Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.09.2000, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ STURLUNISOG- UM OG LJÓÐUM Verk dönsku skáldkonunnar Naja Marie Aidt spegla oft sturlun, átök og óvissu segir Örn Ólafsson. ÞESSI danska skáldkona fæddist 1963 og sendi frá sér fyrstu bókina átján ára. það var Ijóðabók, sú fyrsta af samstilltri þrenningu sem var lok- ið 1994. Ári áður birtist fyrsta smá- sögusafn hennar en annað safn, Að- gengi (Tilgang), birtist 1995. Ári síðar kom ljóðasafnið Húsið and- spænis en nýjasta ljóðabókin birtist í fyrra, Ferð fyrir ókunnugan (Rejse for en fremmed). Aidt hefur hlotið mikið lof fyrir þessar sex bækur sín- ar og er með kunnustu skáldum Dana á sínu reki. Smásögumar í Aðgengi gerast í kjarnafjölskyldu og lýsa átökum meðal þeirra nánustu og hvernig þau bregðast við þeim. Smávægilegt til- efni og staðlað tal staðfestir sögum- ar í aðstæðum sem lesendur kannast við. Þeim mun undarlegri og óvænt- ari verður framþróunin, svo sem þegar hjón sitja yfir sjónvai’psmynd með unglingssyni sínum. Sá sækir þeim te en faðirirnn segist engan sykur hafa fengið út í. Sonurinn full- yrðir að hann hafí sykrað teð en ger- ir það þó aftur og sagan endurtekur sig. þetta endar med því að móðirin fær e.k. taugaáfall og framhaldið er hugleiðingar um allar þær breyting- ar sem verða á sambandi persón- anna við gelgjuskeið sonarins. Önnur saga, sú minnisstæðasta í bókinni, segir frá pari sem sífellt er ad flytja. Konan er ekki fyrr farin að venjast íbúð og umhverfi hennar, eignast kunningja þar, en maðurinn rífur þau upp aftur, allt er svo ómögulegt hér, nú þarf að prófa eitt- hvað alveg nýtt. Og þegar nýja íbúð- in er valin sér hann ótal spennandi möguleika, það þarf bara að rífa nið- ur loft hér, reisa vegg þar. En um leið og búslóðin er inn borin, hnígur hann niður, yfirkominn af þreytu. Og konan situr uppi med spmngin loft, hauga af ryðguðu drasli í garð- inum og gamlar konur á efri hæðinni sem njósna um hana. þær em þeim mun óhugnanlegri sem þær em greinilega mynd hennar af framtíð sjálfrar sín, ósjálfbjarga, í óviðráð- anlegri einangmn og hrörnun. Og því gerir hún loksins uppreisn og neyðir manninn til ad flytja aftur til kunnuglegra umhverfis, selja bílinn og vera aftur á reiðhjólum. Um leið og hún fer að móta líf sitt, hættir umhverfið að vera dularfullt og ógn- andi. Allt er þetta greinilega táknrænt fyrir sambúð parsins í heild og þessi kona á greinilega að vera lesendum til fyrirmyndar, svo sem víðar má greina boðskap í sögunum, t.d. þar sem segir frá konu sem er ad farast andlega og líkamlega eftir fóstur- eyðingu en fær huggun og um- hyggju hjá ömmu sinni þar sem for- eldramir em of átakafælin til að duga henni. Ljóðabækumar finnst mér fremri. Sú síðasta fjallar að nokkm leyti um „Sturluðu Jónu“ (Juana la loca) sem var Spánardrottning um 1500 og um dóttur hennar Isabel, sem varð Danadrottning, gift Krist- jáni 2. Jóna var völdum svipt og inni- lokuð frá því um þrítugt, það sem hún átti ólifað, í næstum hálfa öld, og segir Aidt að ekkert sanni þó að hún hafi verið sturluð. Hún birtist hér sem fulltrúi allra þeirra sem höfðu burði til þroska en hlutu að lifa í kvöl og undirokun. Áþekkt er upphaf eftirfarandi ljóðs í Húsið andspæriis. Það gerist á gamla Borgarsjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, sem frægt var fyrir geð- deild sína. Það er vissulega tilkomumikil bygging utan frá en andstæða sjúkdóms og vanlíðunar er frekar hverful fegurð kirsuberjatrjánna, ímynd stundlegs lífs. Þær andstæður birtast einnig í kynlífslík- ingu, gleymskan er gelt en trén minna á reistan lim. Ástand ljóðmælanda birtist í fyrstu línu en þó enn frekar í sam- hengislausri síbylju um tilfinningar og einangmn í seinni hluta ljóðsins. Að kalla annan sjúkling rúðustrikað- an („rastet ud“) á betur við dag- blaðsmynd en sjónvarpsskjá en hvorttveggja gerir þessa mannvem framandlega, séða í fjölmiðluðu formi. Nótt eina þegar ég staulast um gulan glæsileika Borgarsjúkrahússins hafa geð- sjúklingarnir og hinir deyjandi raðað sér upp og beina trylltum augum að fölri fegurð kirsu- berjatrjánna þeir verða aldrei frískir þama inni við vökuljós og lítíum og hvemig eigum við nokk- urn tíma að fá þessum sýningar- glugga dúfna og dauða, þessum nið- urgi-afna bakgarði, breytt í lítið, þakklátt himnaríki, það spyi- ég granna minn um, hún er líka and- vaka, rúðustrikuð eins og sjónvarps- skjár í anddyrinu á meðan jörðin stynur undir sementi og gömlum skít, hún hirðir ekkert um sumar- blóm okkar, hita, ómögulegar óskir um sól, vanþekkingu alda og ákafa lesinn inn í hendur sem varfærni þeirra er ekki varfærni heldur van- trú og vanmáttur eins og sú sem fyll- ir stigaganginn, tryllt augnaráð sjálfrar mín: skínandi reisn kirsu- berjatrjánna er alls ekki næg þegar syfjuð gelt gieymska á að lífgast við. í nýjustu bókinni er annað sjúkra- hússljóð. En hér er dvalist við dauð- ann til að finna kjama lífsins. Ljóðið hnitast um líkingar við hljóð, tónlist. Þar skiptir meginmáli spurningin um samstillingu. Talað er um hávað- ann eins og hann væri sjúklingur, í keng, en annar sjúklingur rúmar meginandstæður ijóðsins. Hún var píanóleikari, það sýnir tign mann- kynsins í listsköpunen jafnframt er hún karlæg og deyjandi. Hjúkmnar- konan heldur í hönd sjúklingsins og leggur spurningu fyrir sjálfa sig. En það er ekki nóg rými í neinni skýr- ingu. Það er bara tilvera. Að allir þurfa að finna sér laf í heiminum að halda sér í. Nótt eina sleppir maður og svífur eins og eitthvað lausrifið, eitthvað sem ekkert tilheyrir, sem tilheyrir öllu.Við gefum frá okkur marga tóna en ekki tónlist. Og það er hörmung sem verður að keng- bognum glymjandi hávaða og við af- sökum, sleppum, gjöldum þess. Hver á að fyrirgefa okkur? Sú gamla á einkastofunni var píanóleikari. Þeir segja að hún skuli ekki vera hrædd, en hún er hrædd. Þeir biðja hana: Lokaðu augunum. En hún starir. Því snemma þennan morgun er skyndilega komið sumar. Þeir halda að fólk láti undan. En ijósblá augu hennar. Að lokum er bara hæg- ur sláttur hálsslagæðarinnar. Heyr- ir hún þá tónlist? Og hvað eigum við að gera af höndunum nú þegar við sleppum hennar. Ef til vill er dauð- inn hvorki ástand né regla. Heldur sjálft það sem haldið er í. Þar sem sterkt, ósýnilegt band er fest við holdið og veitir dásamlega stellingu. Eins og virðuleika. Og efa. Ljósmynd/Marisa Arason Málfrfður Aðalsteinsddttir myndlistarmaður, Stefán Snæbjörnsson, formaður stjdrnarnefndar Hönnunarsafns íslands, og Aðalsteinn Ingdlfsson, forstöðumaður safnsins, með verkið Fjarlæg fjöll. Naja Marie Aidt Höfum opnað glœsilega verslun á Strandgötu 11, Hafnarfirði. Kynnum í dag glœsilegan haustfatnað. Liéra vandaðar buxna- og pilsdragtir ásamt kjólum og toppum. La Strada* 'tweed dragtir með buxum og pilsum, létt dress og stretchbuxum. cUTIcl. glœsilegur gallafatnaður. SAHARI dragtir og toppar. Opið í dag sunnudag, frá kl. 13-17. diniarion Strandgötu 11, sfmi 565 1147 Hönnunarsafninu gefið textílverk MÁLFRÍÐUR Aðalsteinsddttir, myndlistarmaður og textfllistakona í Osld, hefur gefíð Hönnunarsafni íslands verk sitt „Fjarlæg fjöll“, sem er 5x3 metra tauþrykk og æt- ing, þrykkt á 100% silki. Verkið er gert 1990 og hefur verið sýnt víða um heim, bæði á myndlistar- og list- iðnaðarsýningum. Málfríður er fædd árið 1960 en fluttist til Noregs árið 1979, þar sem hún stundaði nám við Statens Hándverks og Kunstindustriskole í Osld 1983-87. Hún hefur sfðan verið búsett í Osld og tekið virkan þátt í listalffinu bæði f Noregi og á íslandi, og sýnt verk sfn fyrir hönd beggja landanna Vindhátíð 2000 Sunnudagur 3. september Faxaskáli kl. 13.30: Setning Vind- hátíðar. Kl. 14: Dansverk eftir Láru Stefánsdóttur og tónlist eftir Guðna Franzson. Flytjendur: Félagar úr Blásarasveit Reykjavíkur ásamt gestum og dansararnir Aðalheiður Halldórsdóttir, ívar Örn Sverrisson, Nadja Katrín Banine og Valgerður Rúnarsdóttir ásamt nemendum Listdansskóla íslands. Kl. 14.30: Gjörningur I: Hannes Lárusson myndlistarmaður. Kl. 15: Sýning á nýrri línu frá 66°N. Kl. 15.30: Japanskir flugdrekar: Reruaki Tsutsumi sýnir listir sínar. Kl. 14- 22. Fastasýning: Vindskúlptúrar, vindharpa, vindhanar, Myndlistar- skólinn í Reykjavík, íslensk vindraf- stöð, seglbátar. á alþjdðlegum vettvangi. Til dæmis hefur hún tekið þátt f sýningum á vegum Form ísland, en einnig f norskri sýningu f tengslum við Ól- ympfuleikana f Lillehammer og öðr- um sýningum á norskri skreytilist. Málfrfður hefur m.a. nokkrum sinnum hlotið opinbera listamanna- styrki og Norsk Kulturrád og fyrir- tæki hafa fest kaup á verkum eftir hana. Á íslandi hefúr Málfrfður haldið einkasýningar f Gallerfi Sævars Karls (1990) og f Listasafni Kdpavogs (1997). Þessa dagana er útilistaverk eftir hana að finna á sýningu sem nú stendur yfir við Rauðavatn. Listasafn Reykjavíkur kl. 20: Vindurinn og Færeyjar. Fyrirlestur Gunnars Hoydal arkitekts og ljóð- skálds frá Þórshöfn. Kl. 20.45: Vind- hörpur. Fyrirlestur Mag. Scient. Bror Westmann frá Danmörku. Mánudagur 4. september Faxaskáli kl. 16.30: Gjörningur II. • Hannes Lárusson myndlistarmaður. Kl. 20.30: Gjörningur: íhlutun í rými evrópskra borga 2000. Dansarar: Erna Ómarsdóttir og Riina Saast- amoinen frá Helsinki. Hljómlist: Martiens Go Home - Benoit Deux- ant, Roland Wauters og Pierre Dejaeger. Kl. 16-22. Fastasýningar. Listasafn Reykjavíkur kl. 20: Fyrirlestur Trausta Jónssonar veð- urfræðings. Kl. 20.46: Fyrirlestur Haraidar Ólafssonar veðurfræðings. Kl. 21.30: Fyrirlestur Ómars Ragn- arssonar flugmanns og fréttamanns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.