við fíkniefnaframleið- endur er samofin átökum við skæruliðasveitir og verður hvorki leyst á einfaldan né fljótlegan hátt. Framlag bandarískra stjórnvalda felst fyrst og fremst í hergögnum og aðstoð við þjálfun og undirbúning kólumbískra her- manna við fyrirhugaðar aðgerðir í fíkniefnaræktarhéruðum lands- ins. Bandaríkjamenn ætla að senda 60 þyrlur (18 Black Hawk og 42 Huey 2), 500 herráðgjafa og 300 verktaka til starfa í Kólumbíu og mun kostnaðurinn við þessar að- gerðir nema einum milljarði dala, sem er nær 80 prósent þess fjár sem hefur verið heitið. Gagnrýn- israddir innan Bandaríkjanna ótt- ast að stuðningur við kólumbíska herinn muni leiða til þess að átökin við skæruliðasveitir stig- magnist og að þetta sé byrjunin á nýju Víetnamstríði. Mannrétt- indasamtök hafa ennfremur lýst þungum áhyggjum yfir nýlegri ákvörðun bandarískra stjórnvalda að veita Kólumbíu undanþágu frá því að uppfylla mannréttinda- ákvæði sem kveðið er á um áður en opinberir styrkir verða látnir af hendi og óttast að kólumbíski herinn sjái sér leik á borði að vanvirða enn frekar mannréttindi í landinu. Ekki nýtt Víetnam Arturo Valenzuela, aðalráðgjafi Clintons í málefnum Suður-Am- eríku hjá Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins, segir að samlíking við nýtt Víetnam sé úr lausu lofti gripin. ,Atökin í Kólumbíu eiga sér langan aðdraganda og hafa staðið yfir í hartnær fjóra áratugi. Skæruliðasveitir í Kólumbíu njóta ekki víðtæks stuðnings meðal al- mennings, í hæsta falli styðja tíu prósent þjóðarinnar uppreisnar- mennina. Ástandið er afar ólíkt því sem var í Víetnam, þar sem fólkið stóð á bak við uppreisnar- herinn og þá sérstaklega í Norð- ur-Víetnam.“ Valenzuela segir að það sé nauðsynlegt að taka tillit til þess að stærstu vinstrisinnuðu skæruliðasveitirnar „FARC sam- anstandi af um 15.000 vopnuðum mönnum og að í landi sem telur 40 milljónir íbúa og er á stærð við Evrópu er varla hægt að tala um að þetta sé eiginlegur uppreisn- arher. Aðstæður í Kólumbíu eru einnig frábrugðnar því sem var í E1 Salvador á áttunda og níunda áratugnum, á tíma kalda stríðs- ins, en þar voru skæruliðasveitir FLMN alvarleg ógnun við stjóm- völd. Kólumbía er allt annað land og tímarnir hafa ekki aðeins breyst heldur heimurinn líka“. Að sögn Valenzuela er það eft- irtektarvert að mannréttinda- brotum hersins hefur farið fækk- andi á seinni árum og hann tekur skýrt fram að áframhaldandi stuðningur Bandaríkjamanna velti á því að slíkum brotum verði enn fækkað. Valenzuela bendir á að nýjustu skoðanakannanir sýni að 80 prósent kólumbísku þjóðar- innar styðji þátttöku Bandaríkja- stjórnar í fyrirhuguðum aðgerð- um þarlendra stjórnvalda. „Það eru ekki öll mannréttindasamtök í landinu á móti áætlun stjórn- arinnar. Þar að auki eru menn ekki á einu máli um hverjir fremji verstu brotin og það er pólitískt bitbein hvort vopnaðar sérsveitir hægri öfgahópa séu verri en vinstrisinnaðir skæru- liðar. Eitt er þó ljóst, þessar sveitir fjármagna baráttu sína á mannránum, kúgun og eiturlyfja- sölu“. Aðspurður hvort hernaðarað- stoð Bandaríkjanna vegi ekki of þungt á kostnað þróunarhjálpar svarar Valenzuela, „það ber að hafa í huga að Plan Kólumbía er afar víðtækt. Heildarkostnaður- inn er áætlaður 7,5 milljarðar Bandaríkjadala, þar sem bróður- parturinn fer í þróunaraðstoð og uppbyggingu á efnahag landsins". Nokkuð sem bæði Clinton og Pastrana tóku sérstaklega fram á blaðamannafundi í Kólumbíu sl. miðvikudag. Valenzuela bætir því við að „framlag Bandaríkjanna er ætlað til að aðstoða kólumbíska herinn og lögreglu í baráttunni gegn framleiðslu, dreifingu og sölu á eiturlyfjum og samhliða því veita stuðning til þróunarmála og upp- byggingar innanlands. Það er hluti af stærri áætlun og í raun má segja að tölurnar gefi ekki al- veg rétta mynd, einfaldlega vegna þess að hernaður er kostn- aðarsamur, ein þyrla er til að mynda afar dýr. Ef við tökum fyrir einstök atriði mun Banda- ríkjastjórn auka stuðning við þró- unaraðstoð og uppbyggingu dóm- stóla og réttarkerfis meira en nokkra aðra liði. Grundvallaratriðið í stefnu Bandaríkjastjórnar er að lausn á vanda Kólumbíu felst ekki í hern- aðaraðgerðum, heldur í því að ná árangri við samningaborðið". Jafnframt leggur Valenzuela áherslu á að menn verði að vera raunsæir og átta sig á því að það séu engar skyndilausnir í sjón- máli, það komi til með að líða langur tími áður en árangur næst. Margþætt vandamál En hvert er álit Kólumbíu- manna? Miguel Ceballos hefur umsjón með „Colombia Project" við Suður-Ameríkudeild George- town-háskólans í Washingtonborg. Hann vill að fólk átti sig á því að vandi Kólumbíu er margþættur. „Baráttan við fíkniefnafram- leiðendur er vel þekkt vandamál erlendis og skoðanakannanir sýna að almenningur í Kólumbíu er ekki á móti alþjóðlegri aðstoð. En stríðið samtvinnast baráttu vinstri sinnaðra skæruliða við stjórnvöld. Skæruliðasveitir FARC hafa á valdi sínu svæði sem er svipað að stærð og Sviss og þeir gefa það ekki svo auð- veldlega eftir. En áætlun Pastr- anas breytir valdajafnvæginu og nú standa skæruliðar frammi fyr- ir því að tekjur þeirra af fíkni- efnasölu geti minnkað umtals- vert, þeir verða því að ákveða hvort þeir auki hernaðarátök eða taki þátt í friðarviðræðum af al- vöru. Friður þarf að komast á í land- inu og fyrirhugaðar aðgerðir gegn fíkniefnaræktarhéruðum gætu orðið til þess að knýja upp- reisnarmenn að samningaborð- inu“. Mörg stærstu mannréttinda- samtök í Bandaríkjunum og Kól- umbíu eru á móti áætluninni vegna þess hve mikil áhersla er lögð á hernaðarliðinn. Ceballos, sem hefur sjálfur tekið þátt í starfsemi slíkra samtaka í sínu heimalandi, er ekki sammála og leggur áherslu á að „áætlunin er ekki aðeins byggð á hernaðarað- gerðum, heldur heildstæðri stefnuskrá þar sem leitast hefur verið eftir stuðningi frá umheim- inum við að leggja fram sam- ræmdar aðgerðir sem miðist að því að vinna bug á fíkniefnavand- anum og byggja upp efnahag landsins". Ceballos lýtur svo á að það sé jákvæð þróun að í fyrsta skipti sé erlent ríki, þ.e. Bandaríkin, að fara fram á að herinn sé ábyrgur gerða sinna. Pastrana hefur ferðast um Evrópu til að falast eftir stuðn- ingi. Einstök lönd, til að mynda Spánn og Noregur, hafa lofað að- stoð, en Evrópusambandið hefur ekki lagt fram samræmda stefnu varðandi Kólumbíu. Að sögn Ceballos hafa Evrópulönd veitt þróunaraðstoð þar sem aðal- áherslan er lögð á eða efla mann- réttindi og að styðja við bakið á lýðræðisþróun í landinu, en ekki tekið beint á fíkniefnaframleiðslu og skæruhernaði. „Þau bera þó ábyrgð í þessu máli, því þótt Bandaríkin séu stærsti einstaki neytandi kókaíns fylgir Evrópa fast á eftir og neysla þar fer hratt vaxandi. Skoðanakannanir innan Evrópusambandsins sýna einnig að almenningur hefur miklar áhyggjur af skipulagðri glæpastarfsemi sem tengist fíkni- efnum. Rússneska mafían er á kafi í málinu því hún selur skæru- liðum vopn fyrir eiturlyf svo að við erum ekki bara að tala um vandamál Kólumbíu og nágranna- í'íkjanna, heldur málefni sem snertir allan heiminn“. Innanlands stendur Pastrana höllum fæti, takmarkaður árang- ur stjórnvalda í efnahagsmálum, atvinnuleysi er um 20 prósent, og aðgerðarleysi í þjóðfélagsumbót- um hefur grafið undan áliti al- mennings og veikt stjórn hans. Ceballos bendir á að fólksflutn- ingar hafi breytt Kólumbíu og að í dag búi þrír-fjórðu þjóðarinnar í þéttbýli þar sem víðast hvar skortir atvinnutækifæri, skóla, heilsugæslu og aðra þjónustu. Hann bætir við að „Plan Kól- umbía er beint að landsbyggðinni vegna þess að fíkniefnafram- leiðslan á sér stað í sveitahéruð- um og þó að Pastrana hafi háleit markmið varðandi friðarferlið skapa þau ekki betra líf fyrir al- menning í landinu". Engar skyndilausnir Stuðningsmenn jafnt sem gagnrýnendur Plan Kólumbía eru sammála því að skyndilausnir séu ekki til staðar. Fyrst og fremst þurfa Kólumbíubúar að vinna betur saman og taka þverpólitískt á þeim vandamálum sem steðja að landinu. En það má heldur ekki gleyma því að heima fyrir, þ.e. í Bandaríkjunum og Evrópu, eru enn ómettaðir markaðir fyrir kókaín og heróín. Ef ekki er tekið á eftirspurn mun framleiðsla halda áfram að aukast og nýjar leiðir finnast til að koma efninu á markað. Það er gjörsamlega óraunhæft að ætlast til að kól- umbískir bændur snúi sér að lög- legri ræktun á meðan þeir búa við núverandi óöryggi og óttast stöðugt ofbeldi frá skæruliðum og vopnuðum sérsveitum. Og þó að árangur hafi náðst í að stöðva peningaþvætti hafa ólögleg við- skipti í stórum stíl hindrað eðli- lega markaðsþróun. Það þarf líka að aflétta viðskiptahindrunum og greiða fyrir aðgang kólumbísks útflutnings að vestrænum mörk- uðum. Öllum aðgerðum fylgir einhver áhætta, en Clinton Bandaríkja- forseti hitti sennilega naglann á höfuðið þegar hann sagði við íbúa þessa hrjáða lands í heimsókn sinni til Karþagó „að hinn mögu- leikinn, að gera ekki neitt, væri óviðunandi". Bandaríkjaforseti lofaði líka við sama tækifæri að „Bandaríkin myndu ekki taka þátt í skotbardögum" í Kólumbíu. Það á þó eftir að koma í ljós hvort þau orð munu standa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.