Morgunblaðið - 03.09.2000, Side 16
16 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Austfirskt hákarlaskip með keflavað.
Serfa sextíu málverka eftir Bjarna Jónsson
Sag-a íslenskra
áraskipa
Bjarni Jónsson listmálari hefur síðastliðin
fjögur ár unnið að gerð listaverkaseríu
um íslensku árabátaöldina. Eyrún Baldurs-
dóttir skoðaði verkin hans sem fela í sér
mikinn fróðleik um sögu áraskipa,
— ■ 7
allt frá landnámi Islands.
Þetta verk sýnir gamla djúplagið og í forgrunni sér inn til Súðavíkur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Bjami Jónsson og málverk frá Ðritvík í baksýn. „Þegar mest var unnu
um 350 manns í Dritvík og þar voru 60-70 bátar sem settir vom upp í
röðum frá sjónum. Þar höfðust menn við í verbúðum sem voru að mestu
hlaðnar úr torfi og grjóti og tjaldað yfir með segli,“ segir listamaðurinn.
ÞAÐ var sem afturhvarf í tímann
að hlýða á Bjarna Jónsson listmál-
ara lýsa því sem fram kemur í verk-
unum. Islenskir sjómenn á opnum
árabátum í alls kyns veðrum og sjó-
lagi, knörr með eftirbát í togi, brim-
lending, tveggja manna far og
tólfróinn teinæringur. Þarna koma
fram ýmsar gerðir sjóbúða og ver-
búða, gangspil, varir, naust og há-
karlahjallur. Saga íslenskra ára-
skipa frá landnámi sögð í sex tugum
málverka og frásögn Bjarna gerði
upplifunina enn sterkari.
Málverkaserían er enn sem kom-
ið er heima hjá Bjarna á Ægisíð-
unni. Hann hefur ekki viljað selja
einstaka málverk því ósk hans er að
serían verði í heild sinni sett upp í
Þjóðminjasafni íslands. „Þar
myndu myndirnar sóma sér vel til
fróðleiks fyrir komandi kynslóðir,“
segir Bjarni. „Ráðamenn hafa hins
vegar ekki tekið ákvörðun um að
kaupa málverkaseríuna en margir
hafa sýnt henni áhuga.“
Gífurleg heimildaöflun
að baki
Bjarni Jónsson er líklega sá nú-
lifandi íslendingur sem býr yfir
mestri vitneskju um árabátaöldina
hér á landi. Hann heillaðist af við-
fangsefninu þegar hann vann að
gerð skýringamynda í ritunum ís-
lenskir sjávarhættir. Fyrir það
verk lagði hann mikla vinnu í heim-
ildaöflun ásamt Lúðvíki Kristjáns-
syni sagnfræðingi sem var höfund-
ur texta en hann lést í febrúar
síðastliðnum. „Það tók tugi ára að
afla gagna fyrir ritun Islenskra
sjávarhátta," segir Bjarni. „Lúðvík
hófst handa árið 1936 og ég kom inn
í verkefnið um 1961. Eg gerði mér
enga grein fyrir umfangi verkefnis í
fyrstu, ég vann að því í 27 ár og ætli
ég hafi ekki gert þúsundir teikn-
inga þegar upp var staðið."
Þeir félagar kynntu sér allt um
þessa fornu atvinnuhætti með því
að ferðast um landið og ræða við
gamla karla og konur. Margir við-
mælendur þeirra höfðu unnið við
fiskveiðar á opnum áraskipum fyrir
aldamótin. „Hjá þeim var að finna
ótæmandi fróðleik," segir Bjarni og
bætir við að þeir Lúðvík hafi einnig
aflað sér vitneskju úr gömlum
handritum og í minjasöfnum.
Það var hugmynd Kristjáns Eld-
járns þáverandi þjóðminjavarðar að
nota fyrirliggjandi þekkingu til að
gera málverk af áraskipunum og
öllu því sem tilheyrði sjósókn á Is-
landi. „Egill Ólafsson á Hnjóti,
Þórður Jónsson á Látrum og Ólafur
G. Einarsson menntamálaráðherra
hvöttu mig einnig til verksins svo
að þessi fróðleikur myndi ekki glat-
ast,“ segir Bjarni.
„Vitneskjan um árabátaöldina er
fróðleikur sem er að hverfa og því
þurfum við að hlúa að þessum
menningararfi," segir Bjarni.
„Margt hefur farið forgörðum á síð-
ustu árum. Það var litið á gömlu
áraskipin sem drasl og það er ekki
langt síðan að þau voru notuð sem
eldmatur á gamlárskvöldi." Hann
bendir á að þær minjar sem hafi
varðveist séu á Minjasafni Egils Ól-
afssonar á Hnjóti, Sjóminjasafni ís-
lands og á safninu á ísafirði, Vest-
mannaeyjum, Skógum og víðar.
„Sum af áraskipunum sem varð-
veist hafa notaði ég sem fyrirmynd-
ir í verkum mínum.“
Áraskipin mismunandi
eftir landshlutum
Síðastliðin fjögur ár hefur Bjarni
unnið að gerð málverkanna sem eru
orðin alls sextíu talsins. Þeir Lúð-
vík gerðu saman lista yfir þær
myndir sem vert væri að mála og
segist Bjarni enn geta bætt við.
Því fer fjarri að öll áraskipin og
verstöðvarnar hafi verið eins, þó að
leikmanni gæti svo virst í fyrstu.
„Sjólag og veðrabrigði eru ákaflega
mismunandi eftir landshlutum. Sjó-
menn lærðu af reynslunni að laga
sig að ólíkum aðstæðum og virðast
hafa viðað að sér gífurlegri eðlis-
fræðiþekkingu," segir Bjarni. Hann
útskýrir einkenni hvers áraskips
um leið og hann flettir í gegnum
málverkin sem hann hefur staflað
upp við vegginn í vinnustofunni.
„Sandaskipin höfðu beint lotað
stefni og skut. Þau voru breiðari
um bógann að framan en aftan. Það
var gert til að bátarnir sætu betur á
öldunni.“ Bjarni heldur áfram að
benda og um næstu mynd segir
hann. „Vestmannaeyjaskipin voru
frábrugðin í seglabúnaði. Fram-
mastrið var lægra en afturmastrið,
öfugt við það sem tíðkaðist annars
staðar. Það var vegna þess að þeir
gátu alltaf átt von á sviptivindum
og til að varast þá þurftu þeir að
fella stóra seglið eins fljótt og
mögulegt var.“ Þannig útskýrir
hann einnig Grindavíkurskip, Bol-
ungarvíkurskip, færeyskan bát og
Engeyjarskip og veit af hverju þau
hafa sín sérkenni.
Vanir harðræði
og þekktu ekki annað
„Á þessum tímum sóttu menn
sjóinn upp á líf og dauða," segir
Bjarni og kemur í frásögn sinni að
því harðræði sem íslenskir sjómenn
og konur lifðu við. Aðbúnaðinn má
einnig sjá endurspeglast í myndun-
um. A einni þeirra standa þrír
menn í nístingskulda við lýsistunnu.
,Áður en sjómennirnir fóru út
klukkan fjögur eða fimm um nætur,
fengu þeir ekki annað en lýsi. Vatn
eða sýrubland höfðu þeir með sér
um borð en mat fengu þeir ekki fyrr
en komið var í land seinnipart dags.
Stundum var svo kalt hjá þeim í
verbúðunum að klæði þess sem yst
svaf, frusu föst við tóftarvegginn."
Bjarni hefur eftir sögu sem hann
heyrði hjá Alexander Einarssyni
frá Dynjanda í Jökulfirði. „Eitt sinn
skall á vonskuveður fyrir vestan svo
að margir sjómenn fórust. Eftir að
veðrið hafði staðið í nokkra daga
dettur á dúnalogn. Það var enn
nístingskalt og þoka, svokölluð ís-
þoka. Þeir Alexander fara aftur á
sjóinn og þurfa að róa því ekki var
hægt að sigla. Þegar þeir eru komn-
ir stutt út sjá þeir þúst fram undan
sem þeir könnuðust ekki við. Er
þeir koma nær sjá þeir að þar er
bátur sem marar í hálfu kafi.
Áhöfnin er enn um borð en menn-
irnir höfðu frosið undir árum.“
Unnið fyrir
íslensku þjóðina
Happdrætti Háskóla íslands
mun á næstunni gefa út spil með
árabátamyndum Bjarna. „Myndirn-
ar verða á framhlið spilanna og út-
skýringar fylgja með á sérstöku
blaði,“ segir Bjarni sem er mjög
ánægður með framtakið. Honum er
engu að síður ofarlega í huga sú
óvissa sem ríkir um framtíð mynda-
seríunnar. „Ég vil helst að mynd-
irnar séu allar saman, því ef ég fer
að selja úr seríunni mun fróðleikur-
inn um árabátaöldina ekki skila sér.
Mér finnst einnig nauðsynlegt að
serían í heild sinni sé aðgengileg ís-
lensku þjóðinni og beri vitni þess-
um menningararfi okkar.“
Dæmigerð vestfirsk verstöð.